Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
15
- segja þær Guðbjört Erlendsdóttir og Soffía Sveinsdóttir
Við lyftum upp símtólinu, veljum
þriggja stafa númer og kvenrödd svar-
ar „Símaskrá“. Þetta er svar sem við
könnumst öll við enda notfærir hvert
mannsbarn sér þjónustunúmerið 118,
eða 03 eins og númerið lengi var.
Tilverunni lék forvitni á að líta í
heimsókn í höfuðstöðvar símaskrár-
innar í Ármúla og var þar vel tekið af
þeim fjörmiklu og skemmtEegu kon-
um sem sinna þessu mikilvæga þjón-
ustuhlutverki. Fyrir svörum urðu þær
Guðbjört Erlendsdóttir og Soffía
Sveinsdóttir sem eru öllum hnútum
kunnugar enda hefur Guðbjört verið
starfandi hjá símaskrá í 43 ár en Soff-
ía í 38 ár.
Karlmannslausar
Það fyrsta sem vekur athygli er sá
fongulegi hópur kvenna sem þama
starfar. En hvar eru karlmennimir?
Guðbjört verður fyrir svörum og segir
engan karlmann vera að vinna á 118 í
augnablikinu. „Það var ungur strákur
héma hjá okkur í sumar en hann er
nú farinn í önnur störf hjá Pósti og
síma. Hann var sá tyrsti sem við feng-
um til okkar.“ Og hvemig líkaði þeim
að hafa karlmann á svæðinu? Guð-
björt skellihlær og segir að þeim hafi
bara líkað það vel. „En ég veit ekki
með hann, ætli honum hafi ekki leiðst
i öllu þessu kvennageri. En hann var
nú svo ungur.“
Þær Guöbjört Erlendsdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa báðar unnið á Símaskrá í u.þ.b. 40 ár og kunna frá mörgu
skemmtilegu að segja.
Nú í febrúar em liðin tvö ár síðan
símaskráin fór að vera opin allan sól-
arhringinn. „Þetta var aldrei auglýst,
smám saman fréttu það bara allir,“
segir Soffla. Þær segja margt sniðugt
koma upp á, sérstaklega á nætiunar.
Sofffa segir einn ungan mann hafa
hringt um sexleytið að morgni í kring-
um jólin i öngum sínum. „Honum
hafði langað i hangikjöt og var búinn
að sjóða það en hafði síðan dottið í
hug að honum langaði í „þetta hvíta“
með og var þá að meina uppstúið. Ég
gaf honum uppskriftina og sagði hon-
um til. Ég hafði mestar áhyggjur af
því að
þ a ð
hlypi í kekki hjá honum og sagði hon-
um að vera duglegan að hræra. Hann
fór alsæll með þetta og ég vona bara
að þetta hafi smakkast vel hjá hon-
um,“ segir Soffía brosandi.
Guðjört segir slík símtöl algeng á
næturvakt. „Einn hringdi og ætlaði að
fara að sjóða svið - en í hraðsuðukatli
og gat ekki skilið hvemig hann færi
að því að koma þeim niður um stút-
inn! Hann var svo svakalega fullur!"
segir hún, skellihlæjandi. „Við heyr-
um allt. Það er spurt um allt sem við-
kemur þessu þjóðfélagi," segja þær.
En hvemig er að vera á næturvakt
um helgar? „Helgarnar eru algjör
klikkun. Maður getur ekki sofnað fyr-
ir stressi þegar maður kemm' heim.
Það eru margir ósköp þreytandi,
nema kannski skemmtilegir menn
sem em að sjóða sér hangikjöt! En í
alvöru talað þá kynnist maður oft
leiðinlegri hlið á fólki í alls kenar
ástandi," segir Guðbjört og Soffía
tekur undir það. En er ekki sallaró-
legt á næturvöktunum í miðri viku?
Þær vinkonur hlægja lengi og mikið
að þessari spumingu. „Nei, það er
sko aldeilis ekki rólegt. Síminn
stoppar ekki allan sólarhring-
inn, það
e r _
t.d. alltaf einhver á fylliríi," segir Guð-
björt og Sofffa er sammála. „Ég hefði
aldrei trúað að það væri svona mikil
drykkja úti í þjóðfélaginu ef ég hefði
ekki farið að vinna á nætumar. Og
hún er alla daga vikunnar.
Hvað vill fólk þá vita? „Hvað sem
er, númer hér og þar hjá fólki sem það
hefur litlar upplýsingar um, því bara
hundleiðist og langar til að tala við
einhvem." Sofffa segir strákana vera
svolítið þreytandi um helgar þegar
þeir séu að leita að stelpum sem þeir
viti lítið um. „Ég er farin að biðja þá
um að taka alltaf með föðumafnið hjá
stelpunum."
