Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997
39
Rafræn innritun
Hollenska flugfélagið KLM
tilkynnti i vikunni að það
stefndi að því að taka upp raf-
ræna innritun í allt flug á veg-
um félagsins strax á næsta ári.
Síðari hluta þessa árs verður
stefnt að því að prófa þessa inn-
ritunaraðferð á flugleiðinni
Rotterdam-London.
Landlæg flensa
Það er víðar en á íslandi sem
flensa hrjáir fólk. í Rússlandi
geisar nú skæð flensa sem lagt
hefur stóran hluta þjóðarinnar í
rúmið og á samkvæmt spádóm-
um eftir að hrjá hana nokkrar
vikur til viðbótar. Tilkynnt hef-
ur verið um að minnsta kosti
fimm manns sem látist hafa af
völdum flensunnar.
Aftur til Beirút
Saudia, flugfélag Sádi-araba,
Eætlar að hefja aftur reglubund-
ið flug til Beirút eftir 15 ára hlé.
Borgarastríðið í landinu varð
þess valdandi á sínum tíma að
þetta flug var lagt niður en nú
; ríkir þar friður og þá er breyt-
inga þörf.
ÍAldrei hafa fleiri ferðamenn
komið í heimsókn til Egypta-
lands en á síðasta ári (júli
1995—júlí 1996). Þeir voru 3,9
milljónir og eyddu um 200 millj-
örðum í gjaldeyri. Þetta gerist
þrátt fyrir að stundum hafi
ferðamönnum verið ógnað af
bókstafstrúarmönnum múslíma ■
og í apríl á síðasta ári voru 18
grískir ferðamenn drepnir með
köldu blóði.
Stuttgart í Baden-Wiirtemberg:
Úr iðnaði í þjón-
ustuhlutverk
Um miðjan síðasta áratug var Stuttgart og svæðið þar í kring orðið eitt mesta hálauna-
svæði Evrópu.
Þýska borgin Stutt-
gart, höfuðborg Baden-
Wúrtemberg, er í hugum
flestra íslendinga borgin
þar sem knattspyrnu-
maðurinn Ásgeir Sigur-
vinsson öðlaðist frægð.
Stuttgart hefur hingað til
ekki verið ein af þekktari
ferðaborgum landsins
enda er megináherslan á
þessu svæði lögð á iðnað-
arframleiðslu en ekki
túrisma. Þrátt fyrir að
höfuðáherslan sé lögð á
iðnaðinn hefur Stuttgart
ákveðnu forystuhlut-
verki að gegna. Hún er
miðstöð viðskipta, þjón-
ustu og útgáfustarfsemi í
þessum hluta landsins.
Hrun og endur-
reisn
Borgin Stuttgart hefur
gengið í gegnum miklar
breytingar á þessari öld. Fáar borgir
urðu eins illa úti í síðari heimsstyrj-
öldinni og stórir hlutar hennar voru
rústir einar þagar harmleiknum
létti. En borgarbúar voru fljótir að
endurreisa hana og við tók 40 ára
uppgangstími.
Um miðjan siðasta áratug var
Stuttgart og svæðið þar í kring orðið
eitt mesta hálaunasvæði Evrópu.
Þarna eru höfuðstöðvar bílaframleið-
andanna Daimler-Benz, einnig hafa
Porsche-verskmiðjurnar og tölvufyr-
irtækin IBM og Hewlett Packard
stórar verksmiðjur á svæðinu. Fyrir-
tækið Daimler-Benz sér 100.000
manns fyrir vinnu.
Framleiðslan í Stuttgart er svo öfl-
ug að 30% framleiðslunnar eru til út-
flutnings. Framleiðsluverðmæti úr
héraðinu Baden-Wúrtemberg var
árið 1994 yfir 5000 milljarðar ís-
lenskra króna á ársgrundvelli. Það
er hærri tala en útflutningsverðmæti
Spánar, Sviss og jafnvel iðnað-
arundrið Singapúr státar ekki af svo
hárri tölu. Árið 1994 var, þrátt fyrir
þessa gífurlegu háu tölu, talað um að
Stuttgart og Baden-Wúrtemberg ætti
við ákveðið kreppuástand að stríða.
