Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. MARS 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Dauðagildrur á sjó Allt of mörg sjóslys má rekja beint til þess aö öryggi var ábótavant og eftirlit ekki sem skyldi. Þetta kom fram í máli Kristjáns Pálssonar alþingismanns við umræður á Aþingi í liðinni viku. Barátta ungrar sjómannsekkju varð til þess að öryggi sjómanna og ástand fiskiskipaflot- ans var tekið til umræðu í fjölmiðlum og sú umræða náði í þingsali. Ekki var vanþörf á þeirri umræðu enda voru gerðar opinberar tölur í nýrri skýrslu Siglingastofnunar ís- lands um stöðugleika fiskiskipa. Könnunin náði til 728 skipa af 2525 á skipaskrá. í ljós kom að 80 prósent tré- skipa undir 15 metrum að lengd stóðust ekki kröfur um stöðugleika. Um 52 prósent tréskipa 15 til 24 metra löng stóðust ekki kröfur um stöðugleika og um 28 prósent málmskipa 15 til 24 metra löng stóðust ekki stöðugleika- kröfur. Af þeim 728 skipum sem voru prófuð stóðst 191 skip ekki þær kröfur sem gerðar eru til stöðguleika. Þetta eru uggvænlegar tölur og ástand sem alls ekki er líðandi. Fram hefur komið að utan þessa eru skip sem eru á undanþágum eða með haffærisskírteini með at- hugasemdum vegna annarra óuppfylltra krafna um ör- yggi eins og neyðarútganga úr vél og káetu, breytinga vegna vélaskipta, skilrúmsbreytinga og fleira. Kristján Pálsson sagði við þingumræðumar að fjöldi skipa væri hreinar dauðagildrur þar sem endalausar undanþágur frá eðlilegum öryggiskröfum hefðu tíðkast ár eftir ár. Miðað við ófremdarástand það sem lesa má út úr skýrslu Siglingastofnunar er ekki annað hægt en taka undir orð þingmannsins. Sjómannsekkjan, sem nú stendur í sinni erfiðu bar- áttu, missti eiginmann og fóður er skip þeirra fórst af óskýrðri ástæðu við bestu aðstæður, í logni og blíðu inni á firði. Hún vill því eðlilega vita hvað gerðist svo koma megi í veg fyrir atburðir af þessu tagi endurtaki sig. Reglur um stöðugleika fiskiskipa byggjast á tiltölulega nýlegum lögum eða frá árinu 1993. Hins vegar ná þær reglur ekki yfir stóran hluta fiskiskipa eða þau skip sem smíðuð voru fyrir gildistöku reglna um stöðugleika. Reglumar ná einungis til skipa sem smíðuð em eftir gildistöku reglnanna og þeirra skipa sem er breytt. Sum stöðugleikagögn í vörslu Siglingastofnunar eru orðin gömul. Þá segir í skýrslu stofnunarinnar að líklegt sé að stöðugleiki einhverra skipa hafi breyst umtalsvert vegna margra minni háttar breytinga í gegnum árin. Jafnframt er talið líklegt að einhverjum skipum hafi verið breytt án vitundar stofnunarinnar. Siglingastofhun telur nauðsynlegt að reglur um stöð- ugleika fiskiskipa nái til allra fiskiskipa, nýrra og gam- alla. Á þann hátt einan sé hægt að tryggja sambærilegt öryggi nýrra og gamafla skipa. Stofnunin telur einnig nauðsynlegt að sett verði í reglur um stöðguleika fiski- skipa ákvæði þess efnis að skip skuli hallaprófað með mest 10 ára millibili. Fram hefur komið að fjöldi skipa siglir á undanþágum í lengri eða skemmri tíma. Fullyrt var á þingi að haffær- isskírteini væm jafhvel gefin út þótt skipin væm vart sjófær. Á þeim skipum sem ekki uppfylla kröfur um stöðugleika eru hundruð sjómanna. Þeirra vegna og fjöl- skyldna þeirra verður að koma málum í lag svo fljótt