Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 37 DV Laugar- dagsfárið í kvöld verður sýning á Satur- day Night Fever sem Verslunar- skóli íslands hefur sýnt að und- anfömu. Söngleikurinn er byggður upp úr geysivinsælli kvikmynd sem kom af stað nýju dansæði og gerði John Travolta að kvikmyndagoði. Leikstjóri er Ari Matthíasson sem samdi jafnframt leikgerðina og tónlist- arstjóri er Jón Ólafsson. Alls taka um 100 manns þátt í sýn- ingunni, þar af er um helming- ur sem fer á svið og sýnir leik-, söng- og danshæfileika sína. Söngleikurinn tekur rúman klukkutíma í flutningi og sögu- sviðið er aðallega í og við diskó- Leikhús tek. í kvikmyndinni spannar söguþráöurinn langan tíma en Ari hefur stytt hann niður í rúman sólarhring, en leikurinn fiaOar um tvær stelpur, Annette og Stephanie, sem leiknar eru af írisi Maríu Stefánsdóttur og HOdi HaOgrímsdóttur. Þær bít- ast um hyOi eins gæjans á diskótekinu, Tonys, en það er einmitt hlutverkið sem John Travolta var í. Samband móð- ur og barns Fyrsti félagsfundur Félags ís- lenskra háskólakvenna og Kven- stúdentafélags íslands á árinu er í dag kl. 18.00 í Þingholti, Hótel Holti. Valgerður Ólafsdóttir sál- fræðingur flytur erindi um sam- band móður og bams. Félag kennara á eftirlaunum Leshópur kemur saman kl. 14.00 í dag og æfing er hjá söng- hóp kl. 16.00 í Kennarahúsinu við Laufásveg. Þýðingar og fnunsamin ljóð í dag kl. 17.00 verða gestir á upplestri Ritlistarhóps Kópavogs skáldin Guðmundur Helgason, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Steingrimur Gautur Kristjáns- son. Tveir fyrstnefndu lesa úr frumsömdum verkum en Stein- grímur Gautur flytur þýðingar sínar á austurlenskum ljóðum. Samkomur Málefni eldri borgara Ingibjörg Pálmadóttir heO- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, ræðir málefni eldri borg- ara á opnum hádegisverðarfundi á morgun á Hótel Borg kl. 12.00. Nýgræðingar í Flórunni Félag garðyrkjumanna stend- ur fyrir ráðstefnu um innflutn- ing nytjaplantna á fóstudag og laugardag í húsnæði Ferðafélags íslands, Mörkinni 6. Á ráðstefn- unni munu margir af virtustu fræðimönnum landsins flytja er- indi um náttúru Islands og áhrif af innflutningi plantna á hana. Skemmtanir Hótel Borg: fslensku tónlistarverðlaunin Meöal skemmtikrafta á Hótel Borg í kvöld er hljómsveitin Botnleöja. konurnar Emiliana Torrini og Anna HaOdórsdóttir ásamt hljóm- sveitum sínum. Kynnir verður Helgi Pétursson. Brilljantín á Fógetanum í kvöld, annað kvöld og laugar- dagskvöld mun dúettinn BrUljant- in leika og syngja fyrir gesti á Fó- getanum. Dúettinn er skipaður Ingvari Valgeirssyni, sem leikur á gítar og syngur, og Sigurði Má, sem leikur á hljómborð. AOir úr poppheiminum, hvort væntingu eftir deginum í dag, en í sem það eru áhugamenn eða tón- kvöld verða íslensku tónlistar- listarmenn, hafa beðið með eftir- verðlaunin afhent á Hótel Borg og hefst afhendingin um kl. 21.00 að loknum kvöldverði. Mikið verður um dýrðir en þarna verða auk verðlaunanna afhentar viðurkenn- ingar fyrir guO- og platínuplötu- sölu á nýliðnu ári auk afhendinga tónlistarverðlaunanna sjálfra. Meðal skemmtiatriða má nefna hljómsveitirnar Botnleðju og Tod- mobOe en einnig koma fram söng- Vegir á Austurlandi þungfærir Á Norðausturlandi og Austur- landi er snjókoma og skafrenningur og lítið ferðaveður. Ófært er um Mý- vatns- og Möðrudalsöræfí, Vopna- fjarðarheiði, Ejarðarheiði, Vatns- skarð eystra og frá Reyðarfirði suð- Færð á vegum ur um flrði. Aðrir vegir á Austur- landi eru mjög þungfærir. Á Norð- urlandi er snjókoma og skafrenn- ingur en vegir yflrleitt færir. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er færð yfirleitt í lagi en snjókoma er á Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarð- arheiði. Ástand vega m Hálka og snjór s Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q^) ^^rSt°ÖU CD Þungfært (£) Fært fjallabílum j Bróðir Brynjars og Bjarka Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 9. febrúar kl. 05.12. Hann var við fæðingu 3.830 Barn dagsins grömm að þyngd og 53 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Auður Andrésdóttir og Benedikt Olgeirsson. Hann á tvo bræður, Brynjar, sem er sjö ára, og Bjarka sem er þriggja ára. Paul Scofield fyrir miöri mynd í hlutverki dómarans. Múgsefjun Regnboginn hefur hafið sýn- ingar á Múgsefjun (The Cru- cible). Um er að ræða kvik- myndaútgáfu af einu þekktasta leikriti Arthurs Millers, I deigl- unni, og skrifar leikskáldið sjálf- ur handritið. Múgsefjun gerist árið 1692 í Salem, Massachusetts, þar sem sannleikurinn er fyrir rétti og ásakanir um nornaveið- ar herja á samfélagið. Þegar sannleikanum er ýtt til hliðar og fáfræðin nær yfirtökunum kem- ur að því að þorpið fer að liðast i sundur og þetta strangtrúaða landsvæði verður fórnarlamb ásakana um tilbeiðslu djöfulsins. í miðju glundroðans er hópur óttasleginna stúlkna sem með lygum orsakar allt fárið. Fremst í þeim hópi er Abigail Williams. Hún svífst einskis til að ná aftur hug og hjarta mannsins sem hún þráir, Johns Proctors. Kvikmyndir Með aðalhlutverkin fara Dani- el Day Lewis og Winona Ryder en meðleikarar þeirra eru meðal annars Paul Scofield, Joan Allen, Bruce Davison og Jeffrey Jones. Leikstjóri er Nicholas Hytner. Nýjar myndir: Háskólabíó: Undriö Laugarásbíó: Koss dauðans Kringlubíó: Ævintýraflakkarinn Saga-bíó: Þrumugnýr Bíóhöllin: Ærsladraugar Bíóborgin: Að lifa Picasso Regnboginn: Múgsefjun Stjörnubió: Tvö andlit spegils Krossgátan Lárétt: 1 hella, 6 leit, 8 siður, 9 spíri, 10 brún, 11 borgun, 13 félagi, 16 hungur, 13 þykkni, 19 skel, 21 fjas, 22 ofn, 23 hljóðfæri. Lóðrétt: 1 kona, 2 aðferð, 3 krók, 4 svein, 5 viðumefni, 6 teygur, 7 fljót- ið, 12 skvetta, 14 tóm, 15 gimast, 17 traust, 20 sting. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hnjóta, 7 lóa, 8 káta, 9 eira, 10 eik, 11 kámug, 13 MA, 14 km, 15 Unnar, 16 jurtina, 19 mjór, 20 ið. Lóðrétt: 1 hlekkja, 2 nói, 3 jarmur, 4 tá, 5 ati, 6 lakar, 8 kaun, 10 egnir, 12 ámum, 13 mani, 17 tó, 18 að. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 59 20.02.1997 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,760 71,120 67,130 Pund 114,240 114,820 113,420 Kan. dollar 52,030 52,350 49,080 Dönsk kr. 10,9690 11,0270 11,2880 Norsk kr 10,5310 10,5890 10,4110 Sænsk kr. 9,5110 9,5630 9,7740 Fi. mark 14,0400 14,1230 14,4550 Fra. franki 12,3890 12,4600 12,8020 Belg. franki 2,0268 2,0390 2,0958 Sviss. franki 47,7800 48,0500 49,6600 Holl. gyllini 37,2600 37,4800 38,4800 Pýskt mark 41,8800 42,0900 43,1800 It. líra 0,04200 0,04226 0,04396 Aust. sch. 5,9440 5,9810 6,1380 Port. escudo 0,4160 0,4186 0,4292 Spá. peseti 0,4936 0,4966 0,5126 Jap. yen 0,57150 0,57490 0,57890 írskt pund 111,330 112,020 112,310 SDR 96,77000 97,36000 96,41000 ECU 81,1100 81,5900 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.