Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Síða 26
34
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
Afmæli
Júlíus Hafstein
Júlíus Hafstein framkvæmda-
stjóri er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Júlíus fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk prófi frá VÍ1967
og íþróttakennaraprófi 1969.
Júlíus var framkvæmdastjóri
Dentalíu hf., innkaupasambands
tannlækna, 1969-71, skrifstofústjóri
Últímu hf. 1971-73, stofnaði umhoðs-
og heildverslunina Snorra hf. 1973
og hefur verið framkvæmdastjóri
þess fyrirtækis síðan. Þá var hann
ráðinn framkvæmdastjóri Kristni-
hátíðamefndar 1996 en hún undir-
býr hátíðaliöld vegna þúsund ára
kristnitökuafmælis á Þingvöllum
árið 2000.
Júlíus var varaborgarfulltrúi
1982-86, borgarfulltrúi í Reykjavík
frá 1986, sat í borgarráði 1992-93,
var formaður íþróttaráðs Reykja-
víkur 1982-86, formaður íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur
1986-94, Umhverfismáalaráðs
Reykjavíkur 1986-94, Ferðamála-
ráðs Reykjavíkur 1986-94 og fyrsti
stjómarformaður Ráðstefnuskrif-
stofu íslands. Hann var varaformað-
ur íþróttafélags Reykjavíkur
1970-74, formaður Handknattleiks-
Júlíus Hafstein.
ráðs Reykjavíkur
1973-75, í stjóm Hand-
knattleikssambands ís-
lands 1974-83 og formað-
ur 1978-1983, var formað-
ur íþróttabandalags
Reykjavíkur 1984-88, sat
í Ferðamálaráði 1985-95
og var formaður Ólymp-
íunefndar íslands
1994-97.
Fjölskylda
Kona Júlíusar er Erna
Hauksdóttir, f. 26.8. 1947, viðskipta-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Sambands veitinga- og gistihúsa.
Foreldrar Emu era Haukur Þórir
Benediktsson, fv. framkvæmda-
stjóri í Reykjavík, og k.h., Amdís
Þorvaldsdóttir kaupmaður.
Börn Júlíusar og Emu eru Bima,
f. 25.1. 1972, háskólanemi; Jóhannes
Júlíus, f. 30.5. 1976, nemi.
Systkini Júlíusar eru Jakob
Valdimar, f. 18.3.1945, fiskeldisfræð-
ingur í Reykjavík; Áslaug Bima, f.
15. ágúst 1948, húsmóðir í Reykja-
vík.
Foreldrar Júlíusar: Jakob Valdi-
mar Hafstein, f. 8.10. 1914, d. 24.8.
1982, lögfræðingur og listmálari í
Reykjavík, og k.h., Bima
Kjartansdóttir, f. 20.3.
1923, húsmóðir.
Ætt
Föðurbróðir Júlíusar var
Jóhann Hafstein forsætis-
ráðherra, faðir Péturs
hæstaréttardómara. Jakob
var sonur Júlíusar Hav-
steen, sýslumanns á Húsa-
vík Jakobsson Havsteen,
kaupmanns á Akureyri
Jóhannssonar Havsteen,
kaupmanns á Akureyri Jakobssonar
Havsteen, kaupmanns á Hofsósi
Nielssonar. Móðir Jakobs var Þór-
unn Jónsdóttir, fræðslumálastjóra í
Reykjavík Þórarinssonar, prófasts í
Görðum á Álftanesi Böðvarssonar,
prests á Melstað Þorvaldssonar,
bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar
forseta. Móðir Þórarins var Þóra
Björnsdóttir, prests í Bólstaöarhlíð
Jónssonar. Móðir Jóns var Þórann,
systir Guðrúnar, ömmu Sveins
Bjömssonar forseta. Önnur systir
Þórunnar var Sigurbjörg, amma
Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra.
Þórunn var dóttir Jóns, prófasts í
Steinnesi Péturssonar. Móðir Þór-
unnar Havsteen var Lára, systir
Hannesar Hafstein ráðherra. Lára
var dóttir Péturs Havstein, amt-
manns á Möðravöllum Jakobssonar,
bróður Jóhanns kaupmanns, afa Júl-
íusar sýslumanns. Móðir Lára var
Kristjana Gunnarsdóttir, prests í
Laufási Gunnarssonar og Jóhönnu,
systur Eggerts, langafa Gunnars
Thoroddsen forsætisráðherra. Annar
bróðir Jóhönnu var Ólafur, langafl
Odds, föður Davíðs forsætisráðherra.
