Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Blaðsíða 16
>6 sandkassinn
>
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997
Urval Sandkorna ársins 1996
Hér getur aö líta nokkur af bestu Sandkornum sem birtust í samnefndum dálki á síðasta ári.
Af nógu var að taka enda margir atburðir á árinu sem urðu gárungum tilefni til gleðisagna og
gamanvísna. Tilefnin voru stór og smá, nægir að nefna brókastuld á Austfjörðum og eldsumbrot
í iðrum Vatnajökuls. Að sjálfsögðu fylgdu með sögur óháðar tíma og rúmi.
Þeir sem oftast voru umsjónarmenn Sandkoms á síöasta ári voru blaðamennimir Sigurdór
Sigurdórsson, Gylfi Kristjánsson og Bjöm Jóhann Björnsson. Samantekt af þessu tagi hefúr ekki
verið gerð áður en aldrei að vita nema að „Sandkassinn“ verði birtur árlega hér eftir. Dagsetn-
ingar fylgja með. Góða skemmtun!
Nærfatarímur 17.-22. janúar
í DV í byrjun
janúar var skýrt
frá því að maður
hefði verið dæmd-
ur i fangelsi fyrir
að stela undirfatn-
aði frá 13 konum á
Austurlandi. Þetta
sérstæða sakamál
varð hagyrðingn-
um Hákoni Aðalsteinssyni tilefni til
yrkinga. Um er að ræða níu sem
birtar voru í þremur skömmtum í
Sandkorni. Koma þær hér allar í
einu:
Landið fela lúin ský,
læðist deli grófúr
að næturþeli, borg og bý,
brókarsteliþjófur.
Kuldaboli fælir frið
fáir þola svona.
Bitra golu berst nú við
brókarstolin kona.
Saklaust víf á fósturfold,
flótta stifum hrakið.
Brókin, þýfi, bert er hoid,
blessað llfið nakið.
Limi skóku af lífí og sál,
lagahrókar snöggir.
Kátir tóku að kanna mál,
kvennabrókarglöggir.
Vaskir renna vettvang á,
vökul spenna nefin.
Fljótir kvenna firðar þá,
ferskan kvennaþefinn.
Höfðu klókir kappar þá,
kannað flókin svæði.
Fúl var blókin fönguð á,
feikna brókarstæði.
Nú varð bil að brúa fljótt,
bæta yl á vífum.
Vanda til í verki skjótt,
vel að skila þýfum.
Allmörg hnátan ofsaglöð,
eins og kátur lækur.
Arkar státin upp á stöö,
er að máta brækur.
Mjög er heitt i málum þeim,
mikið breytt er öldin.
Labbar sveitt og lúin heim
löggan þreytt á kvöldin.
Áróður fyrir sára Pálma
29. janúar
Sagan segir að
séra Karl Sigur-
bjömsson, sóknar-
prestur i Hall-
grímskirkju, hafi
verið að hefja und-
irbúning ferming-
arbarna sinna á
dögunum. Hann byrjaði á þeim góða
sið að sýna hópnum kirkjuna og út-
skýra það sem þar bar fyrir augu.
Þá tók hann eftir því að einn drengj-
anna stóð lengi við predikunarstól-
inn og virtist starsýnt á hann. Prest-
ur gekk til hans og spurði hvort
honum litist vel á stólinn. Strákur
kvað já við því en sagði síðan. „Ef
séra Pálmi Matthíasson býður sig
fram til forseta verður að breiða
yfir þetta, það stendur alls staðar X
P, X P.“
Brjóstin 20. maí
Dægurmáladeild Ríkisútvarpsins
á rás 2 hefur lengi verið með einn
áhugaverðan dagskrárlið en það er
lestur upp úr DV. Oft á tíðum mjög
skemmtilegt útvarpsefni. Á dögun-
um brá svo við að þær stöllur, Anna
Kristine Magnúsdóttir og Guðrún
Gunnarsdóttir, voru í stuði og
skemmtu sér mjög yfir mynd í DV
af barmastærstu
konu Evrópu.
Sömuleiðis var á
baksíðu DV sama
dag mynd af ber-
brjósta íslenskum
fagurfljóðum í sól-
baði. Þegar þær
voru að fletta blað-
inu segir Guðrún: „Ups, rak ég mig
í mikrafóninn." Þá varð Anna
Kristine ekki kjaftstopp, frekar en
fyrri daginn, og sagði um hæl: „Það
eru brjóstin." Þá var mikið skríkt i
hljóðstofunni!
