Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 18
** MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 DV Heimsklúbbur Ingólfs og Prima: Ferðir Heimsklúbbsins í ár eru fjölbreyttar og sannkölluð land- könnun, svo mjög víkja þær frá sí- endurteknu munstri sólarferða á strendur Spánar og Portúgals og verslunaræðinu til Bretlandseyja á haustin. Að vísu bjóða ferðir Heimsklúbbsins líka upp á sól og fagrar strendur en í allt öðru um- hverfi Karíbahafsins þar sem Heimsklúbburinn nam land fyrir fimm árum. Þótt strendur Dóminíku séu lengra undan er verðlag þar svo lágt að kostnaðurinn verður oft engu meiri þegar ferðin er gerð upp í heild. Á sumum hótelum Dóminíku er sem sé allt innifalið frá komu til brottfarar og fólk tek- ur ekki upp budduna. Ekki aðeins allur matur og drykkur af hvaða tagi sem nefnist er innifalinn held- ur einnig margs konar skemmtan- ir og íþróttaaðstaða. Margir telja eyna, sem nefnd var Hispaniola eftir landafund Kólumbusar 1492, hina fegurstu i heimi. Sama gildir um íbúana sem eru óvenju fagurlimað fólk, and- litsfrítt og brosmilt. Þótt Heims- klúbburinn skipuleggi og selji ferðir fyrir hópa og einstaklinga um allan heim skiptast feröir hans aðallega í þrjá flokka. Karíbahafið Heimsklúbburinn býður upp á ferðir i Karíbcihafið allt árið, bæði siglingar með fullkomnustu skemmtiskipum heimsins og dvöl á eyjunum, einkum Dóminíku, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Ferðir þessar eru sérstaklega vinsælar við sérstök tækifæri eins og afmæli og brúðkaup, en einnig fyrir félagasamtök, klúbba og jafti- vel starfsmannahópa, enda er fólk að átta sig á kostum þeirra og hag- stæðu verði sem oft er lægra en veisluhöld heima eða ferðir til ná- grannalanda. Menningarferðir Annar flokkurinn eru menning- arferðir á listaslóðir Evrópu. Þær ferðir njóta sérstaks álits hjá Heimsklúbbnum, enda mikið til þeirra vandað. Sumar þessara ferða eru famar í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands eða stofnanir eins og Dan- te-félagið á íslandi. Heimsreisur Þriðja tegund ferða Heims- klúbbsins eru heimsreisur í fjar- lægar álfur, einkum til Austur- landa og jafnvel ferðir í kringum hnöttinn. Bæði er um skipulagðar hópferðir að ræða undir leiðsögn þaulkunnugs manns, sérskipu- lagðar ferðir fyrir félög eða stofn- anir og ferðir einstaklinga. Þama njóta sérþekking og ára- löng sambönd Heimsklúbbsins sín og koma farþegum beint til góða í lækkuðum fargjöldum og sér- samningum við valin hótel sem oft lækka hótelkostnað um helming. Ráðgjöf forstjórans, Ingólfs Guð- brandssonar, sem telst einn við- fórlasti íslendingur fyrr og síðar, getur einnig komið að góðu haldi og tryggt betri árangur ferðalags. Vinsæll staður Fyrir fólk frá köldum löndum býr hitabeltið yfir alveg sérstök- um töfrum með grósku sinni, lita- dýrð og veðursæld árið um kring. Hvort sem fólk vill fljóta á lúxus- skipum milli eyja Karíbahafsins í dýrðlegum munaði eða taka land á einhverri eyjunni og dveljast þar við heimsins lystisemdir og fjör- lega rómanskafrisk-ameríska tón- list, þykir það eitt eftirsóttasta og gimilegasta svæði heimsins til að eyða fríi sínu. Verðlag á Dóminíku er allt að helmingi lægra en á öðrum eyjum Karíbahafsins en fegurðin óvíða önnur eins og viðmót fólksins hvergi ljúfara. Alls þessa mun fólk njóta í páskaferð Heimsklúbbsins sem hefst 23. mars og stendur í 12 daga. Þar gefst fólki tækifæri til að kynnast sögu fyrsta landnáms Spánverja í Nýja heiminum því að dvalist verður tvo daga í hinni glaðværu höfuðborg, Santo Dom- ingo, og síðan ferðast yfir eyjuna Verðlag á Dóminíku er allt að helmingi lægra en á öðrum eyjum Karíbahafsins en fegurðin óvíða önnur eins og viðmót fólksins hvergi Ijúfara. Hnattreisan seldist upp í nóvembermánuði og fram í desemberbyijun hefur Heims- klúbburinn skipulagt lengstu hóp- ferð íslendinga til þessa, ferð í kringum hnöttinn, sem er öll sunnan miðbaugs og liggur um Suður-Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjá- land, Frönsku