sem verða má. í skýrslu Siglingastofnunar eru lagðar til úrbætur og strangari reglur, meðal annars um úreldingu skipa sem afls ekki eiga að vera á sjó. Úrbóta er þörf strax svo tryggja megi öryggi sjó- manna. Jónas Haraldsson Niöurstaöan er hins vegar sú aö kjör háskólamenntaöra manna í þjónustu ríkisins eru enn þá lakari, segir í greininni. - Fundur hjá BHM. Ævitekjur og arð- semi menntunar Kjallarinn Kjallarinn Vigdís Jónsdóttir ha agfræöingur . hjúkrunarfr Félags Birgir Björn Sigurjónsson hagfr. framkvstj. Banda- iags háskólamanna „Arðsemi menntunar ríkisstarfs■ manna innan BHM er verulega nei- kvæð, enda sýna útreikningar að laun þessa hóps þyrftu að meðaltali að hækka um 42,5% til að arðsemi fjárfestingar í menntun næði 0%.“ Sífellt fleiri landsmenn gera sér grein fyrir því aö fiskveiðum íslend- inga eru mikil tak- mörk sett til fram- tíðar og að vænting- ar um langtíma hagvöxt geta ekki byggst eingöngu á fiskveiðum og fisk- vinnslu. Vaxandi al- þjóðleg samkeppni á öllum stigum efiiahagsstarfsem- inncir er staðreynd og því verða fyrir- tækin að tileinka sér nýjustu tækni og tæki til að verða samkeppnisfær. Þekkingin er við þessar aðstæður hreyfiafl hagkerf- isins og forsenda hagvaxtar. Að- gangur fyrirtækja að vel menntuðu fólki til starfa og að vísindamönn- um og rannsóknar- störfum þeirra skiptir því miklu máli. Ástand veiöistofna og vaxandi samkeppni gætu ögrað tilvist frumstæðs veiðimannasamfélags. En íslendingar eru rík þjóð, eink- um af þekkingu og mannauði, enda eru þeir meðal menntuðustu þjóða heims. Þannig fela breyttar forsendur veiðimannasamfélags- ins aðallega í sér áskorun um breyttar áherslur í hagstjóm. Það hljómar því eins og öfugmælavísa að um leið og þörf þjóðarbúsins vex fyrir hvers kyns þekkingu skuli kjör háskólamanna í opin- berri þjónustu vera eins slök og raunin er í dag. Þessi staðreynd hefur kallað á athugun á vegum Bandalags háskólamanna á ævi- tekjum og arðsemi fjárfestinga í menntun. Val einstaklinga í nýlegri könnun Hagfræðistofn- unar til menntamálaráðherra er m.a. gerð grein fyrir þjóðhagslegri arðsemi fjárfestingar í menntun. Athugun BHM beindist hins vegar að því að skoða málið út frá hags- munum einstaklinganna sem hafa valið að fjárfesta í menntun. Fyrst voru reiknaðar út nettó- ævitekjur háskólamanna í hefð- bundnu taxtakerfi ríkisstarfs- manna út frá dæmigerðum hópum innan BSRB og BHM. Niðurstaðan var sú að kjarasamningar tryggja dæmigerðum BSRB-hópum hærri ævitekjur að núvirði fyrir dag- vinnu eftir greiðslu skatta og námslána en dæmigerðum hópum háskólamanna. Sama niðurstaða er staðfest fyrir meðaltöl BSRB og BHM. í þessu felst ekki dómur um kjör BSRB-manna. Allir vita að þau eru almennt léleg. Niðurstað- an er hins vegar sú að kjör há- skólamenntaðra manna í þjónustu ríkisins eru enn þá lakari. Sérstak- lega má benda á að háskólamaður sem ætlar að ljúka meistaragráðu eftir BA/BS-próf og ráðast til starfa hjá ríkinu skv. kjarasamn- ingum BHM-félaga lækkar væntan- legar nettóævitekjur sínar um meira en 1 milljón króna. Val einstaklinga stendur vita- skuld ekki á miili þess að hefja strax 19 ára starf hjá ríki eða fara í háskólanám og hefja síðan starf hjá ríki á taxtakerfi þess. Valið stendur ekki síður um að