Á Saga-Class
Lj óskubrandarar
hafa fengið vængi
á nýjan leik og
heyrði Sandkorns-
ritari af ónefndri
ljósku sem fór með
Flugleiðum til
Baltimore. Hún
gerði sér lítið fyrir
og settist í Saga-
Class sæti í flugvélinni, nokkuð sem
hún átti ekki pantað. Flugfreyjurn-
ar bentu henni á þetta og báðu hana
vinsamlega að fara í sitt sæti. Ljósk-
an lét sig ekki og sat sem fastast.
Flugfreyjurnar gáfust upp og leit-
uðu liðsinnis hjá flugstjóranum.
Hann gekk rakleiðis að ljóskunni,
hvíslaði í eyra hennar og fór til
baka aftur. Ljóskan stóð upp og fór
beint í sitt sæti. Flugfreyjumar áttu
ekki til orð og spurðu flugstjórann
hvað hann hefði eiginlega sagt.
Flugstjórinn svaraði yfirvegaður:
„Ég sagði henni einfaldlega að Saga-
Class færi ekki til Baltimore."
Kær kveðja
14. júní
Sagan, sem er
dagsönn, segir af
bónda einum í ná-
grenni Hafnar í
Homafirði sem
varð sjötugur. Að sjálfsögðu vom
bóndanum sendar kveðjur víða að.
Kunningi hans og bóndi af næsta
bæ ákvað að vera ekki eftirbátur
annarra og senda honum kveðju.
Hann hringdi í ritsímann og bað
símastúlkuna að senda afmælis-
barninu skeyti. Stúlkan spurði hvað
ætti að standa á skeytinu og bónd-
inn sagði, kæruleysislegri röddu:
„Hafðu það bara eins og þú vilt.“
Stúlkan spurði næst frá hverjum
skeyti ætti að vera og bóndinn sagði
henni að setja „Fjölskyldan Dýr-
hóli“ undir. Siðan fékk sá sjötugi
skeytið frá nágranna sínum með eft-
irfarandi texta: „Hafðu það eins og
þú vilt. Fjölskyldan Dýrhóli."
Á slöngunni
28. júní
I tilefni af heitri
prestastefnu þessa
dagana rifjaðist
upp fyrir Sand-
komsritara saga af
ónefndum presti sem þótti fremur
seinheppinn. Eitt sinn fór hann að
heimsækja sóknarbarn, aldraðan
mann, sem lá fársjúkt á sjúkrahúsi.
Hann settist á stól við sjúkrarúmið
og þar sem sá gamli var með súrefn-
isgrímu og gat ekki talað bað prest-
ur hann að skrifa það niður á miða
sem hann vildi segja. Prestur rétti
manninum miöa og penna og páraði
hann eitthvaö með erfiðismunum,
en gaf því næst upp öndina. Þegar
klerkur hafði veitt manninum ná-
bjargirnar og hinstu blessun hélt
hann heim á leið. Er þangað kom
mundi hann eftir miðanum sem sá
gamli hafði skrifað á. Presturinn fór
aftur á sjúkrahúsið og fann miðann
31. mai
samanbrotinn við dánarbeðið. Á
miðanum stóð eftirfarandi: „Þú sit-
ur á súrefnisslöngunni, bjáninn
þinn.“
Er á pöllunum
Þekktur athafna-
maður úr Norður-
landskjördæmi
vestra var fyrir
nokkrumn árum
oft í Alþingishús-
inu að leita eftir
aðstoð þingmanna
kjördæmisins við
að fá lán eða styrki
í eitt og annað sem hann brallaði.
Stefán Guðmundsson var sá þing-
maðurinn sem hann leitaði oftast til
og var svo komið að Stefáni þótti
nóg um og reyndi að forðast at-
hafnamanninn. Einu sinn var at-
hafnamaðurinn staddur í Reykjavík
og skrapp þá I Alþingishúsið og sett-
ist á pallana bara til að hlusta á um-
ræður en ekki til að leita eftir
neinni aðstoð í það skiptið. Guðni
Ágústsson alþingismaður getur ver-
ið allra manna skemmtilegastur
þegar sá gállinn er á honum. Hann
sá manninn á pöllunum og skrifaði
á miða og lét þingvörð flytja Stefáni:
„Er á pöllunum. Vantar 2 milljónir.
Hreinn." Stefán leit upp á palla, sá
manninn, hvítnaði í framan og lét
sig hverfa sem skjótast!
