Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 13 Um hugsjón og sannleika - þýðingin á Villiöndinni Gunnar er á heildina litiö ánægöur meö þýöinguna á Villiöndinni en hér í grein sinni ræöir hann tvö atriöi sem hann gerir athugasemdir viö. - Myndin er úr uppfærslu Pjóöleikhússins. í viötali við Kristján Jóhann Jónsson um þýð- ingu hans á Villiöndinni eftir Henrik Ihsen (DV 13. jan.) víkur hann að því að einn gagnrýnandi hafi spurt hvers vegna hann hefði ekki þýtt „den ideelle krav“ með hugsjónakröfu en sjálfur þýðir hann þetta lykilhugtak verksins með orð- unum „hin sanna krafa“. Hér er greinilega vísað til umsagnar minnar um sýn- inguna í Degi-Tímanum því að ekki munu aðrir gagnrýnendur hafa gert athugasemdir um þýð- inguna. En þetta veitir tilefni til að fara fáeinum orðum um fyrr- netnt lykilhugtak og annað sem ég nefndi einnig. I fýrsta lagi vil ég árétta það sem ég sagði í téðum leikdómi: Þýðing Kristjáns er lipur og hljóm- ar vel. Það virðist ljóst að hann hefur lagt alúð við hana og enda notið aðstoðar norsks lektors að því er fram kemur í leikskránni. Þar sem ég þekki verkið nokkuð vel á norskunni tók ég strax eftir því að þýðing á tveimur grundvall- arhugtökum í verkinu orkar mjög tvímælis. Annað er þýð- ingin á „den ideelle krav“, hitt þýðingin á „havsens bund“ sem fram kemur í viðræðum Heiðveigar og Gregers Werle og á við loftið þar sem villiöndin býr, en í táknrænni merkingu við þann hugarheim sem persónumar hrærast í. Krafa um sannleika í háðum tilvikum þýðir Kristján öðruvísi en beinast liggur við og öðruvísi en Einar Bragi gerir í nýlegri þýðingu sinni sem Þjóðleikhúsið hefur af einhverjum ástæðum ekki viljað nota, fremur en eldri þýðingu Halldórs Laxness. „Hug- sjónakrafa" er hin beina þýðing á „den ideelle krav“. En Kristján segir að þetta þýði alls ekki hug- sjónakrafa. „Þarna er komið inn á grunnhugmyndir verksins. Krafa Gregers er einungis krafa um sannleika, ekki sannleika um eitthvað heldur óáþreifanlegan sannleika sem er yfirskipaður öllu öðru.“ Þetta þykir mér undarlegt orða- hröngl. Gregers Werle er hug- sjónamaður. Hugsjón er sam- kvæmt málvenju eitthvert mark eða mið sem mað- ur hefur fyrir augum, trúir að sé satt og skipti miklu um farnað ein- staklingsins og heill þjóðfélagsins. Hugsjón Gregers er sú að samlíf fólks - í tilviki leiksins hjónaband Hjálmars og Ginu - skuli byggt á sannleika en ekki blekkingu. Þetta er með öðrum orðum sann- leikskrafa - vilji menn ekki segja hugsjónakrafa - og það er nokkuð annað en „hin sanna krafa“. Gregers er, eins og sumir hug- sjónamenn, blindur á manneðlið, veikleika manna, sér ekki hvert krafa hans getur leitt af því að hann ofmetur hrapallega siðferðis- þrek Hjálmars Ekdals. Hugsjónin hjá Gregers er auðvitaö „yfirskip- uð öllu öðru“, svo notað sé orðafar þýðandans - eftir henni ber skil- yrðislaust að fara. Gegn þeirri hörðu hugsjóna- eða sannleiks- kröfu teflir svo Ibsen þeirri kenn- ingu raunhyggjumannsins Rell- ings læknis að mönnum sé nauð- syn að lifa við sjálfsblekkingu, „livslögnen" á máli skáldsins. Hátíölegt oröalag Eins og segir í frægum orðum læknisins: „Ef þér takið sjálfs- blekkinguna frá venjulegum manni (meðalmenni í þýðingu Kristjáns) sviptið þér hann ham- ingjunni um leið.