Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
Neytendur
Raðgreiöslur vegna sólarlandaferða:
Spurning hvort fólk nýtur
ferðalaga á ábyrgð annarra
- segir formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis
Vilhjálmur Ingi Árnason segir þaö spurningu hvort fólk njóti faröalags sem er á ábyrgö þeirra sem hafa skrifaö upp
á fyrir þaö.-Myndin er tekin hjá Samvinnuferöum-Landsýn þar sem líf var í tuskunum á dögunum. DV-mynd gk
DV, Akureyri:
„Það er ávallt óheillavænlegt þeg-
ar fólk er að kaupa sér það sem við
getum kallað lúxus og á ekki pen-
inga fyrir þvi. Eyðsla, sem ég vil
kalla svo, er hlutur sem viðkomandi
á að vera borgunarmaður fyrir, ann-
aðhvort strax þegar viðskiptin eiga
sér stað eða í ailra nánustu framtíö,"
segir Vilhjálmur Ingi Ámason, for-
maður Neytendafélags Akureyrar og
nágrennis.
Vilhjálmur Ingi segir að sólar-
landaferðir með afborgunum séu
gott dæmi um þetta. „Þar er fólk að
veita sér lúxus á þann hátt að annar
aðili hefur gengið í ábyrgð fyrir
greiðslunum og ég á erfitt með að
ímynda mér að þaö sé hægt að njóta
feröanna á þennan hátt.
Gylliboö
Ég vil reyndar kalla þessi tilboð
ferðaskrifstofanna gylliboð. Það má
segja að þessi þróun hafi byrjað fyr-
ir alvöru þegar bifreiðaumboðin fór
að bjóða nýjar bifreiðir með rað-
greiðslum í vetur. Söluaðilar leita
allra leiöa til að koma vöru sinni og
þjónustu á framfæri og freista þess
DV, Akureyri:
„Hver og einn verður að sjálf-
sögöu að meta það fyrir sig hvort
hann vill fjárfesta í ferðalögum á
þann hátt aö taka lán til ferðar-
innar á raðgreiöslum, en ég per-
sónulega myndi ekki gera það,“
segir Sveinn Pálsson, viðskipta-
fræðingur hjá Kaupþingi Norður-
lands, um þá nýju viðskiptahætti
í ferðaþjónustu að kaupa ferðalög
til útlanda á raðgreiðslum til t.d
þriggja ára.
Sveinn segir að með þessu sé
fólk einungis að fresta greiðslum
fyrir ferðimar sem það fer í og
um leið aö auka skuldir sínar. „Ég
hef ekki kynnt mér þessi tilboð
sérstaklega en þeim hlýtur aö
að ná til þeirra sem hafa ekki efni á
að kaupa það sem í boði er þegar
kaupin eiga sér stað með loforðum
fylgja talsverður kostnaður. Ef
um er að ræða t.d. ferö sem kost-
ar 200 þúsund og fólk er að greiða
um 50 þúsund krónur í kostnað á
þremur árum er fólk að binda sig
til aö borga um 7 þúsund krónur í
36 mánuði fyrir eina ferð.
Annars er að verða geysilega
mikið um svona viöskipti, og svo
virðist sem fólk sé farið að kaupa
nánast allt á þennan hátt. Við höf-
um orðið mikið varir við þetta í
verðbréfaviðskiptum, t.d. í desem-
ber þegar verðbréfafyrirtækin em
að selja i hlutabréfasjóðunum, þá
er fólk að kaupa á raðgreiðslum.
Það er orðið mjög ríkjandi í þjóð-
félaginu að gera viðskipti á þenn-
an hátt,“ segir Sveinn.
-gk
um að það megi borga á morgun.
Þetta er í sjálfu sér ekki hægt að
banna en það verður að tryggja að
kaupandinn fái fullkomnar upplýs-
ingar um raunverulegan kostnað.
Á því hefur orðið misbrestur eins
og kom svo bersýnilega í ljós þegar
bílalánin komu til sögunnar. Auglýs-
ingar bifreiðaumboðanna voru í
sjálfu sér réttar, svo langt sem þær
náðu. Hins vegar kom ekki í ljós í
upphafi hver raunverulegur kostn-
aður var.
Skynsamlegra aö safna fyrst
Þegar verið er að kaupa bifreið
meö raðgreiðslum til einhverra ára
er þó verið að kaupa einhvem hlut
sem heldur verðgildi sínu að ein-
hverju leyti og hægt er að selja ef erf-
iðleikar koma upp. En þegar verið er
að kaupa sólarlandaferð með rað-
greiðslum er fólk að kaupa sér lúxus
og lífsþægindi til að njóta í stuttan
tíma. í þeim tilfellum er auövitað
skynsamlegra að safha fýrst og njóta
svo heldur en að njóta fyrst og ætla
síðan að fara að safna fýrir lúxusn-
um.
Það getur ýmislegt komið upp á
hjá fólki, það getur misst vinnu eða
lent í veikindum og þá er komin upp
allt önnur staða. Og þá kemur til
kasta ábyrgðarmannanna sem verða
að borga brúsann. Þeir hefðu mögu-
leika á að bjarga einhverju þegar um
er að ræða að hlutir hafa verið
keyptir sem hægt væri að koma í
verð að nýju en varðandi sólarlanda-
ferðirnar er því ekki til að dreifa.
Það er því um miklu meiri áhættu-
viöskipti að ræða.
Þegar bílalánin komu til sögunnar
urðu margir til að hafa samband við
neytendafélögin og benda á að það
sem fram var sett stóðst engan veg-
inn, þessir aðilar voru semsagt á
undan Samkeppnisstofnun. Því mið-
ur er það þannig, vegna þess að við-
urlögin eru nánast engin, að menn
hafa gert sér það að leik að setja
fram auglýsingar sem alls ekki
sögðu alla söguna og svo báðust þeir
bara forláts þegar að því var fundið.
En þegar þarna er komið sögu eru
þessir aðilar búnir að fá auglýsingu
og þá umfjöllun sem þeir voru að
sækjast eftir.
Óráösía
Varðandi lánin til sólarlandaferð-
anna má geta þess að innan þess
geira sem er að selja slíkar ferðir eru
aðilar sem finnst að of langt sé geng-
ið með því að lána til fleiri ára vegna
ferðalaga. Staðreyndin er nefnilega
sú að ef fólk fer ekki til útlanda
nema á þriggja til fjögur’-a ára fresti
þá ætti það alveg eins og miklu ffek-
ar reyndar að safna fyrir slíkum
ferðum og fá vexti af uppspamaðin-
um I stað þess að eyða fyrst og borga
síðan vexti og annan kostnað af lán-
unum. Þetta er því hin mesta
óráðsía, i flestum tilfellum a.m.k.
Þessar ferðir eru nokkuð sem fólk
nýtur og svo er það búið nema ef ein-
hverjar minningar sitja eftir. Hinir
veiklunda og þeir sem ekki gera sér
grein fyrir fjárhagsstöðu sinni
glepjast til að taka þessi lán. Munur-
inn á að taka lán til ferðalaga og t.d.
til þess að kaupa bíl eða fasteign er
sá að í öðru tilfellinu er verið að
kaupa hlut sem selja má ef eitthvað
kemur upp á en í hinu tilfellinu er
farið í fríið og svo er það búið.
Ábyrgöarmenn borga
Þetta er allt saman löglegt, sé fólki
gerð grein fyrir greiðslubyrði og öll-
um kostnaði. Því miður eiga örugg-
lega margir eftir að lenda í vandræð-
um vegna afborgana af þessum ferð-
um fyrst fólk hefur lent í erfiðleikum
vegna kaupa á hlutum og vörum sem
hægt er að skila eða selja. Þarna er
búið að njóta þess sem verið var að
kaupa um leið og ferðirnar eru af-
staðnar og ábyrgðarmennimir koma
til með að borga brúsann takist illa
til en ábyrgöarmenn era oftar en
ekki vinir og vandamenn. Það er
líka spurningin hvort fólk nýtur
ferðalaga sem er á ábyrgð annarra,
þeirra sem hafa skrifað upp á fýrir
það.“ -gk
Leiðrétting:
Jarðarberin
dýrari
Á tilboðssíðu DV í gær var
prentvilla sem gerði það að verk-
um að fersk jarðarber eru sögð
mun ódýrari en þau í raun eru.
Askjan, 250 g, kostar 149 kr. en
ekki 79 kr.
Ríkjandi viðskipta-
hættir í þjóðfélaginu
-:ö 3
c,°^6'
twe
ó 3
\eé^
s\e é
s\eé
i \ P, V. O
Aðeins ef sótt er.
Ef keypt eru 2 tilboð þá er
frí 2L.Coke eöa 200 kr. afsl.
£
Sveé •
6°
c °
2V> •
S .568
D A L B R A LJ T 1