Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Blaðsíða 33
Stóran hluta bandarískrar tónlist- ar er að fínna á tiltölulega litlu svæði, sigðlaga svæði sem liggur frá New Orleans við Mexíkóflóa að Memphis í Tennesseeríki fyrir norð- an. Þar liggja rætur blús, jass og rokktónlistar. Á þessu 650 ferkílómetra svæði, sem þekkt er undir heitinu Miss- issippi Delta, er harðbýlt land þar sem svartir þrælar þræluðu á öldum áður á baðmullarekrunum. Svæðið er táknrænt fyrir þrælavinnu svarta sem fæddi af sér blústónlistina - sem er heilög í augum margra, ekki aðeins Bandaríkjamanna sjálfra heldur allra aðdáenda þessarar tón- listar. Rík menningararfleifð Mississippi Delta nýtur sífellt meiri vinsælda ferðamanna sem flykkjast þangað í milljónatali á ári hveiju. Þar geta ferðamenn hlustað á þessa skemmtilegu tónlist, kynnst sögunni og drukkið í sig ríka menn- ingararfleifð. Á sama hátt og múslímar flykkjast í pílagrímsferðir til Mekka þá þyrpast blústrúaðir á Deltasvæðið. Þar má rekast á Norðurlandabúa, Evrópubúa sunnar úr álfunni, Jap- ana og jafnvel Rússa, auk handa- rískra ferðamanna sjálfra. Á vorin og fram á haustið er mik- ið um tónlistarhátíðir blúsmanna, eigi færri en 50 talsins á Deltasvæð- inu. Innan Mississippi Delta gegna þjóöbrautir númer 61 og 49 sérstöku virðingarhlutverki. Við þær er að fmna fæðingarstaði flestra stærstu nafnanna í blúsinum og jafhframt flest klúbbhúsin þar sem þeir komu fram á fyrstu árum sínum. Samningur við kölska Þar fæddist meðal annars hinn þekkti Robert Johnson sem átti að hafa gert samning við þann í neðra. Kölski átti að eignast sálina í John- son en Johnson fengi í staðinn að töfra fram helvíti úr tónlistinni. Johnson lést ungur, 27 ára gamall, af völdum eitraðs kokkteils sem af- brýðisamur eiginmaður byrlaði honum. Annars staðar er að flnna safnið Delta Blues þar sem er að finna marga muni gamalla snillinga í faginu. Skammt undan er frægur veit- ingastaður, Abe’s Barbecue, þar sem maturinn er svo góður að talið er að kokkurinn hljóti að hafa gert samn- ing við æðri máttarvöld. Tónlistarhátíðir Svo mikið er að skoða á þessu svæði að best er að ætla sér viku í verkefnið. Upplagt er að leigja bíl til að komast á milli staða. Sagt er að besti tíminn sé síðla vors en þá stendur gróður einnig í fullum skrúða. Skjótast má á tónlistarhá- tíðina Jubilee Jam í Jackson, sem haldin er 24.-26. mai, og skreppa síðan norður til Indianola þar sem hægt er að horfa á sjálfan B.B. King þann 31. maí. Ef ekki er unnt að ferðast að vori þarf ekki að láta hugfallast. Á haustin er einnig mikið um að vera. í byrjun september er tónlist- arhátíðin Southwest Mississippi Blues & Gospel í bænum McComb og síðar í mánuðinum önnur hátíð, Delta Blues, sem haldin er á baðmullarekrunum rétt utan Greenville. Sumarið er ekki síður tími tón- listarhátíða því frá júní og fram í ágúst er hægt að velja á milli 20 há- tíða. Upplýsingar um allar tónlist- arhátíðirnar á Mississippi Delta- svæðinu er hægt að finna á netinu, netfangið er - www.bluesfesti- vals.com -. -ÍS Sjálfur blúskongurinn B.B. King lætur oft sjá sig á tónlistarhátíðum á Mississippi Delta. Verddæmi Kaupmannahöfn Verðdæmi fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem kaupir miða fyrir 8. mars (2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára): 23.480 kr. x 2 = 46.960 kr. fyrir tvo fullorðna 15.810 kr. x 2 = 31.620 kr. fyrir tvö börn Samtals: 78.580 kr. eða 19.645 kr. á mann að meðaltali, en það er innan við 2.000 kr. á mánuði á mann, miðað við 10 mánaða raðgreiðslur! • Miðarnir gilda frá einni viku upp í einn mánuð. • Fargjöldin gilda fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra (þ.e. þá sem halda heimili saman). • Sala farseðla fer eingöngu fram á söluskrifstofum og hjá umboðsmönnum Samvinnuferða - Landsýnar um land allt. Dragiö ekki aö kaupa miða! Verðið iiækkar eftir 7. mars. Enn á ný gefst tækifæri til að tryggja sér utanlandsferð á sérstöku afsláttargjaldi samkvæmt þeim samningi sem Samvinnuferðir - Landsýn hefur gert við helstu launþegasamtök landsins. Samningurinn tekur til 5.000 sæta til nokkurra helstu áfangastaða Flugleiða á tímabilinu 8. maí til 15. september. Fólagar f oftirtöldum fólögum njóta þossara olnstöku kjara: Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna, Samband íslenskra bankamanna, Landssamband aldraðra, Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Kennarasamband íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Blaðamannafélag íslands, Vélstjórafélag íslands, Stéttarfélag verkfræðinga, Stéttarfélag tæknifræðinga, Félag bókagerðarmanna, Prestafélag íslands, Verkstjórasarpband íslands, Félag ísl. lyfjafræðinga, Félag íslenskra stjórnunarstarfsmanna Keflavíku'u-'gvelli og Félag aðstoðarfólks tannlækna. Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Slmbrét 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandslerðir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbréf 562 2460 Halnarljöröur: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355 ____ Keflavík: Hatnargðtu 35 • S. 421 3400 • Símbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 Q ATTAS fim Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbréf 481 2792 EUROCARD Einnig umboðsmenn um land allt Allar nánari upplýsingar er að fá í síma 569 1010 FLUGLEIDIRi Sam vinniileriir-Laiiilsýii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.