Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997
Til hamingju með af-
mælið!
Þennan dag árið 1917 fæddist
listmálarinn Louisa Matthías-
dóttir í Reykjavík, dóttir Matthí-
asar Einarssonar yfirlæknis og
Ellenar Johannessen konu hans,
og er því áttræð í dag. Þó að hún
hafi nú búið í Bandaríkjunum í
55 ár heldur hún áfram að mála
myndir sem eiga upptök sín á
bernsku- og æskuárunum hér
heima, einkum árunum tíu þegar
hún bjó með foreldrum sínum í
húsinu Höfða sem þá var fyrir
utan bæinn. „Henni hefur alla tíð
fundist að þessi áratugur hafi
verið öll ævin,“ segir Sigurður A.
Magnússon í inngangsorðum að
hókinni Myndum frá 1987.
Var hún stúlkan?
Louisa lærði við Listiðnaðar-
skólann í Kaupmannahöfn og hjá
Marcel Gromaire í Frakklandi.
IHeima var hún í tvö ár, 1939-1941,
og málaði i litlu lystihúsi við
Kirkjustræti sem ekki stendur
lengm-. Þær Nina Tryggvadóttir
voru mikið saman á þeim árum
og fóru oft upp í Unuhús og hittu
alla gáfuðu strákana sem þar
leystu lífsgátuna - Erlend húsráð-
anda, Halldór Laxness, Þórberg
Þórðarson og Stein Steinarr. Sú
saga hefur raunar verið hvísluð í
eyru áhugasamra lengi að Louisa
sé stúlkan í Tímanum og vatninu
eftir Stein, og hið veglausa haf
: sem liggur „milli vitundar minn-
ar og vara þinna“ i því kvæði sé
sjálft Atlantshafið, því Louisa fór
til New York árið 1941. En þegar
hún er spurð hvort eitthvað sé til
i þessu hvísli þá hlær hún hara
lágt og stríðnislega.
Frá Bandaríkjunum hefur hún
ekki komið siðan nema sem gestur.
Hún giftist listmálaranum Leland
Bell, eignaðist með honum dóttur-
Louisa Matthíasdóttir: Sjálfs-
mynd meö kaffikönnu 1980. Úr
Myndum (1987).
ina Temmu sem einnig er listmál-
ari, býr í New York og er þekktur
og virtur málari þar. En heim hef-
ur hún komið, nærri því árlega, og
málað. Og myndir hennar - eru
þær ekki eiginlega „ofuríslensk-
ar“? Þessir skæru litir, sumarnæt-
urstemningarnar með sofandi
sauðfé eða bítandi gras, rólyndið
uppmálað, hestarnir, íjöllin, göt-
umar í Þingholtunum - þessar
myndir eru engum öðrum líkar.
Megi hún mála sem flestar enn.
Myrkir músíkdagar
Tvennir tónleikar verða á veg-
um Myrkra músíkdaga um helg-
ina. Annað kvöld, fostudagskvöld
kl. 20, verða tónleikar Vox Fem-
inae í Digraneskirkju undir stjóm
Sibyl Urbancic og Margrétar
Pálmadóttur. Uppistaðan er Missa
Minuscula eftir Þorkel Sigur-
björnsson, en á milli þátta verður
flutt trúarleg tónlist eftir Jón Nor-
dal, Atla Heimi Sveinsson, Hjálm-
ar H. Ragnarsson og fieiri.
Á laugardaginn kl. 17 verða svo
lokatónleikar hátíðarinnar, Lif-
andi raftónleikar á Gauki á
Stöng, þar sem flutt verða verk
eftir Kjartan Ólafsson, Ríkharð
H. Friðriksson, Hilmar Þórðar-
son, Helga Pétursson og fleiri.
Gáið að breyttum tíma!
Umsjón
Silja Aflalsteinsdóttir
_________________________________ menning
Menningarverðlaun DV 1997:
Fimm tilnefningar
í listhönnun
Listhönnunamefnd DV hefur
komið saman reglulega að undan-
fömu og skoðað verk listhönnuða
frá síðasta ári. Auk þess reyndu
nefndarmenn að fylgjast með sýn-
ingum í fyrra og afla sér upplýsinga
um þær. Nú hefur nefndin lokið
störfum og tilnefnir fímm hönnuði
til verðlauna.
Þessi hafa fengið tilnefningu:
Ásdís Birgisdóttir
Ásdis Birgisdóttir textílhönn-
uður er tilnefnd fyrir frumlega
hönnun fatnaðar sem ber sterkt
svipmót af fornri, norrænni klæða-
hefð. Flíkumar eru úr íslenskri ull
sem er lituð með íslenskum jurtum.
Hér fer saman fjölbreytni í formum
og náttúrulitum. Flíkumar eru ein-
faldar og búa yfir vissum léttleika í
efni og litum.
George Hollanders leikfanga-
hönnuður er tilnefndur fyrir ýmis
þroskaleikfong sem hann bæði
George Hollanders
hannar og smíðar í fyrirtæki sínu,
Gullasmiðjunni Stubbi í Eyjafirði.
Framleiðslan er vönduð og litrík,
fuglar, bílar, leikfangaskrín og
fleira. Leikfongin uppfylla CE, evr-
ópskan staðal um öryggi leikfanga.
Ragnar Axelsson
Ragnar Axelsson ljósmyndari
hefur í auknum mæli látið að sér
kveða með blaðaljósmyndum sín-
um. Myndir hans hafa að geyma
ríka tilfinningu fyrir mannlegu um-
hverfi og eru að formi til einstak-
lega vel uppbyggðar. Margar blaða-
ljósmyndir hans birtast í
svart/hvítu og hafa sumar ákveðið
þema, til dæmis sjaldgæfa lífshætti
á norðurslóðum. Aðrar eru teknar á
augnablikinu, oft við erfiðar aö-
stæður, og sýna að höfundur hefur
næmt auga fyrir hinu óvenjulega.
