Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 16
16 * ɧenning MANUDAGUR 3. MARS 1997 Stærðfræðiskammdegið Námsefhi hefur verið til um- ræðu vegna nýlegrar rannsóknar þar sem meðad annars kom fram að íslensk böm stæðu sig ekki eins vel í stærðfræði og börn í Asíu. Við leituðum álits Heimis Pálssonar, deildarstjóra námsefn- isgerðar hjá Námsgagnastofnun, á umræðunni og stöðu námsbóka- gerðar hér á landi. Spurning um forgang „Að sumu leyti finnst mér gam- an að allir skuli allt í einu fyllast áhuga á námsefni bama,“ segir Heimir, „hins vegar hefur um- ræðan orðið næstmn því eins þröng og mér skilst aö Singapúr- mönnum finnist skólakerfið vera hjá sér! Þeir kvarta undan því að þar sé lögð of mikil áhersla á stærðfræði. Timms-rannsóknin gefur enga heildarmynd enn sem komið er heldur em einstaka þættir teknir út úr og skoðaðir sér. Þetta er eins og að rannsaka eyrað á hundinum og draga af því almennar ályktanir um hunda! Á Timms-rannsókninni sést að við erum á svipuðu róli og grann- þjóðir okkar; leggjum álíka mikið upp úr stærðfræðiþekkingu og þær og raungreinum almennt. En áherslumar hjá okkur miðast áreiðanlega við liðna tíð, og nú þurfum við að spyrja okkur hvað við ætlum okkur með skólakerf- inu. Hver era forgangsefni okk- ar?“ - Hver hafa þau verið undan- farið? „Áherslan hefur veriö þyngst á móðurmálið; það hefur átt meira en fjórðung kökunnar síðustu fimm ár. Töluverð áhersla hefur líka verið á samfélagsfræði, landafræði og sögu miðað við aðr- ar þjóðir. Við höfum lagt meiri áherslu á mjúku gildin í skólastarfinu en til dæmis Asíu- þjóðir, samfélag og málsamfélag. Og er nokkuð óeðlilegt viö það? Viljum við ekki einmitt setja þau mál á oddinn? Mér finnst þess vegna þetta „stærðfræðiskammdegi" voða skrýtið; menn sjá hlutina ekki í samhengi." Millj. kr. 300 Fjárveitingar til Námsgagnastofnunar 5,9 e c gf b’b 27,8 mm 250 % 13,5 200 150 100 50 ÍN 8 SSl! SSg ð> S3 5 ! S Heimir Pálson: Stoltur af íslensku námsefni. Endurskoðun er hafin - Hefur Timms-rannsóknin einhver bein áhrif hér heima? „Við tökum fúllt mark á henni, en niðurstaðan kemur okkur ekkert á óvart í raun og vem. Strax 1990 var talað um að það þyrfti að endurskoða námsefhið í stærðfræði en ekki náðist samstaða í höfundahópnum um hvað þyrfti að gera. Nið- urstaðan varð að bæta utan á stærðfræðiflokk- inn og heilmikið viðbót- areöii hefúr verið gefið út á síðustu ámm. Svo var ákveðið - reyndar áður en Timms-rann- sóknin birtist - að setja fé í að endumýja stærð- fræðiefnið. Og nýtt námsefni i náttúrufræði er sumpart komið út og heilmikið væntanlegt. Það em ekki að verða aldahvörf hjá okkur en endurskoðunin er hafin og rannsóknin ýtir á að þetta efni fái forgang. Við verðum að raða verkum í forgangsröð 27,9 28,5 28,3 I I | r 00 rl cd Cl M M feNi w : ^ '91 '92 '93 '94 '95 '96 97 VSK millj. kr. Fjárveitingar millj. kr. E39 því Námsgagnastofnun er ekki venjulegt forlag sem byggir á sölu síðasta árs. Við vitum að það verður sæmilega fyrirsjáajileg fjárhæð til að vinna fyrir á næsta ári, en hún hefur verið knappari en svo að við gætum á öllum svið- um sinnt æskilegustu endumýj- un námsefnis. Síðustu fimm árin hefur móðurmálið tekið mikið til sín, sumpart í kjöUar námskrár- innar 1989. Það verk er langt komið og þá fer meira í raun- greinar og reyndar samfélags- greinar, einkum landafræðina." - Eru íslenskar námsbækur dýrari en erlendar? „Við teljum að okkur takist að hafa þær mjög ódýrar. Til dæmis kostar tiltekin íslensk stærð- fræðibók 182 kr. en algerlega sambærileg norsk bók kostar tæpar 2.300 krónur út úr búð hér. Norðmenn em ekki með náms- gagnastofnun, þeirra námshækur eru framleiddar hjá venjulegum forlögum, en þeir hafa stofhun sem metur námsefni og gefur því gæðastimpla og skólamir ráða svo hvað þeir kaupa af gæða- stimpluðum bókum. Norðmenn hafa talið að þar væri nemenda- hópurinn nokkum veginn nógu stór til aö þetta beri sig.“ Ekki markaðsvænt „Hjá okkur hefur fjárhæðin sem Alþingi ætlar til bókakaupa handa grunnskólanemum farið lækkandi að raungildi undanfar- in ár,“ heldur Heimir áfram. „Núna er gert ráð fyrir rétt rúm- um 5000 krónum á hvem nem- anda í námsefni á ári í öllum námsgreinum samanlagt. Við vit- um að í búð er vel sloppið ef við fáum tvær nýjar bækur fyrir þaö. DV-mynd ÞOK paö þýðir að forlög hafa ekki áhuga á að gefa út á þennan markað, hið opinbera verður ævinlega að sjá um þessa útgerö. Við erum með ámóta marga nem- endur í árgangi hjá okkur og em í hverjum ár- gangi í sérkennslu í Svíþjóð. Þaö hefur aldrei komiö til tals að einkavæða útgáfu sérkennslu- efnis þar, það þykir alltof smátt í sniðum fyrir nokkurt forlag. Tvennt heyrir maður: Að það verði að auka einkarekstur í námsefnisútgáfú til að gera hana hraðvirkari og að við eigum að spara með þýddu námsefni. En reynslan er sú að það sé fjarska litlu ódýrara að endurvinna og stað- færa efni en frumsemja það, og myndefni er oft dýrara en við ráðum við.“ - Hvernig spjarar íslenskt námsefni sig við hliðina á erlendu? „Ég er stoltur af því sem við erum að gera. Við búum til vandaðar bækur, sem allar em prentað- ar hér heima, og margar hafa vakið athygli á bókasýningum erlendis. Gæðaeftirlitið sem við höfum komið okkur upp og felst meðal annars í náinni samvinnu við starfandi kennara hefur gef- ist vel. Á fundum með kennurum og skólastjóm- endum leggjum við áherslu á að fá viðbrögð við því sem verið er aö gera, og ég vil skora á kenn- ara aö hafa samband við stofnunina með hvers konar ábendingar. Alltaf er mögulegt að komast lengra á morgun en í gær.“ Fjárveitingar hafa minnkaö aö raungildi og virðisaukaskattur hefur hækkaö. Nú er gert ráö fyrir 5000 krónum I námsefniskostnaö á hvern nemanda í grunnskóla. Hvaö fæst fyrir þær? Vft \jX\ «»“*•—1 100% 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 100% Nýjar lítgáfur, prentuð gögn og kennsluforrit - til kennslu í skólum frá 1991 til 1996 - 26,2 16 13,6 4,3 3,9 J2 Alls íslenska Náttúrufr. Samfélfr. Stæröfr. Danska Tónment Krlstlnfr. rsa Börn lesa upp Kennaraháskólinn, Samtök móðurmálskennara og fleiri aðilar standa að merkilegum viðburði á morgun. Þá verður í fyrsta skipti haldin upplestrar- keppni tólf ára barna í grunn- skólum Hafnarfjarðar og Álfta- ness. Nemendur hafa æft sig undanfamar vikur í upplestri og framkomu og undankeppni hefur verið í skólunum síðustu daga. Þrír keppendur komast áfram úr hverjum skóla. Við lokaathöfiiina munu þeir lesa ljóð og sögur eftir Jónas Hall- grímsson og ljóð aö eigin vali. Vegleg peninga- og bókaverð- laun eru í boði. Keppnin fer fram í Hafnar- borg, Hafnarfirði, og hefst kl. 18. Aðstandendur áforma að gera hana að árlegum viðburði um land allt þegar fram í sækir. Fyrirlestur um Louise Bourgeois Halldór Björn Runólfsson heldur fyrirlestm' um fransk- bandarisku listakonuna Louise Bourgeois á miðvikudagskvöld- ið. Fyrirlesturinn heitir „Lou- ise Bourgeois - eða hinn dæmi- gerði síð-strúktúralíski lista- maður" og verður haldinn bæði á frönsku og íslensku. Louise Bourgeois er mynd- höggvari sem hefúr notið æ meiri hylli og aödáunar. Hún fæddist í París á jóladag árið 1911 og hóf listnám um tvítugt. 1938 fLuttist hún til Bandaríkj- anna þar sem hún fór að fást við höggmyndalist. Hún hefúr þróað list sína í allar mögulegar og ómögulegar áttir með snilldar- tökum á efniviöi og hugmynda- legu innihaldi og hefur verið leiðandi afl í alþjóðlegri högg- myndagerð og innsetningarlist á undanfórum tíu árum. Fyrirlestm’inn er haldinn í húsakynnum Alliance francaise, Austurstræti 3, geng- ið inn frá Ingólfstorgi, og hefst kl. 20.30. Louise viö eitt verka sinna. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Nú em tveir og hálfur mán- uður til stefnu að skila handrit- um í samkeppni um bók- menntaverðlaun Halldórs Lax- ness sem bókaútgáfan Vaka- Helgafell stendur fyrir ásamt fjölskyldu skáldsins. Handrit þurfa að berast útgáfúnni fyrir 15. maí i vor. Verðlaunin nema 500.000 krónum og eru veitt fyrir áður óbirta skáldsögu eða safii smá- sagna. Við þau bætast svo venjuleg höfundarlaun. Sam- keppnin er öllum opin og bókin verður gefin út sama daginn og verðlaunin verða afhent næsta haust. Megintilgangurinn með verðlaununum er að efla ís- lenskan sagnaskáldskap og stuðla að endumýjun íslenskr- ar frásagnarlistar. Verðlaunin vora veitt í fyrsta sinn á síðast- liðnu hausti; þau hlaut Skúli Bjöm Gunnarsson fyrir fyrstu bók sína, Lifsklukkan tifar. Handrit skal senda til Vöku- Helgafells, Síðumúla 6, 108 Reykjavik. Þau skulu vera und- ir dulnefni en rétt nafii höfund- ar fylgi meö í lokuðu umslagi. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Efni er gefiö út i fjöimörgum öörum námsgreinum en í enn minna mæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.