Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 14
V=áUVU \ 14 FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 27 íþróttir 1 Ipp keíla 20. umferðin í 1. deild karla í keilu fór fram í vikunni og urðu úrslitin þessi: Keilulandssveitin-Lærlingar ... 6-2 Stormsveitin-Keiluböölar.......6-0 Keilugarpar-Þröstur ............6-0 PLS-Et..........................8-0 Úlfamir-KR-a ...................6-2 KR-b-Keflavík ..................2-6 Lærlingar eru efstir með 112 stig, Keilulandsveitin 108, PLS 102, Stormsveitin 100, Keilugarpar 92. Bikarmót SKÍ á Ólafsfiröi og Dalvík DV, Ólalsfirði: Það verður mikið um að vera hjá skíðamönnum í Ólafsfirði og á Dalvík um helgina. Haldiö verður bikarmót Skíðasambands íslands í alpagreinum fyrir 16 ára og eldri. Mótið fer fram bæöi í Ólafsfiröi og á Dalvík. Á laug- ardag verður keppt í stórsvigi á Dalvík og svigkeppnin verður í Ólafsfirði á sunnudag. Svigmótið verður jafnframt minningarmót um Bjöm Brynjar Gíslason, efni- legan skíðamann frá Ólafsfirði sem lést tæplega tvítugur að aldri. Þá verður haldið bikarmót í göngu í Ólafsfirði á laugardag og sunnudag fyrir 13 ára og eldri. Mótið er haldið til minningar um tvíburana Frímann og Ný- varð Konráðssyni sem fórast af slysforam í Múlanum haustið 1982, aðeins 16 ára gamlir. -HJ Patti í 17. sæti yfir þá markahæstu Patrekur Jóhannesson er í 17. sæti yfir markahæstu leikmenn í þýsku 1. deildinni. Patti hefur skorað 98 mörk í 23 leikjum og þar af era 19 úr vítaskotum. Markahæstur er Martin Scwalb hjá Wallau Massenheim með 153 mörk og þar á eftir kemur Dani- el Stefan hjá Lemgo með 151 mark. Patrekur er með grófustu leik- mönnum deildarinnar ef mark er tekið á fjölda brottvisana. Patti hefur verið utan vallar í 44 mínútur í leikjum Essen í vetur og aðeins þrír leikmenn í deild- inni hafa gert betur. -GH Vilja spiia erlendis Rússamir Júrí Sadovski h)á Gróttu og Alexei Demidov hjá Sel- fossi hafa báðir auglýst grimmt í þýska handboltatímaritinu Hand- bali Woche. Þeir sækjast eftir því aö spila erlendis á næsta tímabili ogþáhelstí Þýskalandi. -GH NBA körfuboltinn í nótt: Rice fór á kostum í liði Charlotte gegn Boston Glen Rice lék sinn besta leik á Miami-Washington. 95-99 Peeler 24 - Cassell 26, Gill 22. ferlinum fyrir Charlotte þegar hann skoraði 48 stig gegn Boston í nótt. Úrsltin í NBA nótt urðu þessi: Charlotte-Boston . . framl 122-121 Rice 48, Divac 20 - Williams 25. Mashburn 19, Austin 19 - Murray 22, Strickland 19. Philadelphia-Atlanta . . . 104-117 Coleman 23, Iverson 20 - Smith 25, Laettner 23. Vancouver-New Jersey . . . 96-102 LA Clippers-Orlando .......93-94 Vaught 28, D.Martin 16 - Hardaway 21, Scott 19. Með sigrinum á Miami tók Washington toppsætið í Atlandshafsriðlimun. -GH Þýski handboltinn: Tvö Islendingalið vora í eldlín- unni í þýsku 1. deildinni i hand- knattleik í fyrrakvöld. Freden- beck, lið Héðins Gilssonar, tapaði á útivelli fyrir Magdeburg, 23-20, og Róbert Sigurðsson og félagar hans í Schutterwald máttu þola eins marks tap gegn Flensburg á útivelli, 25-24. Héðinn fór fyrir liði Fredenbeck eins og í síðustu leikjum og skor- aði 7 mörk en það dugði skammt. Fredenbeck