Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Síða 13
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
13
Fréttir
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups:
Munum reyna að flytja inn mjólk
- ef til verkfalls kemur hjá Mjólkursamsölunni
„Við munum leita allra leiða til
að eiga mjólk handa okkar við-
skiptavinum. Við erum vanir því að
reyna að eiga til það sem fólkið þarf
á að halda. Við munum því án vafa
láta okkur detta í hug að flytja inn
mjólk. Það hlýtur að reyna á það ef
til verkfalls kemur. Eins munum
við að sjálfsögðu reyna að fá keypta
mjólk úti um land. Við munum ekki
vúa fyrir okkur að keyra hringinn í
kringum landið eftir nokkrum
mjólkurfemum ef það hjálpar,“
sagði Óskar Magnússon, forstjóri
Starfsmenn Mjólkursamsölunnar hafa greitt atkvæði um boðun verkfalls. At-
kvæðakassar voru innsiglaöir en niðurstöður eiga að liggja fyrir í dag.
DV-mynd PÖK
^ Jóhannes Jónsson í Bónusi:
Avaxtasafi og gos
í stað mjólkur
- ef til verkfalls kemur
„Ég tel að það verði erfitt að
bregðast við verkfalli í Mjólkurs-
amsölunni. Hún á engar birgðir sem
hægt er að ganga í og fólk er fljótt
að hamstra það sem til er. Við höf-
um skoðað þann möguleika að flytja
mjólk inn en ég er ekki trúaður á að
af því verði. Okkar niðurstaða er sú
að allt of dýrt sé að flytja mjólkina
inn í öllum þeim tollaböndum sem
hún er bundin í. Við munum því
hara reyna að selja meira af ávaxta-
safa og gosi,“ sagði Jóhannes Jóns-
son, forstjóri í Bónusi, í samtali við
DV.
Hann benti á að oft væri það svo
að starfsmenn hægðu á sér síðustu
dagana fyrir verkfall og því yrðu
birgðir sjálfsagt minni en vanalega.
Það væri því lítið að gera í stöðunni
annað en að auka söluna á ávaxta-
safa og gosi í staðinn. -S.dór
Leiörétting
Svavar Hávarðsson sagnfræði-
nemi, sem DV ræddi við um bréf
Jónasar Hailgrímssonar, hafði sam-
band við DV í gær og bað um að það
yrði leiðrétt sem kom fram í aðal-
fyrirsögn blaðsins að hann hefði
fundið þetta bréf Jónasar. Það væri
ekki rétt eins og fram kom i sjálfu
viðtalinu. Vitað var að Jónas hafði
skrifað þetta hréf og það er birt í
bréfasafhi hans sem gefið hefur ver-
ið út. Hins vegar rakst Svavar á
bréfið inn í veðurfarsdagbók á
handritadeild Landsbókasafsins.
Bréfið sem slíkt er hið merkasta og
það sem Jónas segir þar er nú að
rætast.
-S.dór
Hagkaups, í samtali við DV.
Óskar bendir einnig á að eins og
mjólk er unnin nú tU dags endist
hún mun lengur en áður. Því ætti
verkfall í Mjólkursamsölunni ekki
að hafa mikil áhrif á mjólkursölu
nokkra fyrstu dagana.
Halldór Björnsson, formaður
Dagsbrúnar, sagði í samtali við DV
að ekki yrðu sett upp bardagavígi
við borgarmörkin til að hindra að-
flutning mjólkur og mjólkurvara
eins og gert var á árum áður. Er því
ótrúlegt að til mikilla verkfallsátaka
komi í sambandi við mjólkina.-S.dór
'uauL'Oxi
SOTT ÚTVARPI
í Fjörkálfinum í DV á föstudögum
Á Bylgjimni á fimmludögum kl. 20
og endurlluttur á
laugardögum kl. 16