Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
29
Brautryðjendastarf:
Mögnuð margmiðlun
Einræktun
Nintendo 64 loksins komin
Nintendo-áhugamenn hafa beðið
eftir henni í tvö ár og nú er hún kom-
in. Þann 1. mars hófst sala á Nintendo
64-leikjatölvum í Evrópu og þar með á
íslandi. Sá fyrsti til að fá eintak var
Stefán Stefánsson en hann hefur verið
á biðlista eftir vélinni síðan siðastlið-
ið sumar. Fleiri en Stefán hafa beðið
spenntir eftir að fá að komast yfir
Nintendo 64-vélina, um 100 manns
hafa verið á biðlista eftir henni en
áhugasamir hafa getað skoðað sýning-
areintak hjá Hljómco sem hefur um-
boð fyrir Nintendo á íslandi.
Þrír leikir eru til sölu fyrir Nint-
endo 64 hér á landi. Það eru leikimir
Super Mario, Pilot Wings og Star
Wars. Um næstu áramót er talið að
um 20 titlar verði til fyrir Nintendo
64. Nintendo 64 og leikir fyrir hana
verða til leigu í 40 myndbandaleigum
og þær verður hægt að leigja í einn
sólarhring líkt og venjuleg mynd-
bandstæki og spólur. -JHÞ
Á næstu dögum mun Isl@ndia í
samstarfi við Alnet hf. gefa frá sér
ókeypis margmiðlunardisk (já, það
stendur ókeypis) sem inniheldur
fjöldann allan af skemmtilegum og
gagnlegum forritum. Disknum
verður dreift í öllum helstu tölvu-
og bókabúðum landsins, svo
eitthvað sé nefnt, og er
fjármagnaður með auglýsingum
styrktaraðila. Hann getur bæði
keyrt á PC-tölvum og Macintosh-
tölvum þannig að allir ættu að vera
ánægðir.
Diskurinn inniheldur um 300
forrit sem tölvunotendum er frjálst
að nýta sér. Þar er um að ræða
tölvuleiki, ýmis áhöld, grafisk
forrit, hljóðforrit,
Intemethugbúnað og kerfistól. Sum
þessara forrita era ókeypis og eru
fullbúin en um er að ræða
kynningar á öðrum.
Diskurinn er sérstaklega ætlaður
netbúum en aðrir geta auðvitað
nýtt sér það sem upp á er boðið.
Ætlunin er að halda áfram með
útgáfu slíkra diska og að sögn
Emilíu Húnfiörð, sem kynnti
diskinn blaðamanni DV, er ætlunin
að gefa slíka diska út á fiögurra til
sex mánaða miilibili.
Athygli vakti hversu
skemmtilega aðalvalmynd disksins
er hönnuð (fin tilbreyting frá
þessari „gráu“ hönnun sem
Umræða
um einrækt-
un er á slóð-
inni
http://www.
gene.com/ae
/AB/WYW
/cohen/coh
en-2.html
Fréttir og
upplýsingar
um U2 eru á
vefsíðu út-
gáfufyrir-
tækis sveitarinnar, Island
Records. Slóðin er http:
//www.island.co.uk/
Al Yankovich
Aðdáendur grínistans A1
Yankovich geta skoðað mynda-
safn af kappanum á slóðinni
http:
/ / www.loop.com/~bermuda/g
allery.htm
Veðjar á Kína
Emilía Húnfjörö með margmiðlunardiskinn góða.
einkennir notendaviðmót á tölvum)
og aðgengileg og hvemig
auglýsingar eru notaðar.
Nettengdir notendur munu geta
komist á vefsíður auglýsenda í
gegnum diskinn eða skoðað
auglýsingar frá þeim. Þannig var
hægt að skoða kynningarmynd um
nýjar teiknimyndir frá Disney sem
Sambíóin munu sýna og fara í
sýndarferð í Kringlubíó.
-JHÞ
Intel, stærsti örgjörvaframleið-
andi heims, gerir ráð fyrir því að
Kína verði næststærsti tölvu-
markaður heims innan fimm ára.
Kínverjar eru óðum að eignast
tölvur sem eru jafngóðar og þær
sem hinar iðnvæddu þjóðir nota,
enda eykst tölvusala mun hraðar í
Kína en annars staðar. Japan er
nú næststærsti markaðurinn á eft-
ir Bandaríkjunum en Kínverjar
munu líklega skáka þeim á næstu
Kínverjar sækja hratt fram á tölvu-
markaðinum.
árum. Um 1,8 milljónir einkatölva
seldust í Kina á síðasta ári. Um
18% af heildartekjum Intel koma
frá sölu í Austur-Asíu en sérfræð-
ingar hjá Intel búast við því að sá
hluti fari yfir 20% markið strax á
þessu ári. Intel mun opna nýja ör-
gjörvaverksmiðju nálægt Shang-
hæ eftir ár en uppsetning hennar
kostar fyrirtækið um 660 milljónir
króna.
-JHÞ
Síður um ..
a
W:
& Bowie
OpipJfói/i snfTp
httP WWW rfflVÍílfcíöfflSt i»ni
Teen.igd WílilliítBð.m
fittp: vvvvw eteto eo^jbowie
Óo|>inber siða nni Bdffk'- jilotm
http: vYw\v.met<i,cd^^?iMi
Sltipst á ii|i|ilökiini
lvtt|> www.uio.t10/ jonm liovvipluldets fitmi
Ro(luiiiin.-%jfij^r
w idlnnvie.html
Vefrit uin Bp»ie
^www.otirvvofld.eompiiséiVo.com homepa
go«s diive-nnd shoz
Hér er Angela Bowíe
littp www.nngelnbuwie.com
f,—----- 4UJI uiii Ziggy Stimlust »
' bTV ourwlvrld.compuservo.íom 'home|fa|ios/ nd’)*
TUiiévtiiianiiasiða inn Bowit^
http wwvvialgonet.so bassmnn, HOWIF-.ntml
• Bowie-plötur
httff: wwwtios.t rc.utwdnte nl/hentet/howle/cover?? hlml
uv