“ Þessar and- stæðu skoðanir lætur skáldið veg- ast á. Auðvitað sjáum við til hví- líkra hörmunga krafa Gregers Werle leiðir en það merkir ekki að við follumst á þá siðareglu læknis- ins að úthluta beri hverri mann- eskju sjálfsblekkingu, fölskum hugmyndum um líf sitt. Hitt atriðið er „havsens bund“. Þetta er hátíðlegt orðalag, skáld- legt og á að vekja athygli, skera sig úr, eins og fram kemur í við- brögðum Heiðveigar þegar Gregers segir þetta. Villiöndin fer niður á botn og bítur sig þar fasta. Einar Bragi segir einfoldlega „hafsins botn“; þyki það of hvers- dagslegt mætti segja „mararbotn" sem er skáldlegra. En hotn verður að vera. Þess vegna fmnst mér þýðingin „í djúpinu", sem Kristján notar, ekki heppileg, þótt það orðalag hafi að vísu hinn dula og hátíðlega tón. Gunnar Stefánsson Kjallarinn Gunnar Stefánsson bókmenntafræöingur „í báðum tilvikum þýðir Kristján öðruvísi en beinast liggur við, og öðruvísi en Einar Bragi gerir í ný- legri þýðingu sinni sem Þjóðleikhús■ /ð hefur af einhverjum ástæðum ekki viljað nota, fremur en eldri þýð- ingu Halldórs Laxness Svikamylla Sagt er að mat á lánshæfni í húsbréfakerfinu miðist við að greiðslubyrði verði ekki hærri en 18% af launum kaupenda. Það er rangt og gildir aðeins um fá ár eft- ir húsnæðiskaup. Þegar frá líður verður greiðslubyrðin mun hærri og getur endað i 33% af launum. Húsbréfakerfið hleður upp skuld- um og greiðsluvanda hjá húsnæð- iseigendum. Húsnæðisskuldir hækka um 4,5% á ári og eru nú 3,5 milljón á fjölskyldu í landinu. Megnið af skuldasöfnun heimil- anna er afleiðing húshréfakerfis- ins. Húsnæðiskerfi grannþjóðanna stuðla ekki að slíkum fjöldagjald- þrotum sem við búum við. Húsbréfakerfið veldur skuldasöfnun heimilanna Hagsmunaaðilar reka harðan áróður fyrir ágæti húsbréfakerfis- ins og halda því fram að það sé hagstætt kaupendum og standist fyllilega samanburð við það sem best gerist annars staðar. Engu að síður hleður kerfið stöðugt upp skuldum hjá húsnæðiseigendum. Fjölskyldum í greiðsluvanda fækk- ar lítið þrátt fyrir góðærið. í fyrra hækkuðu skuldir húsnæðiskaup- enda um 4,5% og eru orðnar iið- lega 3,5 milljón á fjölskyldu í land- inu. Yfir 80% af skuldasöfnun heimilanna má rekja til húsbréfa- kerfisins. Húsnæðiskerfi grann- þjóðanna hafa ekki áhrif í lík- ingu við þetta. Skuldasöfnunin er afleiðing þess að lán húsbréfa- kerfisins greiðast afar hægt upp. Þau eru svonefnd jafhgreiðslulán og gjörólík hús- næðislánum sem tíðkast annars staðar í heiminum. Greiðslubyrði þeirra léttist ekkert þegar frá líður eins og almennt gerist um hús- næðislán heldur þyngist þegar tek- ið er tillit til vaxtabóta úr skatta- kerfinu. Vaxandi greiðslubyrði er meginorsök hins útbreidda greiðsluvanda húsnæðiskaupenda sem er viðvarandi eftir að hús- bréfekerfið kom til sögunnar. Áróðursmeistarar kerfisins segja að mat á lánshæfni miðist við að greiðslubyrði verði ekki hærri en 18% af launum kaupenda. Það er blekking. Matið miðast við greiðsluhyrðina eins og hún verður fyrsta árið eftir kaup að frádregnum vsixta- bótum. Þær forsend- ur eiga aðeins við í örfá ár. Eftir það blasir allt annað við húsnæðiseigendum. Auðvelt er að sýna fram á að greiðslu- byrði sem í upphafi var 18% getur endað í 33% af launum kaupenda. 