Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Side 9
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
9
DV
Utlönd
Frændi Mobutus
vill ekki ræða
frið í Saír
Náfrændi Mobutus Seses Sekos,
forseta Saírs, og helsti ráðgjafi
hans í öryggismálum hefur hafn-
að hugmyndum um friðarviðræð-
ur í Suður-Afr-
íku við upp-
reisnarmenn
sem Nelson
Mandela, for-
seti Suður-Afr-
íku, hafði lagt
til.
Heimildar-
maður í stjóm-
kerfi Suður-Afríku sagði hins veg-
ar í samtali við Reuters fréttastof-
una að fulltrúar beggja aðila væru
enn í Höfðaborg og lét að því
liggja að enn væri hugsanlegt að
þeir ræddu saman.
Háttsettur suður-afrískur emb-
ættismaður hafði áður sagt að
deiluaðilar væra mjög tregir til
að viðurkenna að þeir vildu ræða
saman.
Ofbeldi brýst út
að nýju í höfuð-
borg Albaníu
Æxli fjarlægt úr
heila Elísabetar
Læknar fjarlægðu í gær góð-
kynja æxli úr heila kvikmynda-
leikkonunnar Elisabetar Taylor
og tók aðgerðin fiórar klukku-
stundir. Að sögn lækna á sjúkra-
húsinu í Los Angeles, þar sem
aðgerðin var gerð, virtist æxlið
vera góðkynja og tókst þeim að
fiarlægja það allt. Telja læknam-
ir að kvikmyndaleikkonan, sem
verður 65 ára þann 27. febrúar
næstkomandi, geti farið heim af
sjúkrahúsinu eftir viku.
Æxliö, sem var rétt aftan við
vinstra eyrað á Elísabetu, upp-
götvaðist í þessum mánuði í
myndatöku sem var liður í al-
mennri læknisskoðun.
Ráðgert hafði verið aö gera að-
gerðina þann 17. febrúar en
henni var frestað meðal annars
vegna þess að Elísabet veiktist af
inflúensu. Auk þess vildi hún
Elísabet Taylor.
ekki fara í aðgerðina fyrr en að
lokinni hátíðarsamkomu vegna
65 ára afmælisins en veislan fór
fram síðastliðinn sunnudag.
Blaðafulltrúar leikkonunnar
greindu frá því að böm hennar
fiögur og níu bamaböm hefðu
heimsótt hana á sjúkrahúsið
áður en hún lagðist undir hníf-
inn.
Elísabet er alvön sjúkrahúsleg-
um. Á undanfomum árum hefur
hún tvisvar gengist undir
mjaðmaaðgerð. Fyrir tveimur
árum var hún í læknismeðferð
vegna hás blóðþrýstings og
óreglulegs hjartsláttar. Hún var
hætt komin af völdum lungna-
bólgu árið 1990 og fékk aftur
slæma lungnabólgu tveimur
árum síðar. Elísabet hefur einnig
átt við bakveiki að stríða.
Reuter
Jeanne Calment. Sfmamynd Reuter
Elsta kona í
heimi 122 ára
Franska konan Jeanne Cal-
ment, sem talin er vera elsta
konan í heiminum, heldur upp á
122 ára afmæli sitt í dag á heim-
ili fyrir aldraða í Arles í suður-
hluta Frakklands þar sem hún
hefúr alltaf búið. Þar hitti hún
einnig Vincent van Gogh þegar
hún var telpa.
Calment er orðin blind, bund-
in hjólastól og nær heyrnarlaus.
Calment, sem bæði reykti og
þótti púrtvín gott, segir bros lyk-
ilinn að langlífi. Reuter
Ofbeldi hefur brotist út að nýju
í Tirana, höfuöborg Albaníu, í
mótmælum almennings gegn
hægristjóm Salis Berishas forseta.
Mótmælin hafa nú staðið í rúmar
fimm vikur og var kveikjan að
þeim fiárfestingasvindl sem gerði
marga íbúa landsins gjaldþrota.
Óeirðalögregla kom í veg fyrir
að um eitt þúsund stuðningsmenn
stjómarandstöðunnar gætu gengið
um miðborg Tirana í gær. Mót-
mælendur köstuðu hundmðum
steina í lögregluþjónana sem
margir hverjir skutu upp í loftið
til að dreifa æstum mannfiöldan-
um.
Innanríkisráðuneytið sagði að
fimm lögregluþjónar hefðu meiðst
lítillega og sjö mótmælendur hefðu
verið færðir á lögreglustöðina.
íbúar New York
gifta sig sem
aldrei fyrr
Mikil örtröð hefúr verið á þeim
skrifstofum opinberum í New
York þar sem hægt er að láta
pússa sig saman eða fá leyfi til
slíks. Embættismenn eru hins
vegar ekki vissir um hvort það er
ástin sem hefur heltekiö fiöldaxm
svona eða hvort erlendir ríkis-
borgarar séu að drifa sig í að
ganga að eiga bandaríska borgara
af ótta við að veröa reknir úr
landi á grundvelli nýrra innflytj-
endalaga.
Embættismenn sögðú að á
þriðjudag og miðvikudag hefði
jafnvel komið til handalögmála
milli hjónaleysa sem voru búin að
bíða klukkustundum saman eftir
leyfisbréfúm eða giftingarathöfn-
inni sjálfri.
Heath óttast
klofning í
íhaldsflokknum
Edward Heath, fýrrum forsæt-
isráðherra úr breska thalds-
flokknum, veittist í gær að John
Major forsætisráðherra fyrir slæ-
lega forustu
hans í málefii-
um Evrópu og
varaði við því
að íhaldsflokk-
urinn kynni að
klofna eftir
kosningamar í
vor.
Heath sagði
fréttamönnum að Bretar hefðu
ekki neinu hlutverki aö gegna í
heimsmálum ef þeir væru ekki í
Evrópusambandinu. Það var He-
ath sem tryggði Bretum inn-
göngu í samfélag Evrópuþjóða
árið 1973. Reuter
Ættingjar eins af fórnarlömbum aurskriðunnar í Andesfjöllum f Perú bera
kistu meö líkamsleifum hins látna. Þrátt fyrir hættu á frekari aurskriöum
halda björgunarmenn áfram aö leita aö þeim 300 sem saknað er.
Símamynd Reuter
Áttu það til
áb gleyma
SHARP QZ-1050 Skipuleggjari
Afar nettur en öflugur skipuleggjari sem
gerir þér kleift að halda utan um ýmsar
upplýsingar á einfaldan og þægilegan
máta.
• Geymir símanúmer vina og ættingja
• Lætur þig vita um afmælisdag þeirra
• Minnir þig á tannlæknin, stefnu-
mótiS, íþróttaæfinguna o.s.frv.
Heldur utanum kostnaðarliSi þína •
Geymir minnispunkta
• Er klukka
• Vekur þig
• Er reiknivél
• Er meS lykilorS (secret mode)
4.900^
FLUGLEIÐIR
Heppinn áskrifandi DV
hlýtur vinning á miðvikudag
St. Petersburg beach, Florida
Olar
potti
DV og Flugleiða?