Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Af örlæti listamanna „Þetta er lítil þjóö, íbúamir um 250 þúsund, en hver einn og einasti virðist vera í listum,“ segir Andrew Smith í greininni „Northern delights" í The Sunday Times fyrir mánuði. Honum varð eins og mörgum er- lendum gestum og íslendingum sem koma heim eftir dvöl í öðrum löndum starsýnt á fjölskrúðugt og fjörugt listalíf á þessu landi, ekki síst í Reykjavík. Sinfóníutón- leikar og popptónleikar, einsöngur, tvísöngur, kvartett- ar, tónleikar með ótal samsetningum hljóðfæra í hverri viku, listsýningar af ýmsu tagi hvar sem hægt er að hengja upp mynd eða stilla upp höggmynd á almanna- færi. Eina landið í heiminum þar sem kafíihús eru tek- in gild sem sýningarsalir. í hverju plássi viss hlut- fallstala sem tekur reglulega þátt í uppsetningu á leik- verki, baksviðs eða framsviðs. Og ef þú hefur ekki feng- ið að njóta þín áður sem leikari er sérstakur leikhópur aldraðra sem getur fullnægt þránni. Ekki gera menn þetta af því mikið sé upp úr því að hafa. Fólk sem heldur tónleika eða aðrar skemmtanir á eigin vegum fær innkomuna þegar búið er að greiða kostnað og er þá undir hælinn lagt hvort tekjumar eru einhverjar. Altént óvíst um greiðslu fyrir æfingatíma. Þegar íslenskir listamenn koma fram á annarra vegum en sjálfra sín fá þeir gjaman fasta upphæð; algengt verð fyrir söngvara eða hljóðfæraleikara hér á landi er 15-20 þúsund krónur. Til samanburðar má taka dæmi af þekktum erlendum söngvara sem kemur hingað á veg- um félagasamtaka í ár og tekur fyrir hálfa milljón. Það er reyndar lægri upphæð en hann tekur venjulega, en honum finnst spennandi að koma hingað á þetta undar- lega land og slær af kröfunum þess vegna. Listalífið á íslandi er eins fjörugt og íjölbreytt og raun ber vitni vegna þess að íslenskir listamenn em ótrúlega fúsir til að gefa vinnu sína eða meta hana langt undir kostnaðarverði. Það er vissulega göfugt og gefur fleira fólki kost á að njóta listar þeirra en ella hefði eöii á því. En skuggahliðin á fyrirbærinu er að okkar bestu lista- menn þurfa að hafa sig alla við til að hafa í sig og á, vera í einhverri fastri vinnu, oftast við kennslu, og taka öll- um tilboðum þar að auki. Flengjast milli útvarpsstöðva, leikhúsa, samkoma, námskeiða þangað til þeir brenna upp fyrir aldur fram. Ef jafti vel væri greitt fyrir inn- lenda listamenn og erlenda gætu þeir ræktað list sína af natni og náð ennþá lengra en raun verður á almennt hér heima þó að hæfileikarnir séu þeir sömu. En þá væri framboðið sjálfsagt hverfandi. Eitt almerkilegasta fyrir- brigðið í reykvísku listalífi er Listaklúbbur LeiMiús- kjallarans sem nú er kominn á fjórða ár. Þar er boðið upp á fyrir ótrúlega lágt verð úrvalsdagskrár á hverju mánudagskvöldi yfir vetrarmánuðina. Oftast er hver dagskrá aðeins flutt einu sinni og þó er iðulega lagður metnaður í þær, jafnvel nýsköpun. íslensk leikverk hafa verið frumflutt þar og mörg tónverk. Ég minnist þess til dæmis þegar Marta Halldórsdóttir frumflutti þar lag Atla Heimis Sveinssonar við gamankvæði Jóns á Bægisá um dauðan kanarífugl, þegar Bandamenn frumfluttu Álf í Nóatúnum eftir Jónas Hallgrímsson og skólabræður hans, þegar Spaugstofumenn fluttu Hrólf eftir Sigurð Pétursson og þegar griðkonur Snorra á Húsafelli fluttu Sperðil. Margir fleiri minnisstæðir viðburðir voru unn- ir af smekkvísi og list - en kannski fyrst og fremst ör- læti. Löngun til að deila list sinni með öðrum án þess að láta hugsun um eðlileg vinnulaun - hvað þá arðsemi - trufla sig. Silja Aðalsteinsdóttir Hver er íslandsmynd Sjónvarpsins? spyr Pétur í grein sinni. Söguþjóð í sögusvelti Hér á dögunum var verið að ræða niðurstöður könnunar sem m.a. átti að sýna tómlæti ungra Is- lendinga um sögu eigin þjóðar. í þvi samþandi hafði einhver þá skýringu á takteinum að islands- sagan væri ekki nógu interessant, hefur væntanlega haft í huga jöfn- una: lítið land = lítilsigld saga, stórt land = stórbrotin saga. Lystarstol æskulýðsins Þessu er ég öldungis ósammála. Ekki bara af því að „allt um lífið vitni ber“, heldur beinlínis af því að íslandssagan er dramatísk út í gegn. Aldrei dauður punktur. Að vísu höfum við ekki byltingarsam- fellu Frakka né styrjaldarvafstur stórþjóðanna eða kóngafólkið danska - en sjálf tilurð þjóðarinn- ar er svo ævintýraleg að við erum dæmd til að