Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Qupperneq 24
4 48 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1997 Sviðsljós Frægu liði boð- ið til Kúbu Jack Nicholson, Danny De Vito, Amold Schwarzenegger og Matt Dillon eiga þaö sameiginlegt aö vera miklir aðdáendur kúbverskra vindla. Þeir eru líka í hópi mektar- manna sem kúbversk stjómvöld hafa boðið í leynherð til Kúbu til að halda upp á 30 ára afmæli írægs vindils. Bandarískir borgarar mega hins vegar ekki fara til Kúbu og því er úr vöndu að ráöa. Varaforseti á móti Evitu Madonna og félagar hennar I myndinni um Evitu eiga ekki von á góðu þegar myndin verður fram- sýnd í Argentínu í vikunni. Vara- forseti landsins hefúr hvatt lands- menn sína til að sniðganga mynd- ina þar sem hún sé móðgun við minningu hinnar elskuðu og dáðu forsetafrúar. Gillian Anderson yfirgaf Adrian Hughes: Kærastinn var kærður fyrir níu nauðganir Gillian Anderson, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarps- myndaflokknum Ráðgátur og hefur verið kjörin kynþokkafyllsta kona heims, er búin að yflrgefa vin sinn, Adrian Hughes, sem hún tók sam- an við eftir að hafa yflrgefið eigin- manninn. Ástæða þess að Gillian sagði Adrian upp er talin vera sú að níu konur hafa kært hann fyrir nauðgiui. Adrian, sem kemur fyrir rétt í apríl, lék skrímsli í Ráðgátum þeg- ar Gillian féll fyrir töfrum hans síðla sumars á síðasta ári. Hún yf- Gillian Anderson biður fyrir fyrrver- andi kærasta sínum. irgaf eiginmann sinn, Clyde Klotz, sem hún sagði reyndar vera leiðin- legan, og hélt upp á áramótin með móður Adrians og öðrum fjöl- skyldumeðlimum. Nú er Gillian hrædd um að missa forræðið yfir dóttur sinni Piper, sem er tveggja ára, verði Adrian dæmdur fyrir meintar nauðganir. En Gillian hefur lýst því yfir að hún biðji fyrir honum og þykir ýmsum sem hún stofni vinsældum sínum í hættu með þeirri yfirlýsingu. Sjálfur er Adrian ákaflega leiður yfir skilnaðinum við Gillian, að því er erlend slúðurblöð fullyrða. Hann getur hins vegar ekki gert sér vonir um að komast í náðina hjá henni á ný því fullyrt er að hún hafi þegar fundið annan sem einnig er leikari. Reyndar hefur Gillian í ýmsu öðru að snúast en ástarsorg þessa dagana því hún berst nú fyrir því að fá hærri laun fyrir að leika lækninn og lögreglukonuna Scully i Ráðgátum. Gillian er alls ekki sátt við að mótleikari hennar, Dav- id Duchovny, fái tvöfalt meira kaup en hún og rúmlega það. Brad Pitt með nýja greiðslu Pitt sléttur og strokinn. Hjartaknúsarinn Brad Pitt er bú- inn að lýsa á sér hárið og breyta um hárgreiðslu vegna hlutverks í kvik- myndinni Seven Years in Tibet. í myndinni leikur Pitt fjailgöngu- mann sem á fjórða áratugnum lætur draum sinn um að klífa eitt af Hi- malajafjöllunum rætast. Brad Pitt er nú farinn að undir- búa brúðkaup sitt og Gwyneth Pal- trow sem til stendur að halda í vor. Hann er búinn að kaupa þrjú sam- liggjandi hús í Hollywoodhæðum og ætlar hann að láta reisa múr í kringum þau svo hann og eiginkon- an geti notið friðar. r Islensku tónlistarverölaunin 1997 veröa afhent a Hotel Borg fimmtudaginn 20. febrúar Fram knma Emilíana Torrini og hljómsveit, Botnleöja, Anna Halldórsdóttir, Todmobile sem eiga öll tilnefningar í flokknum "lag ársins". Einnig kemur fram heiðursverðlaunahafi frá í fyrra, Guðmundur Steingrímsson og tríó. v— -----------/ Forrettur: # Húsið verður opnað kl. 19.00 fyrir matargesti en kl. 21.30 fyrir aðra. Matur er borinn fram kl. 19.30. Þetta kvöld fara fram gullplötuafhendingar, auk þess sem heiðursverðlaun verða veitt. Verð: 2.900 (Einnig er hægt aö velja um grænmetisrétti) SHF Samband hljómplötuframleiðenda Forréttur: Laxa-quesedillas með lárperumauki og salati. Aðalréttur: Ofnbakað basilikum-marinerað lambafile í polienthjúpi með sinnepsbalsamicosósu, ristuðu grænmeti og rauðlauk, fylltum meö kartöflumousse. Ábætir: Ostakaka með ávaxtasósu. # FIH Félag íslenskra hljómlistarmanna Elizabeth Hurley, kærasta hórukúnnans Hughs Grants, kemur fram í sjón- varpsþætti til heiöurs nöfnu hennar Taylor sem verður 65 ára 27. febrúar. Hurley fer fögrum oröum um nöfnu sína, enda báðar breskar og hafa átt eöa eiga vingott viö mikil kvennaguli. Símamynd Reuter Julia Roberts í stríði við nágranna sína Julia Roberts, leikkonan snoppu- fríða, er ekki par ánægð með ná- granna sína í Nýju-Mexíkó, ein- hverja algjöra sveitavarga sem búa í hjólhýsi og halda hænur og safha ryðguðum bílhræjum. Julia hefúr gert árangurslausar tilraunir til að kaupa landareign sveitavarganna svo að útsýninu frá búgarði hennar verði ekki spillt um aldur og ævi. Fregnir herma að ná- grannamir séu sármóögaðir út í leikkonuna þar sem hún hafi aðeins boðið þeim sem svarar þremur og háifri miiljón króna fyrir skikann. Grannamir vilja hins vegar fá um 25 milljónir króna, enda landið búið að vera í eigu flölskyldunnar lengur en elstu menn muna. Leikkonan hefúr einnig reitt aðra nágranna sína til reiði sem kvarta undan þvl að ekki sé svefhfriður Julia Roberts er vandræöapía. fyrir hávaðanum frá næturveislun- um hennar. f i i i i i i i i i i i i f i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.