Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
37
DV
Ragnheiður Steindórsdóttir og
Kristbjörg Kjeld í hlutverkum
sínum.
í hvítu myrkri
í kvöld er aukasýning á Litla
sviði Þjóðleikhússins á leikriti
Karls Ágústs Úlfssonar, í hvítu
myrkri. Þetta leikrit hefur notið
mikilla vinsælda í vetur en verð-
ur nú að vílga fyrir Listaverkinu
eftir Yazminu Reza. Er því komið
að lokasprettinum og sýningin í
kvöld er sú næstsíðasta. Síðasta
sýningin er svo á sunnudags-
kvöld.
Sögusvið verksins er einangrað
sjávarpláss þar sem aðkomufólk í
langferðabíl verður innlyksa í af-
takaveðri eitt vetrarkvöld. Jafn-
framt því að veðrið versnar og
nóttin liður koma í ljós ýmis
tengsl tveggja bræðra úr plássinu
við unga konu úr langferðabíln-
um. Skuggar voveiflegra atburða
teygja sig fram úr skúmaskotum
næturinnar og uppgjör við fortíð-
ina er óumflýjanlegt.
Leikhús
Leikarar eru Kristbjörg Kjeld,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Sig-
urður Skúlason, Þröstur Leó
Gunnarsson, Magnús Ragnarsson
og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir.
Höfundur leikmyndar og búninga
er Stígur Steinþórsson en Ás-
mundur Karlsson hannaði lýs-
ingu. Leikstjóri er Hallmar Sig-
urðsson.
Söngur Passíu-
sálmanna
Passiusálmarnir hafa verið
lesnir í útvarpinu og á síðustu
árum hafa einstaka kirkjur tekið
upp þann sið að lesa þá á fóstunni
og eins í heUd á föstudaginn
langa. Það er gamaE siður að
syngja Passíusálmana, siður sem
Tónleikar
lagst hefur af. Það tókst að varð-
veita hluta af þessari gömlu þjóð-
menningu með hljóðritunum sem
gerðar voru á árunum 1960 til
1970 og eru þessar hljóðritanir
ómetanlegar heimUdir um þessa
gömlu þjóðmenningu.
Á fóstunni eru Passíusálmamir
sungnir í FriðrikskapeUu við
ValsheimUið og hófst söngurinn
síðastliðið miðvikudagskvöld.
Smári Ólason kirkjutónlistarmað-
ur leiðir sönginn sem er á mið-
vikudögum og fostudögum kl.
19.30 fram að dymbUviku.
Samkomur
Er stóriðja
besti kostur-
inn?
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra verður málstofugestur Sam-
vinnuháskólans í dag og mun
hann fjaUa um hvort stóriðja sé
þesti kosturinn í atvinnumálum
íslendinga. Málstofan er í dag kl.
15.30 og er í hátíðarsal Samvinnu-
háskólans.
Fástína leikur á Nelly's
Pimp-Rock hljómsveitin
Fástína leikur á „Litlum laugar-
degi“ í NeUy’s i kvöld. Hljómsveit-
in hefur leik kl. 22 og heldur uppi
seiðandi stemningu fram á
nótt.
Gaukur á Stöng
í kvöld mun U3 Project leika
fyrir gesti á Gauknum.
dagsgHtt
Juliette Binoche leikur hjúkrun-
arkonuna og er tilnefnd til ósk-
arsverölauna.
Englendingurinn
Englendingurinn (The English
Patient) sem Regnboginn sýnir
hefst seint á árinu 1942 þegar flug-
vél flýgur yfir Sahara-eyðimörk-
ina. Innanborðs eru maður og
kona. Þýskar herflugvélar gera
árás á flugvélina og skjóta hana
niður. Flugmaðurinn fellur til
jarðar í fallhlíf ásamt farþega sin-
um sem er dáinn. Flugmaðurinn
fær síðar hjúkrun hjá ungri ítal-
skri hjúkrunarkonu sem hefur
farið halloka í stríðinu og á engan
að. Hún leggur því allt í sölurnar
fyrir sjúkling sinn. Til sögunnar
kemur einnig þjófur en hæfileik-
ar hans í þeim efnum hafa gert
hann að hetju i stríðinu. í klaustr-
Stóra svið Borgarleikhússins:
La Cabina 26 - Ein
La Cabina 26 - Ein, eftir Jochen Ulrich, eru
tveir ballettar sem verið er að sýna í Borgar-
leikhúsinu á vegum íslenska dansflokksins og
er næsta sýning annað kvöld. Fyrrnefnda verk-
ið er frægt ballettverk en Ein er frumsamið fyr-
ir íslenska dansflokkinn og fjallar um sam-
skipti mannsins við fíflið í sjálfum sér. Tónlist-
in er höndum hljómsveitarinnar Skárren ekk-
ert og kemur hljómsveitin fram á sýningunni.
