Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
37
Landsleikur í
handbolta
í kvöld fer fram síðari lands-
leikur íslendinga við Egypta og
hefst hann kl. 20.15 í Smáran-
um. Um er að ræða vináttuleik
og er hann liður í undirbúningi
íslands fyrir heimsmeistara-
keppnina i Japan. í kvöld verð-
ur einnig leikið i Úrvalsdeild-
íþróttir
inni í körfubolta og eru á dag-
skrá fimm leikir. Á Akranesi
leika ÍA og Breiðablik, í Borgar-
nesi Skallagrímur og Þór, í
Grindavík leika heimamenn við
Njarðvikinga, á Sauðárkróki,
Tindastóll og Haukar og í
Reykjavík ÍR og KR.
Diskótekið
Rocky á
Kaffi
Reykjavík
Þeir sem eru að
hugsa um að taka
danssporin í kvöld
ættu að bregða sér
á Kaffi Reykjavík,
en þar verður boð-
ið upp á dansleik Grétar Laufdal
frá kl. 10-01. Það er ásamt tækjum
diskótekið Rocky sínum.
sem framleiðir tón-
listina, en við stjómvölinn er Grét-
ar Laufdal, en hann hefur rekið
diskótekið frá þvi í haust.
Ferðakvöld Grikk-
landsvina
Grikklandsvinafélagið Hellas
efnir til kynningarfundar í Nor-
ræna húsinu í kvöld kl. 20.30.
Kynnt verður Þessalóníka,
menningarborg Evrópu í ár, og
fyrirhuguð Grikklandsferð. Þor-
steinn Þorsteinsson segir frá
Þessalóníku og Sigurður A.
Magnússon og Þorsteinn Magn-
ússon segja frá fyrirhugaðri
Grikklandsferð.
Samkomur
Q4U á Gauknum
Pönksveitin Q4U mun leika
fyrir gesti á Gauki á Stöng í
kvöld.
Er sköpunargáfan
vænlegasti virkjunar-
kosturinn?
er yfírskrift nýsköpunar-
þings sem haldið veröur á morg-
un í Loftkastalanum kl. 13-17. Á
þinginu verður meðal annars af-
hending nýsköpunarverðlauna
Útflutningsráðs og Rannsóknar-
ráðs 1997.
Heimilið, staður vaxt-
ar og blessunar
í kvöld kl. 20.30 hefjast á ný
fræðslufundir á vegum Reykja-
víkurprófastsdæmis eystra.
Verða fundimir i Breiðholts-
kirkju í Mjódd. í kvöld flytur dr.
Arnfríður Guðmundsdóttir fýr-
irlestur sem hún nefnir: Heimil-
ið, staður vaxtar og blessunar.
Rithöfundar og bæjar-
stjóri lesa í Gerðar-
safni
í dag kl. 17 fara þrir gestir
með verk sín á upplestri Ritlist-
arhóps Kópavogs í Gerðarsafni.
Þetta em rithöfundarnir Kristín
Jökulsdóttir, Jónas Þorbjarnar-
son og Sigurður Geirdal, bæjar-
stjóri í Kópavogi.
Félagsfundur Dags-
brúnar
verður haldinn í dag kl. 13 í
Bíóborginni við Snorrbraut.
Loftkastalinn:
Afrískir dansarar
og eldgleypir
Dulúðugt andrúmsloft mun
myndast í Loftkastalanum í kvöld
þegar vestur-afríski danshópurinn
Allatantou stigur þar á svið. Með-
limir hópsins eru frá Gíneu, Gamb-
íu og Martiník. Forsprakki hópsins
er Abdoulaye Camara frá Gíneu.
Hann hefur haldið sýningar og nám-
skeið víða um heim og er af þekktri
dansfjölskyldu í Gíneu. Abdoulaye
hefur meðal annars staðið fyrir al-
þjóðlegum námskeiðum í heima-
landi sínu í trumbuslætti og Afríku-
dönsum.
Það mun þvi ríkja sannkölluð
frumskógarstemning þegar Abdo-
ulaye og félagar hans dansa gíneska
dansa sem þróast út í að dansarinn
gleypir eld, ásamt því að setja log-
andi bómull í munn sér og draga
eldinn milli fóta sér og höndla eld-
inn í lófum sínum. Þess má geta að
Allatantou-hópurinn kennir nú í
Listdansskóla Islands og Kramhús-
inu.
Allatantou-hópurinn sýnir afrískan dans í Loftkastalanum í kvöld.
Ófært um
Fróðárheiði
Á Vesturlandi er þungfært og á
Snæfellsnesi er ófært um Fróðár-
heiði og þungfært um Kerlingar-
skarð og er þar skafrenningur. Á
sunnanverðum Vestijörðum er ver-
Færð á vegum
iö að moka Mikladal og Hálfdán, en
ekki var vitað í morgun um færð á
Kleifaheiði. Á Austfjöröum er verið
að moka Fjarðarheiði. Að öðru leyti
er færð nokkuð góð, en víða er veru-
leg hálka.