Jóhann var dóttir Gunnlaugs Briem,
sýslumanns á Grund i Eyjafirði.
Móðursystur Júlíusar voru Þór-
unn, kona Lárasar Blöndal bóksala;
Brynhildur, kennari í Reykjavík, og
Sólveig Ágústsdóttir, fyrrv. bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafn-
arfirði. Birna er dóttir Kjartans,
skrifstofumanns í Reykjavík Konr-
áðssonar, bróður Konráðs, foður
Bjama læknis. Móðir Kjartans var
Elín Zoega, dóttir Jóhönnu Zoega,
systur Geirs Zoega rektors, afa Geirs
Hallgrímssonar forsætisráðherra,
fóður Hallgríms, framkvæmdastjóra
Morgunblaðsins. Móöir Birnu var
Áslaug, systir Péturs, fóður Njarðar
P. Njarðvík rithöfundar. Áslaug var
dóttir Sigurðar, verkamanns á Akur-
eyri Þórðarsonar, og Kristínar Pét-
ursdóttur, b. á Skáldalæk í Svarfað-
ardal Gíslasonar.
Páll Guðmundsson
Páll Guðmundsson vél-
virkjameistari, Skipa-
sundi 11, Reykjavík, er
áttræður í dag
Starfsferill
Páll fæddist á Krossa-
nesi í Helgustaðahreppi
við Reyðarfjörð og ólst
þar upp við almenn sjáv-
ar- og sveitastörf til átján
ára aldurs. Síðasta sumar-
ið sitt á Krossanesi gerði
Páll út vélbát þaðan,
ásamt Þorsteini, félaga sínum, og
var það eina tilraunin sem gerð var
til vélbátaútgerðar þar.
Páll flutti til Reykjavíkur haust-
ið 1935 og hefur búið þar síðan.
Fljótlega eftir komuna til Reykja-
víkur lærði Páll vélvirkjun í Vél-
smiðjunni Steðja hf. jafnframt
námi við Iðnskólann í Reykjavík
en hann lauk prófi vorið 1939. Þá
stundaði Páll nám við Iðnfræða-
skólann í Reykjavík 1939-40 en sá
skóli var fyrsti vísirinn að Tækni-
skóla hér á landi. Skólinn var lagð-
ur niður eftir þennan vetur og varð
því ekki meira úr nám-
inu.
Páll, Guðni bróðir hans
og nokkrir aðrir stofn-
uðu Vélsmiðjuna Tækni
hf. 1942 en hún er enn
starfrækt. Páll lét af
störfúm um áramótin
1989-90 og hafði þá unn-
ið við iðn sína í flmmtíu
og fimm ár, að undan-
teknum nokkram sumr-
um er hann var vélstjóri
á síldarbátum.
Páll hefur fengist mikið
við félagsstörf. Hann var m.a. í
sljóm Félags Eskfirðinga og Reyð-
firðinga í Reykjavík í mörg ár, auk
þess sem hann hefur verið í stjórn
Austfirðingafélagsins í Reykjavík í
mörg ár og formaður þess um
skeið.
Fjölskylda
Páll kvæntist 25.12. 1942 Jónu
Ólafsdóttur, f. 26.10. 1917, húsmóð-
ur. Hún er dóttir Ólafs Guðmunds-
sonar, b. í Miðvogi í Innri- Akra-
neshreppi, frá Svanga í Skorradal,
og k.h., Kristínar Jónsdóttur frá
Ausu í Andakílshreppi.
Böm Páls og Jónu era Guðmund-
ur, f. 24.3.1946, byggingatæknifræð-
ingur, búsettur á Egilsstöðum,
kvæntur Guðbjörgu Maríu Jóels-
dóttur, sjúkraliða frá Siglufirði, og
eiga þau eina dóttur; Kristín, f.