Atvinnuleysi er tæp 10% og hafði
árin á undan sífellt aukist. Skattar
borgarbúa höfðu hækkað töluvert
eftir sameininguna við A-Þýskaland
og menn voru almennt ekki bjartsýn-
ir á framtíðina.
Komin í tísku
Þrátt fyrir það hefur Stuttgart og
héraðið í kring sótt í sig veðrið á
síðustu þremur árum. Eftir því hef-
ur verið tekið að borgin Stuttgart
virðist vera komin í tísku hjá ferða-
mönnum. Hótel hafa undanfarin tvö
ár verið meira og minna fullbókuð
og verið er að byggja fjölmörg ný til
að anna aukinni eftirspurn.
Stuttgart státar af fjölda sýningar-
húsa og tónleikahalla. Fyrir tveim-
ur árum var opnuð tónleikahöll með
sætum fyrir 1800 gesti. Söngleikur-
inn Saigon var þar tekinn til sýn-
inga og uppselt hefur verið á nánast
allar sýningar síðan. Borgin er með
óvenjulega mörg græn svæði og það
kunna ferðamenn vel að meta.
Stuttgart er í miðju vínræktarhér-
aði og allt í kringum borgarmörkin
getur að líta vínviðarekrur. í borg-
inni er hægt að gæða sér á ótrúleg-
um grúa af þeim vínum sem ræktuð
eru í nágrenninu. Ferðamenn verða
samt að vera á varðbergi og fara
hóflega í sakirnar í vínneyslu
snemma dags. Þjóðverjar líta allt
slíkt hornauga.
Allt það sem hér er á undan talið,
samfara batnandi efnahag í landinu,
gerir það að verkum að Stuttgart er
að verða með eftirsóttustu borgum
Þýskalands fyrir ferðamenn. -ÍS
Fannfergi vestra
Mikið fannfergi hefúr undan-
farnar vikur hrjáð íbúa Banda- ,
ríkjanna í mörgum rikjum.
Ástandið var hvað verst í Minn-
eapolis þar sem umferð öku-
tækja stöðvaðist nær alveg og
bændur þurftu að hella niður
mjólk því flutningabilar komust
ekki á býlin. Loka varð skólum
í fjölmörgum ríkjum, eins og 111-
inois, Indiana, Michigan, New
York, Norður-Karólínu, Ohio,
Oregon, Pennsylvaníu og
Wisconsin.
Siglingar
lamaðar
Siglingar í grískri landhelgi
lágu niöri 8 daga í röð vegna
verkfalla. Verkfallið var dæmt
ólöglegt en óvist er að það
stöðvi sjómennina í verkfallsað-
gerðum sinum og því gæti ver-
iö að enn frekari truflanir yrðu
á siglingum.
Slysi spáð
Það er aðeins tímaspursmál
hvenær mannskætt slys mun
eiga sér stað í háloftunum yfir
Afríku. Alþjóðasamtök flugum-
ferðarstjóra eru sammála um
að miðað við óbreytt ástand
muni stefna í stórslys. Á síðasta
ári fjölgaði til muna þeim til-
vikum þegar lá við stórslysi en
aðeins tilviljanir einar réðu því
' að komist var hjá mannskaða.
Oftast nær voru það flugmenn-
imir sjálfir, sem tóku fram fyr-
ir hendur flugumferðarstjór- -i
anna, sem komu í veg fyrir slys-
in. í Afríku eru flest dauðsfóll á
flognar mílur af öUum heimsálf-
um.
;
I •: - - I
FERÐAMARKAÐUR FLUGLEiÐA
f | t—i 29. janúar
*ð M O _ , (J 4 1) 5:ogÍ29mírsfebrÚar
á mann í 2 vikur m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2ja-ll ára) á Los Cactus.
kr. á mann í tvíbýli á Jardin E1 Atlantico.
PASKAR
á mann í 2 vikur m.v. 2 fullorðna og 2 böm
(2ja-ll ára) á Los Cactus.
81.180 kr. á mann í tvíbýli á Jardin E1 Atlantico
Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiöa, hjá umboösmönnum
og ferðaskrifstofum eöa í söludeild í síma 50 50 100, virka daga.
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferdafélagi