Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 5 Fréttir Dvergasteinn: Ammoníaksleki Mengun frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga: Yfirvöld hafa sof- ið á verðinum - hneyksli að starfsleyfi verksmiðjunnar hefur aldrei verið endurskoðað, segir Hjörleifur „Það er ljóst af svari umhverfis- ráðherra að opinberir aðilar, sem áttu að vera búnir að endurmeta starfsleyfi jámblendiverksmiðjunn- ar fyrir löngu, hafa sofið á verðin- um og það er auðvitað hneyksli að starfsleyfið skuli vera óendurskoð- að frá byrjun," segir Hjörleifur Guttormsson alþingismaður um svar umhverfisráðherra við fyrir- spum Hjörleifs um starfsemi Jám- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga og mengunarvamir hennar. Hjörleifur sagði i samtali við DV að af svarinu væri einnig ljóst að Hollustuvernd ríkisins er engan veginn í stakk búin til að rækja sitt lögboðna hlutverk eftirlits með rekstri af þessu tagi og það sé viður- kennt í svari ráðherra. Menn hljóti því að velta því fyrir sér hvort starfsleyfi fyrir starfsemi af þessu tagi séu yfirleitt hrein sýndar- mennska og draga sínar ályktanir varðandi aðra stóriðju. í fyrirspurn Hjörleifs, sem var í fimm liðum, var m.a. spurt hvemig staðið hefði verið að rekstri jám- blendiverksmiðjunnar með tilliti til 11. greinar laga um hana frá 1977, en þar stendur að verksmiðjunni beri að gera ráðstafanir til að vama tjóni á umhverfi á Grundartanga og hönnun, bygging og rekstur hennar í öllu vera í samræmi við þágild- andi og síðciri lög og reglugerðir hér á landi varðandi mengunarvarnir, náttúruvernd, öryggi, heilbrigði og hreinlæti á vinnustað. í svari umhverfísráðherra segir að verksmiðjan hafí uppfyllt ákvæði starfsleyfis en laga- og reglugerð- aumhverfi hefði breyst síðan 1977 og hefði ráðuneytið nýlega beðið Hollustuvemd að gera samanburð á starfsleyfi verksmiðjunnar og breyttiun kröfum í lögum og reglu- gerðum með það fyrir augum að færa starfsleyfið að þeim breyting- um. í svarinu kemur fram að viðhald á mengunarbúnaði verksmiðjunnar hafi ekki verið í lagi en Hollustu- vemd þó ekki talið ástæðu til að gera athugasemdir við það. Það kunni að þurfa endurskoðunar við með hliðsjón af auknu - algeru og stuttu reyksleppi á siðasta ári, eins og það er kallað. Sem svar við því hvers vegna starfsleyfi verksmiðjunnar hafi ekki verið endurskoðað segir í svari umhverfisráðherra að ástæðan sé sú að Hollustuvemd ríkisins hafi ekki komist yfir að sinna öllum nauðsynlegum verkefnum á undan- fornum árum. -SÁ „Þetta var eins og hvert annað óhapp. Það var verið að vinna á lyftara inni í frystiklefa, bretti rann fram af gafflinum og tók í sundur rör. Menn bragðust skjótt við og lokuðu fyrir og sem betur fer meiddist enginn. Það er vissu- lega alltaf hætta á ferðum þegar ammoníak lekur svona út,“ segir Adolf Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunar Dvergasteins á Seyðisfirði. Óhappið átti sér stað fyrri part vikunnar og vonast Adolf til þess að tjón sé óverulegt. Hugsanlegt er að 25-30 tonn af unninni rússa- loönu hafi skemmst en tryggingafé- lagið hefur ekki komist austur til þess að meta tjónið. „Fyrir utan hugsanlegt tjón á hráefni hefur afleidda tjónið verið eitthvað. Við þurftum að afþýða klefann og engin vinnsla hefur ver- ið hér síðan fyrir óhappið. Loðnu- frystingu er lokið hjá okkur og þrátt fyrir að við höfúm hætt fyrr en við ætluðum þökkum við