Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 4
MIÐVKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 IjV 20 ferðir___________________________________________ Kátír dagar - Kátt fálk: Margir af elstu sögustöðum Eng- lands eru i suöurhluta landsins. Þeir sem gaman hafa af því að kynnast sögu og menningu frænda okkar í Bretaveldi ættu að bregða sér í hópferð meö ferðafélagi eldri borgara, Kátir dagar - Kátt fólk, á vegum Samvinnuferöa-Landsýnar. Ferðin á sögustaði Englands, London, Bath, Torquay og St. Ives verður farin dagana 19.-28. júni, á tíma sem er mjög hagstæður fyrir ferðalög í Englandi. Fararstjóri verður Lilja Hilmarsdóttir. „Fyrsta dag ferðarinnar verður flogiö frá Keflavík til London um miðnætti þann 19. Júní og ekiö beint á Hótel Bryant í miðborginni. Þar bíða hópsins uppbúin herbergi og gott er að hvíla sig fram undir hádegi daginn eftir. Skömmu eftir hádegið er farið í skoðunarferð um London og síðan fara þeir sem þess óska á kínverskan veitingastað í miðborginni," sagði Lilja. Bath er mjög fallegur bær með langa sögu að baki. Bærinn sjálfur er í viktoríönskum stíl með fallegum húsum frá 18. öld. Frjáls dagur „Þann 20. júní njóta menn þess að sofa út að vild og borða góðan morg- unverð. Síðan er dagurinn frjáls. Upplagt er að nota hann til að líta í búðir eða fara I söfh. Eins og flest- um er kunnugt er verðlag mjög hag- stætt í London. Hópurinn hittist síð- degis og fær sér snarl áður en farið verður á söngleik sem búið verður að ákveða á kynningarfundi sem haldinn verður fyrir ferðina. Daginn eftir verður lagt af stað til Bristol þar sem gist verður þrjár næstu nætur. Á leiðinni verður komið við á hinum sögufræga stað Stonehenge. Bristol á sér aldalanga sögu sem mikilvæg hafnarborg, sér- Ferðin á sögustaði Englands, London, Bath, Torquay og St. Ives veröur farin dagana 19.-28. júní, á tíma sem er mjög hagstæöur fyrir feröalög í Englandi. staklega fyrir viðskiptin við Amer- íku. Dómkirkjan og rústimar af gamla Ágústínusarklaustrinu eru mjög áhugaverð. Hótel Jurys, þar sem verður gist, er í gamla miðbæn- um í hjarta borgarinnar. Þann 22. júní verður farið til Bath þar sem dvalið verður mestallan daginn. Bath er mjög fallegur bær og á langa sögu að baki. Bærinn sjálfur er í viktoríönskum stíl með fallegum húsum frá 18. Öld. í Bath er að finna heitar uppsprettur og hann er frægur heilsubær og hefur verið það frá tímum Rómverja. Rómveijar, sem þarna dvöldu fyrir mörgum öldum, gerðu sér böð þarna sem eru mjög falleg. Mikið er af rómverskum rústum í Bath og minnir bærinn meira á Ítalíu en England. Dagurinn endar með skemmtilegri ferð á krá en gist verður í Bristol." Riddarar hringborðsins „Mánudaginn 23. júní verður far- ið í skoðunarferð um nágrenni Bath, meðal annars að hinum sögu- fræga Glastonbury turni sem byggð- ur er á hæð og talinn vera frá 12. öld. Sagnir herma að Arthúr kon- ungur hafi búið þar. Stór hluti kelt- nesku riddarasagnanna er tengdur honum. Riddarar hringborðsins voru hsms menn og öllum þessum sögnum kynnist hópinrinn í þessari ferð. Síöan verður ekið til Wells og skoðuð einhver fallegasta kirkja á öllum Bretlandseyjum. Á framhlið hennar eru einar 300 styttur, sumar í ótrúlegri stærð. Biskupahöllin með dásamlegum garði er rétt viö og að sjálfsögðu skoðuð í leiðinni. Gist verður í Bristol um kvöldið. Áfangastaðurinn daginn eftir er Paignton sem er næstum samvaxin Torquay og er alveg niður við ströndina. Hótel hópsins er í göngu- færi við sandströnd og veðurfar er þekkt fyrir að vera hvergi betra á Bretlandi en einmitt á þessum slóð- um. Hótelið var áður heimili Sin- ger-fjölskyldunnar (saumavélin). Þar eru 52 herbergi og ákaflega fal- legt útsýni. Miðvikudaginn 25. júní verður að loknum morgunverði far- ið aö frægum kastala, Berry Pomer- oy. Þar eru verðmætustu fresku- myndir sem fundist hafa utan landamerkja Ítalíu og eru frá 14. öld. Síðan er farið til Torquay og þar verður miðbærinn skoðaður, Kents Cavem þar sem em hús og minjar frá fomöld. Ströndin Ansteys Cove, sem er engu lík, verð- ur einnig könnuð. Að loknum þeim skoðunarferðum verður gefinn fijáls tími.“ Ekið á heimsenda „Fimmtudagurinn 26. júní verður lengsti dagur ferðarinnar ef svo má að orði komast. Þá verður ekið til St. Ives á Comwall-skaganum. St. Ives er fiskimannabær frá 18. öld og að margra áliti einn fallegasti bær Englands með yndislegar strendur og lítinn notalegan miðbæ. Bærinn er mjög vinsæll af listafólki og er því gaman að líta á markaðinn og litlar verslanir sem þar er að finna. Síðan ekur hópurinn „út á heimsenda". Á leiðinni verður kíkt á Tintel-kastala sem er tengdur áðumefhdum Arthúr konungi og þykir „dularfyllsti" kastali landsins. Þar í grennd em líka gamlar tin- námur. Þetta verður hápunktur ferðarinnar en komið verður til Paignton síðla kvölds. Eftir aö hafa hvílt sig vel morgun- inn eftir tekur hópurinn hina frægu Paignton gufulest til Dartmouth en hún er ein elsta gufulest landsins. Á leiðinni verður komið við í Brix- ham og endurgerö hins fræga skips, „Golden Hind“ skoðuð. Fræöst verð- ur um skipið og eiganda þess, Sir Francis Drake. Dvalið verður um stimd í þorpinu Dartmouth sem er með yndislegum litlum húsum frá 17. Öld. Um kvöldið verður haldið lokahóf í dvalarhótelinu. Brottfarardaginn, 28. júní, taka menn líflnu með ró fram eftir morgni og síðan verður lagt af stað til London þaðan sem flogið verður heim til íslands með Atlanta. Inni- falið i verði ferðarinnar er flug, gist- ing á góðum hótelum í London, Bristol og Paignton með morgun- verði, allar skoðunarferðir og ís- lensk fararstjóm. -ÍS Atlantik: Siglingar um heiminn Ferðaskrifstofan Atlantik hefur í 19 ár verið leiðandi í þjónustu við skemmtiferðaskip á íslandi og mun á þessu ári sjá um komu 90 skemmtiferðaskipa víðs vegar um landið. Á meöal skipanna í ár verð- ur stærsta farþegaskip sem komið hefur til landsins, Enchantment of the Seas, en það er í smíðum fyrir skiparisann Royal Caribhean Cruises. í tilefni komunnar mun Atlantik, í samvinnu við Royal Caribbean Cruises, bjóða íslending- um upp á siglingar víðs vegar um heiminn á sérstökum kjörum. Auk þess mun Atlantik hjóöa upp á skemmtisiglingar með öðrum skipafélögum, svo sem ferðir í Smuguna og á aðra spennandi staði þar sem siglt verður frá íslandi. Ferðaskrifstofan annast einnig ráð- gjöf og vinnur sértilboð fyrir hópa sem hyggja á siglingu. -ÍS í tilefni komu eins stærsta skemmtiferöaskips sem hingaö hefur komiö mun Atlantik, í samvinnu viö Royal Caribbean Cruises, bjóöa íslendingum upp á siglingar víös vegar um heiminn á sérstökum kjörum. Höfhin við Halifax-borg er næststærsta höfhin í heiminum frá náttúrunnar hendi. Hún er heimsins dýpsta höfh og hana leggur aldrei af hafls. Arkitektúr í Halifax er að finna ótrúleg- an fjölda bygginga í viktor- íönskum- , georgíönskum- og eðvarðiskum stil og setur það mjög sterkan svip á borgina. Grasagarðurinn í Halifax þykir vera besta dæmið um viktor- íanskan stíl en þinghúsið er besta dæmið um georgíanska stílinn. Andstæður Nova Scotia býður ferða- mönnum mikla fjölbreytni ým- iss konar afþreyingar án þess að leggjast þurfi í löng ferðalög eða hafa mikið fyrir. Hægt er að bregða sér í siglingu á kanó og borða á fimm stjömu veit- ingahúsi 2 klst. síðar, eyða morgninum í að hlusta á gelísk- an tónlistarflutning, borða há- degisverð á frönskum veitinga- stað með frönskumælandi þjón- ustufólki og fara um kvöldið á fjörugan næturklúbb eða diskó- tek. J Glæpir og fíjófnaðir em af- skaplega fátíðir í Nova Scotia og ferðamaðurinn getur verið á ferli að mestu áhyggjulaus. íbú- ár era friðsamir og nægjusamir og hafa lítinn áhuga á því að áreita aðra. Ekki afskekkt Ef einhver heldur að Halifax sé afskekkt borg þá fer hann villur vega. Halifax var gesf- gjafi þjóðarleiðtoga 7 stærstu iðnríkja heims árið 1995 þegar þeir hittust til funda og ráða- gerða um framtíðina. Meðal merkra manna, sem komið hafa til Halifax, eru Jón páll páfi árið 1984, Winston Churchill 1943, Alfred Hitchcock 1967, Leon Trotsky 1917 og James Cook 1758. Hvenær kemur að þér að bæta nafni þínu á list- ann? Hagstætt verð Allir íslendingar, sem komið hafa til Kanada, vita aö hag- | stætt er að versla þar. Halifax er engin undantekning en kannski ólík að því leytinu til að það er ánægjulegt að þramma verslunargöturnar í borginni. Verslunarhúsin era svo falleg og þrifaleg og era byggð í svo fjölbreytilegum stíl að það er upplifun að skoða þau um leið og reyfarakaupin era gerð. Hjólreiðar og göngur Aðstaða fýrir hjólreiöamenn eða göngugarpa á Nova Scotia er með því besta sem gerist. Vegir era breiðir og þægilegir, sérstaklega meö tilliti til hjól- reiða og það þykir ekki tiltöku- mál að gerast puttaferðalangur á svæðinu. Hjól er alls staöar hægt að fá leigð og íþrótta- mennimir leigja sér aö sjálf- sögðu fjallahjól og fara leiðir sem reyna á þrekiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.