Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
36 ferðir
Leigir Islendingum bíla og sumarhús í Danmörku:
Aðstoðar fólk sem býr til sínar eigin ferðir
- orlofsíbúðir og bændagisting einnig í boði
Paö væri ekki amalegt aö fá afnot af einum svona í sumarfríinu.
„Það varð hálfgerð sprenging í
fyrra því þá leigðum við fjórfalt
fleiri bíla en árið þar á undan.
Rekstrarfyrirkomulagið gerir það
að verkum að bílaleigan getur leigt
bílana mun ódýrara en samkeppnis-
aðilarnir," sagði Fylkir Ágústsson á
ísafiröi, umboðsmaður
International Car Rental ApS (ICR)
sem er í Esbjerg í Danmörku.
ICR kaupir bílana toll- og skatt-
frjálsa og leigjir þá eingöngu útlend-
ingum, þ.e. ekki Dönum, í minnst
viku í einu. Fyrirtækið kaupir nýja
bíla árlega svo viðskiptavinirnir
eru alltaf á góðum bílum. „Ef miðað
er við að það séu 3-4 í bíl voru um
1.500 íslendingar akandi á vegum
Danmerkur og Evrópu í fyrra á bíl-
um frá ICR, enda er það allt að 14
þúsund krónum ódýrara að skipta
við ICR en helstu samkeppnisaðil-
ana ef bíllinn er t.d. leigður í 2 vik-
ur,“ sagöi Fylkir. Hann sagði mest
að gera í júní, júlí og ágúst.
Ekið heim
að dyrum
„Sé bíllinn tekinn á leigu í 2 vik-
ur eða lengur er honum ekið endur-
gjaldslaust til viðskiptavinanna.
Annars er hann afgreiddur í t.d.
Billund, Vejle, Odense og innan
þeirra svæða endurgjaldslaust. Séu
bílamir teknir á Jótlandi og á Fjóni
era þeir afgreiddir heim að dyrum,
Á Sjálandi er afgreiðsla við Kastr-
up- flugvöll og í einstaka tilfellum
er hægt að afgreiða bíla í Ham-
borg,“ sagði Fylkir. í stórum drátt-
um er nánast hægt að fljúga hvert
sem er innan Danmerkur og fá þar
leigðan bíl á vegum ICR. Fylkir seg-
ir að nokkuð hafi borið á því að fólk
hafi beðið um bíl í Noregi þar sem
mjög dýrt sé að leigja bíla og einnig
er algengt að fólk leigi bíl í Dan-
mörku og aki til annarra landa.
Sumarhús í Danmörku
„í hittifyrra fann ég fyrir miklum
þrýstingi frá viðskiptavinum min-
um að útvega þeim sumarhús í Dan-
mörku og þess vegna kom DanCent-
er til sögunnar. DanCenter er sum-
arhúsaleiga sem leigir út sumarbú-
staði í eigu Dananna. Ég er með
stóran og ítarlegan litprentaðan
bækling yfir 8.500 sumarhús sem
hægt er að leigja en þau kosta á bil-
inu 20-150 þúsund krónur á viku.
Þau eru leigð frá laugardegi til laug-
ardags og á sl. ári voru 400-500 Is-
lendingar í slíkum sumarhúsum,"
sagði Fylkir.
Ef fólk hefur t.d. áhuga á að vera
á einhverjum ákveðnum stað í Dan-
mörku þarf það bara að gefa upp
tímasetningar og hversu margir
ferðast saman og þá getur Fylkir
sent þeim lista yfir þau sumarhús
sem eru laus. Aðspurður sagði hann
engan einn stað vinsælli en annan.
„Þetta er svo misjafnt eftir þörfum
fólks. Sumir taka t.d. tvö sumarhús
á leigu á sitt hvorum staðnum og
ferðast á milli. í sumum tilvikum er
ódýrara að vera t.d. bara í hálfan
mánuð til 3 vikur í einu í sama hús-
inu.“
Orlofsíbúðir
og bændagisting
I sumum tilvikum hentar fólki
hetur að vera í orlofsíbúðahverfum,
t.d. ef hjón eru með 2-3 börn. Þá eru
þau e.t.v. nálægt sundlaug, leikvelli
eða strönd en búa í staðinn nær ná-
grönnunum í þrengra sambýli.
Hægt er að leigja slíkar íbúðir í
viku, nokkrar vikur eða bara í
nokkra daga með aðstoð Fylkis, allt
eftir því hvað hentar hverjum og
einum.
„Ef fólk vill t.d. fara og skoða
Legoland og gistir ekki mjög nálægt
er auðvelt og mun ódýrara að út-
vega því bændagistingu í 1-2 nætur,
ýmist fyrir eða eftir dvölina í sum-
arhúsinu eða orlofsíbúðinni.
Bændagistingin er mun persónu-
legri og allt að helmingi ódýrari en
hótelgisting og hægt er að velja um
mismunandi form hennar, þ.e.
hvort fólk býr inni í bænum, í sum-
arhúsi bóndans eða litlu íbúðinni
sem hann hefur útbúið,“ sagði Fylk-
ir.
