Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
Fréttir
Skoðanakönnun DV um fylgi borgarstjórnarflokkanna:
Sjálfstæðismenn næðu
borginni með naumindum
- meö átta fulltrúa kjörna í borgarstjórn á móti sjö frá R-lista
Núverandi meirihluti Reykjavík-
urlistans, R-listans, í borgarstjóm
Reykjavíkur myndi falla naumlega
ef gengið yrði til borgarstjómar-
kosninga núna, samkvæmt skoð-
anakönnun DV sem gerð var í síð-
ustu viku af markaðsdeild Frjálsrar
fjölmiðlunar hf. Sjálfstæðismenn
myndu þá komast í meirihluta á ný
eftir kosningamar í maí 1994.
Niðurstöður könnunarinnar urðu
á þann veg að 41,1 prósent sögðust
styðja D-lista Sjáifstæðisflokks og
39,4 prósent R-lista Reykjavíkurlist-
ans. Alls 17,2 prósent aðspurðra
reyndust óákveðin og 2,3 prósent
neituðu að svara spumingunni.
R-listinn hefur misst 4 pró-
sentustig
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
470 kjósendur í Reykjavík, þar af
230 karlar og 240 konur. Spurt var:
„Hvaða lista mundir þú kjósa ef
borgarstjórnarkosningar fæm fram
núna?“
Sé einungist tekið mið af þeim sem
tóku afstöðu í könnuninni sögðust
51,1 prósent ætla að kjósa D-listann
og 48,9 prósent R-listann. Munurinn
á fylgi listanna reyndist þvi aðeins
2,2 prósentustig. Miðað við útkomu
listanna í kosningunum 1994 hefur
fylgi R-listans minnkað um 4,1 pró-
sentustig og fylgi D-lista aukist að
sama skapi. Þá fékk R-listinn 53 pró-
sent atkvæða og D-listi 47 prósent.
Miðað við síðustu könnun DV á
fylgi borgarstjómarflokkanna sem
fram fór í lok júní á síðasta ári hefur
R-listinn bætt við sig 5,3 prósentustig-
um og D-listinn misst fylgi að sama
skapi. Þá fékk R-listinn 43,6 prósent
atkvæða þeirra sem afstöðu tóku en
D-listinn 56,4 prósent. Hlutfall óá-
kveðinna og þeirra sem vildu ekki
svara spumingunni er heldur lægra
nú en í síðustu könnun eða 19,5 pró-
sent á móti 24,3 prósentum í júní sl.
Sé borgarfúlltrúum skipt á milli
flokkanna í samræmi við niðurstöð-
ur könnunarinnar myndi D-listi
60%
50 ....
40
30 ----
20 ----
10 ....
0 ...-
Fylgi boigarstjómar-
flokkanna
SJálfstæölsflokkur
Reykjarvíkur-
llstlnn
Óikv./sv. ekkl
Skoíanakömiun
DV
4
Fylgi borgarstjórnarflokkanna
53,0% 47,0%
REYKJAV KUR
USTINN
Niðurstöður
kosninga 28. maí '94
DV
afStÖÖU tóku m Skoðanakönnun
bæta við sig manni frá síðustu kosn-
ingum og fá 8 menn kjöma en R-list-
inn missa mann og fá 7 menn i borg-
arstjóm.
Samkvæmt könnuninni núna er
ekki svo mikill munur á afstöðu
kynjanna nema að mun fleiri konur
en karlar era óákveðnar í afstöðu
sinni til flokkanna. í stuðningsliði
sjálfstæðismanna em karlamir örlít-
ið fleiri og konumar álíka mikið
fleiri í hópi Reykjavíkurlistans.-bjb
Skipting
borgarfulltrúa
- eftir Kosningar 28. maí '94
Stuttar fréttir
Vaxtalækkunin horfin
Vaxtalækkun sem varð á
verðbréfamarkaði um miðjan
febrúar er öll gengin til baka.
Verðbréfasalar segja aö það sé
vegna óhefts framboðs á spari-
skírteinum ríkissjóðs á fostum
kjörum. önnur bréf verði út-
undan og til að gera þau
áhugaverðari hafl vextir verið
hækkaðir á þeim. RÚV sagði
frá.
Nýtt kortafyrirtæki
Olíufélögin þrjú og nokkur
fleiri fyrirtæki íhuga að
stofna nýtt kreditkortafyrir-
tæki, þar sem þau sem fyrir
em séu of dýr bæði fyrir neyt-
endur og þjónustuaðila. Stöð 2
sagði frá.
