Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Page 20
32
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
íþróttir unglinga
i>v
Sundmót Reykjavíkur 1997:
Halldóra heiðruð fyrir
sigur á NM unglinga
- varð Norðurlandameistari í 100 m bringusundi stúlkna á 1:14,09 mín.
Sundmeistaramót Reykjavíkur
fór fram um miðjan febrúar í Sund-
höll Reykjavíkur. Allgóður árangur
náðist í flestum greinum, en þó er
eins og þetta mót sé ekki tekið nógu
alvarlega og væri kannski lag að
hafa það opið til þess að gera
keppnisgreinar enn skemmtilegri.
Tveir afreksmenn sundsins voru
heiðraðir fyrir góða frammistöðu á
síðastliðnu ári, þau Halldóra Þor-
geirsdóttir, Ægi, 16 ára, fyrir Norð-
urlandameistaratitil 1996 i 100 m
bringusundi í Svíþjóð í desember og
Umsjón
Halldór Halldórsson
Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, 19 ára,
en hann setti alls 4 íslensk met á
styttri vegalengdum á síðastliðnu
ári.
Góö tilfinning
Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi,
sagði í samtali við DV að sigurinn á
Norðurlandamótinu hefði verið sín
stærsta stund í sundinu til þessa:
„Ég var með skráðan 5. besta
tímann fyrir úrslitasundið og var
svona að reyna að halda í vonina
um að ná á verðlaunapallinn - og
var ég frekar stressuð rétt fyrir
sundið. En um leið og ég kom í
vatnið hvarf allt stress og alvaran
tók við.
Ég byijaði hægar en ég er vön en
endaspretturinn var mjög góður. Ég
trúði því varla þegar kom í ljós að
ég hafði unnið. Verðlaunaafhend-
ingin og þegar þjóðsöngur íslands
var leikinn fannst mér mjög há-
tíðleg stund - og alveg ógleyinanleg.
í raun var ég ekki vel fyrirkölluð
á Norðurlandamótinu því ég veikt-
ist skömmu áður en ég fór út og var
með um 40 stiga hita svo undirbún-
ingurinn fór svolítið úr skorðum. -
En þetta tókst hjá mér og er ég mjög
ánægð.
Ég á þessa frammistöðu mína að
þakka Petteri Laine, þjálfara mín-
um. Hann er búinn að standa ræki-
lega við bakið á mér undanfarin
ár,“ sagði Halldóra.
Tvö efnifeg, til vinstri er Ríkarður Ríkarðsson, 19 ára, í Ægi, sem var kjörinn sundmaður Reykjavíkur 1996 og til hægri
er Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi, sem varð sérstaklega heiðruð fyrir vasklega framgöngu á Norðurlandamóti unglinga
í Svíþjóð í desember sl. því stúlkan geröi sér lítið fyrir og sigraði í 100 m bringusundi sem er aldeiiis frábær árangur.
Ríkarður valinn sund-
maður Reykjavíkur 1996
- setti 4 ný íslensk met á síðasta ári
Á Sundmóti Reykjavíkur 8.
febrúar var Ríkarður Ríkarðs-
son, Sundfélaginu Ægi, kjörinn
sundmaöur Reykjavíkur fyrir ár-
ið 1996.
Ríkarður á glæsilegan feril þó
ungur sé, því hann er aöeins 19
ára. Hann setti alls fjögur
íslandsmet á styttri
vegalengdum á síðasta ári og eru
þau sem hér segir.
íslandsmet 1 25 metra laug:
50 metra skriðsund........23,51
50 metra flugsund............25,29
100 metra flugsund..........56,05
Islandsmet í 50 m laug:
50 metra flugsund............25,75
Ljóst er af upptalningunni að
Ríkarður er vel að kjörinu kom-
inn - en það er einnig staðreynd
að hann hefur alla burði til þess
að bæta þessi frábæru met sín á
komandi vikum og mánuðum.