Danmörk
æ vinsælli
Fylkir segir Danmörk vera vin-
sælt ferðamannaland og að það
verði vinsælla með hverju árinu.
„Það tengjast svo margir íslending-
ar Danmörku, annað hvort í gegn-
um ættingja eða eiga þar vini frá
því þeir voru í námi eða öðru. Fólk
er því í auknum mæli farið að vilja
skipuleggja sínar ferðir sjálft en
þarf þá e.t.v. á upplýsingum og að-
stoð að halda. Pakkaferðir henta því
alls ekki öllum og kannski síst þeim
sem eru V£mir að ferðast," sagði
Fylkir. Þeir sem vilja fá nánari upp-
lýsingar hjá Fylki eða fá sendan
bækling geta hringt í síma 456-3745.
Samvinnuferðir-Landsýn til Portúgals:
af sólarstöðum Portúgala á suður-
ströndinni.
Aðstaðan til hvers kyns skemmt-
ana og dægradvalar er fjölbreytt í
Albufeira og nágrenni. Fjölmargir
golfvellir eru í næsta nágrenni,
skemmtilegir smábæir á hverju
strái og tilvalið að leigja sér bíla-
leigubíl og njóta rómaðrar gestrisni
þorpsbúa. Stutt er i stórskemmtileg-
an vatnsleikjagarð, Atlantic Park
sem gefur skemmtigörðum í Flórída
lítið eftir.
„Laugavegurinn" i Albufeira er
rétt við Praia D’Oura-ströndina. Þar
er mikið af verslunum, katFihúsum,
krám og veitingastöðum og líf og
fiör frá morgni til kvölds.
Úwal hótela
Hótel Samvinnuferða- Lcmdsýnar
eru fjögur í Albufeira. Alagoamar er
nýtt þriggja stjörnu íbúðahótel, um
2 mínútna gang frá verslunarmið-
stöð. íbúðirnar eru rúmgóðar og
loftkældar. Bellavista er gott þriggja
stjömu íbúðahótel í rólegu um-
hverfi, í um 15 mínútna göngufæri
frá stórri verslunarmiðstöð. Stúdíó-
íbúðimar eru rúmgóðar með 1-2
svefnherbergjum, stofu, eldhúskrók,
baði, síma og útvarpi. Þær eru
þrifnar 6 sinnum í viku.
Trópico er mjög gott þriggja
stjörnu íbúðahótel á Praia D’Oura
svæðinu. Þar eru fallegar íbúðir
með einu svefnherbergi, stofu, eld-
húsi og baði. Gervihnattarsjónvarp
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-
Landsýn býður farþegum sínum í
fyrsta skipti frábæra gististaði í
Portúgcd. Gistingin er í Algarve-hér-
aði á suðurströnd Portúgals. Algar-
ve er syðsta og sólríkasta hérað
landsins. Falleg strandlengjan er
mjög fjölbreytt og ein hin sérstæð-
asta í heimi. Hótel Samvinnuferða-
Landsýnar eru í bænum Albufeira,
en það er einstaklega fallegur smá-
bær og tvímælalaust sá vinsælasti
Falleg strandlengjan á Algarve er mjög fjölbreytt og ein hin sérstæðasta í
heimi.
er í íbúðunum ásamt síma
og öryggishólfi. Ourapraia
er glæsilegt fjögurra
stjörnu íbúðahótel, staðsett
miðsvæðis á Praia D’Oura.
íbúðir eru fallegar og vel
búnar, loftkældar stúdióí-
búðir og íbúðir með svefn-
herbergi, stofu, eldhúskrók
og baði. Þær eru allar með
svölum eða verönd.
Skoðunarferðir
Bærinn Albufeira á suðurströnd Portúgals er
einstaklega fallegur og tvímælalaust sá vin-
sælasti af sólarstöðum Portúgala á suður-
ströndinni.
Samvinnuferðir ætla að
bjóða upp á fjölbreytt úrval
skoðunarferða frá Al-
bufeira. Ein slík er tveggja
daga ferð til höfuðborgar-
innar Lissabon þar sem
farþegar njóta þess besta
sem borgin hefur upp á að
bjóða. Borgin er glæsileg á
að líta og ber þess glöggt
merki að fyrir þremur öld-
um var þar mesta ríki-
dæmi veraldar. Heimsókn í
arabahverfið þykir sérstak-
lega áhugaverð, enda réðu
Márar lengi rikjum í Port-
úgal. ByggingarstiUinn í Lissabon
hefur greinilega orðið fyrir áhrifum
frá þeim.
Ein skoðunarferðin er til
Granada og Gíbraltar. í Granada er
hin eina og sanna arabahöll skoðuð
og konungshöll Máranna. Gíbraltar-
ströndin er einnig skemmtileg með
sjóbarna kletta. Þar verða meðal
annars heimsóttir apar sem lifa
villtir á þessum slóðum og einnig
hellirinn frægi, St. Michael.
Af öðrum! skoðunarferðum S/L
má nefna kvöldferð í gamlan bónda-
bæ, jeppasafarí, ferð til bæjanna
Portimáo, Otháo og Faro og einnig
skipulögð ferð í Atlantic Park-vatn-
sleikjagarðinn. -ÍS
Sérstæður sólarstaður