Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 Helgarblað DV: , Ekki á leiö í landspólitík í Helgarblaði DV á morgun kenn- ir margra grasa. Opnuviðtalið er við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og eiginmann hennar, Hjörleif Sveinbjömsson. Rætt er um lífið á borgarstjóraheimilinu og árin á valdastóli í borginni. Ingi- björg er að gera sig klára í kosn- ingaslag og segist ekki vera á leið í landspólitík, ráðherrastóll freisti “^sín ekki. Sýnishorn er af hártískunni í ár, rætt við foreldra sem misstu hjart- veika dóttur, einkaviðtal er við leik- stjóra kvikmyndarinnar Rómeu og Júlíu og spjallað er við Gaua litla. Þá er yfirheyrsla yfir Jóhanni A. Jónssyni á Þórshöfn og svipmyndir frá Músíktilraunum í Tónabæ. -bjb/em Jeppar á Sprengisand: Við höldum áætlun „Við ákváðum nú í morgun að *“halda okkar striki þrátt fyrir að veðurútlitiö sé ekkert sérstakt. Okk- ur finnst við verða að reyna og snú- um bara við ef þetta gengur ekki,“ segir Þórarinn Guðmundsson, einn leiðangursstjóra Ferðaklúbbsins 4x4, en um 70 jeppar voru saman komnir við bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg í morgun. Að sögn Þórarins fóru níu jeppar sem undanfarar í Hrauneyjar í nótt þar sem veðrið var mjög vont í morgun. Stóri hópurinn stefndi að því að halda í Nýjadal í dag og gista þar í nótt. Óvist er hvort það tekst en stefnt er minnsta kosti að því að komast í Hrauneyjar. Ef nauðsyn- legt reynist að snúa við nú vegna * Xeðurs verður reynt aftur um næstu helgi. -sv Halim A1 dæmdur í 4ra mánaða fangelsi í morgun: Get nú kannski verið með dætrum mínum segir Sophia Hansen - Halim ætlaði úr dómsalnum Sakadómari í Istanbúl dæmdi í morgun Halim A1 í 3ja mánaða og 26 daga fangelsi. Hann hefur 7 daga til að taka ákvörðun um áfrýjun. Halim sýndi sterk viðbrögð og ætlaði út úr dómsalnum er hann heyrði dóminn. „Þetta er mikill áfangi í málinu - að tyrkneskur dómstóll hefúr kveðið upp fangels- isdóm yfir ísak Halim A1 vegna hinna ítrekuðu brota hans,“ sagði Ólafur Egilsson sendiherra í morg- un þegar hann sat í bU með Sophiu Hansen frá dómhúsinu. „Þetta er yndislegm- dagur, það er sól og gott veður og góðir straumar með okkur," sagði Sophia: Ég er ánægð með að sjá loksins fram á að tyrknesk lög virka. Auðvitað er aumkunarvert að sjá mann fara á bak við lás og slá en þetta er það sem Halim hefur unnið til. Hann kallar þetta yfir sig. Framhaldið er kannski að ég geti fengið að vera með dætrum mínum. Ég get ekki annað en verið glöð.“ Sophia, Rósa systir hennar, Ólafur og ræðismaður íslands voru við- stödd fyrir utan Halim og lögmann hans. Máli sínu tU stuðnings, lagði Hasip Kaplan, lögmaður Sophiu, fram ljósmynd úr DV þar sem Halim er strangur á svipinn og sýn- ir þann þrýsting sem faðir leggur á dætur. Hasip vísaði síðan í fyrri kröfur í málinu. Lögmaður Halims hélt uppi vörn- um og vísaði í bamasáttmála SÞ um að ekki væri hægt að knýja telpurnar tU að hitta móður sína. Dómarinn komst að þeirri niður- stöðu að umgengnisréttur Sophiu væri í fuUu gildi. Nú síðast hefði réttur hennar verið staðfestur af áfrýjunarréttinum þannig að brotið væri tvimælalaust. Halim var síðan dæmdur í þriggja mánaða og 26 dagar í fangelsi. Bætt við 1/3 vegna ítrekunar áhrUa og dregið frá 1/6 vegna góðrar framkomu. -Ótt Feröaklúbburinn 4x4 er lagöur af staö í hópferö yfir Sprengisand. Leiöangursmenn hittust viö nýju bensínstöö Skelj- ungs viö Vesturlandsveg nú í morgun þar sem ákvöröun var tekin um aö halda áætlun þrátt fyrir slæmt veöurútlit. Um 60-70 jeppar voru á svæðinu upp úr átta í morgun og var stefnan sett á Nýjadal í dag. DV-mynd E.