Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1997 íþróttir NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Púað á leik- menn Orlando - en þeir unnu fyrsta leikinn undir stjórn nýja þjálfarans Eftir töp í síðustu flmm leikjunum undir stjóm Brians Hill stýrði arftaki hans, Richie Adubato, liði Orlando til sigurs gegn Portland í fyrsta leik sínum í nótt. Lokatölur urðu 95-84. Þegar leikmenn Orlando hlupu inn á völlinn var púað á þá alla nema Rony Seikaly. Hill var vinsæll hjá stuðningsmönnum Orlando og talið var að leikmennirnir, aðrir en Seikaly, hefðu átt mestan þátt í því að honum var sagt upp. „Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast. Ég vonaðist eftir góðum við- brögðum frá leikmönnunum og þeir brugðust ekki. Ég er heppinn, ég hef unnið með þessum strákum í þrjú ár og held að þeir hafi viljað spila vel fyrir mig,“ sagði Adubato sem var aðstoðarþjálfari liðsins þar til Hill var látinn fjúka. Penny Hardaway var besti maður vallarins, þrátt fyrir að vera meiddur á fæti. Vorkenni þeim ekki hiö minnsta Toronto lék heillum horfið lið San Antonio grátt og vann ótrúlega auð- veldan útisigur, 92-125. Leikmenn Toronto voru betri á öllum sviðum, vom sextán stigum yfir í hálfleik og settu félagsmet með því að skora 15 þriggja stiga körfur. „Ég vorkenni þeim ekki hið minnsta. fyrra, þegar ég lék með Sacramento, fengum Eddie Jones (með boltann) og félagar í Lakers eiga erfitt uppdráttar þessa dagana, enda eru bæði Shaq og Horry frá vegna meiðsla. Þeir steinlágu á heimavelli gegn Cleveland í nótt. Calbert Cheaney hjá Washington var líka í tapliöi í nótt, gegn Detroit. Símamynd Reuter við svipaða útreið gegn San Antonio," sagði Walt Williams, leikmaður Toronto. Lakers heillum horfiö Lakers er fallið af toppi vesturdeildarinnar eft- ir skell á heimavelli gegn Cleveland, 84-103. Lið- ið má greinilega ekki við því að Shaquille O’Neal og Robert Horry sktili vera meiddir og á erfiðan tíma fyrir höndum þar til þeir snúa aft- ur. Terrell Brandon fór hamförum í fjóröa leikhluta og skoraði þá 19 stig fyrir Cleveland. Tyrone Hill var líka öflugur og tók 12 fráköst. Minnesota meö 20 stig röö Minnesota skoraði 20 stig í röð í þriða leikhluta í Vancouver og lagði þar granninn að sigri, 73-84. Sá leik- hluti endaði 30-7 fyrir Minnesota. Dean Gar- nett setti per- sónu- met með því að skora 25 stig fyrir Minnesota. Hann hefur blómstrað að undanförnu en Gamett var búinn að reyna árangurslaust að komast í NBA-deildina í sjö ár þar til Minnesota samdi við hann í haust.. Nýliðinn efnilegi, Stephon Mar- bury, átti 13 stoðsendingar fyrir liðið. Atlanta óstöövandi á heimavelli Atlanta er óstöðvandi á heimavelli sem fyrr, lagði Indiana, 100-87, og hefur unnið 21 af síðustu 22 heimaleikjum. Atlanta hafði yfirburði allan timann og náði mest 24 stiga forystu. „Körfubolti er fallegur leikur þegar boltinn fær að ganga og þannig spiluðum við í kvöld,“ sagði Christian Laettner, hinn öflugi leikmaður Atlanta. Rice jafnaöi tvö met Charlotte átti frábæran endasprett gegn Phoen- ix, skoraði 37 stig í fjórða leikhluta og vann góð- an sigur, 123-115. „Þessir strákar neita að sætta sig við tap,“ sagði Dave Cowens, þjálfari Char- lotte. Glen Rice, besti maður stjömuleiksins á dögunum, jafnaði tvö félagsmet hjá Charlott með því að skora 20 stig í öðrum leikhluta og 28 alls í fyrri hálfleik. Snilldartaktar hjá Grant Hill Grant Hill sýndi snilldartakta þegar Detroit vann Washington, 100-85. „Hann átti margar stór- kostlegar sendingar í kvöld. Þegar mótherjarnir reyna að stöðva Hill sér hann til þess að aðrir komist í góð færi,“ sagði Doug Collins, þjálfari Detroit. Latrell Sprewell skoraði 41 stig fyrir Golden State gegn Bostoni sem tapaði sínum áttunda leik í röð. Chris Mullin lék líklega sinn síðasta leik fyrir Golden State og náði þrennu, skoraði 19 stig, átti 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst, auk þess sem hann jafnaði sinn besta árangur með því að stela boltanum sjö sinnum. „Þetta er búinn að vera frábær tími með félaginu og mikil reynsla," sagði Mullin sem jafnaði félagsmet í nótt með því að spila sinn 757. leik fyrir Golden State. -VS Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama Dómari settur af fýrir að skrifa í DV Reynir Stefánsson handknattleiksdómari hefúr verið útilokaður frá þvi að dæma í 2. deild karla á næstunni af dómaranefnd HSÍ. Ástæðan er sú að Reynir hefur í vetur skrifað um leiki í 1. deildinni fyrir DV og á dögunum kom fram í grein hans að dómarar á viðkomandi leik hefðu verið slakir. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Ég var hættur að dæma en var beðinn um að dæma í 2. deildinni í haust vegna þess að það vantaði dómara. Mér var sagt að það væri ekki viðeigandi að ég skrifaði um dóm- ara sem ég væri í samkeppni við. Það hefur hins vegar aldrei staöið til að ég færi að dæma í 1. deildinni,” sagði Reynir í samtali við DV. -VS dag er 50% afsiáttur af annarri auglýsingunni Sigurjón lék undir pari Sigurjón Amarsson, kylfmgur úr GR, lék á einu höggi undir pari á at- vinnumannamóti í Tommy Armour mótaröðinni á Flórída um síðustu helgi. Sigurjón lék á 69 höggum, þremur undir pari, fyrri daginn, en á 74 höggum síðari daginn. Samtals lék hann því á 143 höggum, einu undir- pari. Sigurjón keppti einnig á 18 holu móti á Ridgewood Lakes golfvellin- um. Þar lék hann á pari, 72 höggum, og varð i 19. sæti af 105 keppendum. -VS Smáauglý&ingar 8808000 Pélmi fjármálastjóri KSÍ Pálmi Jónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá Knattspyrnusam- bandi íslands og tekur hann til starfa fljótlega. Pálmi er rekstrarfræðingur að mennt og hefur starfað undanfarin ár í útibúi íslandsbanka í Hafnarfirði. Pálmi, sem er 38 ára gamall, lék um árabil með meistaraflokki FH í knatt- spymu og á að baki leiki með yngri landsliðum íslands. Þá var hann liðtæk- ur í handboltanum þar sem hann spilaði með meistaraflokki FH og Vals auk þess sem hann lék 2 A-landsleiki undir stjórn Bogdans Kowalczyk. Úrslitin í nótt: Charlotte-Phoenix .......123-115 Rice 36, Divac 19, Mason 19, Smith 12 - Johnson 25, Person 20, Ceballos 18. Atlanta-Indiana...........100-87 Blaylock 19, Mutombo 17, Laettner 16 - Miller 19, A.Davis 17, Rose 14. Detroit-Washington.......100-85 Hunter 25, Hill 24, Dumars 19, Mills 15 - Howard 25, Murray 15, Muresan 10. Orlando-Portland...........95-84 Hardaway 21, Grant 20, Scott 17 - WaUace 20, Anderson 13, Robinson 11. San Antonlo-Toronto .... 92-125 Wilkins 17, Herrera 17 - Stoudamire 21, Williams 19, Robers 18, Davis 17. Vancouver-Minnesota .... 73-84 Rahim 26, Reeves 14 - D.Gamett 25, K.Garnett 20, Gugliotta 20. LA Lakers-Cleveland .... 84-103 Campbell 23, Jones 21, Knight 10 - Brandon 30, Hill 24, Mills 19, Phills 12. Golden State-Boston .... 112-101 Sprewell 41, Mullin 19, Smith 15 - Day 27, WiHiams 19, Conlon 17. Atlantshafsriöill: Miami 40 12 76,9% New York 38 14 73,1% Orlando 25 25 50,0% Washington 24 28 46,2% New Jersey 15 36 29,4% Philadelphia 12 39 23,5% Boston 11 41 21,2% Miðriðill: Chicago 46 6 88,5% Detroit 38 13 74,5% Atlanta 34 17 66,7% Charlotte 32 21 60,4% Cleveland 29 22 56,9% Indiana 24 27 47,1% Milwaukee 24 27 47,1% Toronto 18 34 34,6% Miövesturriðill: Utah 37 14 72,5% Houston 34 18 65,4% Minnesota 26 27 49,1% Dallas 17 32 34,7% Denver 17 36 32,1% San Antonio 12 39 23,5% Vancouver 11 45 19,6% Kyrrahafsriðill: LA Lakers 37 15 71,2% Seattle 36 15 70,6% Portland 28 25 52,8% Sacramento 24 29 45,3% LA Clippers 21 27 43,8% Golden State 20 30 40,0% Phoenix 19 35 35,2% Lokadagur fyrir félagaskipti I kvöld rennur út frestur til fé- lagaskipta í NBA-deildinni á þessu tímabili og ýmislegt liggur í loftinu. Meðal annars þetta: Jimmy Jackson, sem New Jersey var að fá frá Dallas, gæti farið til Cleveland í skiptum fyr- ir Tyrone Hill eða Bobby Phills. Chris Mullen hjá Golden State er orðaður við Lakers, Orlando, Utah og Atlanta. Orlando er til- búið að láta Dennis Scott i stað- inn. Philadelphia hefur boðið Sacramento Jerry Stackhouse í skiptum fyrir Mitch Richmond. Indiana vill fá Clifford Robin- son frá Portland og hefur boðið Clarence Weatherspoon í skipt- um. Dominique Wilkins gæti verið á förum frá San Antonio og bæði Atlanta og Utah hafa áhuga. Lakers hefur áhuga á George McCloud hjá New Jersey. -VS Ikvöld ÚrvalsdeUdin í körfubolta: Skallagrímur-Haukar .........20.00 Grindavík-Breiðablik ........20.00 Þór, A.-Keflavík ............20.00 ÍR-ÍA........................20.00 1. deild karla i körfubolta: Valur-Stjaman ...............19.30 ÍS-Reynir, S.................20.00 -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.