situr því sem fastast á botninum. Liðið er með 13 stig eft- ir 23 umferðir en Schutterwald, Hameln og Dormagen eru öll með 15 stig. Róbert átti góðan leik með Schutterwald og skoraði 4 mörk gegn Flensburg í jöfnum og spenn- andi leik. „Það var svekkjandi að fá ekki að minnsta kosti eitt stig. Þegar mínúta var til leiksloka var staðan jöfn, 24-24, og við með boltann en við misstum hann þegar 40 sek- úndur voru eftir. Flensburg náði að skora sigurmarkið þegar 20 sek- úndur voru eftir og náði að halda fengnum hlut. Við eram í hörku- fallbaráttu en búnir að spila erfiða leiki að undanfomu. Við eram með miklu betri markatölu en Hamlen og Dormagen og ég held að viö komum til með að bjarga okkur,” sagði Róbert í samtali við DV i gær. Lemgo, sem sigraði Gummers- bach í fyrrakvöld, 23-17, á titilinn vísan. Liðið er með 42 stig en næst á eftir kemur Flensburg meö 33 stig. Kiel, meistaramir frá því í fyrra, tapaði fyrir Nettelsted, 28-25, og er í 5. sæti með 26 stig. -GH íþróttir Torfi Magnússon spáir í úrslitakeppnina í úrvalsdeildinni í körfuknattleik sem hefst um helgina: „Keflavík og Grindavík í úrslit" - Skagamenn hafa komið mest á óvart í deildinni og gaman væri að sjá þá í úrslitum," segir Torfi Átta bestu liðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefia úrslitakeppnina um íslands- meistaratitilinn nú um helgina. Á sunnudaginn era tveir leikir á dagskrá. Akurnesingar og KR-ingar eigast við á Akranesi klukkan 16 og klukkan 20 taka íslandsmeistarar Grind- víkinga á móti Skallagrími. Á mánudaginn era hinar tvær viðureignimar í 8 liða úrslit- unum. Deilda- og bikarmeistarar Keflvíkinga fá ÍR-inga í heimsókn og í Hafnarfirði taka heimamenn í Haukum á móti Njarðvík. Liðin mætast svo aftur á heimavelli þeirra liða sem eiga fyrst útileik á þriðjudag og miðvikudag en tvo leiki þarf að vinna til að komast í und- anúrslitin. Eins og gefur að skilja ríkir mikil spenna fyrir þessum leikjum enda hafa menn beðið lengi eftir að úrslitakeppnin hefiist. Það stefnir í spennandi og skemmtilega leiki í 8 liða úrslitunum og vonandi er að fólk fiölmenni á leikina og berji augum bestu körfuknattleiks- menn landsins.. DV leitaði til Torfa Magnússonar, fyrrum landsliðsþjálfara, og bað hann að spá í spilin varðandi leikina í 8 liða úrslitunum. Akranes-KR „Skagamenn era búnir að vera á hvínandi siglingu í vetur á meðan gengi KR-inganna heftir verið mjög brösótt. KR-liðið hefur verið ósamstillt enda hafa skiptin á útlendingun- um verið tíð í vetur auk þjálfaraskiptanna. Lið ÍA hefur verið að leika vel og hefur komið allra liða mest á óvart í vetur. Baileyss gjörbreytti liðinu og hefur verið mjög góður og Ermolinski hefúr verið rétt notaður af fé- lögum sínum. Lykilatriði fýrir KR-inga er að fá Jonatan Bow í gang. Hann hefur ekki náð sér á strik í vetur og verið langt frá sínu besta en hann er þekktur fyrir að vera bestur þeg- ar mest liggur við og ef hann fer í gang eiga KR-ingar raunhæfan möguleika á að sigra.