Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Blaðsíða 30
théilsurækt LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1997 Árni ætlar að rjúfa þriggja stafa múrinn á vigtinni: Þegar búinn að ná 1. febrúar markinu - mataræðið tekið til endurskoðunar og næringarduft notað til að fá öll nauðsynleg efni Samkvæmt áætlun Árna Sig- urðssonar ætlaði hann að vera kominn í 124,5 kg hinn 1. febrúar nk. en hann hefur þegar náð þeirri þyngd, náði því marki á þriðjudag- inn var. Þá hafði hann losnað við 4 kg síðan hann steig á vigtina í við- urvist DV og Bjöms Leifssonar, forstjóra World Class, hinn 10. jan- úar sl. Nupo látt auðveldar mér að vakna „Ég er ekki frá því að mér sé farið að ganga betur nú eftir ára- mótin,“ sagði Árni, „og væntan- lega er það vegna þess að ég hef reynt að gæta meira jafnvægis í mataræðinu. Á nýja árinu fór ég að nota næringarduftið Nupo létt og tók til dæmis nær strax eftir því að ég átti auðveldara með að vakna á morgnana en áður. Með þessu næringardufti tel ég mig tryggja það að líkaminn fái öll nauðsynleg næringarefni og vítamín. Satt að segja veit ég eftir á að oft og tíðum fyrir áramót tefldi ég á tæpasta vað með mataræðið og borðaði of lít- iö.“ Eins og við höfum sagt frá á trimmsíðunni losaði Árni sig við ein 28 kg frá 10. ágúst sl. fram til síðustu áramóta. í byrjun var hann 156,6 kg en þá steig hann á vigtina í viðurvist Björns Leifs- sonar og ákvað að nú væri nóg komið. Hann ætlaði að kom- ast niður í 100 kg og reyndar einu betur og því marki ætlar Ámi að ná eigi síðar en 1. júli nk. Árna hefur sannarlega gengið vel því 32 kg eru þegar farin og eitt af þeim fyrirheitum sem hann gaf sér í byrjun var að hann mundi aldrei aftur fara í megrun. Þó svo að 32 kg hafi fokið er Árni ákveðinn í þvi að að þessu sinni sé hann ekki í megrun. Lífs- háttabreytingu kallar hann þessa aðför að kílóun- um. Umsjón Ólafur Geirsson Svelti oftfyrstu mistökin Er varasamt að borða lítið sem ekki neitt? spurðum við Sölva Fannar, þjálfara í World Class. „Já það eru oft fyrstu mistökin sem fólk gerir þegar það ætlar að taka sér tak og losna við kílóin. Þegar fólk grípur til slíkra ráða er hætt við að líkaminn bregðist við fljót- lega og fari að vinna á þeim orku- forða sem honum er nærtækastur en það eru vöðvarnir sem þá fara að rýrna,“ sagði Sölvi. „Viðkom- andi situr síðan eftir með fituna og rýmandi vöðva og hættir að mestu að léttast en veikir alla líkams- starfsemina." Þess vegna er mjög trúlegt að Ámi hafl gripið til réttra aðgerða þegar hann byrjaði að nota nær- ingarduftið Nupo létt sem sam- kvæmt rannsóknum danskra lækna og vísindamanna tryggir líkamanum öll nauðsynleg efni, jafnframt því sem það er mjög kaloríusnautt. Alltkjötfita, unnarkjöt- vörur og sykur á bannlista Þegar Ámi hóf átak sitt til lífs- háttabreytingar hinn 10. ágúst sl. breytti hann alveg um mataræði. Fram til þess tíma hafði hann borðað mjög mikið af kjöti. Kjötið var hans Akkilesarhæll. Hann borðaði mikið af því með tilheyrandi sósum, sultu o.fl. „Ég hef aldrei verið mikið fyr- ir sykur og sælgæti," sagði Ámi, „og fiskur og svoleiðis þótti mér varla geta talist matur. Þess vegna fór kjötið nú alveg á bannlista og allt sem heitið getur fita, til dæmis öll kæfa, bjúgu og pylsur og aðrar unnar kjöt- vörur. Auk þess hvarf sykurinn alveg, þó svo mér finnist hann aldrei hafa verið neitt vandamál hjá mér.