Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Side 16
r; i * * . * tilveran Z' SOS-barnaþorpin: A þriðja þúsund foreldrar frá íslandi Það er göfugt að styrkja góð mál- efni og þeir eru fleiri en halda mætti sem láta framlög af hendi rakna til að bæta kjör annarra. Almennt er sú skoðun ríkjandi að íslendingar séu ekkert sérstaklega duglegir að aðstoða þá sem minna mega sín í fá- tækari löndum heims. Alkunna er að Sameinuðu þjóð- imar fara fram á það við ríkari þjóðimar að þær styrki þær fátæk- ari um helst ekki minni upphæð en sem nemur 0,8% af landsframleiðsl- unni. Þjóðir Norðurlandanna, að ís- landi undanskildu, hafa sýnt þess- um óskum mikinn skilning. Fram- lög hins opinbera í Skandinavíu eru að jafnaði yfir 1% landsframleiðsl- unnar en langt undir þeirri tölu á íslandi. En til er fjöldi einstaklinga á ís- landi sem telur það ekki eftir sér að styrkja þá sem minna mega sín. Hér er átt við þá sem taka á sig skuld- bindingar sem foreldrar innan hinna alþjóðlegu samtaka, SOS- barnaþorpanna. Þar standa íslend- ingar flestum þjóðum framar. Ulla Magnússon hefur um árabil verið í forsvari fyrir SOS-bamaþorpin á ís- landi. Stofnað í Austurríki „Samtökin SOS-bamaþorpin vom stofnuð árið 1949 i Austurríki og eru þess vegna orðin gömul og gróin. Þau náðu fyrst fótfestu hér fyrir 6 árum. Kerfíð gengur út á að SOS- bamaþorpin styrkja einungis mun- aðarlaus eða yfirgefin böm og gefa þeim heimili. Hugmyndafræði stofn- andans, Hermanns Gmeiners, gekk út frá því að mörg smá framlög verða stór þegar saman koma. Framlagið hér á íslandi miðast við 1.000 krónur. Rekstur SOS-barnaþorpanna gengur ekki einungis út á framlög foreldra. Mikið er um frjálsa styrkt- araðila, vini samtakanna sem leggja fram fé þegar samtökin fara fram á það. Margir em heldur ekki eigin- legir foreldrar heldur láta skrá framlög sín og láta þau renna til ákveðins heimilis eða barnaþorps. Ef allir styrktaraðilar samtakanna era taldir saman þá em það 6,3 SOS-barnaþorp í Senegal í Afríku. milljónir manna. Þeir foreldrar sem borga reglu- lega em 124.000. Þar af eru íslend- ingar rúmlega 2.500 og er það lang- hæsta hlutfallið í heiminum miðað við höfðatölu. Oft hefur verið talað um að íslendingar standi sig ekki vel í hjálp til þróunarlandanna mið- að við önnur iðnríki en þegar þetta hjálparstarf er tekið með í reikning- inn lagast þetta hlutfall verulega. Okkur reiknast til að sá stuðningur sem íslendingar leggja af mörkum til SOS á hverju ári sé um 30 millj- ónir króna og sú upphæð fer stöðugt vaxandi." Engin kvöð „Með framlögum til barnanna verða styrktaraðilar „foreldrar" en tveir eða jafnvel þrír „foreldrar" geta verið saman um framfærsluna hjá hverju bami. Ástæðan fyrir því er sú að í fyrsta lagi kostar það meira en 1.000 krónur að halda uppi barni og gefa því menntun þegar fram í sækir. í öðm lagi er það vegna þess að engin kvöð er af styrkjendanna hálfú að vera í sam- bandi við bamið. Hugsanlega gerir bamið sér mjög háar hugmyndir um þann sem styrkir en foreldrið stendur ef til vill ekki undir þeim væntingum. Með því að hafa fleiri en eitt foreldri um hvert bam dreif- ist þetta og þeir virka sem fjarlægir ættingjar. Hvert bam þarf á móður að halda. í hverju húsi í SOS-bamaþorpi er ein móðir, kona sem tekur að sér að ala upp nokkur böm, oftast á bilinu 8-10, eins og þau væra hennar eigin. Móðirin er vendilega valin og fær ákveðna undirbúningsþjálfun. Hún má sjálf ekki eiga böm né vera gift. Móðirin fer í skóla á vegum SOS, þarf að taka sálfræðipróf og starfar fyrst sem aðstoðarmóðir svo hún geti áttað sig á því hvort starfið henti henni. Móðirin fær laun og ráðstöfunar- fé fyrir heimilið og hefur ákveðið frjálsræði varðandi matargerð og önnur uppeldisleg atriði. Rekstrarfé heimilisins kemur frá styrkjendum utan úr heimi. Lögð er áhersla á aö börnin fái góða menntun, þau læra ensku og reynt er að gera þau að nýtum þjóðfélagsþegnum þegar fram í sækir. Það er ekki endilega stefnt að því að bömin fari í lang- skólanám en ef þau hafa hæfileika til þess er reynt að styðja þau til þess,“ sagði Ulla. Velja stúlkur Þegar fólk leitar til SOS-barnaþor- panna biður það oftar um að fá að styrkja stúlkur en drengi. Það er al- menn skoðun að stúlkur eigi erfið- ara uppdráttar en hinu má ekki gleyma að þegar bam er orðið mun- aðarlaust og komið undir verndar- væng SOS- bamaþorpanna hefur það jafnmikla þörf fyrir styrkina hvors kyns sem það er. -ÍS Ulla Magnússon hefur um árabil veriö