Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Side 24
36
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
nn
Fyrr má nú rota
en dauðrota
„Þaö á að sjálfsögöu að greiða
bankastjórum góð laun eins og
öðrum sem bera mikla ábyrgð,
en fyrr má nú rota en dauðrota."
Kristln Ástgeirsdóttir alþingisma&ur, á
Alþingi.
Gamall hval-
skurðarmaður
„Ég er gamall hvalskurð-
armaður og hef verið hlynntur
því að við veiðum hval.“
Halldór Blöndal samgöngurá&herra, í
DV.
Eigum enga möguleika
„I dag eigum við enga mögu-
leika gagnvart félögunum er-
lendis. Við erum blankir og
verðum að horfast í augu við
það.“
Porbjörn Jensson, landsli&sþjálfari í
handbolta, í Degi-Tímanum.
Ummæli
Örvænting R-listans
„í örvæntingu vegna gagnrýni
á R-listinn ekki að rjúka til og
sjá það eitt sér til bjargar að
skipuleggja umhverfisslys í
Geldinganesi."
Gunnar Jóhann Birgisson borgarfull-
trúi, i DV.
Dead Sea Apple skemmtir á síð-
degistónleikum í Hinu húsinu.
Síðdegis-
tónleikar í
Hinu húsinu
Á föstudögum er yfirleitt efnt
til síðdegistónleika í Hinu hús-
inu og í dag er það hljómsveitin
Dead Sea Apple sem mun leika
og kemur hún örugglega til með
aö spila lög af plötu sinni, Crush,
sem kom út fyrir jól.
Buttercup og Ray-Bees á
Rósenberg
Lifandi tónlist verður sem fyrr
í Rósenbergkjallaranum. t kvöld
er það Buttercup sem skemmtir
og er rokk og ról þema kvölds-
ins. Annað kvöld eru það svo
Ray-Bees sem skemmta gestum í
Rósenbergkjallaranum.
Skemmtanir
Sælusveitin
á Gullöldinni
Á Gullöldinni, sem er í Grafar-
vogi, verða tveir dansleikir um
helgina. I kvöld leikur Sælu-
sveitin fyrir dansi en annað
kvöld er það Kiddi Rós sem
skemmtir gestum á Gullöldinni.
Dansgólfið opnað
á Nelly's
Nelly’s er nýr staður í gamla
bænum. í kvöld opnar Nelly’s
diskótek sem er á efri hæðinni.
Boðið verður upp á skemmtiat-
riði. Einar Kristján Einarsson
gítarleikari kemur fram og hin-
ar spænskættuðu Maria og
Lolita setja punktinn yfir i-ið.
Snjókoma norðanlands en þuirt syðra
Allkröpp 940 mb lægð um 100 km
norðaustur af Langanesi þokast
heldur vestur í fyrstu en síðan norð-
austur. Nærri kyrrstæð 970 mb lægð
er á suðvestanverðu Grænlandshafi.
Veðrið í dag
Búist er við norðvestan- og vest-
anátt, víða allhvassri eða hvassri
austanlands en mun hægari suð-
vestan til. Snjókoma verður víðast
norðanlands en þurrt syðra. Það
lægir talsvert er líður á daginn en í
kvöld og nótt verður vestan og norð-
vestan kaldi og él, einkum norðan-
og vestanlands. Vægt frost verður
víðast hvar.