33% eöa 18% greiðslu- byröi? Til þess að sýna hvað við er átt má taka dæmi af fjölskyldu sem á 700 þúsund og hefur nálægt 120 þúsund krónur í mánaðarlaun. Henni býðst til kaups íbúð sem kostar 7,0 milljónir. Undir venju- legum kringumstæðum fengi fjöl- skyldan ekki húsbréf til þessara kaupa en seljandi býður verð- tryggð jafngreiðslulán til 25 ára fyrir 20% kaupverðs til viðbótar húsbréfum sem eru 70%. Þessi kjör valda því að greiðslu- byrðin í mati hús- bréfakerfisins verður 18% af tekjum. í greiðslumati kerfisins sem kaupendurnir fá útprentaða úr tölvu- kerfi er sýnd greiðslu- byrðin fýrstu 6 árin eftir kaupin. Á því tímabili er hún lág og ekkert kemur fram um hvað síðar verður. Forsendur um 18% greiðslubyrði eru þó blekking. Fjölskyldan nýtur að vísu fullra vaxtabóta í upphafi á meðan skuldimar eru enn háar. Vaxtabæt- urnar taka hins vegar að minnka eftir nokkur ár. Þá þyngist greiðslubyrðin, hægt fýrst en síðan hraðar. Þegar 15 ár eru liðin frá kaupunum er hún orðin 24% af launum og fimm árum síð- ar 30%. Síðustu árin er greiðslu- byrðin komin upp í 33% af tekjum íjölskyldunnar. Það er 85% hærra en sýnt er á tölvuprentuðu greiðslumati húsbréfakei-fisins. Allir lántakendur búa viö svipaða hættu og áður er lýst, aðeins mis- jafhlega mikla. Talsmenn kerfisins loka augunum fyrir hættunni eða skilja hana ekki. Stefán Ingólfsson „Hagsmunaaðilar reka áróður fyrir ágæti húsbréfakerfisins og halda því fram að það sé hagstætt kaupendum og standist fyllilega samanburð við það sem best gerist annars staðar. Engu að síðar hleður kerfíð stöðugt upp skuldum hjá húsnæðiseigendum." Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur Með og á móti Dómgæslan slök í hand- knattleiknum í vetur? Neikvæð umræða „Ég náði aldrei tökum á að spila handbolta, svo ég ákvað árið 1972 að taka dómara- próf og það er hlutur sem ég sé ekki eftir að hafa gert, nú þegar ég horfi til baka. Það hefur veitt mér mikla ánægju. 01afm DÓmarÍ lær- steingnmsson, í il' að taka rétt- dómaranefnd HSÍ. ar ákvarðanir, snöggt og standa við þær. Dómari lærir að taka mótlæti, því það er nánast öruggt að þjálf- ari þess liðs sem tapar leiknum, kemur til hans eftir leik og út- skýrir fyrir honum hvers vegna hann tapaði leiknum vegna dómaranna. Þjálfari á hins vegar að fara yfir leikinn og skoða hvað mátti betur fara i leikskipu- lagi, hvers vegna tapaði ég (þjálf- arinn) leiknum. Ástæðan fýrir því að erfiðlega hefúr gengið fyrir félögin að fá fólk til starfa að þessum nauð- synlega þætti leiksins, er hin sí- fellda neikvæða umræða í garð dómara. Núna síðast var það með hreinum ólíkindum að æðsti leiðbeinandi í handknatt- leik á Islandi, (landsliðsþjálfar- inn), skyldi láta hafa eftir sér ummæli um dómarastéttina eins og hirtust á prenti fyrir stuttu. Nei, Þorbjöm. Svona vinnubrögð era þér sem góðum þjálfara ekki sæmandi. Nær væri að koma á dómara- fundi og lesa okkur pistilinn þar. Við tökum allri gagnrýni vel ef hún er sett þannig fram að hún bæti okkur i starfi." Sagt til að ýta við mönnum „Ég hef aldrei vitað til þess að menn þurfi að skammast sín fyr- ir að borða of mikið. Annars var þessi grein mín í leikskrá KA-manna sett fram að nokkru leyti í gríni og eins til ýta við mönnum.—mm Dómarar þuifa eins Og Handknattiolk. þjálfarar að vera gagnrýnir á sín störf, á sjálfa sig. í vetur hafa komið leikir sem hafa veriö mjög vel dæmdir, nánast óaðfinnanleg dómgæsla. Sumir leikir hafa ver- ið illa dæmdir. Dómarar komast aldrei i gegnum heilan leik án þess aö gera mistök. Mér hefur fundist jákvætt í vetur að sjá ung og efnileg pör koma upp á yf- irborðið. Mér hefur hins vegar fundist einkennilegt að sjá sum af eldri pörunum sýna mjög misjafna leiki. Ég skil ekki af hverju. Ef eldri og reyndari leikmenn sýna lélega leiki hjá mér gagnrýni ég þá. Oft er slæmum undirbúningi um að kenna. Það getur verið að sumir eldri dómararnir undirbúi sig ekki nægilega vel fyrir leikina þegar þeir dæma illa.“ -SK Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.