Aldrei dauður tími
Þær segja aldrei vera dauðan tíma
hjá sér en þó sé mest að gera milli níu
á morgnana og sex á kvöldin, þá sé
mest spurt um fyrirtæki og það séu
þægilegustu símtölin, fólk viti hvað
það vilji og sé snöggt að grípa upplýs-
ingarnar. En þær segja GSM-símana
einnig hafa aukið álagið mjög á öðrum
tímum. „Hér áður fyrr var t.d. alltaf
rólegt um verslunarmannahelgina en
nú er bara hringt úr tjöldum, sumar-
bústöðum eða af árbökkum."
Hvað er það besta við vinnuna?
„Andinn hér er svo góður, það er mjög
gott að vinna hjá Pósti og síma enda
erum við allar með 30-40 ára starfsald-
ur nema litlu dúllurnar okkar sem
koma og fara,“ segja þær stöllur og
vísa þar í nokkrar ungar stúlkur sem
þarna starfa.
íslendingar kurteisir
Guðbjört og Soffía harðneita því að
íslendingar séu ókurteisir, þeir séu
þvert á móti mjög kurteisir. „Við höf-
um aldrei fengið annað en gott viðmót
og reynum allt sem við getiun til að
veita þær upplýsingar sem beðið er
um. Það er alltaf einhver sem veit og
við erum alltaf á hlaupum hér til að
leita upplýsinga hjá hinum konunum.
Og yfirleitt er hægt að bjarga því,“
segir Soffía. „Stundum verður maður
að vera snöggur að hugsa," segir Guð-
björt. „Ég man t.d. eftir strák sem
hringdi og var að leita að stelpu sem
hafði boðið honum í partí, mundi ekki
götuheitið en vissi að það minnti
hann á klósett eða vaska. Mér datt
strax í hug Stíflusel og það passaði. Og
í kjölfarið fann hann stelpuna."
Nú hringja allar linur og við kveðj-
um þessar hressilegu konur sem alltaf
eru til staðar ef okkur vantar upplýs-
ingar um götur, símanúmer eða upp-
skrift að uppstúi.
-ggá
Hárþvottur:
Að ýmsu að huga
Það er meira mál að þvo sér
rétt um hárið en að smella í það
sjampói og skola úr. Sérfræð-
ingar hjá hársnyrtifyrirtækinu
L’Oreal bjóða upp á eftirfarandi
ráð fyrir þá sem vilja hári sínu
allt hið besta.
II
1
II. Greiddu vel úr öllu flækj-
um í hárinu áður en þú bleytir
það vel. Þú þarft minna sjampó
í rennblautt hár.
2. Forðastu að nota of mikið
sjampó. Sérfræðingarnir hjá
L’Oreal segja magn sem er á við
tíu krónu mynt í lófann nægi-
legt, tæplega hettufylli nægir í
sítt og þykkt hár. Ekki bæta við
þó það freyði ekki, mörg sjampó
freyða lítið sem ekkert en
hreinsa hárið alveg jafnvel.
3. Vertu viss um að allar
sjampóleifar fari úr hárinu við
skolun.
4. Þerraðu hárið með hand-
klæði áður en hámæringin er
: sett í, of mikið vatnsmagn dreg-
ur úr virkni næringarinnar.
5. Notaðu magn sem samsvar-
ar matskeið af hámæringu í
mjög sítt hár og allt niöur í
; magn sem samsvarar tæpri
teskeið í stutt hár. Einbeittu
þér að endunum fremur en rót-
inni og greiddu næringuna vel
inn.
6. Þó þú sért viss um að hafa
skolað alla hárnæringu úr
skaltu samt skola helmingi
lengur. Oft leynast leifar í hár-
inu sem gera það þungt og
slepjulegt.
7. Ekki nudda hárið með
handklæðinu þegar þú þurrkar
það, það getur valdið því að
hárið „brotni“. Þerraðu það
frekar gætilega eða vefðu þaö í
handklæði í 5 mínútin: áður en
það er greitt gætilega. Sértu
með sítt hár er gott að byrja rétt
fyrir ofan enda og vinna sig síð-
an upp með þvi að greiða 2-3
sm í senn.
Vissir þú að...
- Kynlíf eykur hárvöxt,
meira að segja hugsunin um
það
- Eitt einasta heilbrigt hár
hefur sama styrk miðað við
þykkt og koparvír. Væri gerður
kaöall úr heilbrigðu hári einnar
manneskju gæti hann haldið
uppi 23 tonnum.
- Sama staka hárið getur
haldið áfram að vaxa í allt að
sjö ár, sé miðað við að það vaxi
3 sm á mánuði gerir það 126 sm
á sjö árum.
- Eftir 25 ára aldurinn fer
umfang hvers einasta hárs á
höfði okkar minnkandi. Eftir
fertugt erum við öll með fíngert
hár.
- Mjög frngert hár veröur
aldrei sítt, sjaldan lengra en
10-12 sm.
-ggá
Tölvukerfið á Símaskrá er mjög fullkomiö og eru símastúlkurnar snöggar með allar upplýsingar. Þær fá
þó miklu fleiri fyrirspurnir en þær sem varða götuheiti og símanúmer. DV-myndir BG