Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 méttir --- Jakob Ragnarsson í Bolungarvík vann mál í undirrétti en tapaði í Hæstarétti: Telur Pétur Kr. Hafstein vanhæfan dómara í málinu - hyggst fara með málið fyrir Evrópudómstólinn verði það ekki tekið fyrir aftur ,Ég ste&idi Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra. Málið snert- ir líka Friðrik Sophusson íjármála- ráðherra. Ég vann þaö í héraðs- dómi en ríkið vísaði því til Hæsta- réttar þar sem ég tapaði málinu. Þar var Pétur Kr. Hafstein, fyrrum forsetaframbjóðandi, látinn dæma í málinu. Þeir Þorsteinn og Friðrik voru yfírlýstir stuðningsmenn Pét- urs í forsetakosningun. Ég hef grun um að þeir hafi stutt hann fjárhagslega og vil láta rannsaka það. Ég mun krefjast þess að þetta mál verði tekið upp aftur í Hæsta- rétti. Ef ekki þá ætla ég með það fyrir Evrópudómstólinn í Stras- borg. Með þessum dómi Hæstarétt- ar er ég gjaldþrota. Það er líka Fimm umsóknir Dalvíkur- prestakall DV; Dalvík: Fimm umsóknir bárust um stöðu sóknarprests á Dalvík og í Svarfað- ardal en umsóknarfrestur rann út 15. janúar sl. Umsækjendur eru: Amaldur Báröarson, sóknarprestur á Raufar- höfn, Magnús G. Gunnarsson, sókn- arprestur á Hálsi í Ljósvatnshreppi, Stína Gísladóttir, sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húna- vatnssýslu, Bára Friðriksdóttir guð- fræðingur, brauðskráð 1995, og Sveinbjörg Pálsdóttir guðfræðingur, brautskráð 1988. Að sögn Friðþjófs Þórarinssonar, formaxms sóknamefndar á Dalvík, hafa umsækjendur verið boðaðir til viötals við sóknamefndir um næstu helgi. Að loknum þeim viðræðum mun prófastur taka ákvöröun um hvenær kjörmenn gangi til kosn- inga. Alls em kjörmenn 28,10 á Dal- vík og 6 í hverri hinna þriggja sókna í Svarfaðardal. Gert er ráð fyrir að prófastur boði til kosninga í næstu viku. Niðurstaða kosningar kjörmanna er bindandi nema til komi undi- skriftir 25% atkvæðisbærra sóknar- bama innan sjö daga frá því að nið- urstaða úr kosningu kjörmanna er kynnt. -hiá Svartsýni í skíðalöndum Leiðindaveður var á skíðastöð- um víða á landinu í gær og lokað í Bláfjöllum. í Hlíöarfjalli við Akur- eyri hefur verið lokað síðan sl. sunnudag og á Seljalandsdal við ísafjörð var lokað í gær. í Bláfjöll- um og á Akureyri sögðust menn ekkert allt of bjartsýnir fyrir helg- ina, nægur snjór er á báðum stöð- unum en mönnum leist ekki á út- litið vegna veðurspárinnar. Gert er ráð fyrir allhvassri vestlægri átt á morgun, þuiru suðaustan- og aust- anlands en éljum annars staðar. Frost gæti orðið 0-7 stig. Á mánu- dag verður vestan- og suðvestan- kaldi eða stinningskaldi, snjókoma og síðar rigning sunnan- og vestan- lands. Veður mun fara hlýnandi. -sv búið að gera úr mér glæpamann og því uni ég ekki. Ég hef aldrei brot- ið neitt af mér,“ segir Jakob Ragn- arsson, sjómaður í Bolungarvík, í samtali við DV. Mál Jakobs er þannig til komið að Wánn lét smíða fyrir sig tvo smábáta í Noregi árið 1989. í janú- ar 1990 var sett reglugerð um veið- ar smábáta og þá vom þessir tveir bátar orðnir of stórir fyrir króka- veiðar. Þá þurfti Jakob að semja við skipasmíðastöðina um að minnka bátana. Jakob sótti svo um skipaskrárnúmer og allt sem þvi tilheyrir. Hann fékk staðfestingu á skipaskrámúmeri 18. apríl og síð- an skipaskráningarvottorðið nokkrum dögum síðar. „Ég fæ ekki betur séð en að það sé komið í ljós að atvinnurekenda- samböndin í landinu hafni þeirra launamálastefnu sem Verkamanna- sambandið lagði ffam fyrir þessa kjarasamninga um að jafna laun í landinu. Við lögðum það til eftir leiðum sem eru vel færar og verður ekki hrakið að orsaka ekki verð- bólgusprengju. Atvinnurekendur em með orðum símun og því sem ég kalla prósentuhagfræöi að reyna að slá ryki í augu fólks og telja því trú Bátarnir komu til landsins í september 1990. Þeir hrepptu vonskuveður og skemmdust nokk- uð á siglingunni heim. Fram fór bráðabirgðaviðgerð og síðan var farið til veiða þar til í lok nóvem- ber en þá urðu krókaleyfisbátar að gera hlé á veiðunum. Þá var bátnn- um komið í slipp til aö ljúka við- gerð á þeim. Stöð 2 birti mynd af bátunum og þeim þriðja sem var mældur jafii stór en sýndist minni en myndin sýndi ekki réttan sam- anburð á stærð bátanna. Þeir í sjávarútvegsráðuneytinu sáu myndina og þegar bátamir vom komnir til veiða aftur í