14. agust
Lítið var en lokið er
14. ágúst
Eitt sinn hélt
Prestafélag Vest-
fiarða fund á ísa-
firði. Þar mættu
allir prestsvigðir
menn á Vestfjörð-
um. Þeim kom
saman um að láta
taka af sér ljósmynd, öllum í einum
hóp. Danskur ljósmyndari var þá á
ísafirði og hafði, eins og fleiri Dön-
um, gengið illa að læra íslenskuna.
Þegar nú allir klerkarnir voru
komnir í myndastofuna fer ljós-
myndarinn að raða þeim upp eins
og honum þótti best. Meðal prest-
anna var séra Magnús Jónsson á
Stað í Aðalvík og var hann þeirra
elstur. Ljósmyndarinn kom til séra
Magnúsar, stillir honum upp og seg-
ir: „Yður stendur hér ágætlega,
Magnús minn.“ Prestur svaraði
með hægð: „Og minnist ekki á það,
Símon minn, lítið var en lokið er en
þér ættuð að gá að því hjá yngri
prestunum."
In-golf
19. ágúst
Sverrir Einars-
son tannlæknir
gekk öllu lengra en
í Landsmótsblaði.
Vegna landsmóts-
ins í golfi í Eyjum leiddi hann að
því rök að golfið sé upprunnið á ís-
landi og hafi verið spilað hér frá
landnámsöld. Nafn íþróttarinnar
segir Sverrir vera þannig til komið
að þegar vinir og kunningjar Ingólfs
Amarsonar hafi heimsótt hann hafi
húsfreyja hans svarað því til að
hann væri ekki heima, hann væri „í
golfi“. Smám saman hafi svarið
fengið á sig alþjóðlegan blæ, senni-
lega vegna áhrifa frá Hjörleifi sem
ferðaðist mikið til írlands. Kunn-
ingjar Ingólfs hafi uppnefnt hann
In-golf.
Veiðidellan 30. ágúst
Veiðidellunni eru engin takmörk
sett og sannir stangveiðimenn láta
fátt trufla sig við áhugamálið.
Þannig segir af ónefndum en lands-
kunnum dellukarli
sem ætlar að
ganga í það heilaga
núna á sunnudag-
inn. Jafnframt
hafði honum verið
boðið í veiði um
helgina. Þegar
einn vinnufélagi
hans heyrði þetta
spurði hann hvort hann gæti nokk-
uð þegið boðið. „Jú, jú, ég get veitt
á föstudag, laugardag og fram að há-
degi á sunnudag," sagði vinur okk-
ar ákafur og var rokinn í burtu.
Annar vinnufélagi var nærstaddur
og spurði hvort það væri rétt að
dellukarlinn væri á leiðinni í
hnapphelduna. Hann fékk jákvætt
svar við þeirri spurningu og bætti
þá strax við: „í hvaða á?“
Ljóskuþingið 13. september
Svokallaðir
ljóskubrandarar
hafa einhverra
hluta vegna notið
vinsælda, ekki
bara hjá karl-
mönnum heldur
einnig hjá tals-
veröum hluta
kvenna. Ljóshærðar konur á íslandi
munu hafa fengið sig fullsaddar á
þessum áróðri og kölluðu saman
þing í Háskólabíói. Þar var ákveðið
að útnefna einn fulltrúa til að svara
fyrir þær en fyrst þurfti hún að
gangast undir próf. Sérstök dóm-
nefnd lagði fyrir hana spumingar
og byrjaði á að spyrja hvað 2 plús 2
væru. Eftir umhugsun sagði hún
„þrír“. Þá gall við úti í sal: „Gefum
henni séns, gefum henni séns.“
Dómnefndin lét undan þrýstingi og
endurtók spurninguna. „Fimm,“
svaraði ljóskan eftir smá umhugsun
og enn hrópaði salurinn „gefum
henni séns, gefum henni séns.“
Dómnefndin gerði síðustu tilraun
og loks stundi ljóskan upp „fjórir."
En áfram kallaöi salurinn „gefum
henni séns, gefum henni séns...“
Giftist harmoniku 13. sepL
Sameining þing-
flokka Alþýðu-
flokksins og Þjóð-
vaka á dögunum í
þingflokk jafhaðar-
manna vakti óneit-
anlega athygli. Sitt
sýndist hverjum
en flestir voru á
þeirri skoðun aö Jóhanna Sigurðar-
dóttir og félagar heföu einfaldlega
verið að koma heim. Þegar Hjálmar
Jónsson, þingmaöur Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi vestra, hef-
ur verið spurður álits á þessum
nýja þingflokki hefur hann svarað
með vísu hins landskunna hagyrö-
ings Isleifs heitins Gíslasonar á
Sauðárkróki. Svo virðist sem ísleif-
ur hafi séð sameininguna fyrir:
Hljóðfæranna sætur sónn,
sjatnaði ekki i viku,
þegar gamall grammófónn,
giftist harmoniku.