ÓI Samningaviðræður: Búist við sáttatillögu Vinnuveitendur lögðu fram tilboð á samningafundi í gær upp á 11,4 pró- senta kauphækkun á tæpum þremur árum. En á móti kemur lækkun yfir- vinnuhlutfalls og dagvinnutímabil frá klukkan 7.00 til 19.00. Þessu hafna öll landssamböndin innan ASÍ og Rafiðn- aðarsambandið sleit viðræðum í gær og samningamenn þeirra yfirgáfu Karphúsið. Menn óttast mjög að önn- ur landssambönd og verkalýðsfélög geri það líka í dag. Sumir viðmælendur DV segja að þeir eigi von á þvi að það verði lend- ingin í þessari fyrstu lotu að ríkis- sáttasemjari beri fram sáttatillögu í deilunni. Menn segja að hann muni reyna að fara einhverja millileið á milli kröfu landssambandanna og til- boðs vinnuveitenda frá í gær. Það sé að visu mjög erfitt að finna þá leið en það verði þrautarlendingin að reyna þetta. „Dagsbrún myndi ekki lifa það af ef við voguðum okkur að bera fram til- boð atvinnurekenda frá í gær. Þess vegna höfnuðum við tilboðinu en erum tilbúin að reyna viðræður eitt- hvað áfram. Samt óttast ég mjög að allt gjósi i loft upp í dag og upp úr við- ræðum slitni,“ sagði Halldór Bjöms- son, formaður Dagsbrúnar, í morgun. „Við bjuggum til kröfugerð sem vit- að er að raskar ekki verðbólguspá. Þetta er uppsetning á taxtakerfum miðað við 70 þúsund króna lágmarks- laun. Við munum ítreka þessa kröfu- gerð okkar en ekki fara á prúttmark- að með vinnuveitendum. Við munum alls ekki semja um minna en þjóðfé- lagið þolir,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins. -S.dór Skipverjans leitað: Leitað á 80 km strand- lengju Á fimmta tug manna leitaði í gær mannsins sem tók út af varðskipinu Ægi i fyrradag við tilraunir til að koma taug um borð í Vikartind skammt utan Þjórsárósa. Leitar- svæðið nær allt vestur að Ölfusárós- um, skammt vestan Eyrarbakka, og austur á Eyjaljallaíjörur en leit hef- ur ekki borið árangur. Leitarmenn fóru um fjörur á bíl- um og fjórhjólum og gengu þar sem farartækjum varð ekki við komið en leit var hætt síðdegis í gær þeg- ar veður fór mjög versnandi. Leitar- svæðið er þetta stórt eða ríflega 80 km strandlengja vegna þess að brak og ýmiss konar vamingur, sem sannanlega er úr Vikartindi, hefúr fundist á þessu svæði. Leit var hald- ið áfram í morgun. -SÁ /má mapur rá ekkN GANGA Á REKA V FYRIR LÖGGUNNI? J Veðrið á morgun: Rigning og súld Gert er ráð fyrir að það hvessi í nótt af suðaustri með rigningu og hlýnandi veðri, fyrst suðvest- an- og vestanlands. Á morgun er búist við sunnan og suövestan hvassviðri, víða verði rigning og súld og hláka um allt land. Veðrið í dag er á bls. 36 Kvöld- og helgarþjónusta MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2(jq íslenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar i tvær linur Verð kr. 6.995 H Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.