Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 13 Ál er forsenda ferðamennsku nnar Hann er mikill umhverflssinni, búsettur í Banda- ríkjunum og er af- skaplega hamingju- samur maður. Nýorðinn sölu- stjðri í meðalstóru fyrirtæki sem sér- hæfir sig í fram- leiðslu útveggja- klæðninga, glugga og hurða úr áli. Söluvörur hans gætu komið í veg fyrir að um það bil 10 rúmmetrar af skógarviði væri felldur fyrir hvert meðalhús sem not- aði þessar vörur í „Þegar hann handlék blaðið kom honum til hugar að álið hefði ruðst inn í prentiðnaðinn með undraverðum hraða vegna offset- prenttækninnar og ýtt einhverjum mesta mengunarvaldi náttúrunn- ar, blýinu, algjörlega til hliðar.“ Kjallarinn Edgar Guðmundsson verkfræðingur „... hann var fljótur aö komast aö þeirri niðurstööu aö álið væri nánast forsenda flugvélaiönaöarins og þar meö ferðamennskunnar í heild," seg- ir Edgar m.a. í grein sinni. stað sambærilegra vara úr timbri. Ekki lítið framlag til umhverfis- mála heimsins. Hann hugsaði því gott til glóðarinnar í nýja starfmu. Ferðamennskan í heild Hann hallar sér afturábak i sæti sínu i Flugleiðavélinni sem flytur hann til íslands og leiðir hugann að því hvernig flugvélaiðnaðurinn hefði getað þróast án áls. Hann var fljótur að komast að þeirri niður- stöðu að álið væri nánast forsenda flugvélaiðnaðar- ins og þar með ferða- mennskunnar í heild. Flugfreyja kom með blaðakerru og bauð hon- um að lesa. Hann tók Fin- ancial Times os rakst þar á stutta grein um amer- ískt fyrirtæki sem vildi byggja álbræðslu á ís- landi og nota endumýjan- lega raforku til bræðsl- unnar. Það fannst honum gott mál og mjög eðlilegt að tengja hreinleika nátt- úrunnar við hreinleika álsins með þessum hætti. Hér væri komin enn ein rósin í hnappagat um- hverfissinna. Þegar hann hand- lék blaðið kom honum til hugar að álið hefði ruðst inn í prentiðnað- inn með undra- verðum hraða vegna offset- prenttækninnar og ýtt einhverjum mesta mengunar- valdi náttúrunn- ar, blýinu, algjör- lega til hliðar. Nú var borinn fram matur og hann valdi íslenskan fisk. Hann fjarlægði álþynnuna ofan af bakk- anum og undraðist hve maturinn var vel heitur þótt hann væri með þeim síðustu sem fékk matinn í þetta skipti. Enn eitt dæmið um já- kvæða notkun áls, hugsaði hann, enda hafði hann tekið með sér ál- rúllu og stungið ofan í nýja létta bakpokann sinn með álbogunum ásamt fyrirferðarlitlum sprittprim- us með pottum, pönnum og hnífa- pörum, allt úr áli að sjálfsögðu. Við hliðina á honum sat þungbú- inn maður og las íslenskt dagblað. Aðspurður kvað hann það helst í fréttum frá íslandi að nú ætluðu út- lendingar að byggja álver á íslandi, eyðileggja íslenska náttúru og ferðamennsku enda hafi einn helsti ferðamannagúrú landsins lýst ál- bræðslu sem helstu ógnina við þann atvinnuveg. Sérkennilegt fólk á íslandi Þeir sátu saman í rútunni á leið í bæinn og þegar komið var í Straumsvík sagði þungbúni maður- inn: Sjáðu mengunina! Hann sá ekki neitt en í þann mund barst sér- kennileg lykt að vitum hans. Hvaða ógeðslega lykt er nú þetta? spurði hann. Þá glaðnaði loks yfir þung- búna manninum. Þetta er peninga- lykt, sagði hann. Það er nú eitthvað annað að bræða loðnu með olíu er að bræða ál með endumýjanlegri raforku, þú hlýtur að skilja það? Sérkennilegt fólk á íslandi, hugs- aði hann, og lét lítið á sér bera. Hvað sem öðru líður þá ætla ég að fara mína hringferð um landið og njóta allra dásemdanna sem það hefur upp á að bjóða. Það eina sem skyggir á gleði mína er allt það eldsneyti sem brenna þarf vegna íslandsferðar- innar minnar. Hann sló á að það væru milli 400 og 500 lítrar af flug- vélabensíni, bifreiðabensíni og skyldum orkugjöfum og væri meng- unin af því svipuð og við fram- leiðslu á einu tonni af áli á íslandi. Hann reiknaði enn fremur laus- lega út, að ef hann væri dæmigerð- ur „meðalferðamaður", þá væri um það bil tvöfalt meiri mengun af ferðamennsku á íslandi en frá ál- framleiðslunni þar í landi. Edgar Guðmundsson Heilsuumræða á villigötum