“ Spá: 2-0 ÍA f vil. Grindavík-Skallagrímur „Borgnesingar hafa sýnt það í úrslitakepppninni á undanfomum árum að þeir eru ansi öflugir þegar mikið liggur við. Þeir hafa hins vegar lent í hremmingum í vetur eins og KR- ingar hvað varðar útlendinga og þá urðu þjálfaraskipti á miðju tímabili. Svona hlutir era oft erfiðir en mér sýnist að liðið sé í sókn undir stjóm Tómasar Holtons. Grindvíkingar eru með góða leikmenn í flestum stöðum og reynslumikið lið og ég á ekki von á öðru en að þeir fari í undanúrslitin. Þeir mega þó vara sig á baráttuglöðum Borgnes- ingum og ég spái því að þeir tapi öðrum leiknum í Borgarnesi." Spá: 2-1, Grindavík í vil. Haukar-Njarðvík „í fyrsta skipti í manna minnum hafa Njarðvíkingar ekki átt gott tímabil. Skýringin er fyrst og fremst sú að þeir misstu Teit og það var stór biti fyrir þá. Það hefur vantað þenn- an baráttuanda sem kom alltaf með Teiti. Njarðvíkingar era með sterkt fimm manna papp- írslið en það virðist ekki skila sér inni á vellinum. Haukarnir hafa ekki spilað eins vel í vetur eins og ég bjóst við. Þeir hafa verið rokkandi upp og niður. Bræðurnir Jón Arnar og Pétur hafa verið að spila misgóða leiki en ég reikna Jón kr. Gísiason, Grindavík, og Haukamaðurinn Jón Arnar Ingvarsson koma til með að leika stórt hlutverk með liðum sínum í úrslitakeppninni í DHL-deildinni sem hefst um helgina. DV-mynd BG með því að þeir sýni styrk sinn í þessum leikjum og þá er ekki að sökum að spyrja.” Spá: 2-0, Haukum í vil. Keflavík-ÍR „Þetta gæti orðið skemmtileg viðureign enda hafa leikir liðanna í vetur verið mjög jafn- ir og skemmtilegir. f liði ÍR er eini útlendingurinn sem virkilega getur átt við hinn öfluga Damon Johnson hjá Keflavík. Hann er sá eini sem jafnast á við hann að likamsburðum, snerpu og styrk og það gefur ÍR-ingum meiri möguleika gegn Keflvíkingum en öðrum lið- um í deildinni. Nái ÍR-ingamir að hægja á leiknum og stöðva 3ja stiga bomburnar gætu þeir staðið í Keflvíkingum. Lið Keflvíkinga er geysisterkt og valinn maður í hverju rúmi og þrátt fyrir að ÍR-ingamir nái að spila vel mun það einfaldlega ekki duga til.“ Spá: 2-0, Keflavík í vll. „Eins og þessir leikir hafa raðast niður sýnist mér á öflu að þetta gætu orðið stór- skemmtilegir leikir og ekkert kæmi mér óvart þó úrslitin yrðu á aðra lund en ég reikna með. Ef spá mín gengur upp mætast í undanúrslitunum annars vegar Keflavík og Haukar og hins vegar Grindavík og Akranes. Það er erfitt að spá í þessa leiki svona fram í tímann. Keflvíkingar myndu taka Haukana en erfiðara er að spá fyrir um úrslitin hjá Grindavík og ÍA. Mín tflfinning er hins vegar sú úrslitaleikurinn verði á mifli Keflvíkinga og Grindvík- inga en auðvitað væri gaman að sjá lið eins og Akranes 1 úrslitunum,” sagði Torfi að lok- um. -GH Lokasyning - Keflvíkingar enduðu deildakeppnina með 70 stiga sigri gegn Stólunum Keflvíkingar léku síðasta leik sinn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Og þvílíkur endir og lokasýning. Keflavík sigraði lið Tindastóls meö 70 stiga mun, 149-79, og ekkert lið hefur skorað fleiri stig í deildinni í einum og sama leiknum í vetur. Með þessu mikla stigaskori í gærkvöldi náðu Keflvíkingar að skora að meðaltali rétt rúmlega 100 stig í leik sem er frábær árangur. Eins og allcU' tölur bera með sér voru Keflvíkingar nánast einir á vellinum í gærkvöldi. Greinilegt