starfa á almennum markaði. Af þessari ástæðu var gerður samanburður á ævitekjum þriggja hópa: félags- manna VR, ríkisstarfsmanna í BHM, verkfræðinga og viðskipta- fræðinga. Til grundvallar voru m.a. notaðar kjarakannanir um greidd laun fyrir dagvinnu. Niður- staðan er sú m.a. að núvirtar ævi- tekjur ríkisstarfsmanna í BHM eftir greiðslu skatta og námslána eru um fjórðungi lægri en VR- manna, þrátt fyrir að tekjur BHM-manna séu hækkaðar um 5,5% vegna betri lífeyrisréttinda. Arðsemi menntunar ríkisstarfs- manna innan BHM er verulega neikvæð, enda sýna útreikningar að laun þessa hóps þyrftu að með- altali að hækka um 42,5% til að arðsemi fjárfestingar í menntun næði 0%. Arðsemi menntunar við- skipta- og verkfræðinga er hins vegar jákvæð á bilinu 5,5-11%. Skýr skilaboö Það er mikilvægt bæði í opin- berum rekstri og hjá einkafyrir- tækjum að leita nýrra leiða til að auka hagkvæmni og hagvöxt á grundvelli þekkingar og tækni- framfara. Opinberir vinnuveit- endur eru því í dag í brýnni þörf fyrir að laða til sín vel menntað vinnuafl til að auka hagkvæmni og þjónustu í opinberum rekstri. Skilaboðin til unga fólksins eru hins vegar skýr í dag: Leitið ekki í langskólanám með það í huga að starfa hjá hinu opinbera á íslandi því þar er ekki að finna skilning á þörf fyrir fjárfestingu í mennt- im. Vigdís Jónsdóttir Birgir Bjöm Sigurjónsson Skoðanir annarra Skoskir skólakrakkar „Þrátt fyrir það að skóladagur yngstu barnanna sé orðinn æði langur þá hafa áherslur varðandi nám í 6 ára bekkjum breyst sáralítið frá því að krakkarnir voru í skólanum 2 tíma á dag ... Tæplega viljum við viðurkenna að íslensk böm séu almennt verr gefin en börn af öðra þjóðemi. Þess vegna get ég ekki stillt mig um að benda á að þegar ég skrapp til Skotlands fyrir nokkrum áram þá kom ég þar í 5 ára bekki þar sem flestir krakkar voru famir að lesa. Þeir dugleg- ustu voru meira að segja farnir að skrifa stuttar frá- sagnir.“ Valur Óskarsson í Mbl. 28. febr. Lokum á Norömenn „Við eigum hiklaust að segja upp loðnusamning- unum við Norðmenn og Grænlendinga næsta haust. Síðan eigum við að semja við Grænlendinga eina, en loka á Norðménn. Það er viðurkennt af öllum að engin loðna hefur gengið i lögsögu Jan Mayen, skip- stjórnarmönnum og fræðingum. En Norðmenn hafa skrökvað upp á sig afla við eyjuna, sem þeir tóku þó raunverulega innan íslensku lögsögunnar sam- kvæmt samningum. Þetta vita allir. Norðmenn eiga því engan rétt á þessari loðnu I framtíðinni." Kristján Ragnarsson í Alþýðubl. 28. febr. Hvalveiðistefnan „Sú hvalveiðistefna sem Halldór Ásgrimsson utan- ríkisráðherra á höfundarréttinn að hefur brugðist. Kristján Loftsson og Konráð hrefnukall Eggertsson verða vart dregnir lengra á asnaeyram. Frekari fúk- yrði í garð umhverfisverndarsamtaka munu vart sannfæra þá um að stjómvöld aðhafist eitthvað raunhæft í þeirra hagsmunamálum. Þannig er bar- átta hvalveiðisinna fyrir hvalveiðum hættulegri hvalveiðistefhu Halldórs Ásgrímssonar en barátta Greenpeace gegn hvalveiðum." Árni Finnsson í Degi-Timanum 28. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 52. tölublað (03.03.1997)
https://timarit.is/issue/197289

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

52. tölublað (03.03.1997)

Aðgerðir: