Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
Spurmngin
Ertu stundvís?
Friðbjörg Gfsladóttir nemi: Já,
svona yfirleitt.
Lesendur
Eiturlyfin - á skal að ósi stemma
Jón Halldórsson skrifar:
Nýlega hlustaði ég á útvarpsstöð-
ina Bylgjuna þar sem rætt var um
eiturlyf. Ég þakka stöðinni og þess-
um ungu mönnum fyrir að koma
fram með svona þátt. Þátturinn
hefði hins vegar átt að vera á þeim
tíma dags sem flestir unglingar,
jafnvel böm, hefðu getað hlustað,
því ég er viss um að þetta er rétta
leiðin og hver og einn sem bjargast
er meira virði en tíu sem ekki þurfa
björgunar við.
Þarna var góður og áheyriiegur
málflutningur og ungu mennimir
sýndu fram á hvað langt er hægt að
komast niður á við eftir að á annað
borð er farið aö halla undan fæti.
Mér blöskraði hins vegar að heyra i
hinni drambsömu konu, móður sem
kom fyrst í símann. Hún var auð-
heyrilega að ofvemda bömin sín
sem er þó ekki síður hættulegt en
hitt. Vonandi heppnast henni það.
Það getur hins vegar aldrei orðið ef
hún hefúr í heiðri þá aðferð sína, er
hún lýsti, að bjóða frekar í glas en
að bjóða önnur vímuefni. - Vínið er
nefnilega upphafið af þessu öllu.
Það þekkja allir þeir mörgu sem
hafa þurft að falla fyrir Bakkusi,
fyrr og síðar.
Við ungu mennina vil ég segja:
Haldið þessu áfram. Munið gamla
máltækið að á skal að ósi stemma.
Gangi ykkur vel.
Samningamenn taka
ekki sönsum
- ótrúlegur barnaskapur
Hvalveiðar í þröngum heimi
Sigurður Gilbertsson úrsmiður:
Já, ég myndi segja það.
Margrét Guðjónsdóttir kaupmað-
ur: Já, ég er rosalega stundvís.
Guðm. Gíslason skrifar:
Það saxast sífellt á tímann sem
samningamenn hafa til að semja sig
frá óöldinni sem í vændum er -
verkföllum og atvinnuleysi um ófyr-
irsjáanlegan tíma. Ég á ekki bara
við samningamennina sem sitja í
Karphúsinu og troða marvaðann frá
morgni til kvölds. Hér er líka um að
ræða ríkisvaldið sem situr sem fast-
ast á sínu útspili og skapar óvissu.
Þessir háu herrar vita ósköp vel að
hér verða samningar ekki gerðir á
breiðum grundvelli án þess að ríkis-
valdið sýni sín spil áður en gengið
er til undirskiftar um beinar launa-
hækkanir eða breytingar. Jafrivel
samninga án launEihækkana.
Hér er einfaldlega komið að
kjama málsins. Samningar án
launahækkana yfir línuna (sem fara
óðar út í verðlagið) kynnu að vera
besta lausnin. En þá þarf annað
koma til. Niðmfelling tekjuskatts að
fullu. Síðan að setja lög um lág-
markslaun sem miðist við 70 eða 80
þúsund krónur. Állar aukagreiðsl-
ur, hverju nafni sem nefnast, verði
felldar að launatöxtunum hjá öllum
stéttarfélögum. - Með þessu væri
brotið blað í sögu kjaramála á ís-
landi.
Á þetta hefur samningamönnum
og stjómvöldum verið bent. Þessir
aðilar taka ekki sönsum, þeir sitja
fastir í sama farinu. Óttinn við
breytingar hefúr heltekið þetta fólk.
Verkalýðsfuiltrúar fara á fund for-
sætisráðherra þar eð þeir vita sem
er að ríkisvaldið gæti auðveldlega
hrifsað allt burt með nýjum skött-
um þegar loks hefúr verið samið. -
En forsætisráðherra viil bíða og sjá
Verkalýösleiötogar ganga á fund forsætisráöherra. - Vilja fá aö sjá á spilin.
hver þróunin verður í Karphúsinu.
Meö þessum hætti verður hins
vegar aldrei samið og verkfófl skella
á.
Hér er um ótrúlegan bamaskap
að ræða hjá báðum aðilum, ríkis-
valdinu og samningamönnum
vinnumarkaðarins. - Verði ekki
samið á næstu dögum er úti um
vinnufriðinn og úti um afla hag-
stæða þróun á vinnumarkaði á ís-
landi. Fólk mun hugsa til brottflutn-
ings af landinu. Það verða því að
koma til einhverjar þær stórkostleg-
ar breytingar sem fólk trúir að gefi
því svigrúm til að rétta við fjárhags-
lega. - Verulega háar eingreiöslur,
t.d. fyrst við imdirritun samnings
og svo á miðju samningstímabili og
í lok þess, kynnu líka að losa um
klemmuna í samningaþófinu.
Klara skrifar:
Líklega er hann þröngur sá heim-
ur sem áhugamenn um hvalveiðar
hrærast í. Hvalveiðar eru nokkuð
sem ekki þarf á að halda lengur, og
alls ekki í okkar heimshluta. Eng-
inn borðar hvalkjöt með góðri lyst
nema þeir allra elstu hér á landi og
varla eru þeir margir í nágranna-
löndunum sem sækjast'eftir hval-
kjöti. - Eða súru rengi?
