Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Qupperneq 28
36 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 nn Verkfallslestin „Ég fullyrði að eftir 10. mars verður bullandi órói á vinnu- markaði. Þá fer verkfallslestin út á teinana og stöðvast ekki fyrr en á Höllustöðum." Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðnaðarsambandsins, í DV. Ummæli Kann að færa í stílinn „Ritstjórinn er þekktur af dugnaði og að kunna að færa í stílinn eins og kallað er þannig að umræðan passi honum og hans skoðanabræðrum.“ Kristján Pálsson, alþingismað- ur, um Össur Skarphéðinsson, í Alþýðublaðinu. Ógæfa mannkynsins „Halldór Laxness sagði að sauðkindin væri ógæfa íslenskr- ar þjóðar. Nú eru Skotar að gera sauðkindina að ógæfu alls mann- kyns með því að búa til Dollý.“ Dr. Kári Stefánsson, í Degi- Tímanum. Stórskrýtið fólk „Þið íslendingar eruð eins og við frá Varmalandi, þaðan sem ég á uppruna minn; stórskrýtn- ir.“ Göran Tunström, rithöfundur, í Alþýðublaðinu. Síðari heimsstyrjöldin var mann- skæðasta styrjöld allra tíma. Mannskæð stríð og orrustur Ekkert stríð hefur kostað fleiri mannslíf en heimsstyrjöld- in síðari sem stóð í sex ár. Áætl- að manntjón er 54.800.000 her- menn og óbreyttir borgarar. Er þá gert ráð fyrir að Rússar hafi misst 25 milljónir manna og að 7.800.000 kínverskir borgarar hafi látið lífið. Mesta blóðtakan var þó í Póllandi en þar féllu 6.028.000 eða 17,2% af íbúum landsins. Blessuð veröldin Mannskæðasta borgara- stríðið Mannskæðasta borgarastrið sögunnar var T’aiping-uppreisn- in. Þar börðust bændur, hliðholl- ir Ming-konungsættinni, gegn heijum Manchu-stjórnarinnar á árunum 1851-1864. Samkvæmt bestu fáanlegum heimildum var manntjón á milli 20.000.000 og 30.000.000, þar á meðal yfir 100.000 manns sem her stjórnar- innar slátraði þegar hann fór ránshendi um Nanking 19.-21. júlí 1864. Hauganesbardagi Mannskæðasti bardagi i ís- landssögunni er Hauganesbar- dagi í Blönduhlíð í Skagafirði 19. apríl 1246. Þá féllu um eitt hund- rað menn. Um sextíu féllu úr 700 manna varnarliði Ásbiminga og um 40 manns úr 600 manna liði Sturlunga. Slydda eða rigning 500 km austsuðaustur af Hvarfi er vaxandi 964 mb lægð sem hreyfist norðnorðaustur. í dag verður allhvöss eða hvöss austanátt með slyddu eða rigningu Veðrið í dag um allt sunnanvert landið. Síðdegis verður allhvöss austanátt, hiti um frostmark og snjókoma norðan til á landinu, en sunnankaldi eða stinn- ingskaldi og súld eða rigning og hiti 1 til 4 stig sunnan til. Allhvöss eða hvöss sunnanátt um austan- og sunnanvert landið í nótt en hvass norðaustan um norðvestanvert landið. Éljagangur norðanlands en skúrir sunnan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi eða stinningskaldi, súld eða rigning og hiti 1 til 4 stig síðdegis. AUhvöss austan- og norð- austanátt og slydduél í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.40 Sólarupprás á morgun: 08.38 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.28 Árdegisflóð á morgun: 09.46 Veórið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað -4 Akurnes léttskýjað -1 Bergstaðir skýjað -3 Bolungarvík snjók. á síð. kls. -1 Egilsstaðir skýjað -5 Keflavikurflugv. hálfskýjað -0 Kirkjubkl. léttskýjaó -4 Raufarhöfn léttskýjað -2 Reykjavík léttskýjað -3 Stórhöfði skafrenningur 2 Helsinki alskýjaó 1 Kaupmannah. léttskýjaö 1 Ósló léttskýjað 2 Stokkhólmur snjóél 3 Þórshöfn rign. á síð.kls. 3 Amsterdam skýjað 4 Barcelona Chicago súld 2 Frankfurt skýjaö 5 Glasgow skýjað 5 Hamborg skýjaö 2 London skýjað 3 Lúxemborg skýjað 4 Malaga heiðskírt 12 Mallorca léttskýjað 6 Miami París léttskýjað 4 Róm þokumóöa 14 New York þokumóða 8 Orlando heiðskírt 18 Nuuk Vín skúr 5 Winnipeg heiðskírt - -19 Tómas R. Einarsson bassaleikari: Djassmenn stofnuðu djassklúbb „Stofnun Múlans átti nokkum aðdraganda. Allt síðasta ár töluðu djassmenn hver við annan um að drifa þyrfti í því að koma upp djassklúbbi þar sem væri tónleika- hald allt árið, meðal annars til að prófa nýtt efni og reka á eftir mönnum að vinna úr hugmynd- um. Síðan gerðist það að djass- deild FÍH hafði í haust forgöngu um fund og þar mættu fimmtíu hljóðfæraleikarar og var kosin undirbúningsnefnd,” segir Tómas R. Einarsson, bassaleikari og tón- skáld, sem var einn þeirra sem kosnir vom í undirbúningsnefnd- ina, aðrir vom Jón Kaldal, Pétur Grétarsson og Ólafur Jónsson. „Undirbúningsnefndin hafði síð- an samband við Jakob veitinga- mann á Jómfrúnni. Þann stað Maður dagsins völdum við þar sem hann er vel til þess fallinn og þar höfðu verið nokkur djasskvöld. Þegar frágeng- ið var með staðinn var farið að skipuleggja þriggja mánaða dag- skrá. Við göngum til leiks styrkja- lausir og það eina sem klúbburinn fékk var flygill sem Heiti pottur- inn átti, eða frekar þeir sem spil- uðu í Heita pottinum á sínum tíma Tómas R. Einarsson. því þeir spiluðu fyrir honum. Flygillinn hafði verið á flakki en var síðast á Sóloni íslandusi." Tómas segir að fyrsta kvöldið hafi verið ,jamsession“ sem hafi heppnast mjög vel: „Klúbburinn er til reynslu í þrjá mánuði og eftir það verður skoðaö hvemig málin standa. Miðað við viðtökur hingað til er engin ástæða til annars en framhald verði á.