14.7. 1949, bankastarfsmaður í
Kópavogi, gift Magnúsi Ingvars-
syni, húsasmið frá Kolgröfum I
Eyrarsveit, og eiga þau þrjá syni;
Gissur, f. 24.10.1960, verkfræðingur
í Hafnarfirði, kvæntur Lindu Björk
Helgadóttur, lækni frá Vestmanna-
eyjum, og eiga þau tvö börn, auk
þess sem Gissur á son sem er bú-
settur í Suður-Afriku.
Bróðir Páls var Guðni Sigurður
Guðmundsson, f. 4.8.1919, 8.1.1993,
bifvélavirki í Reykjavík, var
kvæntur Sigrúnu Oddgeirsdóttur
frá Múlastöðum í Flókadal og eru
synir þeirra þrír, Ingvar Auðunn,
byggingartæknifræðingur, Gunnar
skrifstofumaður og Haukur Geir,
rafmagnstæknifræðingur.
Foreldar Páls voru Guðmundur
Jónsson, f. 9.11.1874, d. 9.1.1921, frá
Viðborði á Mýrum í Homafirði, og
Ingveldur Erasmusdóttir, f. 21.5.
1875, d. 10.10.1957, húsfreyja.
Eftir lát Guðmundar flutti Auð-
unn Jóhannesson, f. 26.11. 1875, d.
11.11. 1971, frá Karlsstöðum í
Helgustaðahreppi að Krossanesi
sem ráðsmaður Ingveldar og bjó
með henni upp frá því. Þau fluttu
til Reykjavíkur sumarið 1937.
Ætt
Guðmundur var sonur Jóns Guð-
mundssonar, b. á Stórahóli og Við-
borði á Mýrum í Austur- Skafta-
fellssýslu, og k.h., Guðnýjar Krist-
jánsdóttur úr Kálfafellsstaðasókn.
Ingveldur var dóttir Erasmusar
Ámasonar, b. í Efriey í Leiðvalla-
hreppi, og k.h., Margrétar Jónsdótt-
ur frá Leiðvelli. Erasmus var sonur
Ingveldar Erlendsdóttur Pétursson-
ar frá Pétursey, b. á Hvoli í Mýrdal.
Margrét var dóttir Rannveigar
Jónsdóttur Hannessonar, b. á
Núpsstað.
Páll og Jóna taka á móti ættingj-
um og vinum í Safnaðarheimili Ás-
kirkju, laugardaginn 8.3. frá kl.
15.00.
Páll Guömundsson.
Einar Kristjánsson
Einar Kristjánsson, bóndi á
Ófeigsstööum í Ljósavatnshreppi, er
sjötugur í dag.
Starfsferill
Einar fæddist á Finnsstööum í
íöldukinn og ólst þar upp í for-
;ldrahúsum við öll almenn sveita-
störf. Hann var í Bamaskóla í Kinn
og stundaði síðan nám við Héraðs-
skólann á Laugum.
Einar stundaði vélavinnu á
skurðgröfum í Köldukinn og á
Siglufirði auk þess sem hann var
við vegagerð og jarðabætur á jarð-
ýtu um skeið.
Hann hóf búskap á Ófeigsstöðum
1953 í félagi við tengdafoður sinn og
tók síðan við öllu búinu að honum
látnum um miðjan sjöunda áratug-
inn. Einar byrjaði með blandaðan
búskap en hefúr lengst af verið með
sauðfé. Hann seldi ríkinu fram-
leiðsluréttinn fyrir ári síöan og er
því hættur að búa.
Einar spilaði mikið á harmóniku
á dansleikjum á áram áður, allt frá
1948. Þá stofnaði hann hljómsveit-
ina Steinaldarmenn sem lék fyrir
dansi í Þingeyjarsýslu.
Fjölskylda
Eincir kvæntist 1957 Svanhildi
Baldursdóttur, f. 25.4. 1936, hús-
freyju. Hún er dóttir Baldurs Bald-
vinssonar, bónda á Ófeigsstöðum,
og k.h., Sigurbjargar Jónsdóttur,
húsfreyju frá Litluströnd í Mývatns-
sveit.
Böm Einars og Svanhildar era
Kristjana, f. 17.12.1954, bankastarfs-
maður á Akureyri; Sigurbjörg, f.