Næstum því 27. september
Sagan segir af 89 ára gömlum
manni sem fór á Hrafnistu. Fljótlega
kynntist hann áttræðri blómarós og
þau felldu hugi saman. Ekki liðu
margar vikur þar til að þau voru
gift og næst var farið í brúðkaups-
ferð til Flórída. Ferðin tók viku og
er til baka kom hitti sá gamli kunn-
ingja sinn á Hrafnistu. „Jæja, Óli
minn. Hvernig gekk í Flórída?,"
spurði kunninginn. Óli sagði ferö-
ina hafa verið frábæra, rómantíkin
hefði blómstrað í sólinni. Svo bætti
hann við: „Við gerðum það næstum
því á hverju einasta kvöldi." Kunn-
ingjanum brá og
spurði hvernig ní-
ræður maður færi
að. „Sjáðu til,“
sagði Óli, „á mánu-
dagskvöldinu gerð-
um við það næst-
um því, á þriðju-
dagskvöldinu gerð-
um við það næst-
um því, á miðvikudagskvöldinu
gerðum við það næstum því. Við
gerðum það næstum því á hverju
einasta kvöldi."
Ljóskubókin 30. september
Ljóskubrandar-
ar hafa lifnað við
að nýju, að
minnsta kosti
barst Sandkorns-
ritara í hendur
heil bók af slíkum
bröndurum. Af
nógu er að taka og
best að byrja strax. Hvað er ljóska
með tvær heilafrumur? Ólétt. Af
hverju eru ljóskur ekki nothæfar til
kúasmölunar? Þær geta ekki haldið
tveimur kálfum saman. Af hverju
vildi ljóskan ekki fá gluggasæti í
flugvélinni? Hún var nýkomin úr
lagningu. Hvemig sérðu að ljóska
hefur notað tölvuna þína? Það er
,tipp-ex“ á skjánum. Hver er munur-
inn á ljósku og tölvu? Þú þarft að-
eins einu sinni að slá upplýsingar
inn í tölvuna. Hvað fannst ljóskunni
um nýju tölvuna? Hún var óánægð
þar sem hún náði ekki Stöð 2.
Flóki flýgur
Lausn Lang-
holtsdeilunnar var
að senda séra
Flóka til Evrópu í
nýtt prestsemb-
ætti. Þetta ættu
varla að teljast tíð-
indi lengur. Hins
vegar hafa fáleg
tíðindi borist af
hinum deiluaðilanum, organistan-
um Jóni Stef. Hann sást hvergi þeg-
ar Flóki kvaddi söfnuð sinn á dög-
unum og var sagður erlendis.
Kannski að hann sé að leita eftir
starfi organista í Lúx, hver veit? En
góðkunnur hagyrðingur frá Seyðis-
firði hitti sennilega naglann á höf-
uðið með eftirfarandi vísu:
Um biskupinn með sorg og sút
söfnuðimir deila.
En þegar Flóki flýgur út
flaggar Jón í heila.
Sitja við gatið 11. október
Fréttamenn hafa
eins og áður segir
verið duglegir að
senda fréttir af
jöklinum, jafnvei
þótt ekkert væri að
frétta. Þeir hafa
tekið viðtöl hverjir
við aðra og sömu-
leiðis rætt við
gamla bændur í sveitinni sem sum-
ir hafa haldið því fram að Skeiðar-
árhlaup verði ekki fyrr en næsta
vor. Það skyldi þó aldrei fara svo að
það hlaupi 1. apríl? En hvað um
það. Hagyrðingar hafa sett saman
nokkrar vísur um hamfarirnar og
einn sá besti, Hákon Aðalsteinsson,
flutti þessa á Bylgjunni:
Þeytist úr jöklinum gossúlan grá
grenjar í djúpinu víða.
Biksvört og ólgandi brennisteinsá
brýst milli falinna hlíða.
Grímsvatnalægðin er bólgin og blá
brátt mun að tíðindum líða.
Syfjaðir fréttamenn sandinum á,
sitja við gatið og bíða.
7.oktober