Ríkarður byijaði að æfa sund
hjá Ægi 1993, eftir heimkomu frá
Svíþjóö.
Stefán Geirsson, HSK, sigraði í
kúluvarpi sveina á MÍ 15-18 ára,
varpaöi 15,64 metra. Mikið efni.
Meistaramótið innanhúss í frjálsum íþróttum, 15-18 ára, í Laugardalshöll:
Ánægður með frammistöðu krakkanna
- segir Þráinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari
Þráinn Hafsteinsson, frjálsí-
þróttaþjálfari hjá ÍR, var að sjálf-
sögðu viðstaddur þegar unglinga-
meistaramótið innanhúss, 15-18
ára, fór fram 8. og 9. febrúar sl. í
Laugardalshöll og Baldurshaga.
Mótið, sem var undir góðri stjóm
ÍR-inga, tókst mjög vel og var met-
þátttaka að þessu sinni því 230 ein-
staklingar mættu til leiks.
En hvað segir Þráinn um frammi-
stöðu unglinganna?
Tvö glæsileg met
„Ég er á margan hátt mjög á-
nægður með árangur hinna ungu
íþróttamanna. Tvö glæsileg íslands-
met voru sett, Guðný Eyþórsdóttir,
ÍR, í langstökki meyja, 5,69 m, og
Einar Karl Hjartarson, USAH, sem
setti nýtt drengja- og unglingamet í
hástökki, 2,11 metra, sem hann
bætti reyndar á íslandsmótinu inn-
anhúss í 2,12 m. Þessi árangur hans
er jafnframt sá 3. besti á íslandi frá
upphafi í hástökki karla innanhúss.
Bæði Guðný og Einar Karl sýndu
á þessu móti að þau hafa hæfileika
til að ná langt á alþjóðamælikvarða
haldi þau uppteknum hætti.
í sveinaflokki, 15-16 ára, sigruðu
FH-ingar í stigakeppni félaga og
vöktu ungir og efhilegir stökkvarar,
þeir Jónas Hallgrímsson og Logi
Tryggvason, athygli. ívar Öm Ind-
riðason, Ármanni, og Atli Steinar
Stefánsson, UFA, vom mjög áber-
andi í spretthlaupunum og stökkum
og em báðir með þeim efiiilegustu
sem hafa komið fram á íslandi. Stef-
án Geirsson, HSK, er einnig mjög
fjölhæfur íþróttamaður.
í drengjaflokki sigraði FHeinnig
eftir hörkukeppni við strákana úr
Tindastóli. Sveinn Þórarinsson, FH,
átti þar stóran hlut en hann einn
aflaði félagi sínu 36 stiga. Sigurður
Karlsson, Tindastóli, var fram-
arlega í mörgum greinum en þessir
tveir eru okkar efnilegustu tug-
þrautarmenn í dag og framtíðaraf-
reksmenn.
í meyjaflokki, 15-16 ára, höfðu ÍR-
ingar mikla yfirburði og sigraðu í
stigakeppninni. Þar vora fremstar í
flokki Guðný Eyþórsdóttir og Stein-
unn Guðjónsdóttir, sem báðar unnu
til verðlauna í fjölda greina. Guðný
er yfirburðamanneskja í sprett-
hlaupum og langstökki. Einnig
vakti sérstaka athygli Helga Egg-
ertsdóttir frá Vestmannaeyjum en
hún var aðeins 1 sm frá íslandsmeti
í þrístökki, stökk 11,44 m, og stökk
vel í hástökki og langstökki.
í stúlknaflokki sigraði ÍR í stiga-
keppni félaga, annaö árið í röð. Guð-
björg L. Bragadóttir fór þar fremst í
flokki og vann til fjölda verðlauna
og náði ágætis árangri í mörgum
greinum. - Sigurlaug Níelsdóttir,
UMSE, og Inga D. Þorsteinsdóttir
vöktu einnig athygli í þessum flokki
fyrir góðan árangur og fjölhæfni.