Skemmtanir
Jochen Ulrich hefur komið hingað til lands
tvisvar sinnum áður. í fyrra skiptið setti hann
upp Blindingsleik sem unninn var upp úr þjóð-
sögunni um Gilitrutt, við tónlist eftir Jón Ás-
geirsson. Síðara verkið var Ég dansa við þig
sem er án efa mest sótta sýning íslenska dans-
flokksins á 24 ára ferli hans.
Ellefu dansarar koma fram í uppfærslunni:
Birgitte Heide, Julia Gold, Katrín Ingvadóttir,
Katrín Johnson, Lára Stefánsdóttir, Guðmund-
ur Helgason, David Greenall, Grit Hartwig,
Ingo Diehl, Marcello Pareira og Leszek
Kuligowski.
Prír af dönsurunum ellefu sem dansa á Stóra sviöinu í Borg-
arleikhúsinu í kvöld.
Víöa
veruleg
hálka
Á Vesturlandi er þungfært um
Mosfellsheiði og verið að moka
Bröttubrekku. Á Norðausturlandi
er verið að moka Kísilveg og Mý-
Færð á vegum
vatns- og Möðrudalsöræfi, einnig
með ströndinni úr Axarfirði til
Vopnafjarðar. Heiðar á Norður- og
Austurlandi eru sumar hverjau
ófærar, einkum þær sem liggja hátt.
Að öðru leyti er ágæt færð á aðal-
vegum en víða er veruleg hálka.
Ástand vega
0 Vegavinna-aðgát
[D Þungfært
Hálka og snjór
án fyrirstööu
Lokaö
@ Öxulþungatakmarkanir
(g) Fært fjallabílum
Systir Andreu
og Snædísar
Myndarlega stúlkan á
myndinni fæddist á fæð-
ingardeild Landspítalans
28. janúar kl. 15.21. Hún
var við fæðingu 4255
Barn dagsins
grömm að þyngd og 52,5
sentímetra löng. Foreldr-
ar hennar eru Hjördís
Kjartansdóttir og Ómar
Hjaltason. Hún á tvær
systur, Andreu Björk,
sem er átta ára og Snæ-
dísi, sem er tveggja ára.
Kvikmyndir
inu er einnig ungur indverskur
liðsforingi í her Breta.
The English Patient er gerð eft-
ir skáldsögu Michaels Ondaatje.
Handritið skrifaði leikstjórinn
Anthony Minghella. í aðalhlut-
verkum eru Ralph Fiennes, Krist-
in Scott-Thomas, Juliette Binoche
og Willem Dafoe.
Nýjar myndir
Háskólabíó: The Ghost and the
Darkness b'
Laugarásbíó: Koss dauðans
Kringlubíó: Þrumugnýr
Saga-bíó: Ævintýraflakkarinn
Bíóhöllin: Space Jam
Bíóborgin: Að lifa Picasso
Regnboginn: Englendingurinn
Stjörnubió: Tvö andlit spegils
Krossgátan
1 3 r-
3 9
10
ii JT“ J 3
15- Us> J *
TT í 20
zl
Lárétt: 1 jurt, 6 varúð, 8 horfa, 9
eðja, 10 röngum, 11 andi, 13 stunda,
15 björtu, 17 friður, 19 klæði, 20 góð,
21 ákafir, 22 tíðum.
Lóðrétt: 1 hrúgur, 2 kona, 3 dugleg,
4 bítur, 5 tilneydd, 6 gort, 7 snemma,
12 æst, 14 seig, 16 matur, 18 hratt, 19
öðlast, 20 timi.
Lausn á síöustu krossgátu.
Lárétt: 1 mykjan, 8 ösla, 9 gúl, 10
rjóða, 12 sá, 13 kusa, 14 les, 16 æði, 17
regn, 18 sa, 20 goggi, 21 trippið.
Lóðrétt: 1 mörk, 2 ys, 3 klósigi, 4 jað-v
ar, 5 agaleg, 6 nú, 7 slá, 11 juðar, 12
seggi, 15 snið, 16 æst, 20 op.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 63
26.02.1997 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollgenqi
Dollar 70,070 70,430 67,130
Pund 114,690 115,270 113,420
Kan. dollar 51,510 51,830 49,080
Dönsk kr. 10,9960 11,0540 11,2880
Norsk kr 10,5240 10,5820 10,4110
Sænsk kr. 9,4510 9,5030 9,7740
Fi. mark 14,0760 14,1590 14,4550
Fra. franki 12,4280 12,4990 12,8020
Belg. franki 2,0316 2,0438 2,0958
Sviss. franki 48,0400 48,3100 49,6600
Holl. gyllini 37,3000 37,5200 38,4800
Þýskt mark 41,9600 42,1700 43,1800
ít. líra 0,04202 0,04228 0,04396
Aust. sch. 5,9580 5,9950 6,1380
Port. escudo 0,4178 0,4204 0,4292
Spá. peseti 0,4942 0,4972 0,5126
Jap. yen 0,57890 0,58240 0,57890
írskt pund 111,460 112,160 112,310
SDR 96,72000 97,30000 96,41000
ECU 81,3200 81,8100 83,2900
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270