Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 9 Stuttar fréttir Utlönd Víðræðum hætt Skæruliðar marxista, sem halda 72 gíslum í japanska sendiherrabústaðnum í Perú, slitu samningaviðræðum við stjórnvöld af ótta við yfirvofandi árás. Blair enn ofar Breski Verkamannaflokkur- inn undir forustu Tonys Blairs hefur nú tek- ið 26 pró- sentustiga forskot á íhaldsflokk Johns Majors, sam- kvæmt nýrri skoðana- könnun Gallups sem birtist í gær. Verkamannaflokkurinn er með 54 prósenta fylgi en íhaldið 28 prósenta fylgi. Aukinn stuðningur Uppreisnarmenn, sem berjast gegn stjómvöldum í Saír, njóta sívaxandi stuðnings meðal al- mennings. Uppsagnir í Gdansk Síðustu 3.800 starfsmennimir í skipasmíðastöðinni í Gdansk, þar sem Lech Walesa stofnaði Samstöðu, munu allir missa vinnuna. Skipasmíðastöðin er gjaldþrota. Vissu um pyntingar Bandaríska utanríkisráðu- neytinu var kunnugt um að handbækur fyrir bandaríska hermenn í S-Ameríku innihéldu ráðleggingar um morð, pynting- ar og fjárkúganir, að sögn Jos- ephs Kennedys þingmanns. Bola ekki Rússum út Madeleine Albright, utaxu-ík- isráðherra Bandaríkjanna, vís- aði því á bug í gær að Bandaríkin eða banda- menn þeirra í NATO væm að reyna aö bola Rúss- landi út úr Evrópu með því að stækka bandalagið í aust- ur. Handtökur í Klna Kínversk yfirvöld hafa hand- tekið sjö menn sem granaðir era um sprengjutilræði í Xinjiang héraði. Hvetur til stillingar Utanríkisráðherra Kína, Qian Qichen, hvatti í gær N- og S- Kóreu tii að sýna stillingu vegna máls landflótta embættismanns- ins frá N-Kóreu sem er í Peking. Kínveijar segjast vera að rann- saka mál hans. Mannfall á Sri Lanka 65 hermenn og lögreglumenn og 160 skæruliðar létu lífið á Sri Lanka í gær í árásum skæruliða á herstöðvar. Reuter Uppstokkun á rússnesku stjórninni yfirvofandi: Tsjúbaís stjórnar efnahagsmálum Viðamiklar breytingar verða gerðar á skipan ríkisstjómar Rúss- lands sem Borís Jeltsín forseti gagn- rýndi harkalega í stefnuræðu sinni í gær fyrir að hafa klúðrað efna- hagsmálunum með þeim afleiðing- um að þjóðin væri á barmi örvænt- ingarinnar. „Það verða fjölmargar breytingar á næstu dögum,“ sagði Viktor Tsjemomyrdín forsætisráðherra í gær. Hann bætti við að stjómin ætti skilið gagnrýnina frá Jeltsín. Heimildarmenn innan Kremlar- múra sögðu að Anatolí Tsjúbaís, hinn 41 árs gamli frjálslyndi starfs- mannastjóri Jeltsíns, yrði liklega gerður að fyrsta aðstoðarforsætisráð- herra með það hlutverk að hafa eftir- lit með umbótum í efnahagsmálum. Interfax-fréttastofan sagði að Jeltsín mundi hugsanlega undirrita tilskipun þess eöiis í dag. Fleiri hermenn heim frá Vestur- bakkanum Ríkisstjóm ísraels samþykkti í gærkvöld frekari brottflutning hermanna frá Vesturbakkanum. Benjamin Netanyahu forsætis- ráðherra lagði fram tillöguna um brottflutninginn og stóðu um- ræðumar um hana í sjö klukku- stundir áður en hún var sam- þykkt með 10 atkvæðum gegn 7. ísraelska sjónvarpið greindi frá því að Netanyahu hefði verið undir þrýstingi frá Bandaríkja- mönnum um að friða Frelsissam- tök Palestínu, PLO, eftir ákvörð- unina um smíði íbúða fyrir gyð- inga í arabíska hluta Jerúsalem. Netanyahu hringdi sjálfur í gærkvöld í Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, til að greina henni frá sam- þykktinni um brottflutninginn. Barnaníðingur í Belgíu ákærður Saksóknari í Belgíu ákærði í gær Patrick Derochette, starfs- mann bílaverkstæðis, fyrir rán og nauðgun á níu ára gamalli telpu, Loubnu Benaissa, sem hvarf fyrir fimm árum. Yfirvöld era viss um að líkamsleifamar, sem fundust á miðvikudaginn í stálkistu í kjallara bílaverkstæð- is í Brassel, séu af Loubnu. Hún hvarf í ágúst 1992 er hún fór út í búð til að kaupa jógúrt. Der- ochette hlaut fyrir 13 árum skil- orðsbundinn dóm fyrir misnotk- un á bömum. Reuter FRA TRESMIÐAFELAGI REYKJAVÍKUR Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram um formannskjör í Trésmiðafélagi Reykjavíkur föstudaginn 14. mars, frákl. 