Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Page 18
26 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 íþróttir Everton vill fá Kluivert Everton er komið í kapp- hlaupið við stóru liðin í Evrópu um að fá hinn 20 ára gamla Pat- rick Kluivert frá Ajax í sínar raðir fyrir næsta keppnistíma- hil. Fregnir frá Goodison Park herma að Everton sé tilhúið að greiða Kluivert 5 milljónir króna í laun á viku. AC Milan, Real Madrid, Barcelona og Arsenal hafa öll lýst því yfir að þau vilji fá Klui- vert. -GH Marseille hefur áhuga á Ginola Franska félagið Marseille er reiðubúið að kaupa Frakkann David Ginola frá Newcastle. Ginola virðist ekki vera í framtíðarplönum Kenny Dalgl- ish, framkvæmdastjóra New- castle, og hefur mátt sætta sig við að verma varamannabekk- inn að mestu síðan Dalglish tók við stjórninni á St. James Park. -GH Bilardo tekinn viö Sevilla Carlos Bilardo, sem gerði Argentínumenn að heimsmeist- urum árið 1986, hefur verið ráð- inn þjálfari hjá spænska félag- inu Sevilla í stað Jose Antonio Camacho sem rekinn var úr starfi á mánudaginn í kjölfar slaks árangurs liðsins á tíma- bilinu. -GH UEFA ræöir viö Englendinga Fulltrúar frá UEFA, Knatt- spyrnusambandi Evrópu, og ráðamenn í enska knattspyrnu- sambandinu munu hittast á fundi á morgun. Englendingar eru ósáttir við þá ákvörðun UEFA að ætla að styðja við bakið á Þjóðverjum um að fá að halda heimsmeist- arakeppnina í knattspymu árið 2006 en Englendingar sækjast einnig eftir því að fá að halda keppnina. -GH Sigurjón 9. í Flórída Sigurjón Arnarsson, kylfing- ur úr GR, er aftur byrjaður keppni á Tommy Armour móta- röðinni í golfi í Flórída. ígær tók hann þátt í eins dags móti á Grenelefe-golfvellinum og lék Sigurjón á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins. Erf- iðleikastuðull vallarins er 73 högg. Sigurjón varð í 9. sæti á mót- inu af 122 keppendum en mótið vannst á 65 höggum. Hann lék gott golf þar sem hann hitti 11 brautir og lék 15 holur „regul- ation". -GH / kvöld Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Akranes-Skallagrímur.........20.00 Grindavík-KFÍ ..............20.00 ÍR-Tindastóll................20.00 KR-Keflavik .................20.00 Breiðablik-Haukar ...........20.00 1. deild karla i handknattleik: KA-Afturelding..............20.00 Fram-Selfoss................20.00 1. deild kvenna í handknattleik: ÍBA-Stjaman.................18.00 2. deild karla i handknattleik: Víkingur-Ögri...............20.00 DV Leikir í NBA-körfuboltanum í nótt: Lakers skellti meisturunum - Seattle tapaði á heimavelli fyrir Utah Jazz Stærstu tíðindin í NBA körfu- boltanum í nótt voru tap meistara Chicago Bulls fyrir Los Angeles Lakers. Lakers, sem lék án Shaquille O’Neal, tók meistarana í karphúsið og sigraöi með 16 stiga mun og er þetta stærstá tap Chicago á tímabilinu. Það var Elden Campbell sem stal senunni í Forum-höllinni í Los Angeles. Hann skoraði 34 stig i leiknum og tók 14 fráköst og náði algjörlega að fylla skarð Shaquille O’Neals. Campbell stal senunni í For- um ,,Ég vissi að ég yrði að vera eins og maður í þessum leik. Það er fullt af góðum leikmönnum í okk- ar liði og við vissum alveg að við gætum lagt meistarana að velli,“ sagði Campbell eftir leikinn. Lakers hafði mikla yfirburði í fráköstunum, tók 50 á meðan meistararnir náðu aðeins 33 og söknuðu þeir greinilega Dennis Rodmans. Virkuöum hálfþreyttir í þessum leik „Viö virkuðum hálfþreyttir í þessum leik eftir að hafa spilað marga útileiki í röð. Campbell kom mér eins og mörgum geysi- lega á óvart með frammistöðu sinni en oft þegar lykilmann vant- ar í liðið tekur einhver annar af skarið," sagði Michael Jordan, sem skoraði 27 stig fyrir Chicago. Leikmenn Utah gerðu góða ferð til Seattle þar sem þeir unnu góð- an sigur og var þetta 7. sigurleik- ur liðsins í síðustu 8 