var að leikmenn tóku leikinn alvarlega þrátt fyrir að hann skipti í raun og veru engu máli. „Þetta var mjög léttur sigur enda höfðu þeir ekki að neinu að keppa. Við vorum ekki með neinn fíflagang heldur tókum leikinn mjög alvarlega enda er erfið úrslitakeppni fram- undan í úrvalsdeildinni,“ sagði Sig- urður Ingimundarson, þjálfari Kefl- víkinga, í samtali viö DV eftir leikinn og bætti við: „Við settum okkur það takmark að ná 100 stigum að meðaltali í leik í vetur og það tókst. Það var ánægjulegt.“ Flestum ber saman um að Keflvíkingar séu með besta lið landsins í dag. Enn á liðið þó eftir að yfirstíga erfiðar hindranir að langri leið að íslandsmeistaratitlinum. í gærkvöldi fengu allir leikmenn að spreyta sig og liðsheildin er geysilega sterk hjá Keflvíkingum sem þegar hafa tryggt sér sigur i bikarkeppninni og Lengjubikamum auk deildameist- aratitilsins. Áhorfendur skemmtu sér konunglega í Keflavík í gærkvöldi, ókeypis inn, og stemningin er mikil fyrir úrslitakeppnina. Konurnar engir eftirbátar Kvennalið Keflvíkinga virðist ekki gefa karlaliðinu neitt eftir og árangur liðsins er glæsilegur. Og kvenna- og karlalið Keflavíkur eiga það sam- eiginlegt að teljast mjög sigurstrang- leg í upphafi lokabaráttunnar um íslandsmeistaratitlana í körfuknatt- leik. -SK/-ÆMK KFÍ 22 9 13 1818-1873 18 Tindastóll 22 7 15 1748-1866 14 Þór, A. 22 6 16 1792-1976 12 Breiðablik 22 1 21 1579-1977 2 1. deild karla ÍS-Leiknir Reykjavík ......78-96 Fyrri leikimir i 8-liða úrslit- um keppninnar fóra fram í gær- kvöldi og úrslit urðu þessi: Brann-Liverpool ..........1-1 Benfica-Fiorentina.........0-2 Barcelona-AIK.............3-1 Paris SG-AEK Aþena.........0-0 Brann óheppið Ágúst Gylfason og félagar í Brann voru mjög óheppnir gegn Liverpool og áttu skilið að sigra með eins til tveggja marka mun. Birkir Kristinsson landsliðs- markvörður lék ekki með eins og fram hefur komið en það kom ekki að sök. Robbie Fowler kom Liverpool yfir með glæsilegu marki strax á 9. mínútu en Geir Hasund jafn- aði metin fyrir Brann í upphafi síðari hálfleiks. Ljóst er að síðari leikurinn verður erfiður fyrir Brann á heimavelli Liverpool sem þó er alls ekki að leika vel þessa dag- ana. _SK Keflavík 22 19 3 2220-1826 38 Grindavík 22 17 6 2040-1920 34 ÍA 22 15 7 1755-1675 30 Haukar 22 15 7 1871-1798 30 Njarðvik 22 13 9 1868-1814 26 KR 22 11 10 1928-1824 22 Skallagr. 22 10 12 1809-1874 20 ÍR 22 9 13 1884-1884 18 Fyrirliðar Keflvíkinga ánægöir meö bikarana, Guðjón Skúlason og Anna María Sveinsdóttir. Keflvíkingar unnu glæsilega sigra í deildakeppninni í karla- og kvennaflokki og virðast vera í nokkrum sérflokki í körfuknattleiknum hér á landi um þessar mundir. DV-mynd ÆMK Kvennahandbolti: Fram náði aukaleik Framstúlkur tryggðu sér í gærkvöldi aukaleik gegn Víkingi í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna. Fram sigraði Víking í 8-liða úrslitunum í gærkvöldi, 19-15, í Framhúsinu og ljóst er að liðin þurfa að leiða saman hesta sína í þriöja sinn til að fá úr þvi skoriö hvort liðið kemst í fiögurra liða úrslit á íslandsmótinu. Mörk Fram: Svanhildur Þorgilsdóttir 5, Hekla Daðadóttir 5, Sigurbjörg Haraldsdóttir 4, Svava