24.4. 1956, verslunarmaður á Akur-
eyri, en hennar maður er Kristján
Ólafur Jónsson og eiga þau tvær
dætur; Halldóra, f. 14.4. 1958, kaup-
maður í Noregi, gift Lars Ove Tes-
dal og eiga þau tvö böm; Baldur
Ófeigur, f. 8.1. 1962, starfsmaður
Flugleiða á Akureyri og á hann eina
dóttur; Sigurbjöm, f. 12.8. 1966,
starfsmaður við Sláturhús KÞ á
Húsavík en kona hans er Guðrún
Gísladóttir og eiga þau tvær dætur.
Systkini Einars: Ámi, f. 1915, d.
1974, menntaskólakennari á Akur-
eyri; Sigurbjöm, f. 1917, d. 1973,
bóndi og smiður á Finnsstöðum;
Gerður, f. 1921, húsmóðir í Reykja-
vík; dr. Aðalgeir, f. 1924, skjalavörð-
ur við Þjóðskjalasafnið í Reykjavík;
Hjalti, f. 1929, bóndi á Hjaltastöðum
í Kinn.
Foreldrar Einars vora Kristján
Árnason, bóndi á Finnsstöðum, og
k.h., Halldóra Sigurbjamadóttir
húsfreyja.
Askrifendur fó
M
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
oM mllli hlnruns
Smáauglýsingar
550 5000
DV
Til hamingju
með afmælið
6. mars
90 ára
Þorgerður Sveinsdóttir,
Sléttuvegi 11, Reykjavík.
80 ára
Vigdis Jónsdóttir,
fyrrv. skólastjóri,
Hjarðarhaga 38, Reykjavík.
Jakob Jónsson,
fyrrv. leigubifreiðastjóri,
Faxabraut
17, Kefla-
vík.
Jakob tek-
ur á móti
vinum og
vanda-
mönnum í
Verkalýðs-
og sjó-
mannafé-
lagshúsinu,
Keflavík, laugardaginn 8.3.
n.k. kl. 16.00.
75 ára
Halldór Sölvi Bjömsson,
Fljótaseli 13, Reykjavík.
Sigríður Hallgrímsdóttir,
Austurbergi 38, Reykjavík.
Grímur Jónsson,
Klifshaga 1, Öxarfjarðar-
hreppi.
60 ára
Kristín Guðmundsdóttir,
Háengi 4, Selfossi.
Guöjóna Ólafsdóttir.
Boðagranda 7, Re;
Sigrún Daníelsdi
Einigrand 6, Akr?
Nína Soffía Hamiesaomr,
Staðarbakka 16, Reykjavík.
Ágústa Hjálmtýsdóttir,
Vesturbergi 111, Reykjavík.
Gísli A. Eiríksson,
Hraunbæ 102 F, Reykjavík.
50 ára
Guðjón Jónsson,
Hagaseli 9, Reykjavík.
Jakobína Guðfinnsdóttir,
Hrauntúni 17, Vestmannaeyj-
um.
Sæmundur Gunnarsson,
Tungu, Dalabyggð.
Valgerður Halldórsdóttir,
Túngötu 30, Siglufirði.
Gunnar Baldursson,
Kvíarhóli, Ölfushreppi.
Ásdís Bára Magnúsdóttir,
Haukanesi 24, Garðabæ.
Edward Vilberg Kiernan,
Barmahlíð 2, Akureyri.
Friðgeir Indriðason,
Krosshömram 20, Reykjavík.
40 ára
Guðmundur Ólafur Guð-
mundsson,
Aðalstræti 15, Patreksfirði.
Jóhanna Finnborg Magnús-
dóttir,
Hæðarbyggð 8, Garöabæ.
Eyjólfur Ævar Eyjólfsson,
Brekkustíg 31 B, Njarðvik.
Ingveldur Hafdís Ólafsdótt-
ir,
Ránargötu 28, Akureyri.
Þóra Lárusdóttir,
Blönduhlið 4, Reykjavík.
Ágústa Sigríður Gunnars-
dóttir,
Hringbraut 61, Keflavík.
Karl Eskil Pálsson,
Fögrasíðu 5 C, Akureyri.
Jón Svarfdal Hauksson,
Fjóluhvammi 10, Hafnarfirði.
Halla Leifsdóttir,
Melgeröi 7, Reykjavík.
Stefán Lárus Stefánsson,
Valhúsabraut 6, Seltjamar-
nesi.
Hafnargötu 80,