Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Hreyfing gæti verið að komast á kjarasgmningaviðræðurnar:
Tilboð frá VSI um lág-
markstekjur í burðarliðnum
Samkvæmt heimildum DV er í
undirbúningi hjá Vinnuveitenda-
sambandinu tilboð um lágmarks-
tekjur sem yrðu komnar í 70 þús-
und krónur í lok samningstímabils-
ins eftir 2 eða 3 ár. Þama er ekki
um það að ræða að hækka lægsta
launataxta í 70 þúsund krónur á
mánuði. Laun eru með ýmsum
hætti. Sums staðar er fólk bara á
töxtum þar sem allt er innifalið.
Annars staðar eru þau samansett úr
mörgum þáttum, svo sem vaktaá-
lagi, bónusyfirborgunum og fleiru.
Þetta myndar samtals ákveðnar
tekjur. Það eru 70 þúsund króna
tekjur á mánuði sem verið er að
ræða um hjá vinnuveitendum. Ýms-
ir telja að þetta geti orðið til þess að
koma hreyfingu á samningamálin.
Þá er talið öruggt að innan tíðar
muni ríkisstjómin leggja á borðið
- búist við skattatilboði frá ríkisstjórninni innan tíðar
tilboð um skattabreytingar til að
lækka jaðarskatta. Það er þó
ekki talið duga, meira þurfi að
koma til fyrir þá tekjulægstu í
þjóðfélaginu. Vitað er að ríkis-
stjómin vill mikið til vinna að
koma í veg fyrir ófrið á
vinnumarkaði og þær af-
leiðingar sem hann gæti
haft.
„Við héldum fund
með kjörstjórn og að-
gerðarnefnd til að
fara yfir hvað þurfi
að gera við undir-
búning vinnustöðv-
unar. Það var einnig
rætt hvort sterkara
væri að fara í staö-
bundin verkföll eða
allsherjarverkfall.
Menn ræddu þessi
mál en tóku engar ákvarð-
m
í Karphúsinu
undanförnu.
þar sem lítil hreyfing hefur verið á samningamálum að
DV-mynd BG
miðjan þennan mánuð
látum við kjósa um
hvort menn vilja taka
slaginn eða ekki,“
sagði Hcilldór Bjöms-
son, formaður Dags-
brúnar, í samtali við
DV.
Hann sagði að í dag
yrði haldinn óform-
legur fundur Dags-
brúnar og VSÍ þar
sem hann sagðist
ætla að biðja
menn að tala um
málið af alvöm
og hætta þessum
pókerleik.
Þórarinn V.
Þórarinsson,
framkvæmda-
stjóri VSÍ, var
Bamaníðingar:
Dómar eru
of vægir
- sagði dómsmálaráðherra
„Kynferðislegt ofbeldi gegn böm-
um er einhver allra alvarlegasti
glæpur sem hér er framinn og
mikilævægt að þjóðfélagið reyni að
taka skynsamlega á þeim málum...
Mitt mat er þaö að dómar í alvarleg-
um líkamsmeiðingarmálum og ekki
síst í kynferðisafbrotamálum séu of
vægir hér,“ sagði Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra í utandag-
skrárumræðum um kynferðislega
misnotkun á börnum á Alþingi í gær.
Það var Jóhanna Sigurðardóttir
sem hóf umræðuna. Hún sagði
stöðu þessara mála hér á landi mjög
alvarlega og ógnvekjandi þegar fyr-
ir liggur að bamavern dam efndir
hefðu haft til meðferðar 465 mál þar
sem 560 böm koma við sögu síðast-
liðin fimm ár. Hún sagði þetta þeim
mun alvarlegra þar sem erlendar
rannsóknir sýndu að einungis lftill
hluti þessara mála kæmu fram í op-
inberum gögnum. Engin ástæða
væri til að ætla að annað væri upp
á teningnum hér. Hún sagði ljóst að
það þyrfti að skoða þetta sérstak-
lega og vinna að úrbótum í því sem
snýr að brotaþola kynferðisofbeldis.
Hún spurði bæði dómsmálaráö-
herra og félagsmálaráðherra um
hvenær væri að vænta úrbóta í
þessum málum.
Þorsteinn svaraði hvemig lög-
reglan stæði að rannsókn og úr-
vinnslu þessara mála hér á landi
Páll Pétursson félagsmálaráðs-
herra sagði að allt þyrfti að gera
sem hægt væri til að bæta þau með-
ferðarúrræði sem til em og til að
koma í veg fyrir þessa glæpi sem
hann sagðist telja að gengju næst
morði. -S.dór
Verölaun úr minningarsjóöi Vátryggingafélags íslands voru afhent í gær í Listasafni íslands. Þaö var Olafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, sem afhenti verðlaunin og á myndinni sjást verölaunahafarnir Egill Friöleifsson kórstjóri,
dr. Gísli Pálsson prófessor og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands. Þetta er í annaö skipti sem verölaun
eru veitt úr minningarsjóönum. DV-mynd Pjetur
Þak fauk af Qárhúsi í Ólafsfirði:
Þakið er mölbrotið
fram um alla sveit
- segir bóndinn að Kvíabekk
DV, Akureyri:
„Við erum vön því að það komi
svona hnútar í austanáttinni sem
kemur héma einu sinni til tvisvar á
ári. Hnútamir koma úr fjallaskörðun-
um og em alveg hábölvaðir, þeir geta
tekið heilu húsin,“ segir Andrés Krist-
insson, bóndi á Kvíabekk í Ólafsfirði,
en þak fauk af fjárhúsi hjá honum í
mikilli vindhviðu í gærmorgun.