B. Jónsdóttir 2, Ólöf M. Jónsdóttir 2, Þórunn Garðars- dóttir 1. Mörk Víkings: Heiða B. Erl- ingsdóttir 5, Kristín Guðmunds- dóttir 5, Guðmunda Krisfiáns- dóttir 3, Anna K. Ámadóttir 1, Steinunn Þorsteinsdóttir 1. -SK Keflavík (64)149 Tindastóll (40) 79 5-0, 11-3, 21-13, 40-26, 53-28, (64-40), 74-40, 100-61, 113-61, 136-75, 149-79. Stig Keflavlkur: Guðjón Skúlason 26, Gunnar Einarsson 25, Falur Harð- arson 24, Kristinn Friðriksson 22, Damon Johnson 17, Kristján Guð- laugsson 17, Elentínus Margeirsson 7, Þorsteinn Húnfjörð 7, Albert Óskars- son 2, Birgir Öm Birgisson 1. Stig Tindastóls: Winston Peterson 28, Amar Kárason 16, Cesar Piccini 13, Lárus Dagur Pálsson 8, Ómar Sig- marsson 8, Sævar Birgisson 6. Fráköst: Keflavík 34, UMFT 32. 3ja stiga körfur: Keflavík 36/18, Tindastóll 4/15. Dómarar: Einar Þór Skarphéðins- son og Björgvin Rúnarsson, ágætir. Áhorfendur: 400. Maður leiksins: Gunnar Einarsson, Keflavík. Slagurinn um Bjarna Guðjónsson heldur áfram: Leeds United hefur nú bæst í hópinn - Bjarni fer í næstu viku til Glasgow Rangers og síðan til Leeds Enn stækkar sá hópur erlendra félagsliða sem hef- ur áhuga á að krækja í Skagamanninn unga, Bjarna Guðjónsson. Greint hefúr verið frá áhuga ensku liðanna Newcastle og Liverpool, Grasshoppers frá Sviss og um tíma dvaldi Bjami hjá spænska stórlið- inu Real Madrid. „Mér vitanlega hefur ekkert komið út úr þessu enn þá. Ég held hins vegar að einhverjar viðræður eigi sér stað núna á milli ÍA og Newcastle en ég veit ekki nákvæmlega hvemig staðan er,“ sagði Bjarni Guðjónsson í samtali við DV í gærkvöldi. Á leiöinni til Rangers og Leeds United - Hvað gerist næst í þín- um málum? „í næstu viku fer ég til skoska liðsins Glasgow Rangers og í framhaldi af því til Leeds United. Ég verð í nokkra daga hjá hvoru liði og er auðvitaö staðráðinn í að sýna hvað í mér býr.“ - Er möguleiki á því að þú leikir með Skagamönn- um hér á landi í sumar? „Það er auðvitað mögu- leiki. Ég stefni hins vegar ákveðið á atvinnumennsku sem fyrst. Það er ljóst að mögu- leikar minir og samnings- aðstaöa batnar eftir því sem liðin verða fleiri sem hafa áhuga á mér.“ Hefur ekkert getaö æft síöustu vikur - Er ekki erfitt fyrir þig að geta ekki æft þessa dag- ana þegar þú ert í „sýning- arferðum" víða í Evrópu? „Það er rétt aö þetta er mjög erfitt. Veðriö hér á landi hefur verið þannig undanfama daga að ég hef ekkert getað æft utan dyra og ekki útlit fyrir slíkt á næstunni. Ég hef ekkert getað æft síðan ég var hjá Real Madrid og auðvitað er það slæmt. Ég reyni þó aö gera eitthvað innanhúss,“ sagði Bjami við DV í gær. Samkvæmt heimildum DV er ekkert að gerast í málum Bjama Guðjónsson- ar. Ekkert tilboð hefur enn borist í Bjama. Gylfi Þórð- arson, formaður knatt- spymufélags ÍA, sagöi í samtali við DV í gærkvöld: „Það er nákvæmlega ekkert að frétta af þessum málum. Það hefur enn ekk- ert tilboð borist í Bjama og þessi mál era öll í bið- stöðu.“ Gylfi sagði ennfremur að óvíst væri hvort samið yrði við Travis Mulraine, landsliðsmann frá Tríni- dad sem nú dvelur á Akra- nesi. Þau mál ættu þó að skýrast í næstu viku. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.