vera söguþjóð. Návígið við náttúruöflin sér síð- an um að halda okkur við efnið og gerir að verkum að nánast allt sem fram fer á íslensku sviði magnast sögu. Söguefnið íslenska er álíka og jarðhit- inn, það dugir að bora og upp sprett- ur varmi. Hvernig stendur þá á lystarstoli æskulýðsins? Þeir íslendingar sem í dag teljast imgling- ar hafa allir alist upp í skjóli eða skugga íslensks sjónvarps, sjónvarpið er þeirra miðill, þaðan hafa þeir hitann úr. Hvaða mynd skyldi svo íslenskt sjónvarp hregða upp af sögu lands- ins? Hver er íslandsmynd Sjón- varpsins? Lesandanum er vonandi spurn eins og mér: hvaðan ætti ungum íslendingum að koma áhugi á sögu sem aldrei er á dag- skrá? Rýrt framlag Sjónvarpið íslenska mirmir i þessu tilliti á foreldri sem gæfi barninu sinu einn poka af karamellum á dag, í trausti þess að næringuna fengi það annars staðar frá. En þótt ótrúlegt megi virðast þá er enn þá minni íslandssaga á CNN og Stöð 2; að ekki sé minnst á myndbandaleigumar. Sjónvarpið íslenska minnir æ meir á heimilisvin sem ræki inn nefið daglega og segði eitthvað skondið. Kærkominn gestur. Nú breyttust aðstæður og hann yrði sjálfur meðlimur heimilisins, dveldi með okkur allan sólar- hringinn. Það yrði annað en gam- an ef hann lagaði ekki framlag sitt að þeirri staðreynd, ef hann héldi áfram að segja eitt- hvað „skondið“ frá morgni til kvölds. Einhvern veginn þannig finnst mér staða Sjónvarpsins vera. Ekki að það sé svo fyndið, heldur furðar mig á því hve fram- lag þess er rýrt á þjóðarheimilinu. Sú tíð er löngu liðin að sjónvarp sé afþrey- ing, klukkutíma dag- skrá á dag sem menn settust yfir að loknu dagsverki inni í sparistofu með spari- svip. Sjónvarpið er fyrir löngu orðið handhafi veruleik- ans, á því hvílir sú skylda að bregða upp myndinni aliri. Ábyrg dagskrárstefna Áreiðanlega taka stjómendur Sjónvarpsins þessi vanhöld jafn nærri sér og við hin og skemmst er að minnast þegar fyrrverandi dagskrárstjóri stóð upp úr stóln- um af því að hann hafði ekki geð í sér til að standa fyrir tómahljóð- inu. En hvað hefur breyst síðan þá? Þeir sem nú halda um stjórn- völinn hljóta að verða að setja fram ábyrga dagskrárstefnu og láta síðan standa upp á stjómvöld með framkvæmdina. Garpskapur á borð við: „ég hef ekki geð í mér til að væla“ á ekki við hér, það er ekki verið að ræða um einkahagi stjómendanna held- ur sálarheill þjóðarinnar í bráð og lengd Pétur Gunnarsson „Þeir sem nú halda um stjórn- völinn hljóta að verða að setja fram ábyrga dagskrárstefnu og láta síðan standa upp á stjórn- völd með framkvæmdina. “ Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur Skoðanir annarra Velta veitingahúsanna „Allir þessir aðilar sem komið hafa til rannsókn- ar hafa verið athugunarverðir, að meira eða minna leyti. í sumum tilfellum er hreinlega um talsverð skattsvik að ræöa, þar sem starfsmenn em á svört- um launum og tekjur kerfisbundið vantaldar. í öðr- um tilfellum er minna að, jafnvel mjög lítið. En þau tilfelli sem þannig er ástatt um kannski færri.... En það eru mjög umtalsverðar fjárhæðir í einstöku til- fellum, jafnvel tugir milljóna." Skúli Eggert Þórðarson í Degi-Tímanum 6. mars. Afstaðan til áfengissölu „Nýlega sat Siv Friðleifsdóttir fyrir svörum varð- andi afstöðu hennar til breytinga í dreifingaraðferð- um Islendinga á áfengi. Þingmaðurinn var spurður að því beint hvort hún gæti gengið framhjá vínhill- um í erlendum matvöruverslunum án þess að detta íða. Jú, mikil ósköp, Siv treysti sér til þess. En hún treysti mér ekki til þess. Þá veit ég það. ... Ég hef stöku sinnum komið til útlanda á lífsleiðinni og séð að þar fæst bæði brennivín og tóbak á benzínstöðv- um á fiórðungsverði miðað við hér. Ég skil ekki enn- þá hvað varð þess valdandi að ég ranka við mér hér á landi við það að það er runnið af mér.“ Halldór Jónsson í Mbl. 6. mars. Skilning vantar „Mikið hefúr áunnist hér á landi á undanförnum árum og hlutabréfamarkaðurinn er orðinn talsvert virkur. Enn vantar þó nokkuð á að sami skilningur og þekking ríki hér á landi á ýmsum þáttum sem snúa að mati íyrirtækja, fiármögnun, almennri fiár- málastjómun og öðrum mikilvægum þáttum á fiár- magnsmarkaði. Eins og á fiölmörgum öðram sviðum þurfum við að fylgjast þar vel með og varast að ein- angra okkur í eigin hugarheimi." Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.