Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997
Spurningin
Heldur þú aö þjóöarbúiö þoli
miklar kauphækkanir?
Sigmundur Snorrason verkamað-
ur: Já, á meðan bankastjórar hafa
svona mikil laun.
Þórarinn Árnason pípulagninga-
maður: Já, ég held það.
Jens Gunnarsson bílstjóri: Ekki
of miklar en örugglega einhverjar.
Gunnar Ásgeirsson vélsijóri: Ég
held það þoli töluverðar hækkanir
til að lyfta hinum lægst launuðu.
Guðrún Hjálmarsdóttir húsmóð-
ir: Já, er það ekki?
Lesendur___
Álver á
tanga,
Grundar-
já takk!
Stóriðjusvæði á Grundartanga
- samanburður viö þekkt svæði í Reykjavik -
Mliifcfi
IDV
Áiver á Grundartanga myndi styrkja atvinnugreinar sem fyrir eru, segir bréfritari.
Kristján Heiðar Baldursson
skrifar:
„Það er komin sól!“, sagði fjög-
urra ára dóttir mín við mig og
brosti. Hún hafði ekki fengið að
fara út allan daginn, enda með
flensu. - En viti menn; útvarpið
fer að greina frá samtökum sem
stofnuð höfðu verið í Félagsgarði i
Kjós og nefnd höfðu verið Sól.
Mun megintilgangur þeirra vera
að stuðla að umhverfisvemd, og
berjast gegn álveri og annarri
mengandi stóriðju í Hvalfirði.
Á stofnfúndinn mættu aðallega
íbúar í kringum Hvalfjörð svo og
sumarbústaðaeigendur á svæðinu.
Mér skilst að hagur þessa fólks sé
fyrir borð borinn af stjómvöldum
og að á Grundartanga séu ef til vill
margar lóðir undir sumarbústaði
sem nær sé að reisa heldur en ál-
ver. Það sé fyrst og fremst fólk sem
hefur vinnu og góðar tekjur sem
hafi efni á því að reisa bústað, og
við það skapist fjölmörg störf, í iðn-
aði jafht sem þjónustu.
Ég segi hins vegar: reisum álver,
og sköpum þar mörg störf, og svo
einnig sumarhús í nágrenni þess og
víðar. Sköpum með því enn fleiri
störf því ekki hefur neins staðar
verið sýnt fram á að mengun frá
þessu álveri verði svo mikil að hún
sé skaðleg mönnum, svo þjónustu-
störf við sumarbústaði ættu ekki að
glatast. Ef álver kæmi á Grandar-
tanga, kæmi það aðeins til með að
styrkja þær atvinnugreinar sem fyr-
ir eru, auk þess aö skapa störf eitt
og sér.
Við íslendingar höfum alla tíð
verið að taka vissa áhættu við alla
atvinnusköpun. Fyrirtæki geta
skapað mengun, þau geta farið á
hausinn, eitthvað gæti bilað, t.a.m.
tæki svo slys hljótast af o.s.frv. En
ef við stöndum sífellt í vegi fyrir
allri þróun og látum einstaklinga og
fámenn samtök stöðva slíka þróun á
folskum forsendum, þá getum við
bara eins flutt og þá verður engin
ferðaþjónusta, enginn landbúnaður
og þar fram eftir götunum. Nei, lát-
rnn sól skína á íbúa Hvalfjarðar og
nágrennis, en látum þá sól koma að
ofan.
Þegar reisa átti Sementsverk-
smiðjuna og Járnblendiverksmiðj-
una að Grundartanga vom mót-
mæli. Ekki vom mótmælin minni
þegar Jámblendið var byggt. Þá
reis upp fjöldi fólks og andmælti
líkt og nú. Nokkrir kváðu svo fast
að orði að sveitin legðist í eyði, ekki
myndi finnast lifandi gróður í
grennd verksmiðjunnar og innan
fárra ára myndi vera farið að taka
stálull af fénu.
