Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Side 19
Fréttir
27
l
i
I
f
i
>
*
j
i
i
!
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
DV
EskiQörður:
Hólmaborgin með 18
þúsund tonn í febrúar
DV, Eskifirði:
Um 63 þúsund tonn af loðnu
hafa nú borist að landi á Eskifirði
frá áramótum. Loðnuverksmiðjan
hefur tekið á móti 58.600 tonnum
en um 4.100 tonn hafa farið í fryst-
ingu.
Febrúarmánuður reyndist gjöfull,
þrátt fyrir erfitt veðurfar. Afli
loðnuskipa Eskfirðinga í mánuðin-
um er sem hér segir:
Hólmaborg 17.872 tonn, Jón Kjart-
ansson 13.545 tonn, Guðrún Þorkels-
dóttir 1.000 tonn.
Loðnuverksmiðjan gengur eins
og best verður á kosið. Að sögn
Hauks Jónssonar verksmiðjustjóra
er afkastagetan um 900 tonn á sólar-
hring og er mestur hluti mjölfram-
leiðslunnar hágæðamjöl.
-Regína
Holmaborgin frá Eskifiröi aflaöi hvorki meira né minna en 18 þúsunda tonna í febrúarmánuði. Skipiö ber mest ís-
lenskra nótaskipa og hefur boriö aö landi um 2600 tonn í einni veiöiferö. Hér má sja skipið aö veiöum.
DV-mynd Þorsteinn Gunnar
Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000:
Meginþemað hér er
náttúra og umhverfi
- mjög spennandi verkefni, segir Páll Skúlason
„Okkar fyrsta verk verður að
skilgreina þau verk sem koma til
greina. Við ætlum að fjalla örlftið
um menningarhugtakið á okkar
næsta fundi en það er vissulega
mjög vítt. Það sem verður, held ég,
skemmtilegast í þessu er samstarfið
við hinar borgimar," segir Páll
Skúlason prófessor en hann er for-
maður framkvæmdastjórnar sem
ráðin hefur verið í verkefnið
Reykjavík - menningarborg Evrópu
árið 2000.
Ákvörðunin um að tilnefna
Reykjavíkurborg ásamt 8 öðrum
borgum menningarborg Evrópu
árið 2000 var tekin af ráðherranefnd
Evrópusambandsins í árslok 1995.
Hinar borgimar eru Avignon,
Bologna, Prag, Helsingfors, Bergen,
Bmssel, Santiago de Compostela og
Kraká. Markmið verkefnisins er að
auka gagnkvæm kynni Evrópuþjóð-
anna, að draga fram sameiginleg
einkenni Evrópuríkja en leggja jafn-
framt áherslu á fjölbreytileika og að
gera menningarlega sérstöðu ein-
stakra borga, svæða eða landa al-
menningi ljósari og aðgengilegri.
Gert er ráð fyrir töluverðu sam-
starfi milli viðkomandi menningar-
borga í tengslum við menningar-
borgarverkefnið.
„Aðalatriðið er aö koma ein-
hverju í gang mjög fljótt þvi það er
ekki aðeins miðað við árið 2000 í
þessu. Við getum farið að byrja
strax. Þetta er kærkomið tækifæri
til þess að koma okkur á framfæri
og hinar borgimar munu sjá um að
kynna okkur, við fáum gesti frá
borgunum og íslendingar munu
sækja þær heim.“
Páll segir að hér sé alls ekki bara
miðað við listimar, meginþema
Reykjavíkur sé til að mynda nátt-
úra og umhverfi. Hann segir að
erfitt sé að nefna dæmi um verkefni
á þessu stigi því með þvi væri hann
eiginlega að þjófstarta verki sem
nefndin hefur nánast ekkert fjallað
um. Aðrir í framkvæmdastjóm em
Guðrún Ágústsdóttir, Inga Jóna
Þórðardóttir, Brynólfur Bjamason,
Birgir Sigurðsson, Súsanna Svav-
arsdóttir og Helgi Gíslason.
-sv
X 2 FOT
Kr.
FALDAR
2Pi astlötur ,
I vatnslá
hevlert
korktappar
sykurflotvog
opnunartímar:
mán.-fös.frá kl. 09.00-19.00
lau. frá kllO.00-14.00
NÓATÚNI 17 105 ReBjAVÍK SÍMI 562 93 00