Síðustu ár hefur umræðan um vanda heilbrigðiskerfisins sífellt farið vaxandi. Talað er um óheyri- legan kostnað, biðlista, niður- skurö, hagræðingu, lokanir deilda og jafnvel stofnana og þannig mætti lengi telja. Gagnrýnisradd- imar koma oftar en ekki frá fag- stéttum sem starfa innan heil- brigðisþjónustunnar en einnig frá almenningi og fiölmiðlum. Gagnrýni og eigin- hagsmunir Ráðherra heilbrigðismála verð- ur oft fyrir harðri gagnrýni enda virðast margir telja, að hann sé persónugervingur þess sem miður fer í kerfinu, en það sem vel er gert fær yfirleitt litla umfiöllun. Einhverra hluta vegna hefur mað- ur það á tilfmningunni að góðar fréttir þyki litlar fréttir og er slíkt ekki til eftirbreytni og fiölmiðlum lítt til sóma. Ekki er laust við, að þær grun- semdir komi upp á yfirborðið, að þeir sem hæst gagnrýna ættu oft á tíðum að líta sér nær. Þarna er átt við starfsmenn heilbrigðisþjónust- unnar en ekki síður almenning. Hætt er við að gagnrýnin stafi oft af eigin hagsmunum, ekki síst hvað varðar fagstéttimar, enda vill enginn missa spón úr eigin aski. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, enda í eðli mannskepn- unnar að hugsa fyrst og síðast um sig og sína. Það hefur margítrekað verið sýnt fram á að varanlegum spam- aði og árangri innan heilbrigðis- kerfisins verður ekki náð nema með fyrirbyggjandi aðgerðum og í þeim efnum verða allir í þjóðfélag- inu að taka höndum saman. Yfir- völd verða að afnema ofurtolla af hollustuvömm jafnframt því sem stjómmálamenn þurfa að hafa það þor, að fara út í fyrirbyggjandi að- gerðir sem ekki skila vemlegum árangri fyrr en eftir jafnvel 20-30 ár. Mestu skiptir þó, að almenning- ur fari að sýna ábyrgð og hætti að benda á flísina í auga náungans og taki eftir bjálkanum í eigin auga. Þekking og ábyrgð Sannleikurinn er nefnilega sá, að orsakir flestra sjúkdóma, t.a.m. hjarta- og æða- sjúkdóma auk ýmissa tegunda krabbameins, stafa af röngum lifnaðarháttum og í þeim efnum erum við íslend- ingar með bux- urnar á hælun- um. Fólk er kvartandi og kveinandi upp á hvem einasta dag en virðist lítt velta þvi fyrir sér hverjar skyldur þess við þjóðfélagið em. Við get- um ekki endalaust hagað okkur eins og okkur sýnist og síðan ætl- ast til þess að kerfið lappi upp á okkur þegar allt þrýtur. Stað- reynd málsins er nefnilega sú að lýðræðið byggist m.a. á því að almenn- ingur beri ábyrgð á rekstri þjóðfélagsins en velti henni ekki yfir á aðra. Sá sem ekkert gerir fyrir aðra gerir ekkert fyr- ir sjálfan sig! Þekking skapar ábyrgð og foreldrar skulu gera sér grein fyrir því að börn þeirra eiga eftir að álasa þeim fyrir það mataræði sem að þeim var haldið svo ekki sé talað um óbeinar reykingar. Foreldramir hafi vit- að betur en lítið að- hafst og í raun verið að sefia af stað tíma- sprengju í líkömum þeirra. í Bandaríkjunum sýna op- inberar tölur að ríflega helmingur núlifandi Bandarikjamanna eigi eftir að látast vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Eina raunhæfa leiðin til þess að færa þessi mál til betri vegar er að almenningur fari að taka ábyrgð á eigin heilsu og bama sinna. Foreldrar verða að innprenta bömum sínum hollt mataræði og heilbrigðan lífsstil allt frá fyrstu tíð og vera fyrirmynd í þeim efn- um. Þegar bömin svo fara í leik- skóla og síðan inn í skólakerfið þá verður að viðhalda þessari lífs- stefhu, ekki síður en ábyrgð ein- staklingsins gangvart heildinni, því annars fer allt í fyrra horf. Ábyrgð og afleiöingar í þessu sambandi má t.a.m. nefna, að hver fslendingur setur ofan í sig u.