Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 28
★ < ★ 36 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 dags onn Skattalækkun er kosningaloforð „Skattalækkun er kosningalof- orð ríkisstjómarinnar sem kem- ur yfirstandandi kjarasamning- um ekki við.“ Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, í DV. íslendingar hræðast dans „Það er fátt sem íslendingar hræðast jafn mikið og dans, sér- staklega þá sem kallast listdans eða ballett." Hlín Agnarsdóttir leikstjóri, í Degi-Tímanum. Ekki á leið í flatsængina „Ég veit ekki til þess að ég sé á leiðinni úr Alþýðubandalaginu og alls ekki í flatsæng jafnaðar- manna.“ Hjörleifur Guttormsson alþing- ismaður, í Vikublaðinu. Ummæli Verkalýðshreyfingin í pólitíkina „Ég er mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hvort ekki sé kominn tími til þess að verka- lýðshreyfmgin fari út í bein póli- tísk afskipti með framboð í huga.“ Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar, í Alþýðublaðinu. Allt lak í gegn „Það bara lak allt í gegn. Mað- ur var óvenju lítill í þessum leik.“ Guðmundur Arnar Jónsson, markvörður KA, í Degi-Tíman- um. Að nær öllu leyti eru þær stjörn- ur sem sjást á himinhvolfinu fastastjörnur. Fastastjörnur Fastastjömur á himinhvolfinu eru mjög misstórar og fer stærð þeirra oft eftir aldri. Sólin okkar er eins og smádepill í saman- hurði við þær stærstu og birtu- lítil miðað við þær björtustu. Breytistjarnan Eta Carinae, sem er 9100 ljósár í burtu, í Carina- stjörnuþokunni í vetrarbraut okkar hefur að minnsta kosti 200 sinnum meiri massa en sólin. Betelgás (stjarnan efst til vinstri í Óríoni) er 700 milljón km að þvermáli eða um 500 sinnum meira að þvermáli en sólin. Blessuð veröldin Skærust sjáanlegra stjama Sírus A, sem einnig er nefnd Hundastjarnan, virðist vera skærasta fastastjaman þeirra 5776 sem sjáanlegar eru beram augum á himninum. Hún er vel sjáanleg yfir vetrarmánuðina á norðurhveli jarðar og er í hásuðri á miðnætti síðasta dag ársins. Síríus A er í 8,6 ljósára fjarlægð og er 26 sinnum bjartari en sólin. Hún er 2,3 milljón kíló- metrar að þvermáli. Birtustig Síríusar er talið munu aukast allt fram til ársins 61000. Á vestanverðu Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 960 mb lægð sem grynnist en um 200 km norður af Færeyjum er 940 mb kröpp lægð sem þokast í norðvesturátt. Veðrið í dag Um landið austanvert er gert ráð fyrir norðaustan- og síðar norðan- hvassviðri og jafnvel stormi, víða snjókomu og skafrenningi. Um land- ið vestanvert verður vindur mun hægari í dag og snjómugga hér og þar en í kvöld og nótt verður allvíða norðvestanstinningskaldi. Ekki er útlit fyrir að veður skáni norðan- lands og austan í kvöld og nótt. Hiti verður um frostmark austan til en vægt frost um landið vestanvert. Á höfuðborgarsvæðinu verður austangola en norðvestan stinnings- kaldi í kvöld og nótt. Frost verður 2 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.18 Sólarupprás á morgun: 09.02 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.55 Árdegisflóð á morgirn: 06.08 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma Akurnes alskýjaö Bergstaöir alskýjaó Bolungarvík alskýjaö Egilsstaöir snjókoma Keflavikurflugv. iskorn Kirkjubkl. skafrenningur Raufarhöfn slydda Reykjavík úrkoma í grenrtd Stórhöföi alskýjaö Helsinki snjókoma Kaupmannah. rign. á síð. kls. Ósló snjókoma Stokkhólmur alskýjaö Þórshöfn haglél á síö. kls. Amsterdam léttskýjaö Barcelona heióskírt Chicago heiöskírt Frankfurt léttskýjaö Glasgow skúr Hamborg skýjað London heiöskírt Lúxemborg léttskýjaö Malaga heiöskírt Mallorca þokumóóa Miami París skýjaö Róm léttskýjaö New York hálfskýjaó Orlando heióskírt Nuuk Vín slydduél Winnipeg alskýjaö -2 1 -2 -2 0 -2 -2 0 -4 -1 -4 4 0 1 4 6 8 -3 7 4 6 6 5 8 3 7 4 11 19 2 -5 Arngeir Friðriksson, bóndi og glímukappi: Þeir eru flestir um tuttugu kílóum þyngri en ég „Ég byrjaði að æfa glimu í kringum 1985 og keppti strax í unglingaflokki og hef verið að keppa meira og minna síðan, fyrst eingöngu í unglingaflokki en síðan i flokki þeirra eldri," segir Arn- geir Friðriksson, Héraðssamhandi Þingeyinga, sem sigraði í Bik- arglímu íslands sem fram fór á Laugarvatni um síðustu helgi. Arngeir lagði Orra Bjömsson, KR, í úrslitaglímu eftir mikil átök og spennu. Amgeir sagði að í HSÞ væri lögð nokkur áhersla á glímuna: „Það er þó mest fastur kjarni sem æfir reglulega, ekki mikill fjöldi en áhugasamur hópur. Á lands- Maður dagsins vísu eru það ekki margir sem æfa og keppa í glímu og áhorfenda- fjöldi er ekki mikill en hér í minni heimabyggð er áhugi og fólk kem- ur til að horfa á glímu.