í forsvari fyrir SOS- barnaþorpin á íslandi og státar af góöum árangri sem eft- ir er tekiö. Hjón frá Selfossi fóru til Marokkó: Völdu sér barn á staðnum Það era ekki allir sem gerast „for- eldrar" bama hjá SOS-bamaþorpum á sama hátt. Hjónin Ásdis Ásgeirs- dóttir og Ólafur Þorleifsson frá Sel- fossi fóra í hálfs mánaðar ferðalag til Marokkó í fyrra og gerðust for- eldrar fyrir hálfgerða tilviljun. „Við vissum lítið um starfsemi SOS-bamaþorpa áður en við fórum út til Marokkó. Áður en við fóram út til Agadir hittum við mann sem benti okkur á að gaman gæti verið að heimsækja skemmtilegt þorp,“ sagði Ólafur. „Við vissum ekkert hvar þetta var þannig að við settum okkur í samband við Ullu Magnússon hjá SOS- bamaþorpum til að fá upplýs- ingar. Hún sendi símbréf út og til- kynnti komu okkar. Við vorum í fríi i Agadir og notuðum tækifærið og slepptum einni af skoðunarferðun- um, sem boðið var upp á, fengum okkur leigubíl og skruppum til þorpsins. Það var í um 40 mínútna akstursleið frá borginni Marra- kesh.“ Allt til fyrirmyndar „Við vorum mjög hrifin af því sem við sáum. Um leið og við kom- um tók á móti okkur vörður sem sá um að engir óviðkomandi kæmu þarna inn. Þama var SOS-bama- þorp á vegum samtakanna í jaðri lít- ils bæjar. Þarna var starfrækt hjúkrunarheimili á þeirra vegum sem var tölvuvætt, leikskóli sem ekki einungis var starfræktur fyrir böm á vegum samtakanna heldur einnig önnur böm í bænum. Leik- skólinn er með leiksvið og við sáum að þama var gert mikið tO þess að kenna bömunum að tjá sig. Þama er hannyrðakennsla, kennd trésmíði, blikksmíði og undirstöðu- atriðin í rafvirkjun. Þarna er bóka- safn sem að mestu leyti er byggt upp á gjöfum, kennarar eru á hverju strái og allt er þarna til fyrirmynd- ar. í þessu þorpi var að nokkra leyti byggt á sjálfsþurftarbúskap, þama era eplatré, appelsínutré, bóndabýli með kýr, hænsni og alifuglaslátur- hús. Þau selja afurðir sínar til þorpsins. Við sáum þama litla yndislega þriggja mánaða gamla stúlku sem okkur leist vel á og við ákváðum að gerast „foreldrar" hennar. Við erum reyndcir bamlaus sjálf, hjónin, en það var ekki ástæðan fyrir þessari ákvörðun. Það var bara forvitnin sem rak okkur til að skoða þetta og við sjáum alls ekki eftir því,“ sagði Ólafur. -ÍS ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 Sagan Austurríkismaðurinn Her- mann Gmeiner stofnaði sam- tökin SOS-barnaþorpin árið 1949. Áratug síðar era komin 10 barnaþorp á vegum samtak- anna i Evrópu og styrktaraöilar orðnir yfir eina milljón manns. Árið 1963 er starfsemin útvíkk- uð og teygir sig til þróunarland- anna. Áriö 1969 er búið að byggja 70 þorp fyrir munaðar- laus böm í 35 löndum. Fimm árum síðar eru löndin orðin 50 og þorp eða þjónustumiðstöðvar á vegum samtakanna orðnar yfir 100. Stofnandi samtakanna, Hermann Gmeiner, deyr árið 1986. Starfsemin í dag era 343 SOS-bamaþorp í heiminum. Þar af er 81 í Afríku og Mið-Austurlöndum, jafn mörg í Asíu, 84 í Evrópu, 96 í löndum N- og S-Ameríku og eitt í Ástralíu. Einnig eru á vegum samtakanna rekin 185 bama- heimili víða um heim, 408 imgl- ingaheimili, 113 skólar, 111 fé- lagsheimili og 57 læknamið- stöðvar auk annars konar starf- semi. Læknamiðstöðvar Utan Evrópu, þar sem oft er skortur á heilbrigðisþjónustu, kappkosta samtökin að jafnaði að koma upp læknamiðstöðvum í tengslum við SOS-barnaþorp- in. Þær eru mannaðar með læknum, hjúkrunarkonum, tæknifræðingum og ljósmæðr- um. Þar er að fmna bólusetn- ingaraðstöðu gegn helstu kvill- um sem hrjá böm. Skyldur mæðra Hvert munaðarlaust barn, sem kemst undir vemdax'væng samtakanna, fær útnefnda móð- ur sem sér um að koma til móts við þarfir barnsins. Móðurinni er kennt að sinna öllum skyldu- störfum sem fylgja þessu hlut- verki. Hún má ekki vera gift sjálf né eiga böm. Hún hefur sínar eigin vistarverur, en bömin sjálf era að jafnaði 3-4 saman í herbergi. Munaðarlaus börn sem eru systkini eru aldrei aðskilin. Árið 1990 tóku hjónin Sigurð- ur og Herdís frá Egilsstöðum að Isér að styrKja Karinu Weidin- ger í Austurríki. Sigurður, sem bundinn er við hjólastól, innrit- aði sig í bréfaskóla til að læra þýsku svo hann gæti skrifast á við Karinu. Nokkrum árum seinna gátu þau boðið Karinu í heimsókn til sín. Styrktarforeldri 2000 Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- um forseti íslands, var tvöþús- undasti íslendingurinn tU þess að styrkja SOS með föstu mán- aðarframlagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.