Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1997, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997 37 DV Gestur (Egill Ólafsson) ræðir viö Soffíu (Guðrúnu Ásmundsdóttur). Dómínó í kvöld verður sýning á Dó- mínó eftir Jökul Jakobsson sem Leikfélag Reykjavíkur hefur að undanfornu sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins við miklar vinsældir. Dóminó gerist í rót- grónu hverfi í Reykjavík á svip- uðum tíma og leikritið er skrif- að, eða í kringum 1970-1973. Varla er hægt að tala um ein- hverja athurðarás í venjulegum skilningi. Hér er brugðið upp mynd af fjölskyldu úr vel efn- aðri og rótgróinni borgarastétt. Eins og oft í leikritum Jökuls koma til sögu kynslóðimar þrjár: æskan, miðaldra hjónin svo og ellin. Leikhús Leikarar í Dóminó eru Eggert Þorleifsson, Hanna María Karls- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Egill Ólafs- son og Guðrún Ásmundsdóttir. Leikstjóri er Kristín Jóhannes- dóttir. Foreldri og farsæld I Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30 verður annar fræðslufund- urinn af fjórum um heimilið og Qölskylduna. Sr. Þór Hauksson, prestur við Árbæjarkirkju, flyt- m- erindi sem hann nefnir: For- eldri og farsæld. Aglow Fundur verður í kvöld í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58-60. Katla Ólafsdóttir flytur erindi. Háskólafyrirlestur Michele Marsonet, prófessor í heimspeki, flytur fyrirlestur í kvöld kl. 20.30 í stofú 101 í Lög- bergi sem nefnist: Richard Ror- ty’s Ironic Liberalism and its Dangers. Samkomur Samræða um sjálfsímyndina Jóna Lísa Þorsteinsdóttir fræðslufulltrúi og Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri flytja erindi um samkynhneigð í dag kl. 17.30 í Kirkjulundi, Keflavík. Músíktilraimir Fyrsta Músíktilraunakvöld Tónabæjar og ÍTR verður í kvöld og hefst skemmtunin kl. 20. Gestahljómsveit er Kolrassa krókríðandi. Félag kennara á eftirlaunum Leshópur kemur saman kl. 14 og æfing er hjá sönghóp kl. 16 í Kennarahúsinu við Laufásveg. Dagskrá um verk Jó- hanns Hjálmarssonar í dag kl. 17 verður dagskrá um verk Jóhanns Hjálmarssonar í kafFistofu Gerðarsafns í Kópa- vogi. Félagar úr Ritlistarhópi Kópavogs flytja Ijóð að eigin vali úr bókum skáldsins og Jóhann les úr nýjum ljóðum sínum. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói: íslenskir einleikarar í kvöld verða sinfóníutónleikar í Háskólabíói og verða flutt fimm verk, Le Corsair eftir Hector Berlioz, Elegía eftir Giovanni Bottesini, Poeme eftir Ernest Chaus- son, Grand duo eftir Giovanni Bottesini og Sinfónískir dansar eftir Sergei Rachmaninoff. Stjómandi er Bemharður Wikinson og er þetta í fyrsta sinn sem hann stjómar áskriftartónleikum. Einleikarar eru tveir og era þeir báðir íslenskir, Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari og Hávarður Tryggvason bassaleik- ari. Tónleikar Gerður Gunnarsdóttir hefur starf- að sem þriðji konsertmeistari Cúlzenich hljómsveitarinnar i Köln. Hún hlaut fyrstu verðlaun I Posat- banh-Sweelinche fiðlukeppninni í Amsterdam og hefur komið fram sem einleikari með ýmsum hljóm- sveitum í Þýskalandi og Hollandi. Hávarður Tryggvason lauk ein- leiksprófi frá Ecole Normale de Musique de Paris og starfaði um Sinfóníuhljómsveit íslands leikur fimm verk á tónleikunum í kvöld. skeið erlendis, meðal annars í leikstónleika í Frakklandi og á ís- hljómsveit flæmsku óperunnar í landi. Hávarður var ráðinn fyrsti Antwerpen. Hann hefur haldið ein- kontrabassaleikari SÍ árið 1995. Gloss í Kaffi Reykjavík: Dúndrandi diskóstemning Hljómsveitin Gloss, sem sérhæfir sig í að skemmta fólki á öllum aldri með dúndrandi diskói er skipuð sex ungmennúm af höfuðborgarsvæðinu og mun sveitin skemmta gestum í Kaffi Reykjavík í kvöld. Gloss hefur leikið vítt og breitt um landið í vetur og eru á faraldsfæti um helgina, því auk þess að leika í Kaifi Reykjavík í kvöld þá mun sveitin bregða sér til Vestmannaeyja og leika í Lundanum fóstudags- og laugardagskvöld. Gloss skipa: Helga Jóhanna söngur, Matthías sem leikur á hljómborð