Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 3. MARS 1997 Kók og skatturinn „Næst þegar fólk kjagar út úr Hagkaupi með tíu lítra helgar- skammtinn af kóki skyldi það minnast þess að þar með var það að styrkja fyrirtæki sem neytir allra bragða til að víkjast undan því að greiða sinn skerf til sam- félagsins." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í Alþýðublaðinu. Ætlar á toppinn „Ég ætla á toppinn, hvar sem ég geri það.“ Vernharð Þorleifsson júdó- kappi, sem ætiar að gerast norskur ríkisborgari, í Degi- Tímanum. Ekki bara þreyttur held- ur einnig öskuillur „Ég er ekki bara þreyttur á þessu ástandi, heldur er ég öskuillur yfir þeirri skítlegu meðferð islenskra fyrirtækja og íslensks atvinnuiífs á saklausu og bjargarlausu íslensku verka- fólki." Ólafur B. Baldursson verka- maður, á almennum fundi Dagsbrúnar. Ummæli Torg þykjustunnar „Það getur varla verið hag- kvæmt, ekki einu sinni á torgi þykjustunnar, að hafa ekkert frambærilegt annað en eilífa sameiningu markaða og tilfærsl- ur á sama fólki.“ Guðbergur Bergsson rithöf- undur, í DV. Eiffel-turninn var hæsti turn sem reistur var fyrir tíma sjón- varpsmastranna. Turnar og möstur Heimsins hæsta mannvirki er loftnestsstöng útvarpsins í Var- sjá. Stöngin er 646 metra há. Hún var fullgerð 1974 og tekin í notk- un 22. júli sama ár. Þyngdin á þessu mannvirki er 550 tonn og hófst vinna við það í júlí 1970. Með þessu mannvirki náðist aft- ur til Evrópu met sem haldist hafði i Bandaríkjunum allt síðan Chrysler-byggingin í New York fór upp fyrir Eiffel-tuminn í Par- ís árið 1929. Hæsti sjálfberandi timi Möstrum er haldið uppi með stögum, en stærsti sjálfberandi turn í heimi er hinn 555 metra hái CN-turn i Topronto í Kanada. Smíði turnsins sem er úr styrktri þg eftirspenntri steypu lauk 1974. í 347 metra hæð er veitingastaður sem tekur 416 manns og snýst hann um sjálfan sig. í góðu skyggni má sjá allt að 120 km vegalengd. Eldingu slær niður í efsta hluta turnsins um það bil 200 sinnum á ári. Blessuð veröldin Eiffel-turninn Eiffel-turninn er hæsti turn fyrir tíma sjónvarpsmastranna. Hann var reistur fyrir heimssýn- inguna árið 1900 og lauk smíði hans í mars 1899. Eiffel-tuminn er 300 metra hár sem þykir ekki mikið í dag, en hann er og verð- ur frægasti turn í heimi. þess má geta að í stormi svignar hann um allt að 13 sentímetra. Kaldi og él Kröpp 945 mb lægð hreyfíst hægt norðaustur og grynnist og 960 mb lægð 200 km suður af Reykjanesi hreyfist norðaustur og grynnist einnig. Veðrið í dag í dag má búast við suðvestan- kalda og éljum sunnan- og vestan- lands en norðan- og norðaustangolu eða kalda með smáéljum við norð- austurströndina. Það verður bjart veður norðaustanlands í fyrstu en vaxandi sunnanátt og hlýnandi veð- ur síðdegis. Sunnanlands verður þurrt og bjart veður. Frost verður á bilinu 1-8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18:53 Sólarupprás á morgun: 8:25 Síðdegisflóð í Reykjavík: 12:50 Árdegisflóð á morgun: 1:40 Veðriö kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri hálfskýjaó -5 Akurnes léttskýjaö -2 Bergstaöir skýjað -15 Bolungarvík skafrenningur -2 Egilsstaöir snjókoma -3 Keflavíkurflugv snjókoma -2 Kirkjubkl. snjóél -3 Raufarhöfn snjóél á síö. kls. -4 Reykjavík snjókoma -3 Stórhöfði snjókoma 0 Helsinki þokumóða 3 Kaupmannah. rigning og súld 10 Ósló skýjaö 8 Stokkhólmur súld 6 Þórshöfn skýjaö 0 Amsterdam rigning á síó. kls. 12 Barcelona þokumóöa 13 Chicago alskýjaö 0 Frankfurt léttskýjaö 16 Glasgow skúr á síö. kls. 6 Hamborg skýjaó 13 London rigning á síö. kls. 11 Lúxemborg skýjaö 15 Malaga léttskýjaö 19 Mallorca Miami skýjaö 16 París skýjað 13 Róm léttskýjað 18 New York þokuruöningur 6 Orlando skýjað 19 Nuuk léttskýjað -23 Vin skýjaö 13 Winnipeg heiðskýrt -24 Reynir Þór Reynisson, formaður Skotdeildar Keflavíkur: Smáþjóðaleikarnir spennandi verkefni félagsmönnum að fá alla þessa skot- menn i heimsókn til okkar og ég er fuilviss um að margir landsmenn munu fylgjast með keppninni." Skotdeild Keflavíkur var stofnað 1984 en hefur starfað sleitulaust frá 1987 og eru 80 félagsmenn skráðir í félaginu. Þetta er þriðja árið í röð sem Reynir er formaður en hann er flinkur skotmaður sem byrjaði að skjóta úr haglabyssu 1989 en var bú- inn að skjóta úr riffli og skamm- byssu nokkur ár þar á undan. Reyn- ir er búinn að vera landsliðsmaður í haglabyssuskotfimi síðan 1993. Hann vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikum smáþjóða í Lúxem- borg 1995 og er fyrsti og eini íslend- ingurinn sem hefur unnið til verð- launa í grein sinni. Þá hefur hann unnið til margra annarra verðlauna og verið valinn skotmaður Suður- nesja flögur síðustu árin. Áhugamál- in eru fá fyrir utan skotfimi og fjöl- skyldu. „Sumarið er fullbókað í skotfimi. Mér frnnst gaman að fara í fjallaferðir á vetuma en það hefur verið lítið um það síðustu ár vegna anna I starfL" Reynir vinnur hjá véladeild varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Eiginkona Reynis er Sig- urlaug Hanna Jóhannsdóttir og eiga þau einn dreng, Inga Þór, sem er tveggja ára. -ÆMK Myndgátan DV, Suðurnesjum: „Þetta er stærsti viðburður sem hefur átt sér stað í sögu skothreyf- ingarinnar og mikiil heiður að fá að taka þátt. Við ætlum okkur að halda leikana með miklum sóma og hefur undirbúningur staðið síðan í janúar i fyrra,“ sagði Reynir Þór Reynis- son, formaður skotdeildar Keflavík- ur, sem halda Ólympíuleika smá- þjóða í skotfimi í aðstöðu sinni í Heiði í Höfnum, Reykjanesbæ, 3.-7. júní í sumar. Keppt verður í 5 grein- um; skotfimi, loftskammbyssu, loft- rifjfli og þremur haglabyssugreinum. Skotdeild Keflavíkur hefur staðið i ströngu í rúmt ár við að fegra skot- svæði sitt og keypt ný tæki og tól. „Við erum búnir að fjárfesta í svo- kallaðri trapgryfju. Hún er 20 metra Maður dagsins löng með 15 kastvélum og kostaði í kringum 5 milljónir. Gryfjan er steypt og unnin í sjálfboðavinnu. Þá þurfum við að færa veg og ætlum að fegra svæðið enn betur með tyrfingu og setja niður plöntur." Reynir segir að áætlaður kostnað- ur við að halda keppnina verði í kringum 10 milljónir fýrir utan alla sjálfboðavinnu sem er gífurleg. Til Reynir Þór Reynisson. að fjármagna dæmið að hluta til seg- ir Reynir að deildin hafi gert 3 ára samning við íþróttaráð Reykjanes- bæjar. Einnig hafa ýmsir styrktar- aðúar og félagsmenn deildarinnar komið þar nálægt með ýmsum fjár- framlögum. „Við gerum ráð fýrir 60-80 keppendum og fylgdarliði. Þá verða 50-60 starfsmenn á meðan keppnin stendur yfir. Það eru frá- bærir skotmenn sem munu mæta. Kýpurbúar eru með þeim 15 bestu í heiminum og eru gríðarlega sterkir. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur Veldur ekki málinu Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. DV Næstsíöasta umferöin f 1. deild kvenna í körfunni hefst f kvöld. Körfubolti og handbolti Allt er á rólegu nótunum í inn- lendum iþróttum í dag enda að baki mjög svo viðburðarík helgi. Deildakeppnin í körfuboltanum er að ljúka og í kvöld hefst 20. um- ferðin og sú næstsíðasta í 1. deild kvenna, einn leikur er á dagskrá, er það viðureign ÍS og ÍR sem fram fer í Kennaraháskólanum og hefst leikurinn kl. 20. Þá eru fjór- ir leikir í unglingaflokki. íþróttir Deildakeppnin í handboltanum er einnig á lokastigi og liður brátt að úrslitakeppninni. í kvöld er einn leikur í 2. deild karla, eru það KR og Ögri sem leika í Laug- ardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 19.00. í kvöld eru einnig nokkr- ir leikir í 1. flokki og 2. flokki karla. Keppni í 2. deild heldur áfram á morgun, en þá leikur Víkingur við Breiðablik í Smár- anum. Víkingur hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur og er þeg- ar búið að tryggja sér sæti í 1. deild næsta vetur. Bridge Spilin i aðalsveitakeppni Bridge- félags Reykjavíkur, sem lauk síðast- liðinn miðvikudag, voru forgefin. Sömu spil voru spiluð á öllum borð- um og mikil skiptingarspil voru al- geng í síðustu umferðinni. í þessu spili er vandratað í besta samning- inn fyrir NS en fjögurra hjarta samningurinn á skástu möguleik- ana á að standa. Norður á hins veg- ar allsérstæða skiptingu og margir spilaramir í norður lentu í erfið- leikum með að meðhöndla hendina. Stærsta slysið var þó í þeim sögnum sem hér fara á eftir, norður gjafari og allir á hættu: 4 3 4 KG65 * 9 4 — * ÁKG1 N 2 0764 4 Á974 V K5 ♦ ÁD9875 V A * D107 4 K432 * D952 S 4 83 Norður 4 D108 ÁG86432 ♦ G106 4 — Austur Suður Vestur 1 4 pass 4 4 pass 4 * pass 4 •* pass 4 Grönd pass 6 4 pass 7 * Dobl p/h Það er ekki hægt að segja annað en að sagnir einkennist af slöku mati á spilunum. Kerfið var stand- ard og eðlilega opnunin á hendi norðurs, er að vekja á einu laufi og tvísegja svo spaðann til að sýna 5-6+ skiptingu í spaða og laufl. Suður gefur slemmuáskorun með 4 laufum sem eiga að lofa 4+ spilum í spaða og stuttlit í laufi. Hendi suðurs upp- fyllir ekki þau skilyrði auk þess sem gengið er framhjá góðum hjartalit. Fjögur lauf ættu að draga úr spilum norðurs, en hann getur ekki stillt sig um að segja frá fyrir- stöðu í tígli. Suður ofmetur enn spil- in og segir frá hjartafyrirstöðu. Þeg- ar kemur að norðri að segja við 6 spöðum, telur hann sig enn eiga eitthvað vansagt og lyftir í alslemmu. Þá var austri nóg boðið. Þrátt fyrir að útspilið hafi verið hjarta, en ekki tígull, missti sagn- hafi gjörsamlega vald á tromplitn- um og fór 6 niður. 1700 til AV var verðskulduð refsing. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.