febrúar kom skeyti frá sjávarútvegsráðu- neytinu um að bátamir væm of um að launastefna okkar sé röng. Þetta er alvarlegt athæfi og gerir stöðuna í kjarasamningamálunum bráðeldfima,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins, í samtali við DV i gær. Hann var spurður hvað nú tæki við fyrst launastefnu VMSÍ hafi ver- ið hafhað? ___„Þolinmæði manna er ekki mikil úr því að þessi höfnun er komin ffam eftir að ríkissáttasemjari tók stórir og því ekki lengur krókahát- ar heldur kvótabátar með 11 tonna kvóta og að hann væri búinn. Deilt um stærð Deila kom upp um stærð bátanna og leitaði Jakob til umboðsmanns Alþingis með niðurstöðu sjávarút- vegsráðuneytisins. Hann úrskm-ð- aði Jakobi í vil og fékk hann þá krókaleyfið aftur. Hann vildi svo sækja bætur til sjávarútvegsráðu- neytisins vegna mikils kostnaðar sem allt umstangið kostaði. Því var hafnað. Jakob fór þá í mál og vann það í héraðsdómi. Ríkið vísaði málinu til Hæstaréttar og þar tapaði Jakob því. Forsenda Hæstaréttar var sú að við málinu. Kveikjuþráðurinn er orðinn afar stuttur. Almenningur í landinu verður að átta sig á þessum blekkingaleik sem Vinnuveitenda- sambandið, Vinnumálasambandið og launanefnd ríkisins eru með. Launastefna VMSÍ, sem er 29 þús- und manna samband, setur ekkert úr skorðum hér á landi. Allt tal um slíkt er ekki loddaraleikur heldur trúðaskapur,“ segir Bjöm Grétar Sveinsson. að samkvæmt þá nýsettum lögum hefðu bátamir aldrei átt að fá veiði- leyfi þar sem þeir hefðu ekki verið tilbúnir á skipaskrá fyrir 15. maí en slík skipaskrá var í rauninni ekki til á þeim tíma. Að sögn Jakobs þýð- ir þetta að allir bátar sem fengu haf- færiskírteini eftir 15. maí 1990 séu þá ólöglegir. Jakob fékk haffæri- skírteini fyrir sína báta 12. ágúst en hafði sótt um skipaskrámúmer 18. apríl. „Nú er ég búinn að missa bátana, orðinn gjaldþrota og skulda virðis- aukaskatt sem er tukthússsök greiði ég hana ekki. Þar með er ég dæmd- ur glæpamaður sem ég mun ekki una því ég er saklaus maður,“ sagði Jakob Ragnarsson. -S.dór stuttar fréttir Björk bönnuð Nýjasta myndband Bjarkar Guðmundsdóttur hefur verið bannað í Bretlandi. Ástæðan mun vera að í myndbandinu sést í brjóst söngkonunnar og er það talið geta sært velsæmis- vitund fólks. Bylgjan sagöi frá. Kanna verður aðíld Formaður Alþýðubandalags- ins, Mai-grét Frímannsdóttir, telur að kanna eigi aöild ís- lands að ESB til að styrkja stöð- una gagnvart sambandinu. Hún segir ekki þýða að segja málið ; ekki á dagskrá. RÚV greindi ftú. Fræðslumiðstöð í Miðbæjarskóla í gær tók Fræðslumiöstöð Reykjavíkur til starfa í endur- bættu húsnæði Miðbæjarskól- ans. Húsinu, sem er elsta bamaskólahús í Reykjavík, hefur öllu verið breytt og það endurgert í uppmnalegri mynd. Laumufarþeginn enn um borð Líklegt er að togarinn Sigl- firðingur verði í farbanni á Kanaríeyjum fram ýfir helgi en laumufarþegi hafði fundist um borö. Spænsk yfirvöld vilja ekki taka við honum og dvelur hann því um borð í togaranum og er vandlega gætt. Milljónatjón Talið er aö 5 milljóna króna fjón hafi orðið þegar rofi fyrir ? svokallaða Eskifjarðarlínu | brotnaði í spennustöð Rarik við f Eyvindará á Héraði. Bolti í í undirstöðu brotnaði í óveðrinu s sem gekk yfir Austurland í t fyrrinótt. Bylgjan greindi frá. Kröfur í þrotabú Heildarkröfur í þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar námu hátt í 290 milljónum I króna en verið er að ganga frá skiptum á búinu. 11 milljóna króna forgangskröfúr greiðast : að fullu. Ríkisútvarpið greindi I ffá. Úttekt á ofbeldi í kjölfar aukinna kvartana hjúkmnarfræðinga, Sóknar- og ríkisstarfsmanna, sem starfa á heilbrigðisstofnunum um of- beldi á vinnustöðum þeirra, heftu- verið ákveðið að gera út- tekt á stöðu þeirra mála. -GGÁ Enn geta menn þó gert aö gamni sfnu í Karphúsinu eins og þeir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, Þórir Einarsson rfkissáttasemjari, Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, og Jóngeir H. Hlinason, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambandsins, voru aö gera þegar þessi mynd var tekin. Björn Grétar Sveinsson, formaöur Verkamannasambandsins: Kveikjuþráöurinn er orðinn mjög stuttur - eftir aö atvinnurekendur hafa hafnaö kjarajöfnun í landinu -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.