“ Tómas var spurður um nafhið Múlinn: „Jón Múli Árnason er einn þekktasti djassmaður íslands og hefur hann verið óþreytandi að kynna djassinn í útvarpi fyrir landsmönnum í hálfa öld og auk þess samið ijölda laga. Okkur þótti því við hæfi að heiðra hann með því að láta djassklúbbinn heita í höfuðið á honum.“ Tómas spilaði á opnunarkvöld- inu en hann mun spila nýja tónlist eftir sig 21. mars. „Það sem ég kem til með að spila ásamt hljómsveit, sem ekki er fullformuð enn þá, er tónlist sem ég hef verið að glíma við í hálft ár. Stærsti hlutinn eru lög þar sem ég reyni að hugsa út frá kontrabassanum, set hann hálfan fram fyrir ef svo má segja, þannig að kontrabassinn er ekki ofan á öllu öðru heldur er ég að vefja djúpu tónana í honum inn í laglínuna. Þetta er öðruvísi en ég hef gert áður og kostar mig mikla umhugsun. Tómas hefur verið upptekinn viö spilamennsku að undanfomu og lítinn tíma haft til að sinna lagasmíðunum en segist nú ætla að vinna við útsetningar fram að tónleikunum: „Ég hef verið mikið á flakki milli skóla með Jazzkvar- ett Reykjavíkur að undanfömu, síðan fór ég til Grænlands með Tríói Ólafs Stephensens, þannig að segja má að ég sé að koma að tón- smíðunum aftur." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1746: Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Anna Elísabet Borg og Kjartan Guðjónsson í hlutverkum sínum. Konur skelfa Stutt er síðan sýningar hófust aftur á leikritinu Konur skelfa í Borgarleikhúsinu og er næsta sýning í kvöld. Síðastliðinn vet- ur var leikritið sýnt við mikla aðsókn og vakti bæði athygli og umtal. Höfundurinn Hlín Agn- arsdóttir, sem jafnframt er leik- stjóri, kallar verkið toilet-drama, enda gerist það á kvennaklósetti á skemmtistað í miðborg Reykja- Leikhús víkur. Þar kynnumst viö ólikum konum á öllum aldri og einum myndarlegum karlmanni sem eru úti að skemmta sér ó laugar- dagskvöldi. í fyrra urðu sýningar á Konur I skelfa 56 talsins á Litla sviði Borgarleikhússins og var það vegna fjölda áskorana að farið var að sýna verkiö aftur. Með hlutverk í Konur skelfa fara Val- gerður Dan, María Ellingsen, Anna Elísabet Borg, Steinunn Ólafsdóttir, Ásta Amardóttir og Kjartan Guðjónsson. Tónlistin í sýningunni er samin og flutt af hljómsveitinni Skárr’en ekkert. Bridge Þær eru margar stöðurnar þar sem nauðsynlegt er að dobla loka- samninga til þess að tryggja sér | góða skor og það á mjög oft við í tví- menningi. En gæta verður þess að doblið er tvíeggjað vopn, það gefur upplýsingar um slæma legu og get- ur oft komið sagnhafa að gagni. Skoðum hér eitt spil úr tvímenn- ingskeppni sem dæmi. Sagnir ganga þannig, suður gjcifari og a-v á hættu: 4 2 *4 G4 •f ÁKD42 * Á10532 4 9654 *4 KD8 4 1075 * KD6 4 ÁKG3 «4 Á109532 4 G9 * 8 Suður Vestur Norður Austur 1 4» pass 1 Grand pass 2*4 pass 2 4 pass 3*4 pass 34 pass 4 «4 pass 4 4 pass 5 4 pass 6 «4 pass pass dobl p/h Kerfi n-s var Relay-spumarkerfi c og fyrstu fjórar sagnir norðurs voru spurnarsagnir um hendi suðurs. Suður var búinn að lýsa skipting- unni 4-6-2-1, báðum hálitaásunum og kóng í öðrum hvorum hálitanna. Vestur var að spila tvímenning og sá að hann átti tvo „örugga” slagi á KD8 í trompinu og doblaði þvi sig- urviss. Doblið leiddi hins vegar sagnhafa á vinningsbrautina. Vest- ur spilaði út laufkóngnum sem sagnhafi drap á ás, trompaði lauf, spilaði tígli á ás og trompaði aftur ( lauf. Hann tók síðan tvo hæstu á spaða, trompaði spaða og tók slag til viðbótar á tígulkóng. Til aö stytta ; sig í trompi trompaði hann lágan tígul og trompaði spaða með síðara trompi blinds. í blindum var nú eft- ir 42 í tígli og lauftía en Á109 í trompi á hendi sagnhafa. Vestur átti eftir KD8 í trompinu og þvi gat sagnhafi einfaldlega spilað hvaða spili sem er úr blindum, trompað með tíunni og lagt upp. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.