Pólenesíu með Tahiti og þaðan þvert yfir til Suð- ur-Ameríku með borgunum Santi- ago de Chile, Buenos Aires og Rio de Janeiro, en þaðan verður flogið heim um London eftir 33 daga. Þessi ferð gefur færi á að sjá mörg fegurstu lönd heimsins og framandi mannlíf sem flestum ís- lendingum er til þessa ókunnugt. Viðbrögð við ferðinni voru slík að sætin seldust upp á einum degi og nokkur viðbótarsæti næsta dag, enda er ferðin óvenjuleg og ótrú- lega ódýr miðað við vega- og tíma- lengd. þvera eftir fögram dalverp- um og innan um aldingarða, kaffi-, te og tóbaksekrar, að ógleymdum appelsínu-, syk- in- og kókospálmaekrum. Siðan verðui' dvalist í viku við ströndina í Puerto Plata, þar sem allt er inni- falið og hótelsvæðið einn blómstrandi aldingarður. Ítalíuferö Heimsklúbbsins hefur veriö árviss viöburður en þar veröa meðal ann- ars heimsótt listasöfn meö heimsfrægum listaverkum. Listaverkiö „Þokkagyöj- urnar þrjár“, úr vorinu eftir Botticelli, er á Uffizi- safninu í Flórens. Listatöfrar Ítalíu Ítalíuferð Heimsklúbbsins hefur verið árviss viðburður og notið sérstakrar hylli undir fararstjóm Ingólfs Guðbrandssonar, sem er mikill aðdáandi Ítalíu og ítalskrar menningar sem hann hefur lengi lagt stund á. Ferðin er nú yfir- gripsmeiri en nokkurn tíma og tekur til allra helstu listaborganna og fegurðar landsins frá Garda- vatni suður að Napoliflóa, Sor- rento og Capri. Alls staðar er gist á völdum hót- elum í miðju borganna þar sem listin og sagan hefur gerst - Míla- no, Verona, með sýningunni á óp- eranni Aida eftir Verdi, Padua, Feneyjar, Pisa, Flórens, Siena, Napoli, Sorrento, Pompeii og Róm, þar sem gist er 4 nætur og 3 í Flór- ens. Þessi ferð er nú farin í sam- vinnu við Endurmenntunarstofn- un Háskóla íslands en önnur styttri er til Toscanahéraðs í júní, undir leiðsögn hins kunna fræði- manns og háskólakennara, Paolo Turchi, sem er borinn og barn- fæddur ítali en hefur fullkomin tök á íslensku máli, og er sú ferð í samvinnu við stofnun Dante Alighieri á íslandi. Klassíska leiðin Klassíska leiðin nefnist ferð sem Heimsklúbburinn gerir út aðra viku júnímánaðar, undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands. Þar verða þræddar slóðir frægustu tónsnillinga og skálda Þýskalands í Eisenach, Weimar, Leipzig, Halle, Köthen og Berlín, með sér- stakri áherslu á barokktímann. Töfrar 1001 nætur Sambönd Heimsklúbbs Ingólfs standa fostum fótum í löndum Suðaustur-Asiu. Nú er í boði alveg ný ferð á áður ókannaðar slóðir þar sem það besta er í boði. Ví- etnam vekur mikla forvitni ferða- manna núna, eftir að landið opn- aðist, og kemur flestum á óvart, bæði vegna fegurðar landsins og ótrúlegrar uppbyggingar í ferða- iðnaði, svo að Saigon býður nú hótel sem hvaða þjóð heimsins sem er gæti verið stolt af. Fólkið er kurteist, ljúft og fal- legt og leggur sig fram við að þjóna gestum. Eftir nokkurra daga dvöl í Víetnam liggur leiðin til Malasíu sem er eitt þróaðasta land í þessum heimshluta og óviða betra að vera ferðamaður en þar. 1 sannleika sagt fellur Evrópa alveg í skuggann fyrir þeim gæðum sem Malasía hefur að bjóða gestum stn- um á miklu lægra verði. Auk dval- ar í Kuala Lumpur og hinni fom- frægu Malacca verður dvalist á hvíldarstað sem þykir nú bera af öllu öðru hvað fegurð og fullkomn- un varðar, „Höll hinna gylltu hesta“, sem er í nágrenni við stærsta skeiðvöll Malasíu, og geta þátttakendur meira að segja kom- ist á bak austurlenskum gæðing- um hjá „Fáksfélögum" á staðnum. Fegurð byggingarinnar er augna- yndi og öll þægindi með því besta sem gerist Þessi ferð hefst 5. október og stendur í nærri þijár vikur. Milli Malacca og Singapúr verður ferð- ast með hinni nýju „Austurlanda- hraðlest" sem er afar eftirsótt og býður einstök þægindi. 1 Singapúr verður dvalist á hinu nýja Grand Plaza-hóteli sem er einstaklega smekklegt og býður m.a. heilsu- böð, hvíldar- og fegrunarþjónustu í hæsta gæðaflokki. Nýjungar og innihalds- ríkar ferðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.