Andrés segir að nokkrir slík-
ir hnútar hafi komið í gær-
morgun og einn þeirra hafi
verið svo öflugur að hann
hristi og skók íbúðarhúsið þar
sem heimilisfólkið var. Mikill
hávaði fylgdi í hviðunum og
varð Andrés sem var inni í bæ
ekki var við þegar þakið fauk
af fjárhúsinu og það uppgötv-
aðist ekki fyrr en síðar.
„Þetta gat farið verr því það
vom engar skepnur i húsinu,
þær vom allar úti og sakaði
ekki. Þakið á fjárhúsinu er
hins vegar handónýtt enda
mölhrotið fram um alla sveit,“
sagði Andrés.
Einn hestur fannst dauðin-
við háspennustaur í túninu
skammt frá bænum. Lögregl-
an á Ólafsfirði segir að annaðhvort
hafi þakplata lent á hestinum eða
hann hafi hreinlega fokið á staurinn
og drepist þannig. -gk
DV-mynd Helgi
Hestur fannst dauöur.
Þú getur svaraS þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
j» m, m
/ rödd
FOLKSINS
904 1600
Er rélt að birta meðaltals-
einkunnir í einstökum skólum?
spurður um þá kyrrstöðu sem ríkt
hefur í samningamálunum frá því
þær töldust hafhar eftir áramótin.
„Segja má að allt sé þetta í hefð- t
bundnum farvegi. Þetta er eins kon- "
ar taugastríð og kergja eins og alltaf
og á meðan það ríkir kenna menn
hvorir öðmm um allt. Þá er það '
einnig staðreynd að umræðan hefur
ekki þroskast vegna þess að verka-
lýðshreyfingin fór í mál við okkur (
um hvort yfirborganir í formi tíma
gætu ekki gengið á móti taxtahækk-
un nema viðkomandi verði sagt
upp. Við töpuðum málinu í héraðs-
dómi og eftir það þykir mér það
ekki samboðið mönnum að halda
áfram umræðum um að færa yfir-
borganir inn í kaup þegar fallinn er
dómur fyrir því að það megi ekki,“
sagði Þórarinn V.
-S.dór
Stuttar fréttir
Reiðar konur (
Samkvæmt frétt RÚV em
margar konur reiðar yfir því að
svokölluð kristnihátíðarnefnd
skuli eingöngu skipuð körlum.
Breyting verður ekki á nema að
t.d. kona taki við af Ólafi Skúla-
syni í embætti biskups sem er
meðal nefiidarmanna.
Smugumál í Ósló
Fiskveiðideilan í Smugunni
kom m.a. upp á borðið í viðræð-
um utanríkisráðherra íslands og
Noregs á fundi norrænna utanrík-
isráðherra í Osló í gær. |
Rændur í Grosní
í pistli Hauks Haukssonar,
fréttaritara RÚV í Rússlandi, í
gær kom m.a. fram að hann var
rændur á ferð sinni um Grosní,
höfúðborg Tsetséníu í Kákasus.
Stækkun í uppnámi
Ákvörðun um stækkim jám-
blendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga er í uppnámi vegna tog-
streitu íslendinga og Norðmanna um
eignaraðildina. Stöð 2 greindi frá.
Óeðlilegir vextir
Dæmi eru um að bankar taki
hærri vexti af greiðslugreifingu
kreditkorta en sem nemur drátt-
arvöxtum. Samkvæmt Stöð 2 telja I
þingmenn þetta óeðlilegt.
Hættulegur vatnsloki
Vinnueftirlit ríkisins telur að
vatnsloki á botni sundlaugarpotts
í Hafharfirði sé hættulegur og vill
banna notkun hans eftir alvarlegt
óhapp þar um síðustu helgi. Þetta
kom ffarn á Stöð 2.
Vandræðahringtorg
Nýtt hringtorg við Hveragerði
hefur reynst vandræðalausn.
Samkvæmt Stöð 2 hafa sumir bíl-
stjórar ekið þvert yfir torgið.
Ekkert hlaup
Mikið vatn hefur runnið úr
Grímsvötnum síðustu vikm- og (
því er ekki búist við Skeiðarár-
hlaupi i vetur. Samkvæmt Sjón-
varpinu eru þetta góð tíðindi fyr-
ir Vegagerðina sem getur nú
byggt ný vegamannvirki á Skeið-
arársandi í friði.
I
Eggvopn 72 sinnum
Eggvopnum var beitt í 72 málum
sem komu til rannsóknar hjá lög-
reglunni í Reykjavík á síðasta ári og
til 4. febrúar sl. Þetta kom fr am í fyr-
irspurnartíma á Alþingi í gær. -bjb