fyrir að þetta gerðist ekki á meðan allt var í fúllum gangi á miðri vertíð,“ segir Adolf. Hann sagði við DV í gær að búið væri að gera við skemmdir og að verið væri að keyra upp klefann. -sv Arnar Pálsson afhenti áskorun um að ríkisstjórn og Alþingi beiti sér fyrir því að Æsan verði hífð upp af hafsbotni. DV-mynd Áskorun til forsætisráðherra vegna Æsumálsins: Hömrum járn- ið heitt - segir Arnar Pálsson „Það sem vakir fyrir okkur er að hamra jámið á meðan það er heitt og því skorum við á verkstjóra rík- isstjómarinnar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á þingi. Við fundum það í utandagskrárum- ræðunni um málið á dögunum að vilji þingmanna var skýr,“ segir Amar Pálsson, einn þeirra sem barist hefur fyrir því að kúfiskbát- urinn Æsa ÍS verði hífð upp af hafs- botni en hún sökk i Arnarfirði á liðnu sumri og tveir menn með henni. DV sagði frá þvi fyrir nokkru að köfunarfyrirtækið Djúpmynd hafi, frá því að báturinn sökk, sagst geta náð honum upp fyrir um 18-20 milljónir króna og nú hefur tilboð frá fyrirtækinu borist upp á 18 milljónir. í því felst að ná skipinu upp og koma því í slipp á ísafirði. „Við höfum margítrekað nauðsyn þess að ná skipinu upp og gera Rannsóknarnefnd sjóslysa kleift að rannsaka þetta undarlega slys. Sam- gönguráðherra sagðist tilbúinn að skoða málið ef vilji væri til þess á Alþingi og þetta er bara liður að því markmiði okkar að málinu verði siglt í höfn,“ segir Amar. -sv Akureyri: Konur tregar að mæta til krabbameinsleitar DV, Akureyri: Af tæplega 1100 konum á Akur- eyri sem boðið hefur verið að koma til krabbameinsleitar hjá Heil- sugæslustöð bæjarins, höfðu aðeins 118 sinnt kallinu um síðustu mánað- amót, eða rétt rúmlega 10% þeirra sem haft hefur verið samband við bréflega. Átak í krabbameinsleit sem nú stendur yfir á vegum Heilsugæslu- stöðvarinnar hófst 17. febrúar og lýkur 14. mars. Leitað er að leghál- skrabbameini en leit að forstigum krabbameins hefúr reynst árangurs- rík. Einnig er leitað að brjóst- krabbameini, en staðreyndir sýna að tólfta hver kona fær þann sjúk- dóm. Alls hafa 517 konur eldri en 40 ára verið boðaðar og þær hvattar til að koma í skoðun. Um mánaðamót- in síðustu hafði aðeins 61 kona svar- að kallinu og mætt til skoðunar. 580 konum á aldrinum 40 ára og yngri var sent sams konar bréf og um mánaðamót höfðu aðeins 57 þeirra mætt til skoðunar. Starfsfólk krabbameinsleitar Heilsugæslustöðvarinnar viil hvetja konur til að nota tilboð um að mæta til skoðunar, að mæta til krabba- meinsleitar geri konur ekki einung- is fyrir sjálfa sig, heldur einnig fyr- ir sina nánustu. -gk Hverfafundir llf með borgarstjóra f Hverfafundum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra með íbúum Reykjavíkur verður framhaldið á næstu vikum. 5. fundur verður haldinn mánudaginn 10. mars með íbúum Bakka, Stekkja, Skóga og Seljahverfis auk Suður-Mjóddar. Fundarstaður: Ölduselsskóli kl. 20.00. 6. fundur verður haidinn fímmtudaginn 13. mars með íbúum í Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Múlahverfí. Fundarstaður: Réttarholtsskóli kl 20.00. 7. fundur verður haldinn mánudaginn 24. mars með íbúum í Túnum, Holtum, Norðurmýri og Hlíðum. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. 8. fundur verður haldinn mánudaginn 7. apríl með íbúum Vesturbæjar, Miðbæjar og Austurbæjar vestan Snorrabrautar. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.