13 til 18 og laugardaginn 15. marsfrákl. lOtil 17. Kosið verður á skrifstofu Trésmiðafélagsins að Suðurlandsbraut 30,2. hæð. Fram hafa komið tvær tillögur um formannsefni: Tillaga uppstillinganefndar um Finnbjöm Aðalvíking Hermannsson og tillaga um Þorvald Þorvaldsson, sem hefur tilskilinn fjölda meðmælenda. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með föstudeginum 7. mars nk. Allir félagsmenn sem skúlda minna en 6 mánaða félagsgjald, miðað við 1. febrúar, hafa atkvæðisrétt. Samkvæmt lögum félagsins má ekki veita nýjum félagsmönnum viðtöku í félagið, með atkvæðisrétti, þegar þrír sólarhringar eru til kjördags, en þeir sem skulda félagsgjöld geta öðlast atkvæðisrétt, greiði þeir skuld sfna að fullu. Kjörstjórn TJi. Anatolf Tsjúbafs á erfitt verk fyrir höndum f Rússlandi.Sfmamynd Reuter Tsjernomyrdín vildi ekki nefna nein nöfn. Hann sagöi þó að Tsjúba- ís, sem fór fyrir einkavæðingar- stefnu Rússlands, væri framúrskar- andi hagfræðingur sem stjóminni yrði mikill fengur að. Forsætisráð- herrann gaf til kynna að hrókering- amar í ríkisstjóminni yröu í anda þess sem Tsjúbaís og aðrir umbóta- sinnar hefðu krafist í ágúst síðast- liðnum eftir að Jeltsín hafði verið endurkjörinn. Forseti Dúmunnar, neðri deildar þingsins, kommúnistinn Gennadí Selezníov, sagði í gærkvöldi að hann væri 99 prósent viss um að Tsjúbaís yrði gerður að næstæðsta manni stjómarinnar og að það yrði „harmleikur". „Margir þeirra sem þjást núna telja að það sé allt einkavæðingará- ætlun Tsjúbaís að kenna," sagði þingforsetinn. Reuter VINIUIMCSHAFAR Sólarlandaferð fyrir tvo með Heimsferðum til Costa del Sol: Bára Dfs Benodiktsdóttir DaJseli 13, 109 Rvk Þuríður Quðný Siguröardóttir Kolbeinsmýrí 1, 170 Seltjamames 15 vörwinningarfrá Sól, hverað verðmæti kr. 3.000: Bergey Hafþórsdóttir, Fífuseli 14, 109 Rvk Ása M. Jónsdóttir Staöarseli 1, 109 Rvk Helga María Amardóttir Ástúni 8, 200 Kópav. Anna og Jónas Ásvallagötu 39, 101 Rvk Sigga Ingólfsdóttir Kársnesbraut 80, 200 Kópav. Snævar Sigurðsson Kóngsbakka 1,109 Rvk Ásta Jocaite Álfheimum 36, 104 Rvk Hjördís Björg Andrósdóttir Vesturbergi 26,111 Rvk Guðrún Eiia Ingvadóttir Kambaseli 85, 109 Rvk Ragnheiður Ólafsdóttir Kambsvegi 20, 104 Rvk Erla Birgisdóttir Hamrabergi 18, 111 Rvk Margrét Aöalsteinsdóttir Strýtuseli 18, 109 Rvk Heiðbjört Gylfadóttir Hliterhjalla 12, 200 Kópev. Guðrún Þorbjömsdóttir Lækjarhjalla 7, 200 Kópav. Rúnar Peters Möörvfelli 11, 109 Rvk Þú gætir eignast þessa Macintosh tölvu ásamt mótaldi með því að fylgjast með í DV! Taktu þátt í laufléttri og skemmtilegri getraun með DV og Apple-umboðinu og þú gætir eignast PERFORMA 6320/120 Macintosh tölvu með mótaldi, að verðmæti 150.000. Tölvan er öflug, með gott minni, hraðvirkt geisladrif og stóran harðdisk. Hvort sem nota á tölvuna við vinnu, nám, leik eða flakk um veraldarvefinn þá leysir hún vand- ann á skjótan og auðveld- an hátt. Safnaðu saman öllum 7 þátttökuseðl- unum, sem birtast frá 5.-12. mars, fylltu þá út, sendu til okkar og þú ert kominn í pottinn. ÞVERHOLTI 11 - SIMI 550 5000 Apple-umboðið hf SKIPHOLTI 21 -SÍMI511 5111 Heimasiöa: http://www.apple.is Spurning nr. 3 Hvaö er símanúmer Apple-umbobsins ? ( ) 222 3455 ( ) 445 6789 ( ) 511 5111 Nafn: Heimilisfang: Póstnúmer: _ Kennitala: —. Sími: Sendist til DV - Þverholti 11 Merkt: Makki - 105 Reykjavík Skilafrestur er til 19. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.