Hönnun Studio Granda
Studio Granda sýnir með góðu
fordæmi hvernig arkitektar geta
sjálfir hannað eigin húsgögn inn í
hús sem þeir hafa teiknað og skap-
að með því sterka heildarmynd. Þau
eru tilnefnd fyrir góðar lausnir á
stólum, sófum og ýmsum borðum
fyrir Dómhús Hæstaréttar. Þessi
húsgögn eru víða í húsinu og vekja
athygli fyrir form borðanna og liti á
áklæðum stólanna. Húsgögnin eru
til dæmis í biðstofu, fundarherbergj-
um og í dómsal.
Védís Jónsdóttir
Védís Jónsdóttir textílhönnuð-
m- hefur reynt að finna nýtt munst-
ur á hefðbundnum lopapeysum með
eftirtektarverðum árangri, þar sem
hún hefur nýtt sér ýmis form ís-
lenskra fugla og fiska, til dæmis
rjúpna, gæsa og laxa, og fléttað inn
í munstrið. Þá hafa litir peysanna
tekið mið af umhverfi fyrirmynd-
anna. Védís hefur verið hönnuður
ístex, sem er gamframleiðandi, og
leitað þar ýmissa leiða til að örva
framleiðsluna.
í listhönnunarnefnd DV sitja
Torfi Jónsson, Baldur J. Baldursson
og Eyjólfur Pálsson.
Grillið:
Allt fyrir öryggið
Grillið á Hótel Sögu verð-
ur ekki sakað um ævintýra-
mennsku í matargerðarlist.
Þar er öryggið fyrir öllu.
Matseðillinn er fastur og
stuttur, lítur varla við fiski
og býður flóknar uppskriftir
á dýrum réttum, sem farið er
afar næmum höndum um í
eldhúsinu. Þetta er vandað-
ur staður fyrir kröfuharða
íhaldsmenn, en höfðar síður
til þeirra útlendu hótelgesta,
sem hafa áhuga á fiski.
Enginn matseðill dagsins
er í boði og á fastaseðlinum
eru bara tveir fiskréttir, lax
og skötuselur. Lax kemur
árið um kring úr eldi og
skötuselur árið um kring úr
frystikistu, svo að daglegt
markaðsframboð á fiski hef-
ur lítil áhrif í þessum merk-
ustu herbúðum flókinnar
matargerðarlistar í landinu.
Árgangamerktur vínlisti
er annað aðalsmerki staðar- Aíar Þjónusta.
ins, langur, fjölbreyttur og
góður. Verðlag hans er sanngjarnt, þótt flaskan af
heimsins dýrasta víni, Chateau Cheval Blanc,
fari upp í 45 þúsund krónur. Hitt aðalsmerkið er
svipmót staðarins eins og það kemur fram í afar
góðri þjónustu, skemmtilegu útsýni og höfðing-
legum innréttingum, sem að mestu eru uppruna-
legar. Eini svipgallinn er, að gangurinn að veit-
ingasalnum er notaður sem stólageymsla.
Andakjöt reyndist vera hátindur matreiðslunn-
ar. Hunangsgljáð andabringa með steyttum,
grænum pipar, pönnusteiktum kartöfluþráðakök-
um, sykurbrúnuðum skalottulauk, fennikku og
smásöxuðu grænmeti var prófuð í tvígang og
íander-kryddaðri kúskús-
köku. Anísilmað grænmetis-
seyði var sérkennilegt og
gott, með heilum anís og
turni af léttelduðu grænmeti
í miðju. Enn betri var heitur
og sneiddur hörpuskelfiskur
á kartöflunæfrum og rjóma-
soðnum blaðlauk.
Milli rétta var borinn
fram milliréttur. í annað
skiptið var það Bourbon
viskí-ískrap, sem Jim Beam
var hellt yfir. í hitt skiptið
var það afar gott, bragð-
hreint og magnað tómat-
seyði.
Tæpastur aðalrétta var
full mikið elduð villiþrenna,
gæs, svartfugl og hreindýr
meö gráðostsósu og eplasal-
ati. Afar góðar voru grillað-
ar lambalundir undir hvít-
lauks- og gulstöngulskrydd-
aðri brauðskel og kartö-
fluturni, bornar fram með
DV-mynd Hilmar Þor j sveppasósu. Grillaðar
nautalundir voru magrar og
bragðdaufar, en meyrar, bomar fram með létt-
soðnu grænmeti, lítilfjörlegri svartsveppakæfu-
sneið, góðri gæsalifur og enn betri Madeirasósu.
Exótískir ávextir reyndust vera margs konar
ber og litlir ávextir í kringum ískrap. Passíuá-
vaxtakaka var lítil hringlaga kaka með súkkul-
aðiískúlu, smásöxuðum ávöxtum og Grand
Marnier líkjör. Hvítur búðingskremtigull með
sítrónubragði og sterkri sítrónusósu var
skemmtilegasti eftirrétturinn.
Verðlagið á Grillinu er afar hátt, um 4.440
krónur þríréttað á mann, fyrir utan drykkjar-
fóng. Staðurinn er aðeins opinn á kvöldin.
Veitingahús
Jónas Kristjánsson
reyndist jafnan frábær. Einnig var hægt að fá
andakjöt í forrétt, soðið í eigin safa, borið fram
með valhnetum á gufusteiktu jöklasalati.
Afar góðar voru fjórar meyrar úthafsrækjur í
sætsúrri sósu chili- kryddaðri, bomar fram á kor-