og saxófón, Hjalti „popp“ þenur rafgiuna, Kristinn ,spud“ plokkar bassann, Finnur P. Magg lemur húðir og Freyr „funky“ Guðmunds- son þeytir trompetinn. Skemmtanir Kuml í Rósenbergkjallaranum Pönkið verður áberandi í Rósenbergkjallaranum í kvöld en þá mun hljómsveitin Kuml stíga á stokk og þeirra lína er tónlist sem þróun af pönki. Þeir sem skipa Kuml eru: Númi, gítar, Björgvin Freyr, gítar, Friðrik Álfur, söngur, Berglind Hólm, söngur og Einar, bassi. Auk Kuml koma fram DJ Fly og Fönkus. Gloss leikur fyrir gesti í Kaffi Reykjavík í kvöld. Víða beðið með mokstur Á Hellisheiði og í Þrengslum er fært en skafrenningur. Fært er um Suðumes og fyrir Hvalfiörð. Þung- fært er vestur á Mýrum og skaf- renningur er á öllu Snæfellsnesi, verið er að moka Fróðárheiði og um Heydal. Vonskuveður hefúr verið í Borgarfirði og beðið átekta með mokstur þar og á Holtavörðuheiði. Færð á vegum Fært er með suðurströndinni aust- ur á firði og til Egilsstaða. Fært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og með ströndinni frá Húsavík til Þórs- hafnar og þaðan til Vopnafiarðar. Víða er mikil hálka á vegum. Ástand vega Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q-j LokaörStOÖU ® Þungfært 0 Fært fjallabílum Sebastian Litli drengurinn á myndinni, sem hlotið hef- ur nafnið Sebastian Krist- Barn dagsins jánsson, fæddist á fæðing- ardeild Landspitalans 26. febrúar kl. 4.54. Þegar hann var vigtaður reynd- ist hann vera 3510 grömm að þyngd og mældist 50 sentímetra langur. 'M Á. Dan Aykroyd leikur lögreglu- stjórann Wilbur Hampton sem þarf aö skila krökkunum til síns heima. Regnboginn Rainbow, sem Háskólabíó hóf sýningar á um síðustu helgi, er ævintýramynd fyrir alla fiöl- skylduna sem leikstýrt er af hin- um kunna leikara Bob Hoskins, en hann leikur einnig eitt hlut- verkið. Annars eru aðalhlutverk- in í höndum fiögurra barna sem öll eru að heyja framraun sína í kvikmyndum en auk þeirra leika í myndinni Dan Aykroyd og Saul Rubinek. Kvikmyndir Myndin fiallar um krakkana Tissy, Mike, Pete og Steve. Þau hafa komist að því að ef þau ná að standa undir regnboga þá eigi þau möguleika á að lenda í ævin- týraferð sem er engri ferð lík. Það þarf því engan að undra að dag einn þegar þau eru í skólan- um og sjá út um gluggann regn- boga þá þjóta þau út á hjólin sín og hjóla í átt að upptökum regn- bogans. Nýjar myndir: Háskólabíó: The Ghost and the Darkness Laugarásbíó: The Crow 2: Borg englanna Kringlubíó: Rich Man's Wife Saga-bíó: Ævintýraflakkarinn Bíóhöllin: Space Jam Bíóborgin: Bound Regnboginn: Englendingurinn Stjörnubíó: Máliö gegn Larry * Krossgátan Lárétt: 1 úthald, 4 ánægður, 7 inn- an, 8 stefna, 9 gelt, 10 frásögn, 11 tín- ir, 13 sprotar, 15 reiðihljóð, 16 flenna, 18 eggið, 20 rykkorn, 21 sting, 22 erfiði. Lóðrétt: 1 ójafna, 2 munda, 3 stutt- ir, 4 renglur, 5 halda, 6 ásaka, 9 al- veg, 12 saur, 14 umgang, 15 eira, 17 fljótið, 19 oddi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 tekt, 5 hét, 8 öm, 9 Alla, 10 snáði, 12 el, 13 káfaði, 16 logans, 18 ræl, 19 örin, 20 agat, 21 æri. Lóðrétt: 1 töskur, 2 er, 3 kná, 4 taða, 5 hliðar, 6 él, 7 tal, 11 nálæg, 12 ein- ir, 14 fola, 15 asni, 17 göt. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 71 06.03.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqengi Dollar 71,360 71,720 70,940 Pund 115,110 115,700 115,430 Kan. dollar 52,200 52,520 51,840 Dönsk kr. 10,8950 10,9530 10,9930 Norsk kr 10,2240 10,2800 10,5210 Sænsk kr. 9,3060 9,3570 9,4570 Fi. mark 13,9270 14,0090 14,0820 Fra. franki 12,3140 12,3840 12,4330 Belg. franki 2,0132 2,0253 2,0338 Sviss. franki 48,0700 48,3300 48,0200 Holl. gyllini 36,9100 37,1300 37,3200 Þýskt mark 41,5600 41,7700 41,9500 ít. líra 0,04175 0,04201 0,04206 Aust. sch. 5,9020 5,9380 5,9620 Port. escudo 0,4138 0,4164 0,4177 Spá. peseti 0,4908 0,4938 0,4952 Jap. yen 0,58650 0,59010 0,58860 irskt pund 111,110 111,800 112,210 SDR 97,46000 98,05000 98,26000 ECU 80,8400 81,3200 81,4700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.