leikjum. Utah hefur þar með unnið alla þrjá leik- ina gegn Seattle á tímabilinu en eins og menn muna sló Seattle lið Utah út úr úrslitakeppninni í fyrra eftir sjö leikja hrinu. „Við vitum alveg hvað hefði gerst í fyrra ef við hefðum haft heimavöllinn í sjöunda leiknum. Við vorum ákveðnir í að vinna þennan leik og lögðum okkur sér- staklega vel fram,“ sagði Karl Malone, hin sterki leikmaður Utah, sem skoraði 26 stig i leikn- um, þar af 8 stig á síðustu fjórum mínútunum. Seattle vegnar illa gegn stóru liðunum Seattle, sem státaði af besta ár- angri allra liða í vesturdeildinni í fyrra, hefur vegnað illa upp á síðkastið og hefur nú tapað 4 af síðustu sex leikjum sínum. Liðinu hefur vegnað illa gegn Utah, Hou- ston og Lakers og hefur tapað öll- um 7 leikjunum gegn þessum lið- um. Sjö leikir voru í NBA í nótt og urðu úrslitin þessi: Boston-Miami..............117-118 Fox 33, Williams 27 - Lenard 28, Hardaway 23. Toronto-Cleveland..........89-84 Williams 26, Stoudamire 19 - Brandon 25, Mffls 14. Philadelphia-SA Spurs.......113-97 Iverson 25, Stackhouse 22 - Maxwefl 19, Alexander 16. Seattle-Utah Jazz............95-99 Kemp 23, Payton 22 - Malone 26, Ostertag 19. Denver-Washington.........106-104 Pierce 23, D. Ellis 23 - Strickland 28, Howard 22. Phoenix-Atlanta .............99-81 Ceballos 19, Person 18 - Norman 16, Laettner 12. LA Lakers-Chicago...........106-90 Campbell 34, Van Exel 24 - Jordan 27, Pippen 22. -GH John Stockton, leikstjórnandi Utah Jazz, lék að vanda vel meö liöi sínu í nótt þegar það vann góðan útisigur á Seattle. Stockton skoraði 9 stig í leiknum, átti 13 stoösendingar og stal knettinum frá andstæöingum alls fimm sinnum. Hér er Stockton á fleygifer með knöttinn. Símamynd Reuter Barkley, Drexler og Shaq ekki með í stjörnuleiknum Nú er ljóst að þrír af bestu leik- mönnum NBA-deildarinnar, Char- les Barkley og Clyde Drexler frá Houston og Shaquille O’Neal frá Lakers geta ekki tekið þátt í hin- um árlega stjömuleik á milli úr- valsliða úr austurdeildinni og vesturdeildinni sem fer á sunnu- dagskvöld. Þeir koma allir úr vesturdeildinni og eiga allir við meiðsli að stríða. Þá gæti farið svo að lið austur- deildarinnar yrði án Patricks Ewings, miðherja New York, sem er meiddur á öxl. Detlef Schrempf hjá Indiana, Kevin Garnett hjá Minnesota og Chris Gatling hjá Dallas voru í gær valdir í stað þremenning- anna. Gamett verður næstyngsti leikmaður stjörnuleiksins frá upp- hafi, 20 ára. Magic Johnson var þremur mánuðum yngri þegar hann lék stjömuleikinn árið 1980. -GH/VS Sergei Bubka ætlar að vera með í Sydney: „Mig langar til að ná 6,20 metrunum" Sergei Bubka, stangarstökkvar- inn frábæri, stefnir á að keppa á ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 þrátt fyrir að erfið meiðsli í hásin hafi verið að plaga hann. Þessi 33 ára gamli Úkraínumaður, sem hefur sett 35 heimsmet og hefur sigrað á fimm heimsmeistaramót- um, á ekki mjög góðar minningar frá ólympíuleikum ef undan eru skildir leikimir í Seoul árið 1988 þegar hann vann ólympíugullið. Árið 1984 keppti hann ekki í Los Angeles þar sem Rússar og fleiri þjóðir hundsuðu leikana. í Barcelona 1992 mistókst Bubka að komast yfir byrjunarhæðina og á leikunum í Atlanta siðastliðið sum- ar þurfti hann að hætta sökum meiðslanna í hásininni. Bubka fer í meðferð til Finnlands einu sinni í mánuði og hann segist vera á batavegi. Blæs á allar sögusagnir „Mér líður ágætlega og ég stefni á að vera með HM utanhúss í Aþenu í sumar. Ég blæs á allar sögusagnir um að ég sé að hætta. Mig langar að ná 6,20 metrunum og ætla að keppa fram yfir árið 2000. Ég einn veit hvenær minn tími er liðinn og eftir að ég hætti keppni ætla ég að verða venjulegur íþróttamaður og spila tennis og knattspymu mér til gam- ans,“ segir Bubka. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.