Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Page 7
7
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
pv Sandkorn
Ovenjulega
nánir vinir
í héraðsfréttablaðinu Vestra er
sagt frá þvi aö mjög náin samvinna
hafi einkennt samstarf Kristjáns
Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra ísa-
fjarðarbæjar,
og Þorsteins
Jóhannssonar,
forseta bæjar-
stjórnar og
oddvita sjálf-
stæðismanna í
bæjarfélaginu.
Þeir félagar
eru enda báðir
sjálfstæðis-
menn. Auk ná-
innar sam-
vinnu í bæjarmálunum eru þeir
nánir vinir. Um þetta hefur nokkuð
verið rætt vestra og segja menn að
hnífurinn gangi ekki á milli þeirra
félaga. Nokkrir menn voru að gant-
ast með þetta sín á milli þegar
íþróttamaður ísafjarðarbæjar var
valinn á dögunum. Þá kom Guðjón
Þorsteinsson, „Gaui stóri", eins og
hann er kallaður, en hann er að-
aldriffjöðrin í körfuboltaliði ísfirð-
inga, aðvífandi og heyrði á tal
manna. „Já, þeir eru svo nánir,“
sagði Gaui, „að þegar annar drekk-
ur kók þá ropar hinn.“
Fjöldaframleiðsla
Frétt mánudagsins var án efa sú
frá Skotlandi um að vísindamönn-
um hefði tekist að klóna kind. Það
þýðir að hægt er að búa til ná-
kvæma eftirlík-
ingu af dýrum
og fólki. Mörg-
um hefúr ofboö-
ið þetta og þeir
halda því fram
að það hefði átt
að banna vís-
indamönnunum
að standa í
þeim rannsókn-
um sem leiddu
til uppgötvun-
arinnar. Mönnum líst illa á að bún-
ar verði til eftirlíkingar ákveðinna
manna.
Það hefur aldrei verið kært á
milli þeirra Áma Johnsens alþing-
ismanns og Eggerts Haukdals, fyrr-
um alþingismanns. Sagan segir að
þegar Eggert heyrði fréttimar frá
Skofiandi hafi hann sagt: „Þetta er
grafalvarlegt mál. Hugsið ykkur ef
þeir fara nú aö fjöldaframieiða
Áma Johnsen."
Stöð tvö og hálft
Það hefur fátt vakið meiri athygli
hér á landi síðustu dagana en sam-
mni Stöövar 3 og Stöðvar 2. Sagði
margur þegar hann heyrði þetta að
hann léti segja
sér þetta „tveim
sinnum", eins
og Sverrir Her-
mannsson
bankastjóri seg-
ir stundum þeg-
ar hann er
hissa á ein-
hverju. Eftir
allt sem á und-
an var gengið
þótti samruninn afar ólíklegur. Og
nú hefur þaö gerst að sjónvarpsrás-
in Sýn hefur eins og lent þama á
milli og er henni nú gert að sjón-
varpa á þeirri rás sem Stöð 3 hafði.
Gárungar sem voru að ræða um
þetta i gær höfðu á orði að skipta
ætti um nafn á Sýn og kalla hana
Stöð 2'4
Best heima á
Höllustöðum
Fyrir nokkm var viðtal við Pál
Pétursson, félagsmálaráðherra og
bónda á Höllustöðum, í útvarpinu.
Þar lýsti Páll því meðal annars yfir
að enda þótt
ráðherradómur-
inn væri mikið
starf væri hug-
urinn ailtaf
heima á Höllu-
stöðum. Málið
var að sjálf-
sögðu rætt með-
al þingmanna
og þá var auð-
vitað stutt í vís-
una. Jón Kristjánsson, samflokks-
maður Páls, orti þá.
Auðveldlega gleðst með glöðum,
garpurinn er vís tfi ails.
Séra Hjálmar Jónsson tók viö og
botnaði og talaði auðvitað um hold-
ið og andann eins og presti sæmir:
Hugurinn er á Höllustöðum
en holdið, það er sunnan fjalls.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Fréttir
Verkfall í Mjólkursamsölunni 9. mars:
Allsherjarverk-
fall í landinu
í lok mars
- takist ekki samningar
„Það verða
engin bardaga-
vígi hér fyrir
utan bæ til að
stöðva mjólkur-
flutninga til
borgarinnar eins
og var í gamla
daga. Það eru allt
önnur viðhorf nú
og svo miklar
breytingar hafa
átt sér stað frá
því sem var hér
áður fyrr. Verk-
fall hjá Mjólkur-
samsölunni er
bara fyrsta verk-
fallið í röð
margra verkfalla
uns allsherjar-
verkfall tekur við
23. mars hafi
kjarasamningar
ekki verið undirritaðir fyrir þann
tíma. Og einhvers staðar verður að
byrja," sagði Halldór Bjömsson, for-
maður Dagsbrúnar, aðspurður
hvers vegna ákveðið hefði verið að
heQa verkfallsaðgerðir hjá Mjólkur-
samsölunni.
Halldór segir að eftir að Dags-
brún lýsti því yfir að fyrsta verkfall-
ið hefði verið ákveðið 9. mars hefði
heldur betur vaknað áhugi fyrir
samningafundum. Einn var boðað-
ur í gær, klukkan 17.30, og annar í
morgun, klukkan 8.
Það er ljóst að
Dagsbrún hefur
tekið frumkvæð-
ið í þeirri verka-
lýðsbaráttu sem
nú á sér stað. í
gærmorgun boð-
uðu forráða-
menn landssam-
banda innan ASÍ
til fréttamanna-
fundar þar sem
tilkynnt var að
nú skomðu þau
á aðildarfélög
sín að hefja þeg-
ar boðun að-
gerða í samræmi
við áætlanir sín-
ar. Aðgerðirnar
verði vaxandi
fram eftir mars-
mánuði og endi
með allsherjar-
verkfalli hafi samningar ekki tekist.
Grétar Þorsteinsson, forseti Al-
þýðusambandsins, sagði á þessum
fundi að það lægi algerlega ljóst fyr-
ir að til allsherjarverkfalls kæmi í
landinu í lok mars hefðu kjara-
samningar ekki náðst fyrir þann
tíma. Kröfur verkalýðshreyfingar-
innar hefðu legið fyrir í október síð-
astliðnum. Síðan þá hefði nákvæm-
lega ekkert gerst i samningamálun-
um og við það yrði ekki unað legur.
-S.dór
Halldór Björnsson, formaöur Dags-
brúnar
Hverfafundur
* með borgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
heldur hverfafund með íbúum í
Laugarnes-
Lækja-
Teiga-
Langholts-
Sunda-
Heima-
og Vogahverfi
ásamt Skeifunni
í Langholtsskóla fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20.00.
Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða
um áætlanir og framkvæmdir í
hverfunum. Síðan verða opnar umræður
og fyrirspurnir með þátttöku
fundarmanna og embættismanna
borgarinnar. Jafnframt verða settar upp
teikningar af fyrirhuguðum
framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru
fróðlegu og myndrænu efni.
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.
r
HVITARA
$
BALENO WAGON 4 WD
Tveir góðir í
snjoinn:
Og líttu á verðið:
SUZUKIVITARA JLX, 5-dyra: aðeins
1.940.000 KR.
BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins
1.580.000,-kr.
Prufukeyrðu Suzuki í dag SUZUKI BÍLAR HF
Taktu nokkrar beygjur, finndu þcegilegan gír. skeifunni 17,108 Reykjavík.
Mjúkur og léttur - eins og akstur á ao vera. Sími 568 51 oo.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf.
Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.
'SUZUKI 1
AFLOG
ÖRYGGI