Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Side 33
Stóran hluta bandarískrar tónlist-
ar er að fínna á tiltölulega litlu
svæði, sigðlaga svæði sem liggur frá
New Orleans við Mexíkóflóa að
Memphis í Tennesseeríki fyrir norð-
an. Þar liggja rætur blús, jass og
rokktónlistar.
Á þessu 650 ferkílómetra svæði,
sem þekkt er undir heitinu Miss-
issippi Delta, er harðbýlt land þar
sem svartir þrælar þræluðu á öldum
áður á baðmullarekrunum. Svæðið
er táknrænt fyrir þrælavinnu svarta
sem fæddi af sér blústónlistina -
sem er heilög í augum margra, ekki
aðeins Bandaríkjamanna sjálfra
heldur allra aðdáenda þessarar tón-
listar.
Rík menningararfleifð
Mississippi Delta nýtur sífellt
meiri vinsælda ferðamanna sem
flykkjast þangað í milljónatali á ári
hveiju. Þar geta ferðamenn hlustað
á þessa skemmtilegu tónlist, kynnst
sögunni og drukkið í sig ríka menn-
ingararfleifð. Á sama hátt og
múslímar flykkjast í pílagrímsferðir
til Mekka þá þyrpast blústrúaðir á
Deltasvæðið.
Þar má rekast á Norðurlandabúa,
Evrópubúa sunnar úr álfunni, Jap-
ana og jafnvel Rússa, auk handa-
rískra ferðamanna sjálfra.
Á vorin og fram á haustið er mik-
ið um tónlistarhátíðir blúsmanna,
eigi færri en 50 talsins á Deltasvæð-
inu. Innan Mississippi Delta gegna
þjóöbrautir númer 61 og 49 sérstöku
virðingarhlutverki. Við þær er að
fmna fæðingarstaði flestra stærstu
nafnanna í blúsinum og jafhframt
flest klúbbhúsin þar sem þeir komu
fram á fyrstu árum sínum.
Samningur við kölska
Þar fæddist meðal annars hinn
þekkti Robert Johnson sem átti að
hafa gert samning við þann í neðra.
Kölski átti að eignast sálina í John-
son en Johnson fengi í staðinn að
töfra fram helvíti úr tónlistinni.
Johnson lést ungur, 27 ára gamall,
af völdum eitraðs kokkteils sem af-
brýðisamur eiginmaður byrlaði
honum. Annars staðar er að flnna
safnið Delta Blues þar sem er að
finna marga muni gamalla snillinga
í faginu.
Skammt undan er frægur veit-
ingastaður, Abe’s Barbecue, þar sem
maturinn er svo góður að talið er að
kokkurinn hljóti að hafa gert samn-
ing við æðri máttarvöld.
Tónlistarhátíðir
Svo mikið er að skoða á þessu
svæði að best er að ætla sér viku í
verkefnið. Upplagt er að leigja bíl
til að komast á milli staða. Sagt er
að besti tíminn sé síðla vors en þá
stendur gróður einnig í fullum
skrúða. Skjótast má á tónlistarhá-
tíðina Jubilee Jam í Jackson, sem
haldin er 24.-26. mai, og skreppa
síðan norður til Indianola þar sem
hægt er að horfa á sjálfan B.B.
King þann 31. maí.
Ef ekki er unnt að ferðast að vori
þarf ekki að láta hugfallast. Á
haustin er einnig mikið um að
vera. í byrjun september er tónlist-
arhátíðin Southwest Mississippi
Blues & Gospel í bænum McComb
og síðar í mánuðinum önnur hátíð,
Delta Blues, sem haldin er á
baðmullarekrunum rétt utan
Greenville.
Sumarið er ekki síður tími tón-
listarhátíða því frá júní og fram í
ágúst er hægt að velja á milli 20 há-
tíða. Upplýsingar um allar tónlist-
arhátíðirnar á Mississippi Delta-
svæðinu er hægt að finna á netinu,
netfangið er - www.bluesfesti-
vals.com -.
-ÍS
Sjálfur blúskongurinn B.B. King lætur oft sjá sig á tónlistarhátíðum á Mississippi Delta.
Verddæmi
Kaupmannahöfn
Verðdæmi fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem kaupir
miða fyrir 8. mars (2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára):
23.480 kr. x 2 = 46.960 kr. fyrir tvo fullorðna
15.810 kr. x 2 = 31.620 kr. fyrir tvö börn
Samtals: 78.580 kr. eða 19.645 kr. á mann að
meðaltali, en það er innan við 2.000 kr. á mánuði
á mann, miðað við 10 mánaða raðgreiðslur!
• Miðarnir gilda frá einni viku upp í einn mánuð.
• Fargjöldin gilda fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra (þ.e. þá sem halda
heimili saman).
• Sala farseðla fer eingöngu fram á söluskrifstofum og hjá umboðsmönnum
Samvinnuferða - Landsýnar um land allt.
Dragiö ekki aö kaupa miða! Verðið iiækkar eftir 7. mars.
Enn á ný gefst tækifæri til að tryggja sér utanlandsferð á sérstöku
afsláttargjaldi samkvæmt þeim samningi sem Samvinnuferðir
- Landsýn hefur gert við helstu launþegasamtök landsins.
Samningurinn tekur til 5.000 sæta til nokkurra helstu áfangastaða
Flugleiða á tímabilinu 8. maí til 15. september.
Fólagar f oftirtöldum fólögum
njóta þossara olnstöku kjara:
Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja,
Bandalag háskólamanna, Samband íslenskra bankamanna,
Landssamband aldraðra, Farmanna- og fiskimannasamband
íslands, Kennarasamband íslands, Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Blaðamannafélag íslands, Vélstjórafélag
íslands, Stéttarfélag verkfræðinga, Stéttarfélag tæknifræðinga,
Félag bókagerðarmanna, Prestafélag íslands,
Verkstjórasarpband íslands, Félag ísl. lyfjafræðinga,
Félag íslenskra stjórnunarstarfsmanna Keflavíku'u-'gvelli
og Félag aðstoðarfólks tannlækna.
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Slmbrét 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandslerðir S. 569 1070
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbréf 562 2460 Halnarljöröur: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355 ____
Keflavík: Hatnargðtu 35 • S. 421 3400 • Símbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 Q ATTAS fim
Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbréf 481 2792 EUROCARD
Einnig umboðsmenn um land allt
Allar nánari upplýsingar er að fá í síma
569 1010
FLUGLEIDIRi
Sam vinniileriir-Laiiilsýii