Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
Spurningin
Lesendur
Hvaö ferðu oft á mynd-
bandaleigur?
Guðný Steingrímsdóttir nemi:
Ekkert rosalega oft, kannski einu
sinni í mánuði.
Halla Amar húsfreyja: Aldrei.
Guðbrandur Jónsson verslunar-
stjóri: Kannski svona einu sinni í
mánuði.
Ragnar og Jón Þór: Tvisvar í viku.
Berglind Ámadóttir nemi: Ég
vinn nú á einni og leigi mér spólur
þar.
Inga Lára Karlsdóttir húsmóðir:
Mjög sjaldan.
Hvorn eiðinn
á að rjúfa?
Hvar er hreina loftið og óspillta náttúran sem þið eruð að státa af?
Guðjón Jensson skrifar:
íslendingar hafa verið duglegir að
byggja upp ferðaþjónustu sína á
undanfornum áratugum. Töluvert
mikið fé hefur verið lagt í fjárfest-
ingar til þess að byggja upp þessa
nútíma þjónustu sem að mestu leyti
er með eigið fé en tiltölulega fáir
hafa steypt sér í botnlausar skuldir
vegna þessa. Einn meginkostur
þessarar fjárfestingar í ferðaþjón-
ustu er sá, að einstaklingar og fyrir-
tæki hafa byggt þetta smám saman
upp, nánast úr engu, án þess að op-
inberir sjóðir og afskipti stjóm-
málamanna hafi komið til.
En nú eru viðsjárverð teikn á
lofti, sem kunna að draga úr áhuga
erlenda ferðafólksins að paradísinni
hér norður undir heimskautsbaug.
Við íslendingar höfum markaðsett
landið okkar sem „hreint" og „ósp-
illt“ hvemig svo sem á að útskýra
það.
Hvað skyldu erlendu laxveiði-
karlamir hugsa sem hafa keypt sér
rándýr veiðileyfi til að baða
ormana sína í Laxá í Kjós þegar
vart sést landslagið fyrir mengun-
arspúandi iðjuverum handan fjarð-
arins í grennd við prestssetrið þar
sem kveðnir voru einhverjir þeir
fegurstu sálmar sem íslensk tunga
getur státað af? Hvaða hugsanir
skyldu þeir hafa til þessara ósvífnu
íslensku prangara sem auglýsa
landið sitt, „hreint“ og „óspiflt"?
Hvert verður hlutverk okkar
leiðsögumanna, þegar erlenda
ferðafólkið okkar sem leggur leið
sína hingað spyr: Hvar er hreina
loftið og óspiilta náttúran sem þið
eruð að státa af? Hvar er fallega
landslagið með fjöllin sem spegla
sig svo yndislega í vatnsfletinum?
Hvar eru fuglarnir sem við sáum í
ferðabókunum? Hvers vegna hafið
þið farið svona Ula að ráði ykkar?
Af hverju hafið þið spiUt umhverfi
ykkar með því að leyfa byggingar á
iðjuverum sem aUar siðmenntaðar
þjóðir eru að losa sig við? Hvers
vegna? Emð þiö svo sálarlaus og
gjörsneydd fegurðarskyni að þið
eyðUeggið ykkar fegurstu perlur?
Hvert verður starf okkar leið-
sögumannanna? Eigum við að
leggjast svo lágt að ljúga meira að
þessu vammlausa fólki sem greitt
hefur offjár fyrir komu sína hingað
og dvöl að sjá gjörspiUta náttúm,
óhreint loft, mengaðar fjörur,
skolpið og skítinn aUs staðar svo
ekki sé talað rnn þennan gegndar-
lausa subbuskap sem fylgir stór-
iðju? Nei og aftur nei: Fleiri álver?
Nei takk! Fleygjum ekki nátt-
úruperlum íslands fyrir umhverfis-
svín.
Bankastjórar fai friö
Sigríður J.V. skrifar:
Mér gramdist verulega er ég
horfði á þáttinn ísland í dag á Stöð
2 þann. 12. þ.m. Mér gramdist ádeU-
an á bankastjórana. Fréttamenn
fóru inn á kaffistofu þar sem aðal-
lega verkafólk sat við kaffidrykkju.
Þar inni var skUti sem á höfðu ver-
ið skrifuð laun helstu bankastjór-
anna. En fréttamennirnir sögðu
bara „laun bankastjóranna" - ekki
laun aðalbankastjóranna. Því hafa
þeir sem fylgdust með þættinum
haldið að um venjuiega bankastjóra
væri að ræða. Mér leiðist því ef
annar hver maður fer nú að líta
þessa menn í miklum ábyrgðarstöð-
um homauga.
Flestir þeirra leggja mikið á sig
tU þess að sinna starfi sínu og því
þarf fólk ekki að vera ýkja undrandi
á því hve hátt þeir era launaðir.
Ábyrgð og andlegt álag. Það er
þreytandi þar sem unnið er frá kl. 9
tU 5, jafnvel lengur. Og hvernig
verður þetta þegar háskólamenntað
fólk fer að fá þessar stöður? Það
þarf að borga upp skólagjöldin og
vinna upp árin sem það gat ekki
unnið vegna skólans. - Ætlið þið að
segja að menntun borgi sig ekki? Að
það þýði ekkert að mennta sig, því
fólk muni bara heimta lægri laun
fyrir aUt erfiðið? Eða aukavinnuna
við stjórnunarstöður? Auðvitað á að
greiða laun fyrir slíkt því álagið og
ábyrgðin eykst til muna.