“ Árni var aö byrja f stigan- um þeg- ar þess- ari mynd var smellt af. Rúmri kiukku- stund síöar steig hann stigann enn og svitinn rann í strföum straumi. DV-myndir Hilmar Þór Græn- meti, fiskur og kjúklingur komin löng reynsla finnst mér þeg- ar að auðveldara sé að vakna á morgnana." DV mun fylgjast áfram með hvernig Árna Sigurðssyni gengur að breyta lífsháttum sínum. Sjálfur er hann hinn ánægðasti með þróun mála. „Það er kannski erfitt fyrir aðra að skilja það en svona árangur og bjartar framtíðarhorfur að þessu leyti eru fyrir mann sem hefur ver- ið svona feitur lengi eins og að losna úr álögum.“ Niður í 99 kíló Rannsóknir í Banda- ríkjunum hafa leitt í Ijós að flestir drekka of lítinn vökva. Gildir þetta jafnt um at- vinnuíþróttamenn sem áhugamenn. ég sagði áður, að líkaminn fái öll nauðsynleg efni og þó að ekki sé Eins og við höfum sagt frá þá stefnir Árni að því að vera kominn niður i 99 kg 1. júlí nk. Að ráði sér- fróðra ákvað hann nú um áramót- in að setja þar aðeins einn fyrir- vara. Annaðhvort verður hann bú- inn að brjóta þriggja stafa múrinn á vigtinni 1. júlí nk. eða búinn að ná fituhlutfalli líkamans niður í 12% eða lægra. Ástæðan er sú að vel getur komið í ljós að ekki sé ráðlegt fyrir Áma að reyna til þrautar við 99 kg, svo hávax- inn sem hann er. Hins veg- ar er ekk- ert því að vanbúnaði að hann lækki fitu- hlutfall líkama síns niður í 12% og jafnvel neðar. Á þriðjudag- inn var var fitu- hlutfall Áma 26%. Við mun- um fara nánar út í umræður um fituhlutfall og vöðvahlutfall á næstu vikum. í staðinn fyr- ir mikið af kjöti og fitu fór Ámi nú að borða græn- meti og flsk og hef- ur reynt að hafa það sem fjöl- breytt- ast. Auk þess fær hann sér kjúkling einu sinni í viku. „Grænmetið hef ég borðað bæði soðið steikt og hrátt og auk þess hýðishrísgrjón. Fisksúpur með grænmeti em í miklu upp- áhaldi hjá mér. Fram til þessa hef ég átt í erfið- leikum með að borða á morgnana og oftast hefur kaffibollinn verið látinn nægja. Alveg fram að ára- mótum borðaði ég til dæmis ekkert fyrr en á kvöldin, þó svo ég hefði skipt um mataræði. Þetta hefur vafalaust ekki verið heppilegt þó að ég léti mig hafa það,“ sagöi Ámi. „Eftir áramótin hef ég hins veg- ar bætt úr þessu með því að fá mér glas af næringarduftinu Nupo létt á morgnana. Það tryggir, eins og Góðar teygiur Báðar þessar teygjur er gott og nauðsynlegt að gera að lokinni rösk- legri gönguferö. (1) Læri framanvert: Haltu um ökklann og togaðu hælinn varlega að setunni. Haltu þeirri stööu í 15 sek. eða meira. Endurtaktu nokkrum sinnum á hvom fót. (2) Læri aftanvert: Réttu alveg úr fætinum sem þú stendur í. Settu hinn fótinn á borð, bekk eða vegg. Hallaðu bolnum hægt fram. Haltu teygjunni í 15 sek. Endurtaktu nokkrum sinn- um á hvorn fót. Kálfar: Haltu hæl aftari fótar á gólfmu og þrýstu mjöð- minni hægt fram. Haltu teygjunni í 30 sek. Endur- taktu nokkrum sinnum á hvom fót. Úr bókinni Hristu af þér slenið eftir Ragnar Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.