Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 Fréttir Ökumenn, sem tala í farsíma við akstur, Qórfalda slysahættu í umferðinni: Jafnhættulegt og að aka undir áhrifum áfengis - segir Örn Þorvarðarson, deildarstjóri Umferðarráðs Mörg umferöaróhöpp má rekja til farsímanotkunar ökumanna. ov-mynd pök „Það er ljóst að ökumenn sem tala í farsíma á meðan þeir keyra valda gríðarlegri hættu í umferðinni. At- hygli þeirra og einbeiting minnkar auðvitað mjög og það er að sjálfsögðu skýrt tekið fram í umferðarlögum að ökumenn eiga að hafa báðar hendur á stýri meðan þeir keyra,“ segir Hilmar Þorbjömsson, aðalvarðstjóri í umferð- ardeild lögreglunnar í Reykjavík, að- spurður um hættuna sem fylgir því að ökumenn tali í farsíma við akstur. Um 50 þúsund farsímar eru nú í umferð hér á landi og hefur orðið mjög mikil flölgun á siðustu tveimur árum. Á 5 mánuðum hefúr farsímum fjölgað um 12 þúsund, að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafúlltrúa hjá Pósti og síma. Hrefha segir að GSM símar séu nú um 27 þúsund talsins en NNT símar séu um 23 þúsund. Hilmar segir að lögreglan hafi ekki nákvæma tölu á hversu mörg um- ferðaróhöpp hafi orðiö sem rekja megi tU símanotkunar ökumanna en þau séu allmörg. „Við stöðvum oft ökumenn tU að benda þeim á hættuna en ég veit ekki hvort það ber nokkum árangur. Það sem auðvitað þarf að gera er að setja lagaheimUd um þessi mál og mér fmnst það mikU brotalöm í lögum okkar að geta ekki tekið harðar á þessu,“ segir HUmar. Fjórfalda slysahættu Tveir kanadískir háskólanemar hafa rannsakað ítarlega hættuna sem fylgir því að tala í farsíma við akstur. Rannsókn þeirra náði tU 699 öku- manna sem notuðu farsíma og höfðu lent í umferðarslysum. Eftir ná- kvæma rannsókn á rúmlega 26 þús- und símtölum úr símum viðkomandi ökumanna komust rannsóknarmenn- imir tveir að því að ökumenn fjór- falda slysahættu í umferðinni þegai- þeir eru í símanum. Rannsóknarmennimir tveir segja að farsímamir séu aðaUega hjálplegir fyrir ökumenn tU að hringja á hjálp eftir að þeir hafa lent í árekstri. í 39% tUfeUa notuðu ökumenn farsíma tU að hringja í lögreglu eða sjúkraliða eftir árekstra. í Sviss, BrasUíu og ísrael er ólög- legt að hafa farsíma í bUum. í Bret- landi er ólöglegt að nota aðra síma í bUum en handfrjálsa síma, þ.e. síma sem em fastir í bUunum og hafa míkrafón. Umferðarráð víða í Evrópu, m.a. á Norðurlöndum, þar sem lög og reglur leyfa notkun farsíma í bUum, hafa lýst auknum áhyggjum með þá þróun mála. Umferðarráð í Noregi og Danmörku hafa þrýst á þarlend stjómvöld að gera breytingar á lögum tU að geta bannaö notkun farsíma við akstur. í nýlegri könnun í Noregi við- urkenndu 67% ökumanna, sem hafa farsíma í bUum sínum, að þeir væra mun óöraggari í umferðinni þegar þeir væra í símanum. Skeröir einbeitingu „Þessi óhóflega farsímanotkun meðal ökumanna veldur auðvitað mikUli hættu í umferðinni. Það er gef- ið mál að þetta skerðir mjög einbeit- ingu ökumanna. Við hjá Umferðar- ráði erum mjög meðvitandi um þessa hættu og það hefur verið rætt alvar- lega innan norrænu umferðarráö- anna að taka höndum saman og spoma gegn þessu. Ég geri ráð fyrir að fyrst í stað verði ökumönnum bent á að stöðva bifreiðar sínar meðan þeir tala í símann. Ég sé alveg fyrir mér að í náinni framtíð verði bannað með lögum að tala i síma við akstur hér á landi eins og viðgengst víða erlendis," segir Öm Þorvarðarson, deUdarstjóri hjá Umferðarráði. „Margar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum símamálum og í ljós kemur að það er aukinn viðbragðs- tími meðal ökumanna sem tala í síma. Sá aukni viðbraðgstími er svipaður og hjá ökumanni sem er með áfengis- magn í blóðinu upp á 0,5 prómU. Það era refsimörk hér á landi og ökumað- ur með það mikið magn af áfengi í blóðinu er sviptur ökuréttindum. Samkvæmt þessari rannsókn er því jafhhættulegt að aka undir áhrifúm áfengis og að keyra um blaðrandi í sima. Það hafa verið í umferð handfijáls- ir símar og þeir era skárri en hinir að því leyti að ekki þarf að halda á þeim og ökumenn geta haft báðar hendur á stýri. Sá búnaður er þó engin trygging því hugur ökumanns er í flestum tU- feUum víðs fjarri meðan talað er í síma. Það hefur verið erfitt að gera rannsóknir um þetta því ökumenn hér era ófúsir að viðurkenna hvort þeir hafa verið að tala i síma þegar þeir hafa valdið tjóni,“ segir Öm. -RR Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands: Stuttar fréttir Tékkar vilja eindregiö inn í