-SÁ
Skipting
borgarfulltrúa
- samkv. skoöanak. DV
%
REYKJAVl
USTINN
Skoðanakönnun
DV
Dagfari
Harðir samningamenn
Ekkert verður úr stækkun Jám-
blendiverksmiðjunnar í Hvalfirði.
Sú niöurstaða hlýtur að vera
mikið fagnaðarefni fýrir þá íbúa á
Vesturlandi, sem berjast fyrir því
að sjáist til sólar í Hvalfirðinum.
Auk þess em þeir á móti verk-
smiðjum yfirhöfuð og hafa barist
gegn nýju álveri í grennd við
Grundartanga og öll atvinnustarf-
semi sem fram fer í verksmiðjum
er til óþurftar að mati þeirra sem
vilja sjá til sólar í staðinn fyrir að
sjá verksmiðjur. Það er því mikiil
sigur fyrir náttúravemdarmenn og
þá sem vilja vemda sólina í Hval-
firði, að hætt verður við stækkun
Jámblendiverksmiðjunnar.
Hitt er annað mál að náttúm-
vemdarsinnar áttu ekki þátt í þess-
um málalokum. Það sáu fulltrúar
eigendanna um. Það vora þeir sem
kváðu stækkunina í kútinn. Þeir
náðu nefnilega ekki samkomulagi
um verðmæti verksmiðjunnar. Eig-
endur jámblendisins em íslenska
ríkið, eigendur norska fyrirtækis-
ins Elkem og nokkrir Japanir, sem
koma raunar lítið við sögu, því
frændur vorir Norðmenn sáu um
að drepa'málið.
Þeir eru harðir Norðmenn og
það voru líka harðir samninga-
menn af hálfu íslenska ríkisins og
við emm ekki aö gefa Norðmönn-
um neitt og Norðmenn vilja greini-
lega ekkert gefa íslendingum neitt
og því fór sem fór.
Sagt er að eitt hundrað til eitt
hundrað og fjömtíu milljónum hafi
borið í milli. Svoleiðis peninga gefa
menn ekki frá sér. Nú var það að
vísu svo að ef verksmiðjan hefði
stækkað hefði verðmæti hennar
aukist og ekki má heldur gleyma
því aö með stækkun hefði þurft að
reisa eða stækka orkuver við Sult-
artanga og allt hefði þetta gefið eig-
endunum meiri peninga í aðra
hönd og þá ekki síst íslenska rík-
inu.
En fulltrúar íslenska ríkisins
sáu eftir þessum hundrað milljón-
um til Norðmannanna og Norð-
mennimir sáu ekki ástæðu til að
borga meir til íslendinga og þar
sem Norðmenn vildu aukinn hlut í
stærra fyrirtæki sem gaf meira af
sér, vildu þeir kaupa af íslending-
um þeirra hlut á verði sem íslend-
ingar vildu ekki selja sinn hlut á.
Enda fara íslendingar ekki að
stækka jámblendið og gefa Norð-
mönnum meir heldur en þeir eiga
skilið miðað við verðmæti þeirrar
eignar, sem nú átti að fara að
stækka.
Og með stækkuninni jókst að
sjálfsögðu verðmæti verksmiðjunn-
ar og fúlltrúar íslenska ríkisins
vildu selja á því verði sem nam
auknum verðmætum vegna stækk-
unar, sem Norðmenn gátu ekki
fallist á nema þeir keyptu fyrst
vegna stækkunarinnar, því þeir
vildu ekki stækka nema eignast
aukinn hlut í stærri verksmiðju.
Hér voru harðir samningamenn
að fjalla um stækkun á verksmiðju,
sem græöir og hækkar í verði við
stækkun, en stækkar ekki nema
eigendumir nái samkomulagi um
verð á stækkuninni og verksmiðj-
unni, fyrir og eftir stækkun. Menn
sáu sem sagt gróðann og hagræð-
inguna af stækkun, en gátu ekki
komið sér saman um stækkun,
vegna þess að þeir gátu ekki samið
um verð á verðmætunum sem
stækkunin hefði í fór með sér.
Og nú verður engin stækkun og
enginn gróði og enginn veit hvað
hann á mikið í verðmætunum í
verksmiðjunni vegna þess aö ekki
náðist samkomulag um stækkun til
að græða meira.
Þar veldur mestu hversu harða
samningamenn við eigum, sem
gefa ekki eftir hundrað milljónir af
verðmætum, ef líkur em á auknum
verðmætum vegna stækkunar sem
ekki getur orðið vegna ágreinings
um verðmætin.
Það verður áfram sól í Hvalfirði.
Dagfari