“ Aðalkeppinautur Amgeirs í bik- arglímunni var Orri Bjömsson: „Við Orri eram búnir að glíma lengi saman. Við fylgdumst aö í unglingaflokki, hann er ári yngri Arngeir Friðriksson. en ég, svo við þekkjum hvor ann- an vel.“ Það hefur vakið athygli að Arn- geir er mun léttari en þeir glímu- kappar sem hann er að etja kappi við: „Ég er svona um tuttugu kíló- um léttari en þeir flestir og verð oft að beita annarri tækni, treysta á snerpu, en ef ég kemréttu bragði á þá eru engin vandræði að lyfta þeim, enda er það styrkurinn í löppunum sem skiptir miklu máli.“ Amgeir sagði að fram undan væri lokamótið í Landsglímunni, sveitaglíman og Grettisbeltið: „Keppnin um Grettisbeltið er stærsta mót ársins og ég hef keppt í því móti frá árinu 1990 en aldrei unnið, hef lent tvisvar í öðru sæti og einu sinni í þvi þriðja, en ég stefni að sjálfsögðu á að sigra ein- hvern timann í þessu móti.“ Amgeir er bóndi á Helgastöð- um, sem eru þrjátíu kílómetra frá Húsavík, og rekur þar kúabúskap ásamt foreldrum sínum. Hann þarf að fara um langan veg á æf- ingar: „Við æfum mest á Laugum og aðeins í Mývatnssveit og það er enginn annar tími til æfinga fyrir okkur hér en kvöldin. Við erum með glímuæfingar tvisvar í viku en það reynist stundum erfitt fyr- ir alla að mæta út af færð en við reynum þó alltaf að hafa æfingar. Við höfum átt mjög sterka sveit og það var í fyrsta skipti í mörg ár í fyrra sem við töpuðum sveita- glímunni. Það kemur ekki fyrir aftur.“ -HK Myndgátan Hringsög Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Fimm leikir í úrvalsdeildirmi Það styttist óðum í úrslita- keppnina í úrvalsdeildinni í körfubolta. í kvöld hefst nítjánda umferðin af tuttugu og tveimur og verða leiknir fimm leikir. í Borgarnesi leika Skallagrimur og Haukar. íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti Breiða- bliki í Grindavík, á Akureyri leika Þór og Keflavík, á Sauðár- króki Tindastóll og Njarðvík og í Seljaskóla í Reykjavík leika ÍR og ÍA. Allir leikimir hefjast kl. íþróttir 20.00. Tveir leikir eru einnig í 1. deildinni, í Kennaraháskólanum leika ÍS og Reynir, hefst sá leik- ur kl. 20.00. Khikkutíma fyrr leika Valur og Stjaman í Vals- heimilinu. Söngtónleikar á Hvolsvelli í kvöld munu þau Jón Smári Lárasson baríton og Agnes Löve píanóleikari halda tónleika í sal Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli og hefjast þeir kl. 21.00. Flutt verður fjölbreytt dag- skrá með lögum og arium eftir ýmsa höfunda, innlenda og er- lenda. Jón Smári er, ásamt því að vera verkstjóri hjá Vegagerð- inni, hrossatemjari og kórsöngv- Tónleikar ari mikill, nemandi við söng- deild Tónlistarskólans og stefnir að því að taka 7. stig í vor. Kenn- ari hans undanfarin fimm ár er hinn kunni óperusöngvari og hestamaður, Jón Sigurbjörns- son. Tónleikamir eru liður í 40 ára afmælishaldi Tónlistarskóla Rangæinga og er aðgangur að tónleikunum ókeypis. Bridge Bresku landsliðskonumar Liz Mc- Gowan og Heather Dhondy, sem voru keppendur á nýlokinni bridgehátíð Flugleiða, vora einnig meðal boðspara á Macallan-boðstvímenningnum í jan- úar síðastliðnum. Þeim gekk ekkert sérstaklega vel í þeirri keppni, enduðu þar í 15. sæti af 16 pörum, en gæta verður þess að öll pörin voru í heimsklassa. Hér er eitt spil stúlkn- anna Heather og Dhondy gegn sigur- vegurum síðasta árs, Bandarikja- mönnunum Rodwell og Meckstroth. Spiluð voru 5 spil á milli para og fjög- ur fyrstu spilin voru átakalítil á milli þeirra. Þetta var fimmta spilið, norður gjafari og NS á hættu: * KG5 * Á9 * D93 * ÁKG107 * Á1086 * D8763 * G84 * 9 * D2 V KG1052 * 62 * 5432 Norður Austur Suður Vestur Meckstr. Dhondy Rodwell Heather 2 grönd pass 3 ♦ dobl pass pass 3 grönd p/h Tveggja granda opnun Meckstroths lofaði jafnskiptum 19-21 punktum og þriggja tígla sögnin var yfirfærsla í hjarta. Doblið var ábending um tígulútspil. Meckstroth gerði vel í því að sitja í þremur gröndum, í stað þess að segja 4 hjörtu, enda er sá samning- ur andvana fæddur vegna legunnar í litnum. Þrjú grönd standa hins vegar vegna hagstæðrar legu í laufinu - eða hvað? Dhondy spilaði út tígulfjarka í upphafi, 3.-5. hæsta spili, og Heather var fljót að setja ásinn (sem alla jafna neitar tilvist kóngsins) en Meckstroth setti níuna til þess að reyna að villa um fyrir vöminni. Heather spilaði hins vegar strax tígulsjöunni í öðrum slag og Meckstroth lagðist undir feld. Hann ákvað loks að setja lítið spil og vömin tók 6 fyrstu slagina. ísak Örn Sigurðsson ♦ 9743 W 4 ♦ ÁK1075 ♦ D86

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.