Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
Fréttir______________________________________________x>v
Ný skoðanakönnun DV á afstöðu til stjórnmálaflokkanna:
Alþýðubandalagið bætir
mestu fylgi við sig
- Sjálfstæðisflokkur, Kvennalisti og Alþýðuflokkur dala og Framsókn upp á ný
Skipan þingsæta
— samkvæmt skoöanakönnun —
Alþýöubandalagið er í mestri sókn
íslenskra stjómmálaflokka ef marka
má nýja skoðanakönnun DV á fylgi
flokkanna og er orðinn sá
næststærsti á eftir Sjálfstæðisflokkn-
um. Sá flokkur tapar nokkru fylgi
sem og Kvennalistinn og Alþýðu-
flokkur dalar lítiliega. Framsóknar-
flokkurinn er á uppleið á ný. Þetta
eru helstu niðurstöður könnunarinn-
ar sem gerð var í síðustu viku af
markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar
hf.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
1200 manns, jafnt skipt á mifli höfuð-
borgarsvæðis og landsbyggðar sem
og kynja. Spurt var: „Hvaða lista
mundir þú kjósa ef þingkosningar
færu fram núna?“
Af úrtakinu öllu sögöust 10 pró-
sent ætla að styöja Alþýðuflokkinn,
12,1 prósent Framsóknarflokkinn,
26,5 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 12,5
prósent Alþýðubandalagið, 0,7 pró-
sent Þjóðvaka og 1,7 prósent Kvenna-
listann.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust
15,8 prósent ætla að kjósa Alþýðu-
flokkinn, 19,1 prósent Framsóknar-
flokkinn, 41,8 prósent Sjálfstæðis-
flokkinn, 19,7 prósent Alþýðubanda-
lagið, 1,1 prósent Þjóðvaka og 2,6 pró-
sent ætluðu að greiða Kvennalistan-
um atkvæði sitt.
Miðað við síðustu könnun DV í
byrjun febrúar sl. hefur fylgi Alþýðu-
flokksins minnkað um 0,8 prósentu-
stig, Framsóknarflokkurinn bætt við
sig 2,2 prósentustigum, Sjálfstæðis-
flokkur misst 3,7 prósentustig, fylgi
Alþýðubandalagsins aukist um 3,7
prósentustig, fylgi Þjóðvaka minnkað
um 0,1 prósentustig og Kvennalistinn
dalar enn, fer úr 3,8 prósentum í 2,6
prósent. Frá könnun DV í júní í fyrra
hetúr fylgi Kvennalistans minnkað
um 2,9 prósentustig.
í könnuninni voru 32,3 prósent að-
spurðra óákveðin í afstöðu sinni til
flokkanna og 4,3 prósent vildu ekki
svara spumingunni. Þetta eru mun
fleiri sem taka afstöðu en í síðustu
könnun, sem var með 600 manna úr-
tak, þegar hlutfall óákveðinna var
42,1 prósent og þeirra sem neituðu að
svara var 5,7 prósent.
Sé þingsætum skipt á milli flokka
samkvæmt fylgishlutfafli í könnun-
inni fengi Alþýðuflokkurinn 10 þing-
menn líkt og í síðustu könnun en
tveimur fleiri en í síðustu kosning-
um. Rétt er að árétta að þingflokkar
Alþýðuflokks og Þjóðvaka hafa verið
sameinaðir i þingflokk jafnaöar-
manna með afls 12 þingmenn. Flokk-
amir era til eftir sem áður og miðast
könnunin við það.
Framsóknarflokkurinn fengi 12
þingmenn ef kosið yrði núna. Það er
tveimur sætum meira en í síðustu
könnun en þremur færri en era á
þingi í dag.
Sjálfstæðisflokkur myndi fá 27
menn á þing sem er tækkun um fjög-
ur sæti frá síðustu könnun DV fyrir
mánuði en fjölgun um tvö frá kosn-
ingum.
Alþýðubandalagið er sem fyrr seg-
ir í mestri sókn. Það fengi 13 menn á
þing samkvæmt könnuninni sem er
fjölgun um þijá þingmenn frá síðustu
könnun sem og kosningunum vorið
1995.
Líkt og í mörgum fyrri könnunin
DV kemst Þjóðvaki ekki á blað hvað
þingmannafjölda varðar. Flokkurinn
er með fjóra fulltrúa á Alþingi í dag.
Enn fellur fylgi Kvennalistans og
hann næði aðeins 1 þingmanni kjöm-
um ef kosið yrði í dag en hefur 3 á
hinu háa Alþingi. Var með 2 þing-
menn í síðustu könnun.
Þegar svör aðspurðra era skoðuð
eftir búsetu kemur enn og aftur í ljós
hvaö Framsóknarflokkurinn er
sterkur á landsbyggðinni en að sama
skapi veikari á höfuðborgarsvæðinu.
Ríflega sjö af hverjum tíu í fylgisliði
Framsóknar koma af landsbyggðinni.
í öðrum flokkum er ekki svo mikifl
munur eftir búsetu kjósenda nema
hvað stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins era ívið fleiri á höfuðborg-
arsvæðinu en landsbyggðinni.