NATO Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi með Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands, í gær að íslendingar myndu ekki gera athugasemdir við það að Tékkland yrði tekið inn í Atl- antshafsbandalagið sem fuUgildur meðlimur, þvert á móti myndu ís- lendingar verða fyrstir tU að bjóða Tékka velkomna í samtökin. Vaclav Klaus lét í ljós eindreginn áhuga á að Tékkar gengju í Atlantshafs- bandalagið. Á ráðstefnu ríkisstjómarinnar um einkavæðingu í gær lýsti Vaclav Klaus og dr. Jiri Weigl, efnahags- ráðgjafi hans, einkavæðingu Tékka eftir hran kommúnískrar sfjómar landsins og hvernig að henni var staðið meö það að höfuðmarkmiði að koma efnahag landsins á réttan kjöl. „Við einkavæddum fjöldamörg fyrirtæki á dag og í ljósi þess hversu sérstakt þetta verkefni var þurfti að viðhafa mjög sérstæðar aðferðir við að einkavæða þúsundir fyrirtækja," sagði forsætisráðherrann. Hann sagði að þessu verki væri síður en svo lokið. Nú væri unnið að einka- væðingu þeirra fyrirtækja og stofn- ana sem eftir væra en í ljósi reynsl- unnar og þess að efnahagsumhverf- ið væri nú annað en í upphafi verks væru vinnubrögðin önnur og gang- urinn hægari. Vaclav Klaus sagði að menn Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra Islands, á blaðamannafundi í Perlunni eftir að dagskrá ráðstefnu um einkavæðingu var iokið. Davíð lýsti því yfir á fundinum að hann myndi fagna því að Tékkar gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Dv-mynd þök hefðu vissulega staldrað við hvort halda ætti áfram að einkavæða starfsemi eins og spitala, banka og ýmsa almannaþjónustu. „Við höfum ákveðið að láta ekki staðar numið og ætlum að halda áfram þvi að við erum viss um að betra tækifæri á ekki eftir að koma,“ sagði Vaclav Klaus, forsætisráöherra Tékklands. -SÁ Nýr ríkisbanki Davíð Oddsson boðar stofnun nýs banka, framkvæmdabanka at- vinnulífsins, með því að steypa saman sjóðum atvinnulífsins. heimilt verður að auka hlutafé hans þannig aö aðrir en ríkið eigi allt að 49% í bankanum. Bændur vilja í góðæriö Stjóm Bændascimtakanna mót- mælir hugmyndum ASÍ um að verð landabúnaðarafurða verði knúið niður með tollalækkunum, eins og segir í ályktun stjómar Bændasam- takanna. Hálkan er dýr Hálkuslys á höfuðborgarsvæð- inu kosta 20 milljónir króna á ári og samtals 15 ársstörf í fjarvistum frá vinnu. Morgunblaðið segir frá. íslenskar mæður kaldlyndar íslenskar mæður era kaldlynd- ari gagnvart bömum sinum og tjá þeim síðui- ást sína en japanskar og bandarískar mæður, samkvæmt rannsókn íslensks sálfræðings. Morgimblaðið segir frá þessu. -SÁ Tengsl launa bankaráöa og bankastjóra rofin Þú getur svaraö þessari spurningu með því að hringja í síma 9041800. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að birta myndir af dæmdum mönnum? í utandagskrárumræðu á Alþmgi í gær um laun bankastjóra og bankaráðsmanna skýrði Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra frá því að hann hefði með bréfi til for- manna bankaráða ríkisbankanna afturkallað bréf frá 1987 um að laun bankaráðsmanna skuli vera hlutfall af launum bankastjóra. Það er ekki viðskiptaráðherra heldur bankaráðsmenn sem ákveða kjör bankastjóra ríkisbankanna. Þess vegna séu tengsl á milli launa þessara aðila óeðlileg. Það var Mörður Ámason, vara- maður Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hóf utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær um bankastjóralaunin. Hann benti í upphafi á að ábyrgir menn segðu opinberlega að 70 þús- und króna lágmarkslaun í landinu settu allt úr skorðum. Þau laun séu þó ekki nema brot af því sem mán- aðarlaun bankastjóranna hafa hækkað síðustu 6 árin. Hann full- yrti að þegar allar sporslur væru taldar með væra laun bankastjór- anna um 1 milljón króna á mánuði, fyrir utan bíl og laxveiðidaga á sumrin. Hann benti líka á að fyrir nokkram árum hefðu laun banka- stjóra og hæstaréttardómara verið þau sömu. Nú væru laun hæstarétt- ardómara 383 þúsund krónur á mánuði. Þá sagði Mörður að á árunum 1990 til 1994 hefði útlánatap ríkisb- ankanna numið 22 milljörðum króna. Á þeim sömu árum hefðu laun bankastjóranna hækkað mest. Hann spurði hvort bankastjórar og bankaráðsmenn bæru þar enga ábyrgð. Allavega sætu sömu menn enn í öllum þessum sætum. Finnur Ingólfsson benti á að bankaráðin bæru ábyrgð á og ákvæðu kjör bankastjóra og Alþingi kysi bankaráðsmennina. Það væri ekki viðskiptaráðherra sem ákvæöi þessi kjör. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.