í kvöld verður á Kafíi Puccini, Vitastíg lOa,
kynnt nýtt kaffi frá Bandaríkjunum sem heitir
Jazziz. í tengslum við kynningu þessarar nýju
kaffitegundar, sem er sú 31. sem Puccini býður
upp á, verður haldið djasskvöld á Puccini og er
það hið vel þekkta Tríó Bjöms Thoroddsens sem
leikur fyrir gesti staðarins. Tríóið er skipað Birni
Thoroddsen sem leikur á gítar, Ásgeiri Óskars-
syni, trommur, og Gunnari Hrafnssyni, bassa.
Tríó Bjöms Thoroddsens mun leika frá kl. 21-23.
Skemmtanir
Djasskvöld hjá Puccini
Blús á Sir Oliver
Að venju er tónlistarkvöld á Sir Oliver á
fimmtudagskvöldum og í kvöld er það blúsmeist-
arinn sjálfur, Halldór Bragason, sem mætir með
hljómsveit sína, Vini Dóra, og leikur fýrir gesti
staðarins. Vinir Dóra hafa haldið upp merki blús-
ins hér á landi um árabil og gefið út plötur sem
hafa fengið góða dóma. Sir Oliver er nýlegur bar
og skemmtistaður sem er við Ingólfsstræti i
Reykjavík. Björn Thoroddsen skemmtir ásamt tríói sínu á Puccini f
kvöld.
Ástand vega
m Hálka og snjór
án fyrirstööu
Lokaö
s Vegavinna-aögát
CD Þungfært
@ Öxulþungatakmarkanir
© Fært fjallabílum
Jóhanna María og Vigdís
Fríða eignast bróður
Litli drengurinn á
myndinni, sem hlotið hef-
ur nafniö Sigfús Andri,
fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 6. febrúar.
Hann var viö fæðingu
Barn dagsins
3700 grömm og mældist 49
sentímetra langur. For-
eldrar hans eru Guðrún
Kr. ívarsdóttir og Þor-
valdur Siggason. Sigfús
Andri á tvær systur, Jó-
hönnu Maríu, sem er
þriggja ára, og Vigdísi
Fríðu sem er átján mán-
aða.
Trini Alvarado leikur ekkju
glæpamanns sem þarf aö búa
viö það að maöur hennar er orö-
inn draugur.
Ærsladraugarnir
Ærsladraugarnir (The
Frighteners), sem Bíóhöllin sýnir,
fjalla á kómískan hátt um vina-
samband á milli dauðra og lif-
andi. Aðalpersónan er Frank
Bannister (Michael J. Fox) sem er
í góðu sambandi við nokkra
drauga en þó eru ekki allir draug-
ar sáttir við hann. Til dæmis þeg-
Kvikmyndir
ar hann er að borða kvöldverð
með fallegri ekkju þá er framlið-
inn eiginmaður hennar alltaf að
trufla þau. En Bannister á þrjá
vini meðal drauganna sem reyn-
ast honum vel og satt best að
segja á hann mun auðveldara með
að eignast vini meðal drauga
heldur en lifandi vera.
Framleiðandi er Robert Zemen-
icks sem hefur alla tíð haft gaman
af að leika sér með tækninýjung-
ar, má nefna myndir hans Death
Becomes Her og Forest Gump.
Leikstjóri er Nýsjálendingurinn
Peter Jackson en mynd hans,
Heavenly Creatures, vann til
margra verðlauna.
Nýjar myndir
Háskólabíó: The Ghost and the
Darkness
Laugarásbíó: Koss dauðans
Kringlubíó: Þrumugnýr
Saga-bíó: Ævintýraflakkarinn
Bíóhöllin: Space Jam
Bíóborgin: Að lifa Picasso
Regnboginn: Englendingurinn
Stjörnubíó: Tvö andlit spegils
Á NÆSTA
SÖLUSTAÐ
EÐA
ÍÁSKRIFT
ÍSÍMA
550 5752
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 65 \
27.02.1997 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 70,470 70,830 67,130
Pund 114,960 115,550 113,420
Kan. dollar 51,500 51,820 49,080
Dönsk kr. 10,9400 10,9980 11,2880
Norsk kr 10,4980 10,5560 10,4110
Sænsk kr. 9,4320 9,4840 9,7740
Fi. mark 14,0210 14,1040 14,4550
Fra. franki 12,3710 12,4420 12,8020
Belg. franki 2,0213 2,0335 2,0958
Sviss. franki 47,6800 47,9400 49,6600
Holl. gyllini 37,1000 37,3200 38,4800
Þýskt mark 41,7300 41,9500 43,1800
ít. líra 0,04190 0,04216 0,04396
Aust. sch. 5,9290 5,9660 6,1380
Port. escudo 0,4154 0,4180 0,4292
Spá. peseti 0,4919 0,4949 0,5126
Jap. yen 0,58260 0,58610 0,57890
írskt pund 111,350 112,040 112,310
SDR 96,94000 97,52000 96,41000
ECU 81,0600 81,5400 83,2900
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270