Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Side 24
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
u srrax
i sima
FRAMADAGAR
Pjóðarbókhlööunni "7. mans kl. 12-1 "7
Getraun - www.framadagar.hi.is
Vantar ykkur lokaverkefni, sumarstarf
eða jafnvel framtíðarstarf?
Á Framadögum eru 37 fnamsæknustu fyrintæki
landsins sem vilja komast í samband við ykkun.
Sviðsljós
Brace Willis
rekur leikstjóra
og fleiri
Allt gengur á afturfótunum
við gerð nýjustu myndarinnar
hans Bruce Willis í Wilmington
í Delawareríki. Kvikmyndatök-
umar á Slags-
málahundin-
um á Broad-
way höfðu
ekki staðið í
nema tuttugu
daga þegar
Bruce og ann-
ar til ráku
leikstjórann
Lee Grant, ffamleiðandann Joe
Feury og kvikmyndatökumann-
inn William Fraker. Svo kann að
fara að eitthvað af leikaraliðinu
fái einnig pokann sinn. Dennis
Dugan hefur veriö ráðinn til að
ljúka myndinni.
Placido skotinn
í stúdínu
Stórsöngvarinn Placido Dom-
ingo hefur fallið kyiliflatur fyrir
21 árs gamalli óperustúdínu,
Alexöndru Coman. Kjaftasögur
þar um fengu
byr undir báða
vængi þegar
einhver athug-
ull maður sá
hvar þau foðm-
uðust heitt og
innilega bak-
sviðs í óperu-
húsinu í Vínarborg. Það gerðist
eftir frumsýningu á óperunni
Idomeneo eftir Mozart. Áreiðan-
legar heimildir herma einnig að
hinn 56 ára gamli Placido og
stúlkan séu búin að vera saman
í eitt ár en þeim hafi tekist að
halda sambandinu leyndu.
Tékkneska ofurfyrisætan Eva Herzigova:
Önnur manneskja
þegar hún fer heim
Ofurfyrirsætan Eva Herzigova
hefúr nóg að gera þessa vikuna því
nú standa yfir sýningar í Mílanó á
tískunni fyrir næsta haust og vetur.
Sjö ár eru liðin siðan Eva, sem er
orðin 23 ára, yfirgaf heimaland sitt,
fyrrum Tékkóslóvakíu, þar sem
ekki voru til tískublöð.
„Þegar ég fer heim er ég önnur
manneskja en sú sem ég er hér,“
sagöi Eva í viðtali við fréttamenn í
Mílanó. Hún tók það þó ffarn að
hún myndi ekki vilja flytja aftur
heim fyrir fúllt og allt þar sem hún
væri orðin svo vön öllum gæðunum
sem fást á Vesturlöndum.
Eva sagði það algjöra tilviljun að
hún lenti í tískubransanum. Hún
hafði látið undan vinkonu sem
hvatti hana til að taka þátt í fyrir-
sætukeppni I Prag og var þá upp-
götvuð. „Ég var ein af fyrstu stúlk-
unum frá Austur-Evrópu og það
þótti mjög spennandi í tískubrans-
anum. Ég var svo heppin að fá strax
vinnu. Ég var með rétta útlitið á
réttum tíma.“
Núna talar Eva reiprennandi
ensku og frönsku en áður hafði hún
lært rússnesku heima.
Eva viðurkenndi í viðtalinu að
fyrirsætustarfið gæti verið erfitt.
Hún varð fyrir áfalli á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes á dögunum.
„Fólk tróðst og slóst og það voru
alls staðar myndavélar. Við
komumst inn í bílinn en fólk lagðist
með andlitið á rúðumar og ég sá
ekkert út. Þá gerði ég mér grein fyr-
ir því hvað fyrirsætur, fegurð og
glamúr skiptir fólk miklu máli,“
sagði Eva.
Sambandið við fjölskylduna
heima hjálpar henni að hafa yfirsýn
yfir allt. „Ég hringi alltaf í foreldra
mína. Hlutimir stíga manni auð-
veldlega til höfuðs en þegar ég tala
við foreldra mína geri ég mér grein
fyrir því hver ég er og hvað ég vil,“
sagði ofurfyrirsætan sem giftist
trommuleikaranum Tico Torres síð-
astliðið haust.
Eva Herzigova.