Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 Neytendur Strikamerkingar í verslunum: Misræmi á verði í hillu og í kassa meira en áður Samræmi milli verömerkinga framan á hillu og skráðs verðs í af- greiðslukassa er lakara en áður. Á síðasta ári var samræmi í 93,7% til- vika en árið 1995 var samræmi milli hillu- og kassaverðs í 95% tilvika. Með tilkomu strikamerkinga í mat- vöruverslunum er mun erflðara fyr- ir neytendur en áður að fylgjast með því hvort þeir greiði rétt verð fyrir þær vörur sem þeir hafa keypt. Að þessum sökum fylgist Samkeppnisstofnun reglulega með þvi hvort samræmi sé milli verð- merkinga í hillu og skráðs verðs i afgreiðslukassa. Að sama skapi hækkar hlutfgil þeirra vara sem eru óverðmerktar í hillu og þar sem lægra eða hærra verð er í kassa (sjá meðfylgjandi súlurit). Oftast ver gerð athugasemd við það að vara var ekki verðmerkt í hillu, eða í 3% tilvika. í 1,7% til- vika var verð í kassa lægra en í hillu og í 1,6% tilvika varð það hærra. Kannað þrisvar á ári Að sögn Kristínar Færseth, deild- arstjóra hjá Samkeppnisstofnun, er könnunin gerð þrisvar á ári og nær hún til 7.300 vörutegunda í 46 mat- vöruverslunum á höfuðborgarsvæð- inu. „Niðurstöður þessar eru í sam- ræmi við niðurstööur frá öðrum Ástand strikamerkinga Misræmi milli verös í hiilum matvöruverslana og í kassa hefur aukist lítillega milli ára, samkvæmt könnun Sam- keppnisstofnunar. löndum um strikamerkingar. Strikamerkingar eru til hagræðis fyrir verslunina og ætlað að lækka vöruverð en mega ekki snúast til óhagræðis fyrir neytendur,“ segir Kristín. Merkja hvern hlut Varðandi úrræði sem Samkeppn- isstoftiun getur beitt ef um ítrekað misræmi er að ræða segir Kristin að heimilt sé að skipa verslun að verðmerkja hvem einasta hlut eins og áður tíðkaðist. „Sumar verslanir era verri en aðrar hvað varðar strikamerkingar. í þeim tilvikum sem ástandi strika- merkinga er mjög ábótavant höfum við samband við verslanir og gerum grein fyrir niðurstöðunni. Það skal tekið fram að kaupmenn vilja hafa verðmerkingamar í lagi. Mistökin eru oftast mannleg og þegar verð er hærra í kassa er ástæðan sú að var- an hefur verið á tilboði áöur, hækk- að aftur í tölvunni en gleymst að skrá það í hillu,“ segir Kristín. Aöhald neytenda Neytendur eiga líka að veita verslunum aðhald með því að gera athugasemdir ef þeir verða varir við misræmi. „Það er réttur neytenda að vara sé merkt í hillu og að samræmi sé á milli þess og verðsins sem af- greiðslukassinn sýnir," segir Krist- ín Færseth, deildarstjóri hjá Sam- keppnissto&iun. Askaskyr er óhrært skyr Mjólkursamlagið í Búðardal hefiu- sett á markað Askaskyr sem er líkt gamla óhræröa skyrinu sem selt var í smjörpappír á árum áður. Óhrærða síu- skyrið inniheldur lifandi skyrgerla. í því er hátt hlutfall þurrefiia og eykst því rúmmál þess töluvert þegar það er hrært út með mjólk eða um 50% til 75%. Orðið síuskyr lýsir framleiðsluaðferðinni við aö skilja skyrið frá mysunni. Þar sem það er ekki hitameðhöndlað aftur í lok framleiðslunnar (öll undanrenna til skyrframleiðenda er gerilsneydd) þá lifa í því allir skyrgerlamir sem halda áfram að sýra skyrið. Best fyrir dagsetningin segir til um þau timamörk þegar skyrið fer að vera fullsúrt fyrir al- mennan smekk manna. Áttunda uppgripsverslun Olís Olis hefur opnað áttundu Uppgripsverslun sína í Álfheimum viö Glæsibæ. í fréttatilkynningu frá Olís er sagt aö lögð sé áhersla á þægindi, vöruúrval og hagstætt verð fyrir heimilið, bílstjórann og bíl- inn. Þessar nýju verslanir Olís bjóða, auk hinna hefð- bundnu bílavara, matvæli, kælivörur, hreinlætis- vörur, ferðavörur, leikfóng og ýmsar smávörur. Þar er einnig nýlagað kaffi, bakkelsi og smáréttir. í öll- um verslunum félagsins getur fólk tekið út allt að 10.000 krónur af debetkortum sínum án tillits til þess fyrir hve háa upphæð er verslað. Hraöbanki veröur í versluninni i Álfheimum og verða þeir sett- ir upp víðar ef viðtökur viðskiptavina eru góðar. Lækkun á vörugjaldi: Neytendasamtökin fylgjast meö „Neytendasamtökin munu fylgj- ast með því hvort nýgengin vöru- gjaldslækkun skilar sér til neyt- enda,“ segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasíunta- kanna, um breytingar á vörugjaldi sem tóku gildi þann 1. febrúar síð- astliðinn. Vörugjald var lækkað eða fellt niður á nokkrum vöru- flokkum en tilgangur Alþingis með þessari lækkun er að verð á til- teknum vörum lækki, vörum sem haldið hefur verið fram að keyptar hafi verið í frihöfnum eða erlendis vegna hárra álaga hérlendis. Mesta lækkun á ritföngum og snyrtivörum Mest var lækkunin á rifóngum eins og pennum og blýöntum, þar sem 20% vörugjald var fellt niður (verðlækkun u.þ.b. 16,5) og filmum og snyrtivörum þar sem 15% vöru- gjald var fellt niður (verðlækkun u.þ.b. 13%). Vörugjald á mynd- og hljómflutningstækjum, útvörpum, sjónvörpum, byssum og skotfærum lækkaði úr 30% í 25% (verðlækkun um 4%) og á ýmsum bifreiöavara- hlutum lækkaði það úr 20%-15% (verðlækkun um 4%). Einnig lækkaði Vörugjald upp á 20% var fellt niöur af pennum og blýöntum. vörugjaldð nokkuð á sælgæti, nið- ursoðnum ávöxtum, sultum, ávaxtasafa og gosdrykkjum. Verðkönnun Neytendasam- takanna í samtölum DV við afgreiðslu- fólk í verslunum er lækkunin smátt og smátt að skila sér í lækk- uðu vöruverði eftir því sem nýjar sendingar koma í verslanimar. Það beri þó að athuga að lækkunin geti verið meiri eða minni en áætl- að er vegna gengisbreytinga. Aðspurður segir Jóhannes Gunnarsson að neytendur hafi ekki látið í sér heyra um fram- kvæmd þessa lækkunar. „Neytendasamtökin öfluðu sér upplýsinga um verð á þessum helstu hlutum fyrir lækkunina og við munum síðan gera aðra könn- un til samanburðar fljótlega," seg- ir Jóhannes Gunnarsson hjá Neyt- endasamtökunum. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.