þ.b. 52 kíló af sykri á ári og eykst þessi neysla dag frá degi. í dag er því hvert mannsbam að jafnaði að setja ofan í sig eina 50 sykurmola! Þegar menn velta svona staðreyndum fyrir sér þá er ekki einkennilegt að upp komi sú spuming hver sé ábyrgð aug- lýsenda á neysluvenj- ur íslensku þjóðar- innar? Til að gera langa sögu stutta þá ættu íbúar þessa lands að líta sér nær og velta því fyrir sér hvort þeir beri ekki ein- hverja ábyrgð þegar heilbrigðismál þjóð- arinnar eru annars vegar, enda er heilbrigðiskerfið í flestum tilfellum að fást við afleið- ingar rangra lífshátta lands- manna. Að lokum get ég ekki látið hjá líða að minnast á stutta grein sem birtist í síðasta hefti Heilbrigðis- mála. Mér þótti með ólíkindum að sjá á prenti, að lyfiafræðingur sem þar er rætt við, skuli láta hafa eftir sér að aukin lyfianeysla geti aukið lífsgæði fólks. Lífsgæði almennings verða ekki aukin á annan hátt en að íbúar þessa lands taki ábyrgð á eigin heilsu og dragi þannig úr sjúkdómum, þ.m.t. lyfianotkun. Þetta litla dæmi sýnir kannski betur en allt annað hve mannskepnunni er tamt að hafa endaskipti á hlutun- um og hugsa fyrst og síðast um eigin hagsmuni en gleyma hags- munum heildarinnar. Gunnlaugur K. Jónsson „Lífsgæði almennings verða ekki aukin á annan hátt en að íbúar þessa lands taki ábyrgð á eigin heilsu og dragi þannig úr sjúkdóm- um, þ.m.t. lyfjanotkun.“ Kjallarinn Gunnlaugur K. Jónsson stjórnarformaöur Nátt- úrulækningafélags ís- lands Með og á móti Var rétt aö sameina Stöð 2 og Stöð 3? Páll Baldvin Bald- vinsson, fram- kvæmdastjóri ís- lenska útvarpsfé- lagsins. Sameinuð eru fyrirtækin sterk- ari og öflugri „Sameinuð geta fyrirtækin tvö nýtt betur sterka stöðu sina á markaði gagnvart erlendum birgj- um en sundruð bárust þau á bana- spjótum og ollu þenslu á mark- aðnum. Samein- uð geta þau bet- ur eflt sóknar- færi sín í nýjum fiölmiðlum, sundruð voru þau magnlaus í nýsköpun fiöl- miðlunar. Sam- einuð geta þau styrkt markaðs- stöðu sína og þannig eflt hlut innlendrar fram- leiðslu á dagskrám sínum í sam- starfi við innlenda framleiðsluað- ila sem þmfa sárlega bættan hag til að geta staðið sómasamlega að verkefrium síniun. Einkum meðan ríkisvaldið rekur innlenda fram- leiðsludeild fyrir peninga og fiár- festingu skattborgara og hundsar brýna framþróun innlendra sjálf- stæðra aðila. Sameinuð geta þau betur ráðið við dreifingu erlendra gervihnattastöðva og þannig spar- að áhugasömum neytendum háar fiárhæðir í móttökubúnaði og um leið fært samfélaginu tekjur af slíkum rekstri sem annars færi fram hjá lögum og reglum, eins og gerist í miklum mæli, sfiómvöld- um til vansa. Sameinuð eru þau undir því oki að þurfa að sinna fiölbreytilegum og margs háttar kröfum almennings og verða þannig betur í stakk búin til að standa undir nafni sem opnir fiöl- miðlar sem starfa á landsvísu og veita þannig rikisbákni RÚV þarft og nauðsynlegt aðhald." Skaðleg áhrif á viðgang lýðræðis „Út frá viðskiptalegum hags- munum þeirra sem búnir voru að sefia fimm hundruð til þúsund milljónir í Stöðvar 3 ævintýrið hefur sennilega verið gæfuleg- ast að samein- ast íslenska út- varpsfélaginu. Sameininguna má örugglega líka styðja með viðskiptalegum rökum hvað ÍÚ varðar. Hins vegar er ákaf- lega erfitt að styðja þessa sameinginu þegar hoift er til hagsmuna almennings ef menn vilja byggja þá hagsmuni á raunverulegu lýðræði í fiölmiðl- um. Nú er það svo að eigendur ÍÚ eiga tvær sjónvarpsstöðvar, aðra stærstu útvarpsstöðina, tvö af stærstu dagblöðum landsins, part í Viðskiptablaðinu og eitt flokks- málgagn. Eftir sambræðing ÍÚ og Stöðvar 3 hefur Morgunblaðið svo bæst í þann hóp sem á hlut í öllu því sem á undan er talið. Það gef- ur augaleið að blokkamyndun af þessu tagi getur, ef eigendur eru þannig innrættir, haft mjög skað- leg áhrif á viðgang lýðræðisins. Hvernig bregst svona risi við þeim sem voga sér að gagnrýna hann eða halda fram skoðunum sem ekki eru honum þóknanlegar? Það er löngu orðið tímabært að sefia sérstök samkeppnislög um fiöl- miðla, þar sem eignaraðild er tak- mörkuð, og eins er löngu orðið tímabært að setja lög um útgáfu- fyrirtæki sem banna að sami aðil- inn sé allt í senn eigandi upptöku- vers eða prentsmiðju, útgefandi, dreifingaraðili, smásöluaðili og eigandi meirhluta þeirra fiölmiðla sem fialla um það sem hann gefur út.“ -RR Hcimir Már Péturs- son, framkvæmdas- stjóri Alþýóubanda- lagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.