Á höfuðborgarsvæðinu er búist
við vestan kalda eða stinningskalda
og úrkomulitlu í fyrstu en síðan
verður suðvestan kaldi og él. Frost
verður á bilinu 0 til 3 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 18.22
Sólarupprás á morgun: 08.59
Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.27
Árdegisflóð á morgun: 06.38
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri skafrenningur 0
Akurnes skafrenningur 0
Bergstaöir snjókoma -2
Bolungarvík snjókoma -2
Egilsstaóir alskýjaö -2
Keflavíkurflugv. skýjaö -1
Kirkjubkl. alskýjaö -1
Raufarhöfn slydda 0
Reykjavík skafrenningur 0
Stórhöföi úrkoma í grennd 0
Helsinki snjók. á síö. kls. -1
Kaupmannah. rigning 5
Ósló hálfskýjað 0
Stokkhólmur rigning 2
Þórshöfn haglél á síó. kls. 3
Amsterdam skýjaö 10
Barcelona léttskýjaö 7
Chicago rigning 7
Frankfurt skýjaö 8
Glasgow skúr 5
Hamborg rigning 9
London skýjaö 11
Lúxemborg skýjaö 6
Malaga léttskýjaá 7
Mallorca heiöskírt 3
Miami
París skýjaö 7
Róm þokumóöa 6
New York heiöskírt 4
Orlando léttskýjaö 19
Nuuk
Vín alskýjaö 5
Winnipeg léttskýjaö - -15
Sölvi Fannar Viðarsson leiðbeinandi:
Hef alltaf verið fróðleiksfús
„Það er mitt starf hér hjá World
Class að þjálfa fólk og aðstoða eft-
ir fremsta megni, hvort sem það er
að bæta á sig vöðva eða minnka
fitu,“ segir Sölvi Fannar Viðars-
son leiðbeinandi sem hefur verið
nokkuð áberandi í umræðunni um
nýtt og betra líf sem meðal annars
hefur farið fram á síðum DV. Þá er
hann ekki síður þekktur sem þjálf-
ari Gauja litla sem landslýðurinn
hefur fylgst með frá því í haust
þegar Gauji byijaði átak sitt í
beinni útsendingu í Sjónvarpinu.
Sölvi Fannar er sjálfmenntaður
á sviði líkamsræktar: „Ég hef ver-
ið í íþróttum allt frá níu ára aldri
og hef alltaf verið einstaklega fróð-
leiksfús. Meðfram íþróttunum hef
ég lesið mikið um næringarfræði
Maður dagsins
og allt sem þeirri grein tengist og
töluvert í iþróttalæknisfræði
þannig að allur minn fróðleikur og
reynsla í þjálfun er samsafn af
reynslu og áhuga.“
Sölvi var spurður hvemig hon-
um hefði fundist að taka við þjálf-
un Gauja litla: „Mér fannst það
strax mjög skemmtilegt. Þetta er
krefjandi verkefni sem krefst mik-
Sölvi Fannar Viðarsson.
ils aðhalds og það hefur tekist
mjög vel, enda er hann áhugasam-
ur og duglegur. Gauji æfir níu
sinnum í viku og það er staðreynd
aö enginn fær meira út úr líkams-
ræktinni en hann leggur sjálfur í
hana.“
Sölvi segist ekki þjálfa mikið
sjálfur: „Það hefur aldrei verið
jafn mikið að gera í líkamsrækt-
inni eins og núna þannig að ég er
hér frá morgni til kvölds og hef lít-
inn tíma fyrir sjálfan mig. En það
má segja að um leið og ég þjálfa
aðra þá þjálfa ég sjálfan mig að
einhverju leyti.“
Sölvi hefur stundað mjög marg-
ar íþróttagreinar í gegnum tíðina:
„Ég hef verið í karate, júdó, frjáls-
um íþróttum, vaxtarrækt, boxi og
aðeins í kraftlyftingum. Ég dvaldi
eitt ár í Litháen og æföi þar með
íþróttamönnum sem eru í fremstu
röö þar í landi og þar lærði ég
heilmikið."
Er fólk duglegt að fara eftir leið-
beiningum? „Það er að láta segjast
mun meira en verið hefur og þar á
örugglega sinn þátt sú mikla um-
fjöllun um allt sem viðkemur lík-
amsræktinni. Þetta var ekki
svona, það var mun meira um að
hver væri i sínu horni með lyft-
ingartæki og tryði á kraftaverk-
in.“
Sölvi Fannar hefur fleiri áhuga-
mál en líkamsræktina: „Ég sem
ljóð og spila töluvert á gítar og nú
stefni ég ótrauður að því að gefa út
ljóðin. Spilamennskan er meðal
annai-s fólgin í því aö spila fyrir
mánaðargamla dóttur mína.“ Eig-
inkona Sölva er Guðný Ósk Garð-
arsdóttir. -HK
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1741:
Stríðsundirbúningur
Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki.