Kratar aö missa hylli
kvenna?
Sé afstaðan skoðuð eftir kynjum
vekur athygli hvað Alþýðuflokkur
virðist hafa misst hylli kvenna. Hlut-
fall kvenna er tæp 38 prósent sam-
kvæmt könnuninni sem er hvergi
svona lágt í öðrum flokkum. -bjb
Könnun DV á viðhorfi kjósenda til sameiginlegs framboðs á vegum Grósku:
Lítill hljómgrunnur á vinstri væng
I Já ■ Nel Óákv.
svara ekki
Myndi Gróskuframboð breyta afstöðu kjósenda?
- greining eftir stuöningi viö flokkana -
(kl
;■ . >
ir»i!a
Fimmtungur kjósenda væri reiðu-
búinn til að breyta afstöðu snmi til
flokkanna ef framboð yrði á vegum
Grósku, félags jafnaðar- og félags-
hyggjumanna. Litill hljómgrunnur
virðist hins vegar vera fýrir sámeig-
inlegu framboði innan stjómarand-
stöðuflokkanna. Helst era það stuðn-
ingsmenn Alþýðubandalagsins sem
myndu breyta afstöðu sinni en þorri
framsóknarmanna virðist engan
áhuga hafa á slíku framboði.
Þetta era helstu niðurstöður skoð-
anakönnunar DV á viðhorfi kjósenda
til sameiginlegs framboðs jafnaðar-
og félagshyggjumanna. Spurt var í
kjölfar spumingar um fylgi við
sljómmálaflokka sem bjóða sig fram
til Alþingis. Könnunin fór fram í síð-
ustu viku og var framkvæmd af
markaðsdeild Fijálsrar fjölmiðlunar
hf.
Líkt og í könnuninni hér að ofan
var úrtakið 1200 manns, jafht skipt á
milli höfuðborgar og landsbyggðar
sem og kynja. Spurt var: „Myndi það
breyta afstöðu sinni ef framboð verð-
ur á vegum Grósku, félags jaftiaðar-
og félagshyggjumanna?"
Sé tekið mið af svörum allra í
könnuninni játuðu 17,8 prósent því
að Gróskuframboð myndi breyta af-
stöðu sinni, 71,3 prósent sögðu nei,
9,8 prósent vora óákveöin og 1,1 pró-
sent neituðu að svara spumingunni.
Alls tóku þvi tæp 90 prósent úrtaks-
ins afstöðu til spumingarinnar.
Ef aöeins era teknir þeir sem af-
stöðu tóku sögðust 20 prósent ætla að
breyta afstöðu sinni til flokkanna en
80 prósent svöruðu neitandi.
Afstaða kjósenda til sameiginlegs
framboðs virðist ekki vera háð kyni
eða búsetu. Helst er aö karlar séu
meira reiðubúnir en konur til að
skipta um flokk.
Lítill áhugi hjá framsóknar-
mönnum
Þegar afstaðan er skoöuð eftir því
hvaða lista aöspurðir myndu kjósa
til Alþingis I dag þá kemur ýmislegt
fróðlegt í ljós. Staðfestur er lítill
áhugi framsóknarmanna á sameigin-
legu framboði á vinstri vængnum.
Aðeins 11 prósent flokksmanna era
reiðubúnir til að breyta afstöðu
sinni, 82,9 prósent sögðu nei og 6,2
prósent voru óákveðin í afstöðu
sinni eða vildu ekki svara spurning-
unni.
Sex af hverjum tíu stuðnings-
mönnum Alþýðuflokksins, eða 59,5
prósent, telja Gróskuframboð ekki
breyta afstöðu sinni, 27,3 prósent
svöruðu því játandi og 13,2 prósent
vora óákveðin eða svöruðu ekki.
Sameiginlegt vinstri framboð
myndi breyta afstöðu 4,4 prósenta
sjálfstæöismanna og 6,3 prósent yrðu
óákveðin. Slíkt framboð myndi engu
breyta hjá 82,9 prósentum sjálfstæð-
ismanna.
Hljómgrunnur fyrir sameiginlegu
framboði er mestur innan raða Al-
þýðubandalagsmanna ef marka má
könnunina. Alls 36,8 prósent flokks-
manna svöraðu spumingunni ját-
andi, 49,3 prósent sögðu nei og 13,8
prósent voru óákveðin eða neituðu
að svara spurningun'ni.
Greining af þessu tagi telst varla
marktæk hjá Þjóðvaka og Kvenna-
lista sökum lítils fylgis við þá flokka.
Áhugi á sameiginlegu framboði virð-
ist hins vegar vera álíka lítill og hjá
ööram flokkum stjórnarandstöðunn-
ar. -bjb
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já
Nal
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Býstu við verkföllum?
Myndi Gróskuframboð
breyta afstöðu kjósenda?
- niöurstaöa skoöanakönnunar DV 25. til 26. febrúar 1997-
Ef a&eins eru teknir þeir sem tóku
öákv. afstööu verða niöurstööurnar þessar:
svara ekki