Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
Fréttir
Flutningaskipið Vikartindur strandaði við Þjórsárósa - 19 manna áhöfn bjargað:
Hrikalegar aöstæöur
voru á slysstaðnum
- segir björgunarsveitarmaður - bátsmanns af Ægi er saknað
„Aðstæður voru vægast sagt
hrikalegar á slysstaðnum og mjög
erfiðar til björgunarstarfa. Við
sáum varla út úr augum fyrir sand-
byl og veröurofsinn var mikill.
Framganga þyrluáhafiiarinnar var
ótrúleg, hún var um hálftíma að
bjarga öllum mönnunum úr lífs-
háskanum. Þyrlan sannaði enn einu
sinni hversu mikilvæg hún er,“ seg-
ir Erlingur Jónsson í Flugbjörgun-
arsveitinni á Hellu sem var á slys-
stað í gærkvöldi þegar flutninga-
skipið Vikartindur strandaði í fjör-
unni fyrir neðan Þykkvabæ.
19 manna áhöfn skipsins var
bjargað um borð í þyrlu landhelgis-
gæslunnar TF-LÍF. Eins skipverja af
varðskipinu Ægi er saknað eftir að
hann féll útbyrðis þegar brotsjór
skall á varöskipið. Maðurinn heitir
Elías Öm Kristjánsson, þrítugur
bátsmaður. Björgunarsveitarmenn
gengu fjörur í nótt og í morgun í leit
aö honum en sú leit hefur engan ár-
angur borið.
í nauöum statt
Beiðni barst landhelgisgæslunni
um hádegi í gær vegna þess að
Vikartindur væri vélarvana og í
nauðum statt um 6 sjómílur utan
við Þjórsárósa. Aðalvél skipsins
bilaði og rak skipið þá að landi
með tveggja og hálfrar mílu hraða.
Akkeri voru felld til að draga úr
rekhraða og náðu þau festu þegar
skipiö var um eina og hálfa sjó-
mílu frá landi. Mjög slæmt veður
var á slysstað, 10-12 vindstig og
ölduhæðin allt að 12 metrar.
Varöskipið Ægir kom á vett-
vang og ætlaði að taka skipið í tog
en þýskur skipstjóri Vikartinds af-
þakkaði alla aðstoð. Um klukkan
19 taldi áhöfh að vélin væri komin
Björgunarbátur úr Vikartindl lá eins og hráviði í sandinum, skammt frá skip-
inu. DV-mynd BG
í lag og voru akkeri þá losuð.
Skömmu síðar óskaði skipstjórinn
loks eftir aðstoð varðskipsins sem
beðið hafði átekta. Ægir reyndi að
skjóta taug yfír í Vikartind er
fyrri tilraunin mistókst. í þeirri
síðari fékk varðskipið yfir sig
brotsjó með þeim afleiðingum að
skipverji féll fyrir borð og annar
fótbrotnaði. Akkerisfestar Vikart-
um borð og flytja þá í land í einni
ferð.
íslendingur í áhöfninni
Einn íslendingur, Karl Guð-
mundsson hleðslumaður, er í áhöfii
Vikartinds. Yflrmenn skipsins eru
allir þýskir en aðrir áhafnarmeð-
limir eru Pólveijar og Filippseying-
ar. Skipverjarnir fengu aöhlynn-
Skipið var smíðað í fyrra og hóf þeg-
ar að sigla undir fána Eimskips sem
hefur skipið á leigu. Skipið var
lestað 2.700 tonnum af gámum með
ýmsum vörum og var á leið frá
Þýskalandi og Norðurlöndum.
Það var hrikaleg og magnþrungin
sjón sem blasti við DV-mönnum á
sandinum í nótt. Háar brimöldum-
ar skullu á og yfir þetta stóra skip
Hrikaleg og magnþrungin sjón blasti viö DV-monnum a slysstaö í nótt þar sem hiö stóra skip lá strandað í fjörunni
og mikill öldugangur gekk yfir skipiö. DV-mynd BG
inds slitnuðu í veðurofsanum og
skipið rak upp í fjöruna á örfáum
mínútum. TF-LÍF, þyrla Landhelg-
isgæslunnar, flaug yfir skipið og
tókst að hífa alla áhafnarmeðlimi
ingu í félagsheimilinu í Þykkvabæ
en voru síðan fluttir á Hótel Selfoss
um miðnætti og sváfu þar í nótt.