Myrkir músíkdagar
Myrkir
músíkdagar
halda áfram
og nú er kom-
ið að kvenna-
kómum Vox
Feminae en
tónleikar með
kómum
verða i Digra-
neskirkju í
kvöld kl.
20.30. Flytur
kórinn bæði
verk eftir inn-
lenda höfunda
og erlenda.
Verkin eftir
innlendu höf-
undana eru: Friðarbón og dýrð-
arsöngur, Trúarjátning, Heilag-
ur og Guðslamb, sem öll eru eft-
ir Þorkel Sigurbjömsson, Salut-
atio Mariae eftir Jón Nordal, Sal-
ve Regina eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson og Haustvisur til Máríu
eftir Atla Heimi Sveinsson.
Stjórnendur Vox Feminae era
Sibyl Urbancic og Margrét
Pálmadóttir.
Tónleikar
Margrét Pálma-
dóttir er annar
tveggja stjórnenda
I kvöld.
Konsertflygill vígður
Nýr konsertflygill verður
formlega vígður á tónleikum
sem hcfjast í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju kl. 14 á morg-
un. Á tónleikunum verður ein-
leikur á píanó og einsöngur og
kórsöngur við píanóleik.
Ágóði af minningartónleikum
tmi Ingimar Eydal, sem haldnir
voru í haust, rann til kaupa á
flyglinum en ágóðinn af tónleik-
unum varð um 2,4 milljónir
króna. Akjureyrarbær lagði
fram 3 milljónir en flygillinn
kostaði um 6,5 milljónir króna.
Hann er af gerðinni Steinway D
eða af stærstu gerð flygla frá
þessum heimsþekkta flyglafram-
leiðanda.
Bridge
Pakistaninn Zia Mahmood hefur
undanfarin ár spilað á Macallan
boðsmótinu í tvímenningi með
Omar Sharif sem spilafélaga. Á síð-
asta Macallan-móti, sem fram fór í
lok janúar, var spilafélagi hans hins
vegar Brasilíumaðurinn Gabriel
Chagas. Þegar Zia og Chagas mættu
Omari Sharif og Christian Mari frá
Frakklandi var eftirvænting áhorf-
enda mikil að sjá hvernig viðureign-
in færi. Þrjú fyrstu spilin í innbyrð-
is setu þeirra vom tíðindalítil en í
fjórða spilinu gerðist þetta. Sagnir
gengu þannig: aOir á hættu og norð-
ur gjafari:
♦ G982
4* 4
4- 985
4 K9853
4 107
4» ÁG62
4 KD2
4 ÁDG2
4 ÁD54
853
4 G73
4 764
4 K63
4* KD1097
4 Á1064
4 10
Norður Austur Suður Vestur
Chagas Sharif Zia Mari
pass 1 G pass 24
pass 3» pass 34
pass 44 dobl redobl
pass 44 pass 4 G
pass p/h 5» pass 6»
Blekkidobl Zia á fjóram laufum
hafði úrslitaáhrif á spilið. Zia spil-
aði út trompi í upphafi, Sharif tók
þrisvar tromp og tók síðan KD í
tígli. Bæði Zia og Chagas gáfu falska
talningu í litnum og Sharif staldraði
við. Nauðsynlegt var að fá 2 slagi á
lauf ef tígullinn féll ekki eða spaða-
ás lá hjá norðri. Þess vegna spilaði
Sharif laufásnum og trompsvínaði
laufdrottningu til norðurs og fór
strax einn niður. Hann tapaði 15
impa á þessari spilaleið, i stað þess
að græða 9 ef hann hefði spilað
spaða á kóng. Zia er eitraður and-
stæðingur, eins og margir hafa
brennt sig á.
ísak Öm Sigurðsson