Öfgamar geta orðið miklar. - En
það má líka hafa það eins og
Kvennalistinn er þær era spurðar
hvað gera skuli til að fjölga störfum
í landinu. Þær segja: „Við eram
ekki í stjóm.“
Hvar er verkalýðsforystan?
Unnur Jónsdóttir skrifar:
Hvar er verkalýðsforystan? Er
hún enn austur í Sovét, eða lifir
hún í ameríska draumnum? Hún
virðist allar götur ekki stödd hér í
velmegunarríkinu íslandi. Hvað
varð svo um vísitölufjölskylduna?
Einu sinni sem oftar var reiknað
út, hvaö hún þyrfti tfi hnifs og
skeiðar. Það var að vísu fyrir
margt löngu, en svo virðist sem
hún eigi enn að hafa þá gömlu flot-
krónu til að framfleyta sér á.
Vita menn ekki að litlar íbúðir
eru leigðar á 35 og 40 þúsund krón-
ur á mánuði, og þar að auki bætist
oft við hússjóður (kannski frá 4 - 6
þús. kr. á mánuði) til viðbótar
þerri leigu? Eigi lágmarkslaun að
hækka upp í 70 þúsund kr. á mán-
uði, þá eru eftir á milli 30 - 35 þús.
kr. til ráðstöfunar fyrir heimilið
vegna matarkaupa, rafmagns,
hita, útvarps, síma o.fl. Og stöku
sinnum þarf jú að endurnýja fatn-
aðinn. - Þannig getur engum leyfst
að veikjast eða að verða fyrir nein-
um áfollum eins og af jólum og
öðrum árstíðabimdnum uppákom-
um.
Það er viss mannfyrirlitning í
þeirri launastefnu sem fylgt er á
íslandi. Laun eru miðuð við það
að hvorki sé hægt að lifa á þeim
né deyja. Aðeins að hrærast í sí-
felldum ótta. Nagandi ótta um af-
komu sína og fjölskyldunnar. -
Hún er ekki glæsileg lýsingin, en
raunsönn og sláandi. Því miður.
Tekjuskatturinn ætti að hverfa
Skattaáþján lyki með afnámi tekjuskatts á almennar launatekjur, aö mati
bréfrltara.
Haraldur Sigurðsson skrifar:
Tekjuskatturinn er einhver
óréttlátasti skatturinn hér og skipt-
ir ríkið afar litlu máli. Upplýst er að
t.d. sjávarútvegurinn allur skilar
ekki nema um 200 milljónum kr. til
ríkisins. Þótt flestir geti verið sam-
mála forsætisráðherra sem segir
það ókosti að fylgja fleiri skattþrep-
um þá ætti hann líka að geta verið
sammála þeim sem fullyrða að
tekjuskatturinn sé ekki lengur sá
tekjustofn sem ríkið byggir á í raun.
Auk þess hefur flokkur forsætis-
ráðherra, Sjálfstæðisflokkurinn,
áram saman haft það opinberlega á
stefnuskrá sinni að „afnema tekju-
skattinn í áfóngum". Engum dettur
í hug að þessi stefha flokksins hafi
mætt andstöðu samstarfsflokkanna,
hvorki Alþýðuflokks né Framsókn-
arflokks núna. Á það hefur reyndar
ekki reynt þvi Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur ekki, svo vitað sé, sett
þessa óskastefnu sína inn í stjómar-
sáttmála með þessum flokkum.
Slagorðið, „afnám tekjuskatts í
áfóngum", ætti því enn að vera í
fullu gildi hjá stærta stjómmála-
flokki landsins og auðvelt að vekja
það til lífsins. Ekki síst núna þegar
landsmenn vænta verulegrar breyt-
ingar í skattamálum.
Lágmarkslaun upp á 70 þúsund
fyrir þá lægst launuðu, jafnlauna-
stefna, aukinn kaupmáttur og hvað
annað sem nefnt hefur verið í yfir-
standandi kreppu kjaraviðræðna er
hjóm eitt miðað við afnám tekju-
skatts af almennum launatekjum.
Mengun í mat-
vælaiðnaði
Ásta Sig. hringdi:
Nú getum við alveg hætt að
hamast út í álversmengun eina
hér á landi. Upplýst hefur verið að
í matvælaiðnaði hér sé líka stór-
kostleg mengum og er nægilegt að
minnast á starfsumhverfið í Hrað-
frystistöð Þórshafnar þar sem
unnið er við suðu á kúfiski. Ég hef
nú reyndar kallaö þessa sjávarteg-
und „kúkfisk" og ætlar nafngiftin
að reynast raunsönn eftir nýjustu
fréttir. En það er kaldhæðnilegt aö
fólki skuli stafa hætta af vinnslu í
matvælaiðnaði á svipaðan hátt og
hæst er úthrópuð varðandi álvers-
framkvæmdir.
Hjónin með
börnin tvö
Reynir skrifar:
Ég hef veriö að glugga í aug-
lýsingar ferðaskrifstofanna í
nýju bæklingunum og undrast
alltaf jafn mikið hve mikil
áhersla er lögð á að laða að þessi
hjón með tvö börnin. Það er
varla að maður sjái verðdæmi
fyrir „einstæð" hjón, þ.e. án
barna. Samt mætti ætla að hjón,
sem era laus við „hótel mömmu-
rekstur", væra jafn góðir kúnn-
ar og kannski betri en ungu
hjónin með litlu bömin. En nú
er reyndar búið að finna eilífðar-
lausnina fyrir alla. - Greitt á
tveimur eða þremur áram á
korti. Hvílík lausn!
Flug og bíll
ekki auglýst
Reynir skrifar:
Mig langar líka til að geta þess
að í nýjum bæklingum ferða-
skrifstofanna er ekki lengur aug-
lýstur ferðamátinn „Flug og bíll“
eins og tíðkaðist áður. Þá voru
sérstakir auglýsingadálkar sem
sýndu sérstaklega þennan frá-
bæra ferðamáta ásamt verði og
tegundum bílaleigubíla, t.d. frá
Lúxemborg. Nú er þetta ekki
lengur inni í bæklingunum.
Þetta er stór afturför.
Lesendasíða DV hafði samband
við tvær ferðaskrifstofur en þar
var enga haldbæra skýringu á
brotthvarfi „Flugs og bíls“ frá
Lúxemborg úr auglýsingabæk-
lingum að fá. Var þó bent á sér-
stakan bækling sem héti „Út í
heim, flug og bíll“ og þar væri
þessar upplýsingar að finna.
Háskólinn losi
sig við fíknina
Lárus hringdi:
Mér er meinilla við að vita af
því að Háskóli íslands skuli þurfa
að vera bendlaður við fíkniþátt
eins og spilakassana sem margir
hafa ánetjast af spilafikn sinni.
Eins er auðvitað ótækt að nú
skuli vera farið að rekja ein-
hverja klámrásir á Internetinu til
rásar Háskólans. Mér finnst að
Háskólinn verði að leggja allt
kapp á að losa sig við þessa fikni-
þætti. Því auðvitað verður klám-
rásin ekkert annað en fikn hjá
þeim sem slikar rásir nota. Ég
segi því burt með fíkniþættina á
vegum Háskólans.
Gustar um Veð-
urstofuna
Róbert skrifar:
í samtölum við starfsmenn Veð-
urstofu, t.d. í útvarpsfféttum, láta
starfsmenn hanka sig á því að tala
um aö vindurinn „gusti“ svo og
svo hátt. Þetta hafa þeir tekið úr
enskunni þar sem talað er t.d. um
„gusting ten knots“. Hér á íslandi
segjum við einfaldlega: Hann fer í
10 eða 12 vindstig. Einfalt mál og
skýrt. Þeir í Englandi og Ameríku
hafa sinn háttinn á og hann er
góður þar en ekki hér.