Spurning er hvort hvalir séu
dragbítur á fiskstofna sem við ís-
lendingar veiðum. Um það er líka
deilt. En verði einhver var við að
hvalir séu að ráðast á þorskstofninn
í sjónum eða loðnuna, eða svifið,
Yfirlýsing Islendinga um aö viö hverfum frá hvalveiðihugmyndinni er bráö-
nauösynleg, aö mati bréfritara.
sem er æti þorsksins, þá væri skyn-
samlegt að fá það sannað. Þá væru
líka komin rök fyrir því að stemma
stigu við fjölgun hvalsins.
í raun einkennast umræður um
hvalveiðar eða ekki hvalveiðar
mjög af tilfinningasemi fyrir sjávar-
spendýrum. Aðallega í útlöndum,
þar sem við höfum markaði fyrir
ýmsan útfluttan vaming. Ekki bara
fiskinn. Það er því brýnt að íslend-
ingar láti fljótlega þau boð út ganga
til nærliggjandi þjóða - raunar allra
þjóða sem við höfum samskipti og
viðskipti við - að við séum horfnir
ffá því að veiða hvali, a.m.k. um
ófyrirsjáanlegan tíma. Ef við gefum
ekki út slíka yfirlýsingu verður
okkur senn velgt um ugga, og það
alveg að ástæðulausu.
Sigurbjörg Þorvaldsdóttir nemi:
Nei, eiginlega ekki.
Gilbert Guðjónsson úrsmiður: Ég
er ekki stundvis, því er nú verr.
Jökull Jörgensson hárskeri: Já,
alltaf.
Öll laun að rétt-
um taxta
Sigfús hringdi:
Héðan af verður enginn friður
innan stéttarfélaganna um land
aflt fyrr en launin hafa verið færð
að réttum kauptaxta, líkt og VR
hefur gert samkomulag um fyrir
sitt fólk hjá stórkaupmönnum.
Auðvitað á að nota tækifærið nú
og leiðrétta þá ósvinnu sem hér er
viðloðandi að fela kaupið í alls
kyns aukagreiðslum og sporslum.
Það gengur ekki lengur.
Kastljósþáttur
um þýskt álver
hneyksli
Hildur skrifar:
Fréttastofa RÚV hefúr notið
trausts og virðingar fyrir hlut-
lausan fréttaflutning. Svo brá þó
við í umfjöllun um þýskt álver
nýlega að ekki var haft fyrir því
að texta aflt mál þeirra manna
sem sennilega höfðu eitthvað við
álverið að athuga. Hvað var það
sem við máttum ekki heyra?
Einhliða lýsing á ágæti álversins
á mannlíf, búpening og náttúru
var dæmalaus. Og hvað verður
svo gert þegar bankað verður
upp á með kjarnorkuúrgang til
geymslu hér eins og ýjað hefúr
verið að í fféttum?
Konur í kristni-
tökunefnd
Elin skrifar:
Eftir að farið var að hafa á
orði að við hæfi væri að hafa þar
svo sem eina eða tvær konur til
uppfyllingar til að lægja óá-
nægjuöldur ákvað biskup ís-
lands upp á sitt eindæmi að
smella tveimur konum í nefnd
þessa. Einni þingkonu og einum
presti. Nema hvað! Og nú liggur
íjárveiting á lausu! En mikiö
þykir mér þessar konur lítilþæg-
ar, aö láta skella sér í nefnd
þessa, svona einn, tveir og þrír,
og þykja allt í lagi!
íslendingar eru
uppbelgdir
Sverrir hringdi:
Ég tek fyllilega undir með
stjómanda Þjóðarsálarþáttar á
rás 2 sl. mánudag um að íslend-
ingar séu alluppbelgdir. Þessi yf-
irlýsing þáttarstjórnandans,
Kristínar Ólafsdóttur, tengdist
umræðu eins innhringjanda sem
ræddi við hana um áhugaefni
sitt. Það verður að segjast eins
og er að við íslendingar emm
talsvert sérstæðir að því leyti að
við höfum skoðun á flestum mál-
um og teljum okkur yfir flesta
aðra hafna. Þessi gorgeir er auð-
sær flestum öðrum en okkur
sjálfúm. En kannski hefur þessi
löstur haldið okkur gangandi
sem þjóð. Við erum þó smám
saman að semja okkur að ffam-
komu siðaðra þjóða. Þetta smá-
mjakast.
Stóriðja, vertu
velkomin
Jóhannes Kristjánsson skrifar:
Það er óskiijanlegt að fólk í
launastéttum skuli láta fá sig til
þess að mótmæla stóriðjuhug-
myndum í landinu. Hefur það
einhverjar aðrar hugmyndir um
hvemig á að halda uppi fullri at-
vinnu? Hvers vegna eru þeir ein-
staklingar sem mest hafa sig
frammi í mótmælum um stór-
iðju ekki sjálfir með hugmyndir
og framtak til að bjóða fram?
Þetta em ekki athafnamenn,
þetta eru uppreisnar- og múgæs-
ingamenn. Lítið bara á kreppu-
árin sem sýnd em með einstak-
lega skýrum hætti 1 sjónvarps-
þáttum þessa dagana. Viljum við
lenda í þess konar ástandi I dag?
Þaö getur auðveldlega gerst. Viö
ættum að fara hægt og fagna
hverju atvinnutækifæri sem
hingað berst. Við höfum ekki af
miklu að taka.
• J