í heildarstigakeppni félaga var
mikil barátta milli ÍR og FH og tókst
FH-ingum að síga fram úr og sigra
undir lokin. Greinilegt er að öflugt
uppbyggingarstarf hjá FH og ÍR er
að skila sér í góðum árangri. Lið
Tindastóls
vakti og at-
hygli en þar
era að koma
fram efnilegir
strákar. - Umf.
Akureyrar
náði f 5. sæti í
stigakeppninni
og er það besti
árangur
félagsins í Gu&björg Braga-
mótinu til dóttir, ÍR, vann i
þessa,“ sagði hástökki stúlkna,
Þráinn. stökk 1,55 metra.
Sundmót Reykjavíkur:
Úrslit
200 m skriðsund karla:
Sigurgeir Hreggviðsson, Ægi. 1:56,59
Richard Kristinsson, Ægi. ... 1:57,67
Ríkarður Ríkarðsson, Ægi. .. 2:01,22
200 m skriösund pilta:
Tómas Sturlaugsson, Ægi . . . 2:06,04
Eyþór Öm Jónsson, Ægi.... 2:09,70
Bjami Gunnarsson, Árm.... 2:15,03
200 m skriðsund drengja:
Ari Gunnarsson, Árm.........2:32,38
Magnús Sigurðsson, KR.......2:39,82
Bergur Þorsteinsson, KR .... 2:46,68
200 m skriðsund sveina:
Pétur Guðnason, Ægi.........3:27,33
Amar H. ísaksen, Ægi........3:38,25
200 m skriðsund, kvenna:
Hildur Einarsdóttir, Ægi.... 2:18,66
Hrafhhildur Guðmundsd., Á.. 2:37,98
200 m skriðsund stúlkna:
Anna B. Guðlaugsdóttir, Ægi. 2:17,84
Kristín Þ. Kröyer, Á........2:19,19
Ragnhildur Hreiöarsd., Ægi.. 2:21,87
200 m skriðsund telpna:
Dagmar Birgisdóttir, Ægi . . . 2:20,62
Louisa Isaksen, Ægi.........2:20,70
Þórey R. Einarsdóttir, Ægi . . 2:25,55
200 m skriðsund meyja:
Harpa Viðarsdóttir, Ægi .... 2:24,41
Sunna María Jóhannsd., Á. . . 2:59,45
Þóra Matthíasdóttir, Ægi.... 3:13,69
100 m bringusund karla:
Marteinn Friðriksson, Á. . . . 1:10,20
Kristján Joensen, Ægi.......1:12,99
Jón Þ. Sigurvinsson, KR .. .. 1:17,81
100 m bringusund pilta:
Jakob J. Sveinsson. Ægi .... 1:09,36
Einar Ö. Gylfason, Á........1:14,33
Bjami F. Guðmundsson, Ægi. 1:20,41
100 m bringusund drengja:
Kári Þ. Kjartansson, KR.....1:35,41
Bjami Bjamason, KR..........1:44,64
Kristján Jóhannsson, KR.... 1:50,64
100 m bringusund sveina:
Amar H. Isaksen, Ægi........1:57,51
Pétur Guðnason, Ægi.........2:08,41
100 m bringusund kvenna:
Kristín Guðmundsdóttir, Ægi 1:19,98
100 m bringusund stúlkna:
Berglind R. Valgeirsd., Á . .. 1:20,37
Halldóra Brynjólfsdóttir, Á.. . 1:26,65
Ama B. Ágústsdóttir, Ægi. . . 1:27,62
100 m bringusund telpna:
Louisa Isaksen, Ægi.........1:23,43
Jóhanna B. Durhuus, Ægi... 1:29,51
Lilja Þ. Þorgeirsdóttir, Ægi. . 1:33,06
100 m bringusund meyja:
Sunna M. Jóhannsdóttir, Á. . 1:31,86
Harpa Viðarsdóttir, Ægi .... 1:32,16
Berglind Ámadóttir, KR ... . 1:38,75
100 m flugsund karla:
Rikarður Ríkarðsson, Ægi.... 58,86
Richard Kristinsson, Ægi.. .. 1:02,84
Ásgeir V. Flosason, KR......1:08,10
100 m flugsund pilta:
Lárus A. Sölvason, Ægi......1:06,70
Bjami Gunnarsson, Á.........1:09,38
Bjami F. Guðmundsson, Ægi. 1:19,06
100 m flugsund drengja:
Hjörtur M. Reynisson, Ægi . . 1:08,04
Pétur G. Hermannsson, Ægi . 1:21,72
Ari Gunnarsson, Á...........1:25,36
100 m flugsund kvenna:
Hrafhhildur Guömundsd., Á.. 1:16,85
100 m flugsund stúlkna:
Berglind R. Valgeirsd., Á. . . . 1:17,46
Heiðrún P. Maack, KR........1:18,83
Ragnhildur Heiðarsd., Ægi .. 1:22,80
100 m flugsund telpna:
Hildur Ýr Viðarsdóttir, Ægi.. 1:17,68
Lilja Þ. Þorgeirsdóttir, Ægi.. 1:20,56
Þórey R. Einarsdóttir, Ægi .. 1:21,49
100 m flugsund meyja:
Harpa Viðarsdóttir, Ægi .... 1:35,19
Kristín S. Watkins, KR ..... 1:46,17
Sunna M. Jóhannsdóttir, Á. . 1:50,18
100 m baksund karla:
Ríkarður Ríkarðsson, Ægi. . . 1:04,69
Kristján Joensen, Ægi.......1:06,57
Marteinn Friöriksson, Á. . .. 1:07,85
100 m baksund pilta:
Ásgeir H. Ásgeirsson, Á.....1:08,81
Guðmundur S. Hafþórss., Á. . 1:08,95
Sigurður Ö. Magnússon, Á. .. 1:13,13
100 m baksund drengja:
Bergur Þorsteinsson, KR .. .. 1:20,91
Pétur G. Hermannsson, Ægi . 1:22,62
Ari Gunnarsson, Á...........1:25,36
100 m baksund sveina:
Pétur Guðnason, Ægi.........2:01,61
100 m baksund kvenna:
Hrafhhildur Guðmundsd., Á. . 1:24,84
100 m baksund stúlkna:
Kristin Kröyjer, Á..........1:14,30
Halldóra Brynjólfsdóttir, Á. . 1:18,27
Elín M. Guðbjartsdóttir, Ægi. 1:19,72
100 m baksund telpna:
Dagmar Birgisdóttir, Ægi .. . 1:20,49
Jóhanna B. Durhuus, Ægi... 1:22,78
Katrín D. Guðmundsd., A. .. 1:25,78
100 m baksund meyja:
Harpa Viðarsdóttir, Ægi .... 1:22,49
Berglind Ámadóttir, KR .... 1:32,08
Sunna M. Jóhannsdóttir, Á. . 1:38,61
4x50 m skriðsund karia:
1. A-sveit Ægis............1:42,11
2. A-sveit Ármanns..........1:47,97
3. A-piltasveit Ægis........1:48,76
4x50 m skriðsund kvenna:
1. A-stúlknasveit Ægis.....2:01,65
2. A-stúlknasveit Ármanns.. . 2:02,47
3. B-stúlknasveit Ægis......2:08,99
4x50 m skriðsund drengja:
A-drengjasveit KR...........2:40,09
4x50 m skriðsund telpna:
1. A-telpnasveit Ægis......2:05,69
2. B-telpnasveit Ægis.......2:13,66
3. A-telpnasveit Ármanns.. .. 2:20,62