Vikartindur er 9 þúsund tonna
flutningaskip, skráð í Þýskalandi.
þar sem það lá strandað í fjörunni.
Skipið var farið að brotna og það
virðist vonlítið verk að ætla að
bjarga því. -RR
Skipstjóri bannaði samtöl við skipverja
Skipstjóri þýska leiguskipsins
Vikartinds bannaði öll viðtöl viö
skipverja sína. Eftir að skipbrots-
mönnum haföi veriö komið í húsa-
skjól var fréttaritara DV á staðnum
alfarið neitað um að ræða við skip-
stjórann og skipverja og því borið
við að það væri aö beiðni skipstjór-
ans sem bannað hefði sinum mönn-
um að ræða við fréttamenn. Til að
hindra öll samtöl við skipveija var
fréttamönnum vísað á aðra hæð
samkomuhússins, skipstjóri hélt sig
í eldhúsi samkomuhússins en skip-
verjar í borðsal.
Skipið Vikartindur lá fyrir akker-
um um tvo km frá landi þegar
fréttaritari DV kom á strandstað um
kl. 18.00 í gærkvöldi. Björgunar-
sveitarmaöur á staðnum hafði orð á
því viö DV að miðað við hve aldan
var kröpp og allar aðstæður aðrar
væri það undarlegt að skipstjórinn
skyldi ekki hafa verið lögnu búinn
að leita aðstoðar.
Aldan gekk þá undir skipiö
þannig að það loftaði undir botn
þess miðskips fýrst en síðan kom
skrúfan upp úr þegar stafniö stakkst
niður. Þegar þarna var komiö haföi
skipverjum tekist að koma vélinni í
gang en þar sem kælikerfiö var bil-
að var aðeins hægt að beita hálfu
afli vélarinnar. Þá var akkerisvind-
an biluð þannig að ekki var hægt að
létta akkerum og sigla af stað áleið-
is út úr briminu en mjög vafasamt
að það hefði tekist miðað við aö-
stæður og að aðeins var hægt að
beita hálfu afli vélarinnar.
Um klukkustund síðar losnuðu
akkerisfestamar og þá rak skipiö á
svipstundu upp í fiöru. Um kl 20.30
höfðu allir skipveijar um borð ver-
ið hífðir um borð í þyrlu Landhelg-
isgæslunnar, TF-LÍF, og tóku björg-
unarsveitarmenn við þeim í fjör-
unni og fluttu þá í samkomuhúsið í
Þykkvabæ þar sem hlúð var að
þeim. Þeir voru flestir við sæmilega
heilsu en hraktir og blautir. Einn
skipveija hafði skrámast á handlegg
og bjó héraðslæknirinn á Hellu,
Þórir B. Kolbeinsson, um sár hans.
DV óskaði eftir því að mynda
skipbrotsmenn saman í hóp en
björgunarsveitarmaður frá Selfossi
tók sig fram um að banna það og
ákvað að þeir þyrftu á ró að halda.
Skömmu síðar var skipbrotsmönn-
um safnað saman í rútu sem flutti
þá til Reykjavíkur.
Jón Benediktsson/SÁ
Stuttar fréttir
ístak grefur
Stjóm Landsvirkjunar hefur
tekið tilboði ístaks í gröft fyrir
stöðvarhúsi Sultartangavirkjun-
ar. ístak bauö 246,6 milljónir í
verkið. Framkvæmdir heijast á
næstu dögum.
Takmarkaðar
hvalveiðar
Líkur eru á að Alþjóða hval-
veiðiráðið fallist á takmarkaðar
hvalveiöar í atvinnuskyni þegar
á næsta ári, segir aðalritari
ráðsins, að sögn RÚV.
Flugleiðir í piús
Hagnaður af starfsemi Flug-
leiða varð 632 milljónir króna á
síöasta ári en af reglulegri starf-
semi félagsins varð hagnaður-
inn 408 milljónir.
-SÁ
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja i síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Jé 1 Nel 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
A ríkið að gefa eftir meirihluta
sinn í járnblendiverksmiðjunni?
Björgunarsveitarmenn fara yfir stööuna í höfuöstöövum Flugbjörgunar-
sveitarinnar á Hellu í nótt. Leit stendur nú yfir aö skipverja sem saknaö er af
varöskipinu Ægi. DV-mynd BG