Og hvað em vissir stjórnmála-
menn að rífa sig út af þessu? Loks
þegar þeir eru lausir út úr sinni
launaumræðu stökkva þeir upp og
skamma bankastjórana fyrir sín
laun! Hefnd? Fólk ætti ekki að eyða
orku í svona vitleysu og hugsa held-
ur um að hækka hin launin. Ég
segi: Hækkið verkalaunin, niður
með toUana, en látið bankastjórana
í friði.
Varasamur vatnsútflutningur
Ætti íslenskt vatn ekki að vera eftirsótt hvarvetna á markaönum?
Karl Sigurðsson skrifar:
EinkennUegt að ísland skuli ekki
enn hafa náð sæmilega traustri fót-
festu á erlendum mörkuðum með
vatnið okkar, sem á að vera eitt-
hvert besta og hreinasta vatn í
heimi, óg ég held raunar að svo sé.
Hvert fyrirtækið eftir annað hér á
landi sem hefur hafið útflutning á
vatni springur á limminu. Nú síðast
KEA sem gefur eftir meirihluta
sinn í fyrirtæki sem flytur út vatn
tU Bandaríkjanna. - Og segjast vera
ánægðir að losna úr samkruUinu!
En hvað veldur því að við náum
engum venUegum árangri í vatnsút-
flutningi? Ef vel ætti að vera gætum
við verið með þeim allra stærstu á
markaði drykkjarvatns hvarvetna
þar sem vatns er þörf.
Það hlýtur að vera einhver sá
maðkur í mysunni að við íslending-
ar náum ekki þama fótfestu. Er
hugsanlegt að þar sé um að ræða
óvandvirkni, of miklar bakteríur í
vatninu eða bara þetta venjulega;
óáreiðanlegheit frá hendi seljanda
(svara ekki bréfum eða afhenda
ekki vörur á réttum tíma o.s.frv.)?
Mér finnst þetta aUt hið undarleg-
asta mál með vatnsútílutninginn
héðan, sem þó talsverðar vonir vom
bundnar við fyrir okkur sem þjóð í
hreinu, norðlægu landi.
I>V
Norðurlöndin i
samflot
Adolf skrifar:
Ég er mjög sammála ThorkU
nokkrum Shon sem skrifar les-
endabréf í DV sl. miðvikudag um
Norðurlöndin. Ég hef aldrei getað
skUið hvers vegna Norðurlönd
reyndu ekki fyrir sér í einni
sterkri samsteypu fremur en að
tvístrast eins og þau gera nú.
Sum í Evrópubandalagið, önnur
utan þess. Auðvitað áttu þau að
hafa samflot og vera sameinuð
gagnvart bákninu ESB sem þó
verður líkega aldrei að fúUu sam-
einað. Er þá Norðurlandasam-
vinnan ekki einfaldlega fyrir bi?
Mér skUst það á öUu. Það var
mjög bagalegt, ekki síst fyrir okk-
ur íslendinga.
Dreifbýlið og
þéttbýlið
- fólk verður að fá að ráða
Eyrún hringdi:
Fréttin um að fólki fækki vem-
lega í Grimsey vekur upp þá
spumingu hvort réttlætanlegt sé
að hinn sameiginlegi sjóður okk-
ar allra, ríkið, leggi eitthvað af
mörkum tU að halda þar uppi
byggð. TU hvers að halda fólki í
þessum afskekktu byggðum? Ef
fólk vUl fara þaðan verður það að
fá að fara. Það á ekki að gefa fólki
falskar vonir um að á þessum
stöðum sé hægt að þrauka. Það
verður aldrei tU langframa. Og
Grimsey er ekki eina dæmið.
Borgin borgi
reikningana
Móðir skrifar:
Ég bý í Grafarvogi og í morgun
(18. febr.) ætlaði ég að hringja í
Rimaskóla og tilkynna veikindi
dóttur minnar. Ég iu-ingdi í nokk-
ur númer hjá skólanum og loks
kom símsvari sem sagði að þessi
númer væru lokuð. Ég hringdi í
Ráðhúsið tU að forvitnast um
þetta. Þar var mér bent á að tala
við Fræðslumiðstöð. Ég sagði
konunni sem svaraði að númerin
væru lokuð og benti hún mér þá
á að hringja í Póst og síma, þetta
væri hans mál. Það gerði ég og
fékk það svar að búið væri að
loka því ekki væri búið að borga
reikningana. Það skUdi ég. Fá-
ránlegt er þó að borgin skuli ekki
hafa borgað símreikningana.
Maður verður að geta treyst því
að ná sambandi við skóla og
stofnanir borgarinnar.
Umræða um hús-
næðisnefndir
Guðbjörg hringdi:
Ég las bréf frá Unni Ósk Tóm-
asdóttur í DV sl. þriðjudag um
Félagsmálastofhun Kópavogs og
húsnæðisstofnun bæjarins. Mér
finnst þetta mál þess eðlis að um
það ætti að efna tU umræðu. Og
einkum með tiUiti til þess að
svona er ástatt víðar en í Kópa-
vogi þótt hann hafi verið tekinn
sem dæmi. Það er ekki verjandi
að félagsmálin I einstökum bæj-
um snúist upp í andhverfu sína,
eins og gjörla var lýst í bréfi Unn-
ar í DV.
Fnykur frá
Kjósverjum
Ámundi hringdi:
í þeirri miklu umræðu um ál-
ver í Hvalfirði og mengunina sem
frá því á aö stafa vU ég benda á
annað atriði, sem þessu tengist,
það er ammoníaks- og metangas-
fnykinn frá mykjudreifurum
þeirra Kjósverja þegar ekið er á
þessum slóðum. Eða þegar bænd-
ur hafa brennt beitilöndin á vor-
in? Og svo áburðurinn sem renn-
ur í vatnsuppsprettur á þessum
slóðum. AUt er þetta veruiega
mengandi og því spurning hver
mengar mest í Hvalfirði.